Morgunblaðið - 19.08.1987, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 19.08.1987, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1987 25 Nazistar syrgja Hess Bonn, Berlín, Moskvu, Reuter. HERSVEITIR hernámsveldanna fjögnrra í Berlín héldu í gær enn strangan vörð um jarðneskar leifar Rudolfs Hess í brezkum herspít- ala og um Spandau-fangelsið, þar sem hann var fangi. Nasistar í Þýzkalandi og fleiri Evrópulöndum syrgðu Hess ákaft og sögðu sumir hann hafa beðið píslarvætti í þágu friðarins. Fáum stundum eftir að Hess lézt, kom hópur nýnazista saman fyrir utan Spandau til þess að minnast hans. Sex unglingar veifuðu fánum, sem á stóð: „Deutschland, Deutsc- hland iiber alles,“ eða „Þýzkaland ofar öllu,“ sem voru fyrstu orðin í þýzka þjóðsöngnum, en honum var breytt eftir stríð. Aðrir tuttugu nýnazistar héldu á logandi kertum. í Hamborg gekk hópur nýnazista til brezku ræðismannsskrifstofunn- ar og mótmælti því sem göngumenn kölluðu slæma_ meðferð banda- manna á Hess. Í Hannover máluðu fylgismenn Hess orðin „Rudolf Hess dó fyrir ykkur“ á vegg þinghúss Neðra Saxlands í borginni. Flokkur nýnazista í Vestur- Þýzkalandi, Þjóðlegi lýðræðisflokk- urinn, sagði að póstþjónustan hefði neitað að senda ekkju Hess, Ilse, skeyti frá flokknum. í skeytinu sagði: „Hugur allra sannra Þjóð- veija er með Rudolf Hess á þessari stundu. Hann var tákn hins her- numda Þýzkalands, fulltrúi þjóðar sem var leiksoppur sigurvegar- anna.“ Póstþjónustan neitaði að senda skeytið af smekkvísisástæð- um. Talsmaður hernámsveldanna sagði í gær að lík Hess yrði afhent fjölskyldu hans í Vestur-Þýzka- landi, en tók ekki fram hvenær. Heimildarmenn í Berlín töldu að líkið yrði kistulagt að viðstaddri fjölskyldunni nálægt Munchen, þar sem sonur Hess býr. Að sögn Karl Walters, bæjarstjóra í fyrrum heimabæ Hess, Wunsiedel í Bæjara- landi, fór Hess fram á það fyrir tveimur árum að verða grafínn þar í fjölskyldugrafreit sínum. Walter sagði að slíkt kæmi ekki til greina, þar sem hann vilji ekki að bærinn verði „pílagrímamiðstöð, Mekka nýnazista og gamalla nazista." Talsmenn hemámsveldanna sögðu að fangelsisstjóm Spandau yrði nú lögð niður innan viku og fangelsið rifíð til þess að koma í veg fyrir að það verði „helgistaður nýnazista." Verzlunarmiðstöð fyrir brezka hermenn verður reist á lóð- Spandau er einn þriggja staða í Vestur-Berlín sem sovézkir her- menn hafa haft reglulegan aðgang að. Heimsóknir sovézkra sendi- nefnda vom tíðar til fangelsisins, þar sem þær ræddu við Hess og héldu nánari tengslum við hemáms- lið Vesturveldanna en annars hefði verið. Nú mun þessum heimsóknum verða hætt. Laxeldissjúkdómar í Noregi: Yfirvöld sektuð fyrir vanrækslu Ósló. Frá fréttaritara Morgunblaðsins, Jan Erik Laure. DÓMSTÓLAR hafa gert norska norskra króna ríkinu skylt að greiða 35 laxeld- isfyrirtækjum 109 milljónir „Fljótandi draugur- • ll * mn a ferli á Borneó Kuala Lumpur, Reuter SÖGUSAGNIR um, að „fljót- andi draugurinn“ hafi sézt á kreiki í norðaustur Borneó í Maiasíu, hefur orðið til þess að íbúar í nágrenninu hafa birgt sig upp af sítrusviðar- greinum, sem eru taldar vörn gegn hrellingum drauga og illra anda. Frá þessu sagði fréttastofa landsins í morgun, þriðju- dag. Götur í bænum Sibu, þar sem fréttir um drauginn voru hvað ákveðnastar, vom auðar þegar dimmdi. Sítmsviðarsalar í bænum höfðu átt góðan dag og sögðust naumast hafa ann- að eftirspurn. Lögreglan í Sibu sagði, að líklega hefðu einmitt ópmttnir sítmsgreinasalar komið sögunum af stað. „Fljót- andi draugurinn" í Malasíu, sem sézt alltaf öðm hveiju, leggst á vanfærar konur og sýgur úr þeim blóð, með þeim afleiðingum að fóstrið í kviði þeirra deyr. skaðabætur vegna fisksjúkdóms sem átti rætur að rekja til innflutnings á skoskum laxeldisseiðum. Sovétmenn hafa þó enn nokkum aðgang að vesturhluta hinnar her- numdu borgar. Tveir sovézkir hermenn standa stöðugan vörð við stríðsminnismerkið í Vestur-Berlín og Sovétmenn starfa með vestaii- mönnum í flugöryggismiðstöð Berlínar, sem fylgist með flugum- ferð til vesturhlutans. Vesturveld- unum ber einnig að upplýsa sovézka sendiráðið í Austur-Berlín um ástand mála í borginni. Vestrænir heimildarmenn Reuter-fréttastof- unnar segja því að missir fangelsis- ins skipti engu höfuðmáli fyrir ítök Sovétmanna í Vestur-Berlín. Ung hjón með barn ganga fram hjá veggspjöldum, sem nýnazist- ar í Madrid á Spáni komu fyrir í gær. A spjöldunum stendur: „Rudolf Hess er látinn. Nú er hann frjáls.“ Reuter Árið 1985 gaf landbúnaðar- ráðuneytið leyfí til að flytja eldis- seiðin til Noregs og voru þrír skipsfarmar sendir til stöðva í Norður-Þrændalögum. Fiskurinn reyndist smitaður sjúkdómi er nefnist furunkulose. Að lokum fyr- irskipaði ráðuneytið stöðvunum 35 að slátra seiðunum til að koma í veg fyrir að sjúkdómurinn breidd- ist út til annarra fiskeldisstöðva. Yfirvöld vissu að umræddur sjúkdómur hafði komið upp í skosku stöðinni árið áður en inn- flutningurinn var leyfður. Sam- kvæmt norskum lögum á eldisstöð erlendis að vera í sóttkví í minnst fjögur ár eftir að sýking hefur verið staðfest. Eftir mikinn þrýst- ing frá viðkomandi yfírvöldum í Skotlandi lét norska landbúnaðar- ráðuneytið samt undan og leyfði innflutninginn. „Yfirvöld bera alla sökina og eiga því að bæta tapið,“ sögðu forstöðumenn fiskeldisstöðvanna, sem urðu fyrir tapinu. Þeir höfð- uðu mál og kröfðust 109 milljóna norskra króna (um 600 milljóna ísl. króna) í skaðabætur. í dómsúrskurðinum er því hald- ið fram að eftirliti ríkisins með innflutningi eldisseiða hafí verið ábótavant. Auk þess er sagt að baráttan gegn sjúkdómnum hafí verið skipulagslaus. Hann hafi borist til Noregs í júní 1985. Hins vegar hafi skipun um slátrun ekki verið gefin fyrr en seint um suma- rið og þá hefði sjúkdómurinn þegar náð að breiðast út til annarra stöðva - þær eru samanlagt 35 - sem ekki fluttu inn eldisseiði frá Skotlandi. UTSALA ÚTSALA 30% ta 50% AFSLÁTTUR VISA »hummél^P SPORTBÚÐIN Ármúla 40 Reykjavík s:83555

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.