Morgunblaðið - 19.08.1987, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 19.08.1987, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1987 23 Búlgaría: Víðtækar stjórnkerfis- breytingar samþykktar Sófíu, Reuter. BÚLGARSKA þingið samþykkti í gser víðtækar breytingar í efnahags- málum og stjórnskipan, sem taka gildi hinn 1. janúar næstkomandi. Meðal annars er í hyggju að stofna sérstök fríhafnarsvæði á næsta ári til þess að laða að erlent fjármagn. Þarna er á ferðinni enn ein breyt- ing Todors Zhikovs í umbótaátt, en hann er sá leiðtogi Austur-Evrópu, sem hvað mest hefur tekið undir breytingar Gorbachevs þó svo að það hafi frekar verið í orði en á borði til þessa. Verulegar breytingar eru ætlaðar á stjórnkerfi kommúnistaríkisins, en nokkur lykilráðuneyti verða lögð nið- ur og málaflokkar þeirra látnir tilheyra öðrum. Þá verða einnig stofnuð ný ráðuneyti, sem fara með mál sem tvö eða fleiri ráðuneyti fóru með áður. Við þetta var nokkrum ráðherrum ýtt út í kuldann, en aðrir verða enn valdameiri en fyrr. Meðal þeirra ráðuneyta, sem lögð verða niður, eru fjármálaráðuneytið, viðskiptaráðuneytið, heilbrigðis- ráðuneytið og menntamálaráðuneyt- ið. Sá, sem mesta upphefð hlaut af stólabrölti þessu, var Stojan Koslov Oveharov, sem verður ráðherra hins nýstofnaða efnahags- og áætlana- ráðuneytis. Hann er tiltölulega ungur, aðeins 45 ára gamall, og er verkfræðingur frá Moskvuháskóla. Hann hefur ekki gegnt ráðherra- embætti fyrr. Reuter Glass tekur í hönd sýrlenska utanrikisráðherrans, Farouq al-Shara i utanríkisráðuneytinu í Damaskus i gær er Glass var afhentur sendr- áði Bandaríkjamanna. Ævintýralegur flótti Charles Glass: Læsli mannræningjaiia irnií og klifraði út um glugga Beirút, Damaskus, Reuter. BANDARÍSKI blaðamaðurinn Charles Glass, sem arabísk hryðjuverkasamtök rændu í Vestur-Beirút fyrir um tveimur mánuðum, slapp frá ræningjum sinum með ævintýralegum hætti í fyrrinótt. Glass tjáði blaða- mönnum i gær að hann hefði náð Bandaríkin: Háskaleikur í háloftunum New York, Reuter. EITT hundrað og sextiu manns létu lífið í flugslysinu við De- troit, aðeins fjórum dögutn eftir að Ronald Reagan Bandaríkja- forseti komst naumlega hjá árekstri við litla einkaflugvél sl. fimmtudag á leið í sumarleyfi sitt í Kaliforniu. Það vakti flugmálayfirvöld til umhugsunar um öryggi og flug- umferð að þyrla forsetans skyldi næstum því hafa lent í árekstri Flugslysið á mánudag á örugg- lega eftir að tvíefla þá, sem vilja auka öryggi í flugmálum. Eitthundrað fjörutíu og sex far- þegar voru um borð í McDonnell Douglas MD-60 flugvélinni frá flugfélaginu Northwest Airlines, sem hrapaði niður á hraðbraut nokkrum sekúndum eftir flugtak á flugvellinum í Detroit. Far- þegarnir létu allir lífið ásamt áhöfn vélarinnar og talið er að allt að sextán ökumenn og far- þegar í bílum kunni einnig að hafa farist.. í flugslysinu í fyrradag kom aðeins ein flugvél við sögu, en áhyggjur Bandaríkjamanna stafa fyrst og fremst af því hversu oft kemur fyrir að flugvélar rekast næstum því á í háloftunum, eins og rétt henti forsetann. „Það er nánast talið sjálfsagt og eðlilegt að það gerist í hverri viku að engu muni að flugvélar rekist á flugi,“ sagði Hank Duffy fyrr á árinu, en hann er formaður samtaka atvinnuflugmanna, sem í eru þrjátíu og níu þúsund félag- ar. Hann segir að allt bendi til þess að í flugmálum Banda- ríkjanna hangi öryggi manna á bláþræði. Aukin samkeppni milli ýmissa flugfélaga og lækkanir fargjalda hafa leitt til þess að nú hafa millj- ónir ferðalanga bæst í hóp þeirra, sem ferðast um loftin blá, og þótti mikið flogið fyrir. Að auki hefur verið mannekla í flugumferðar- stjórn frá því að Reagan forseti rak flugumferðarstjóra í verkfalli, árið 1980. Ýmsir hafa leyft sér að efast um hæfni þeirra, sem settust i sæti verkfallsmannanna, en aðrir benda á að þegar flugum- ferðarstjórar hersins tóku við farþegaflugi til bráðabirgða hafi óhöppum í flugi snarfækkað. „Flugumferðarstjórar eru ýmist of fáir, eða þeir eru of margir og ekki starfinu vaxnir," sagði John Galipault, forseti flu- göryggisstofnunarinnar, sem hefur fylgst með því að öryggis sé gætt. Æ oftar gerist það að flugvélar rekast nærri því á. Árið 1982 gerðist það 311 sinnum; 475 sinn- um árið 1983; 589 sinnum árið 1984; 777 sinnum árið 1985 og í 812 skipti lá við árekstri árið 1986. Ekki hefur verið tekið sam- an hversu oft legið hefur við flugslysi á þessu ári, en undanfar- ið hefur verið greint frá fjölda atvika, þar sem farþegaflugvélar komu við sögu. Kathleen Bergen, talsmaður Flugumferðarstjórnar Banda- ríkjanna, sagði í viðtali við Reuter-fréttastofuna í síðustu viku að það gerðist að meðaltali tvisvar á dag að við lægi árekstri í bandarískri lofthelgi. Aldrei má vera minna en 8 km á milli flug- véla í lofti. Komi slíkt fyrir ber að bókfæra það og tilkynna sam- gönguráðuneyti. Opinberir starfsmenn viður- kenna að nú sé oftar greint frá því að flugvélar rekist næstum því á en áður. Þeir segja aftur á móti að þetta sé ekki áreiðanleg vísbending um að öryggi hafí minnkað í háloftunum. Hér sé verið að fjalla um „næstum því slys“ og aðeins íjórtán af hverjum hundrað hlutaðeigandi flugmönn- um hafi orðið uppvísir að gáleysi og þeim hafi þá verið hegnt fýrir. handjárnum og járnkeðjum af sér, beðið þess að ræningjarnir sofnuðu, læst þá inni og fleygt lyklunum. Síðan klifraði hann út um glugga. íbúðin, þar sem Glass var haldið, var á elleftu hæð í háhýsi. Er Glass hafði tekist að troða sér út um gluggann, fann hann stiga utan á húsinu þar sem hann komst niður á götu. Hann rakst þar á hjón fyr- ir framan bakarí og sagðist þurfa að ná í lækni fyrir dóttur sína á Summerland-hótelinu. Hjónin óku honum til hótelsins, og er hann kom þangað var klukkan 2.30 að nóttu á staðartíma, hálfgengin í tólf á miðnætti að íslenskum tíma. Vitni sögðu að Glass hefði vakið undrun er hann gekk inn í anddyri fimm stjörnu hótelsins, órakaður og í bláum íþróttagalla og sumar útvarpsstöðvar greindu frá því að hann hefði einnig verið berfættur. Glass lét það verða sitt fyrsta verk að hringja í lækni sinn, en síðan hafði hann samband við gæslusveitir Sýrlendinga í Vestur- Beirút, sem komu á vettvang í skyndi, fluttu Glass á brott og hindruðu aðgang fólks að hótelinu. Glass var síðan fluttur til Dam- askus, höfuðborgar Sýrlands, þar sem hann var afhentur bandaríska sendiráðinu við athöfn í sýrlenska utanríkisráðuneytinu í gærdag. Glass, sem hafði greinilega gi-ennst í gíslingunni, en virtist annars í góðu ásigkomulagi, faðm- aði að sér starfsbræður sína úr blaðamannastétt og þakkaði Sýr- lendingum hjálpina. „Það gleður mig að vera hér hjá ykkur,“ sagði hann. Sýrlenski utanríkisráðherrann, Farouq al-Shara, sagði að ránið á Glass hefði á sínum tíma verið óvið- unandi ógnun við Sýrlendinga, sérstaklega þar sem það hefði farið fram í Vestur-Beirút, en þar hafa þeir hersveitir til að gæta öryggis í borgarhlutanum. Shara sagði að Assad Sýrlandsforseta hefði því verið afar umhugað að Glass yrði frelsaður og skipað leyniþjónustu hersins að leita hans ásamt Ali Osseiran, sonar líbansks ráðherra. Osseiran var rænt um leið og Glass þann 17. júní en sleppt viku síðar. I samtali við fréttamenn sagði Glass að hann hefði fengið slæma meðferð, en þó ekki verið barinn nema þegar honum var rænt. Hann svaf á dýnu á gólfinu og nærðist á fábreyttum mat. Honum var skipað að binda fyrir augun í hvert sinn sem vörður kom inn til hans, og hann sagðist ekki hafa litið mann- sandlit allan tímann sem hann var í haldi hjá ræningjunum. Þeir kalla sig „Samtök til varnar frjálsri þjóð“, og eru taldir hliðhollir Irönum. Er Glass var spurður hvort hann myndi koma aftur til Beirút, svar- aði hann: „Ekki í nokkra manns- aldra.“ Noregur: Bandaríkin segja upp samninm við Kongsberg Osló, Router. Bandaríkjastjórn skýrði frá því í gær að hún myndi ekki skipta við norsku vopnaverksmiðjuna Kongsberg þar til að búið væri að ganga frá öllum málum viðvíkjandi viðskipti fyrirtækisins við Sovétmenn. Þetta gæti haft gjaldþrot ríkisfyrirtækisins í för með sér. Fyrr í ár kom á daginn að Kongs- berg-verksmiðjan hafði selt Sovét- mönnum háþróaðan tölvubúnað til kafbátaskrúfusmíðar í trássi við sáttmála vestrænna ríkja um bann við sölu hergagna eða tæknibúnaðar í hernaðarþágu til Sovétríkjanna og lepprikja þeirra. Vegna þessa máls þurfti Gro Harlem Brundtland, for- sætisráðherra Noregs, að biðja Bandaríkjaforseta velvirðingar, en Öldungadeild Bandaríkjaþings sam- þykkti ályktun þess efnis að banna skyldi verslun við Kongsberg og jap- anska fyrirtækið Toshiba, sem einnig sledi tæknibúnað til Sovét- manna. Ottast er að Kongsberg verði gjaldþrota vegna þessa, en stjóm- endur þess höfðu reitt sig mjög á samning um smíði flugskeyta fyrir Bandaríkjaher. Auk þess kunna þeir nú að verða af samningi við banda- ríska fyrirtækið Pratt & Whitney, sem hugðist kaupa flughreyfladeild Kongsberg, en í samningum var kveðið á um að Pratt & Whitney gæti rift samningnum ef Banda- ríkjastjóm gripi til refsiaðgerða gegn Kongsberg. Nú þegar fer fram gagnger endur- skipulagning á fyrirtækinu, en það tapaði 918 milljónum norskra króna (5,3 milljarðar ísl. kr.) á síðasta rekstrarári. Þessi áfoll munu ekki létta því róðurinn. Bandaríkin: Bóluefni við al- næmi reynt í mönnum Washington, Reuter. Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur veitt sam- þykki sitt fyrir fyrstu tilraunum á mönnum með bóluefni gegn alnæmi. Þær munu fara fram eins skjótt og auðið er í Heil- brigðisstofnum Bandaríkjanna og verður 75 manna úrtakshópur sjálfboðaliða notaður við þær. Bóluefnið var upp fundið af fyrirtækinu MicroGeneSys í Connecticut, en vonast er til þess að tilraunirnar leiði í ljós hvort það hafi einhveijar óvæntar aukaverkanir í för með sér. Að- altilgangurinn er þó að sjálf- sögðu að komast að raun um það hvort bólefnið fái líkamann til þess að mynda mótefni gegn veirunni. I úrtakshópnum verða einung- is heilbrigðir einstaklingar, sem ekki hafa sýkst af alnæmisvei- runni. Ítaiía: Cicciolina at- vinnulaus Rómaborg, Reuter. ítalska þingkonan og fatafell- an Ilona Staller, sem betur er þekkt undir atvinnuheitinu Cicciolina, á nú í erfiðleikum með að fínna vinnu við sitt hæfi, þrátt fyrir að hún sé vafalaust þekkt- asta fatafella heims. Ástæðan mun vera sú að eig- endur nektarklúbba telja að Cicciolina muni draga of mikla athygli að sér, en klúbbgestir kunna því illa að heimsóknir þeirra komist í hámæli. Þýskaland: Fjölskylda f lýr í land- græðsluvél Miinchen, Reuter. Austur-þýsk íjölskylda flúði í gær yfir járntjald í áburðardreif- ingarvél, en fyrir rúmum mánuði átti annað slíkt atvik sér stað. Flugmaðurinn fór í venjulegt áburðarflug, en í stað þess að dreifa áburði yfir lönd og akra lenti hann á túni nokkru og tók þar konu sína og fimmtán ára dóttur upp í vélina. Önnur flóttatilraun mistókst hins vegar í gær þegar maður reyndi að komast yfir Berlínarm- úrinn. Landamæraverðir skutu þremur viðvörunarskotum að honum, en þá gafst hann upp. Frakkland: Naut braut úlnlið land- búnaðarráð- herra Paris, Reuter. Franski landbúnaðarráðher- rann, Frangois Guillaume, sem til þessa hefur verið harðfylginn málsvari franskra bænda, varð fyrir árás óvænts andstæðings í gær, því þar var komið eitt af eigin nautum ráðherrans. Talsmaður ráðuneytisins út- skýrði ekki á hvem hátt nautið hefði brotið úlnliðinn, en sagði að atvikið hefði átt sér stað á búgarði ráðherrans við Ville-en- Vermois í Mósel. Guillaume verður fimm vikur í gipsi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.