Morgunblaðið - 19.08.1987, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1987
37
Stjörnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
Vaínsberinn
í dag ætla ég að fjalla um
Vatnsberann (21.janúar—19.
febrúar).
Fjarlcegur
Af öllum merkjum er einna
erfíðast að lýsa Vatnsberan-
um. Ástæðan er sú að hann
gefur lítið færi á sér persónu-
lega. Hann talar sjaldan um
tilfínningar sínar eða per-
sónulega hagi. Hann er
stoltur og fer eigin leiðir og
á því til að virðast heldur flar-
lægur.
Tvœr tegundir
Oftast birtist Vatnsberinn í
tveim útgáfum. Annars veg-
ar er hinn opni og félagslyndi
Vatnsberi og hins vegar hinn
sérvitri sem fer utan við al-
faraleið og á oft litla samleið
með öðrum. Fyrir útan þenn-
an mun hafa báðir hóparnir
síðan sameiginleg einkenni.
Fastur fyrir
Einkennandi fyrir alla Vatns-
bera er að þeir eru fastir
fyrir, stöðugir, heldur ráðrík-
ir og þijóskir. Ef Vatnsberinn
hefur bitið ákveðna afstöðu
í sig er ólíklegt að hann
breyti henni. Hugsanlega er
hægt að tala hann til, ef rök-
in eru sterk og skynsamleg.
Aldrei borgar sig hins vegar
að skipa honum fyrir eða
ætla að þvinga hann til
hlýðni. Þó hann segi já,
breytir hann litlu og er fljót-
lega fallinn í sama farið og
áður. Hvatinn að því sem
Vatnsberi gerir verður að
koma frá honum sjálfum.
Hugmyndaríkur
Vatnsberinn er hugmynda-
ríkur og uppfínningasamur.
Hann er framfarasinnaður
en þessum eiginleikum beinir
hann að öllum sviðum mann-
lífsins. Móðir í Vatnsbera-
merkinu hefur t.d. áhuga á
nýjungum í bamauppeldi, les
gjaman bækur og veltir hin-
um ýmsu uppeldisleiðum
fyrir sér.
Sérstakur stíll
Flestir Vatnsberar móta sér
snemma sinn sérstaka stíl.
Oft er hann óvenjulegur og
í sumum tilvikum sérvisku-
legur. Þegar Vatnsberinn
hefur síðan fundið sinn stíl á
hann til að halda fast í hann.
Hið óbreytanlega og óhagg-
anlega eðli Vatnsberans
birtist þar ekki síður en á
öðrum sviðum.
MannúÖarmál
Oft hafa Vatnsberar áhuga
á mannúðar- og félagsmál-
um. Þeir hafa áhuga á
mannlífinu í víðu samhengi
og vilja gjaman breyta heim-
inum og bæta hag þeirra sem
minna mega sín.
Tilfinningatjáning
Það sem helst getur háð
Vatnsbera er að hann á
stundum erfitt með tilfinn-
ingar sínar, að tjá þær eða
viðurkenna að hann er einnig
tilfínningavera. Fyrir vikið
getur hann lokast inni í sjálf-
um sér. Öðm fólki fínnst
t.a.m. Vatnsberinn oft kaldur
og ópersónulegur.
Lífsorka
Þar sem orka Vatnsberans
liggur á félags- og hug-
myndasviðum þarf hann að
hitta fólk, ræða málin og
skiptast á upplýsingum, eða
fást við einhver skemmtileg
andleg áhugamál. Annars er
hætt við að hann verði
lífsleiður og orkulítill.
Vingjarnlegur
Vatnsberinn er yfírleitt opinn
í fasi og að öllu jöfnu vin-
gjamlegur og þægilegur í
umgengni.
GRETTIR
FERDINAND
Nei, þetta heimaverkefni Og við erum á bls. 23, ekki
var í gær, herra. 16 ...
Og við erum í rauðu bók- Hvaða skóli er þetta?
inni núna, ekki þeirri
grænu.
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Aðalsteinn Jörgensen og Ás--*>-
geir Ásbjömsson voru óheppnir
í eftirfarandi spili úr leiknum við
Belgp'u á EM i Brighton. Þeir
komust í góða slemmu á lítil -
spil, en slæm lega setti strik í
reikninginn.
Suður gefur; enginn á hættu.
Norður
K4
D765
Á963
DG4
Suður
ÁD10865
K2
7
ÁK87
Belgamir blönduðu sér ekkert
í sagnir, svo „Pumpu-Precisi-
on“-kerfi þeirra Ásgeirs og
Aðalsteins fékk að njóta sín til
fulls.
Norður
Ásgeir
Suður
Aðalsteinn
1 lauf
2 lauf
2 hjörtu
3 lauf
4 lauf
4 hjörtu
6 spaðar1
1 grand
2 tíglar
2grönd
3 spaðar
4 tíglar
4 spaðar
Pass
Þessar sagnir þarfnast skýr-
inga:
1 lauf: 16 punktar eða meira.
1 grand: meira en 8 punktar
og tvílitur í spaða.
2 lauf: spuming um hjartalengd.
2 tíglar: fjögur hjörtu.
2 hjörtu: spuming um láglita-
skiptingu.
2 grönd: fjórir tíglar og þrjú
lauf.
3 lauf: spuming um styrk.
3 spaðar: 12—13 punktar. ’
4 lauf: spuming um kontról.
4 tíglar: þtjú.
4 hjörtu: biður um staðsetningu
háspila.
4 spaðar: háspil í spaða
6 spaðar: .akk fyrir.
Flókið kerfi, vægast sagt, en
þama skilaði það sannarlega
góðum árangri. Og þó. Vömin
tók fyrsta slaginn á hjartaás og
svo kom á daginn að spaðinn lá
4—1 og gosinn með fjórlitnum.
Einn niður, óverðskuldað.
Umsjón Margeir
Pétursson
Á opna alþjóðlega skákmótinu
í Gausdal í Noregi sem nú stend-
ur yfir, kom þessi staða upp í
skák tékkneska stórmeistarans
Jansa, sem hafði hvítt og átti
leik, og norska alþjóðlega meist-
arans Tisdall:
24. Dxf6! og svartur gafst upp
því eftir 24. - Hxf6, 25. Hgxgi*”
- Hk8, 26. Hxh7+ - Kg8, 27.
Hef7+ - Kf8, 28. Rd7+ - Ke8,
29. Hg8+ er hann mát í næsta
leik. Þrátt fyrir þennan glæsi-
lega sigur hefur Jansa gengið
illa á mótinu. Eftir fimm um-
ferðir hafði hann aðeins 2
vinning og tapaða biðskák.