Morgunblaðið - 19.08.1987, Page 17

Morgunblaðið - 19.08.1987, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1987 17 að til þess að viðunandi árangur næðist í þessari atvinnugrein, yrðu þeir að ráða sjálfir yfir útflutnings- málunum. Eigin útflutningsfyrir- tæki eða önnur öflug íslenzk fyrirtæki voru algjört skilyrði þess að vel tækist til í þessum efnum. Að sjálfsögðu þurfti að hafa góða samvinnu við erlenda kaupendur í þeirra eigin heimalöndum, en salan, sölustefnan varð að vera í höndum þeirra sjálfra. Það er þeim mun athyglisverðara að athafnamaðurinn Guðbjöm Guð- jónsson skuli leggja áherzlu á það atriði, að eignarhaldið skuli vera hjá íslendingum en ekki útlending- um, þar sem á síðustu árum hefur gætt almennrar vantrúar á að ís- lendingar ættu yfirleitt að vera að eiga sjálfir í stórfyrirtækjum, sem þyrftu að keppa við erlenda aðila úti í hinum stóra heimi. Hart hefur verið sótt að stóru íslenzku útflutn- ingsfyrirtækjunum og jafnvel að því unnið af hálfu óábyrgra aðila, að reyna að kljúfa þau niður í margar smáeiningar. Slík iðja er mikið ófremdarverk og myndi leiða til aukins ósjálfstæðis og tekjurýmun- ar. Hinir erlendu aðilar myndu stöðugt vilja stærri hluta kökunnar og eftir því sem ítök þeirra í íslenzku atvinnulífi yrði meiri, kæmi minna í okkar hlut. í sjálfstæðis- baráttu þjóðar felast m.a. átök um eigna- og tekjuskiptingu við aðrar þjóðir. í heimi nútímans er áferð þessara átaka yfírleitt fágaðri en áður fyrr, sérstaklega á milli hinna háþróuðu iðnaðarríkja á vesturhveli jarðar. En átökin em eftir sem áður til staðar. í slíkum heimi er staða smáþjóðar með einhæfa atvinnu- vegi mjög viðkvæm. Höldum fast í sjálfstæðið Augljóst er að á ýmsum sviðum verður að eiga sér stað náið sam- starf íslenskra aðila og erlendra í uppbyggingu atvinnuvega. I sum- um tilvikum þarf að vera um sameiginlegt eignarhald að ræða í lengri eða skemmri tíma, en fyrir smáþjóð, sem vill vera sem sjálf- stæðust, verður að fara mjög varlega í sakimar. íslendingar verða að gæta þess vel að vera ekki settir í það að inna aðeins af hendi frumstörfin í atvinnulífinu. Salan, þjónustan og stjómunin verða stöðugt mikilvægari. Þar er tekjuskiptingin, arðurinn, raun- verulega ákveðin. Það að vera sem næst markaðnum, ræður úrslitum um lífskjör þjóðarinnar. Það er ekki unnt að eftirláta erlendum aðilum einum, yfirumráð og ákvarðana- töku í þessum efnum. Of mikil uppskipting og dreifing í sölu sjáv- arafurða frá Islandi, býður þessari hættu heim. Síðustu dæmin um vanskil og óheiðarleg vinnubrögð ákveðinna erlendra aðila gagnvart nokkmm íslenzkum framleiðend- um, sem seldu utan stóru sölufyrir- tækjanna, sýna hvað í vændum er, ef slakað er á kröfunum. Reynslan hefur sýnt að samfellt eignarhald íslendinga á útgerð, fiskvinnslufyrirtækjum og öflugum útflutningsfyrirtækjum, hefur reynzt þeim vel. Hin góðu lífskjör síðustu áratuga hafa byggst á þessu árangursríka skipulagi. Nútíma, sjálfstæður athafnamaður undir- strikar þessa stefnu með uppbygg- ingu glæsilegs hótels í einkaeign, sem mun eiga í harðri samkeppni um hylli ferðamanna. Hann leggur áherzlu á sjálfstætt eignarhald og telur það forsendu góðs árangurs í framtíðinni. í þessum efnum fara saman sjónarmið þeirra íslendinga sem hafa áratuga reynzlu í sölu sjávarafurða á samkeppnismörkuð- um heims og athafnamannsins, sem hættir öllu á nýju sviði athafna og framfara á íslandi. Hvoru tveggja er byggt á traustum grunni. Trúnni á því sem íslenzkt er. Trúnni á ís- lendinginn sjálfan í forystu fram- kvæmda heima og erlendis. Höfundur er einn þingmanna Sjálfstæðisflokksins ÍReykjavik. Sumarbúðirnar í Ölveri. Biblíu- og kristniboðsnámskeið í Ölveri Borgarfirði. HIN ÁRLEGA kaffi- og randa- brauðssala í Sumarbúðunum í Ölveri var sl. sunnudag til styrkt- ar starfinu og helgina 21.-25. ágúst nk. verður Biblíu- og kristniboðsnámskeið í Ölveri. Það er Samband íslenskra kristniboðsfélaga sem stendur fyrir þessu námskeiði. Kristniboðamir Ragnar og Guð- laugur Gunnarssynir, Jónas Þóris- son og Skúli Svavarsson verða með fyrirlestra um starf í kristniðboðs- hópum, kristniboð í fortíð, nútíð og framtíð og kristniboð/hjálparstarf. Biblíulestrar verða um endur- komuna í ljósi 2. Pétursbréfs og um Abraham-köllun til þjónustu. Guðmundur Guðmundsson æsku- lýðsleiðtogi fjallar um efnið „Samfélag mitt' við Guð“, „Um- hyggja trúsystkina" og „Umhyggja fyrir öðrum“. Á laugardagskvöldi verður Eþíópíukvöldvaka og mánudags- kvöldið Kenýukvöldvaka. Messa verður á sunnudeginum þar sem Stína Gísladóttir guðfræðingur predikar. Hinu hefðbundna starfi Sumar- búðanna í Ölveri er lokið og voru um 270 böm þar í sumar í 8 flokk- um. - pÞ Seltjarnaraessöfnuður fer í safnaðarferð Seltjarnarnessöfnuður stend- ur fyrir sinni árlegu safnaðar- ferð sunnudaginn 23. ágúst nk. og er ferðinni heitið austur í Skálholt. Lagt verður af stað frá nýju kirkjunni á Seltjamarnesi kl. 10.00 f.h. og ekið sem leið liggur austur í Skálholt þar sem nesti ferðalang- anna verður snætt. Þá verður farið í messu í Skálholtsdómkirkju kl. 14.00 þar sem sr. Guðmundur Óli Ólafsson þjónar fyrir altari og pred- ikar. Að messu lokinni verður ekið að Laugarvatni, þar sem dmkkið verður kaffi í boði safnaðarins. Það sem eftir er ferðar verður leikið eftir veðri og vindum og ef til vill stansað á Þingvöllum. Seltimingar eru hvattir til að taka þátt í þess- ari ferð og tilkynna þátttöku sína á skrifstofu sóknarprests milli kl. 11.00 og 12.00 í síma 611550. (Fréttatilkynning) Sunnudas,sjóeúrt með BANÖNUM OG KÓKOS i r Forvitnileg og feiknagóð. nmr g ri t

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.