Morgunblaðið - 19.08.1987, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1987
41
Minning:
Sigríður Hannesdótt■
irfrá Hleiðargarði
Fædd 5. janúar 1911
Dáin 18. október 1986
Þann 18. október síðastliðinn lést
eftir mikla vanheilsu Sigríður
Hannesdóttir frá Hleiðargarði í
Eyjafirði. Foreldrar hennar voru
Hannes Jónsson bóndi og fræði-
maður. Hann fæddist 1873, dáinn
1957. Jón faðir hans var Jóhannes-
son frá Möðruvöllum í Eyjafirði
Jónssonar. Móðir Hannesar var
Sigríður Ólafsdóttir bónda í Hleið-
argarði Guðmundssonar. Móðir
Sigríðar var Jónína Jóhannsdóttir
bónda á Gautstöðum á Svalbarðs-
strönd Bergvinssonar og konu hans,
Elínar Sesselju Jónsdóttur. Jónína
fæddist 1871, hún lést úr krabba-
meini 1921.
Þau Jónína og Hannes gengu í
hjónaband 1897 og bjuggu þau í
Hleiðargarði. Böm þeirra vom:
Hleiður, fædd 1898, dáin 1903;
Snorri bóndi í Hleiðargarði, fæddur
1901, dáinn 1963; Elín Jóhanna,
fædd 1904, dáin 1922; Gauti kenn-
ari í Reykjavík, fæddur 1909, dáinn
1982; Sigríður sem hér er minnst,
fædd 1911, dáin 1986; Bragi, fædd-
ur 1912, dáinn 1914; Bragi fæddur
1914, dáinn 1915.
Vigfússonar frá Gullberastöðum
bar saman. Hún var þá fimmtug,
hann 12 árum eldri. Þau urðu ást-
fangin og gengu í hjónaband 9.
september 1961.
Mér er þessi dagur minnisstæð-
ur. Þá sá ég Bjöm, umtalað glæsi-
menni, í fyrsta sinn. Þótti mér sem
með þeim Sigríði væri mikið jafn-
ræði. Og á brúðkaupsdegi sínum
vom þau eitthvað það ástfangnasta
par sem ég hef verið samvistum við.
Björn var ekkjumaður þegar þau
Sigríður kynntust. Hann hafði áður
verið kvæntur Önnu Hjaltested
píanóleikara.
Það veit ég fyrir víst að þarna
gekk Sigríður mikið gæfuspor.
Bjöm varð Ingimundi sá besti afi
sem bam getur hugsað sér. Ólst
hann alveg upp hjá þeim hjónum.
Sigríður flutti til Björns í góða
íbúð og fór nú líf hennar í farveg
sem hæfði skaphöfn hennar. Það
er vissa mín að fyrsti áratugurinn
með Bimi var sem sumarið í lífi
hennar. Samvistir þeirra vom góðar
og Ingimundur óx upp eins og fífill
í túni.
En svo fór hún að kenna van-
heilsu sem ágerðist hægt og sígandi
og síðustu árin var hún alveg farin
að heilsu. Þessi veikindi vom þess-
ari óvílsömu konu mikil raun. Hún
hélt andlegu atgervi til hins síðasta.
Dauðinn var henni kærkominn úr
því sem komið var. En hún var
þakklát fyrir margt. Ingimundur
mesti myndarmaður, lærði vélvirkj-
un. Hann hafði kvænst góðri
glæsilegri konu, Oddnýju Magnús-
dóttur. Þau stofnuðu heimili sitt á
Kjalamesi. Heilbrigt ungt fólk sem
hafa verið þeim afa og ömmu góð.
Sigríður lést 18. október sl. og
fór útför hennar fram í kyrrþey að
ósk hennar. Hvílir hún í Fossvogs-
kirkjugarði.
Bimi, sem nú dvelur á Dvalar-
heimili aldraðra í Borgarnesi, sendi
ég kveðju og óskir um milda
framtíð.
Elín Guðjónsdóttir
Hannes kvæntist öðm sinni 1925
Helgu Friðriksdóttur frá Nesi í
Saurbæjarhreppi, mikilli sómakonu.
Þau áttu eina dóttur saman, Elínu
Hermínu, sem ein lifir af þessum
systkinahópi, en hún er búsett á
Akureyri.
Sigríður ólst upp í Hleiðargarði
en fór upp úr fermingu að vinna
fyrir sér og kom sér alls staðar
vel. Hún var bráðdugleg, óvenjufríð,
björt yfirlitum, glaðsinna og hlátur-
mild. Á þessum ámm var hún oft
kölluð Sigríður Eyjaíjarðarsól.
Um tvítugt giftist hún Ingimar
Ólafssyni. Þau hófu búskap á Akur-
eyri. Þau eignuðust son 1932 sem
skírður var Guðmundur. En krepp-
an fór í hönd. Það var atvinnuleysi
og allsleysi í kjölfarið. Þau Ingimar
fluttu til Reykjavíkur í von um eitt-
hvað skárra þar. En ástandið
versnaði fremur en hitt. Ingimar
var kominn undir áhrifavald Bakk-
usar, það vald ágerðist og má segja
að hann hafi verið hjá honum í
ánauð síðustu árin. Ingimar lést
fyrir nokkmm ámm. Eftir erfið-
leikatímabil sem Sigríður talaði
aldrei um, skildu þau Ingimar.
Sigríður, sem hafði verið fyrir-
vinnan á heimilinu að mestu, barðist
fyrir afkomu sinni og Guðmundar
sonar síns. Á þessum ámm vann
hún mest við saumaskap, rak um
árabil drengjafatasaumastofu í Ing-
ólfsstræti 21. Það var ekki hátt til
lofts né vítt til veggja í Ingólfs-
strætinu, samt var sem maður
kæmi þar á höfðingjasetur. Sigríður
var meðal glæsilegustu kvenna.
Hún var gestrisin, alltaf vel til fara
og hress í viðmóti.
Guðmundur sonur hennar veikt-
ist ungur og var upp frá því skertur
á heym, sem háði honum mjög.
Hann vann um árabil hjá Ágli
Skallagrímssyni og um annað ára-
bil hjá Sláturfélagi Suðurlands.
Hann var tvíkvæntur. Fyrri kona
hans var Þórann Björgúlfsdóttir.
Þau eignuðust einn son, Ingimund,
fæddan 1958. Þau slitu samvistir
eftir sjtamma sambúð. Hann
kvæntist öðm sinni Rögnu Ólafs-
dóttur. Guðmundur lést eftir mikla
vanheilsu 1978.
Sigríður hafði fest kaup á góðri
íbúð við Stigahlíð og skömmu eftir
sambúðarslit Þómnnar og Guð-
mundar fór Ingimundur í fóstur til
ömmu sinnar. Eftir að Guðmundur
óx upp fór Sigríður til starfa út á
vinnumarkaðinn. Hún vann ýmist
við saumaskap eða var matráðs-
kona, meðal annars í Ingólfskaffi,
en það var matsala sem rekin var
í húsakynnum þeim þar sem veit-
ingastaðurinn Ai-narhóll er nú. Þar
var hún þegar fundum þeirra Bjöms
Minning:
Egill Gíslason bakara-
meistari ogkonditor
Vinarkveðja
Fæddur 16. april 1905
Dáinn 7. ágúst 1987
Egill Gíslason er horfinn úr okk-
ar hópi. Hann lést 7. þ.m. á elliheim-
ilinu Gmnd hér í borg, 82 ára
gamall. Við Egill vomm æskuvinir
og fór vel á með okkur alla tíð.
Þegar við kynntumst átti Egill
heima í húsinu Bjargarstíg 2. Faðir
hans bjó þar og yngri bróðir Egils,
Sighvatur, en elskuleg móðir þeirra
bræðra var þá látin. Allt fór þó
vel, því faðir þeirra var skilnings-
góður og græddi sárin.
Það var sumarið 1922 að við
sátum saman á grasbala niðri í
Vatnsmýri og hugleiddum framtíð-
ina. Við töldum að best væri fyrir
okkur að læra eitthvert handverk.
Þá kom Egill með tillögu um að
við fæmm til Kaupmannahafnar þá
næsta sumar og það var þegar
ákveðið.
Nú þurfti að afla fjár til fararinn-
ar. Enginn peningur var í vasa þá
stundina, en þetta var hugsjón
ungra drengja. „Ég á móðursystur
í Kaupmannahöfn,“ kvað Egill og
ég undirritaður átti systur þar, svo
við töldum víst að tekið yrði vel á
móti okkur.
Sumarið 1923 fómm við svo báð-
ir til fyrirheitna landsins. Við
fengum fljótlega atvinnu og komum
okkur fyrir í leiguherbergi. Það er
margs að minnast, smáævintýra og
erfíðleika, eins og gengur.
Við Egill bjuggum í sama húsi í
tvö ár, þar til aðstæður breyttust.
Heim til íslands komum við 1928,
með sveinsbréf upp á vasann. Gras-
baladraumurinn hafði ræst. Egill
vann lengst af hjá Jóni Símonar-
syni bakarameistara en einnig hjá
Torberg-konditorí, Laugavegi 5.
Egill var einstakur maður í sínu
fagi, stundvís, afkastamikill og góð-
ur drengur.
Að skilnaði þakka ég honum,
elsku vini mínum, fyrir æskuvináttu
hans, tryggð og drenglyndi. Ég
votta aðstandendum samúð mína.
Magnús Kristjánsson
Birting afmælis- og
minningargreina
Morgnnblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til
birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavik og á
skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með
góðum fyrirvara.
+
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
ÞÓRÐUR STEINDÓRSSON,
Ásbraut 17,
Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 19.
ágúst kl. 15.00.
Fyrir hönd aöstandenda,
Ester Sæmundsdóttir.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför föð-
ur okkar, tengdaföður og afa,
GUÐMUNDAR SIGURÐSSONAR,
Baldursgötu 13.
Vigdfs Guðmundsdóttir,
Sigrún Guðmundsdóttir,
Ingi Guðmundsson,
Björn Guðmundsson,
°9
Baldur Guðmundsson,
Halldór Ásmundsson,
Ingibjörg Skarphóðinsdóttir,
Bergþóra Snæbjörnsdóttir
barnabörn.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúö og vinarhug við andlát og út-
för eiginkonu minnar og móður okkar,
HÓLMFRÍÐAR RUNÓLFSDÓTTUR,
Dflahæð 5, Borgarnesi,
Valgarð Björnsson,
Jófrfður Valgarösdóttir,
Kristfn M. Valgarðsdóttir,
Sverrir Valgarösson,
Þröstur Valgarðsson,
Ester Gunnarsdóttir.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinsemd við andlát og
útför eiginmanns míns, fósturföður, tengdaföður og afa,
HERMANNS SNÆLAND AÐALSTEINSSONAR
frá Hóli.
Guðbjörg S. Guðmundsdóttir,
Guðný Ó. Jónsdóttir, Þorfinnur J. A. Harðarson,
Eyrún Björg Þorfinnsdóttir,
Hermann Hallberg Þorfinnsson.
+
Innilegt þakklæti færum við öllum sem sýndu okkur vinsemd og
hlýhug vegna fráfalls elskulegs eiginmanns, sonar, föður og
tengdaföður,
JÓNS S. GUÐNASONAR
arkltekts,
Sigrid Lödemel Guðnason, Ragnhildur Á. Jónsdóttlr,
Marfa Kristín Jónsdóttir, Guðbjörn Jónsson,
Guðbjörn Rúnar Jónsson, Guðlaugur Bergmundsson.
+
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför,
GUNNARS FRIÐLEIFSSONAR,
Steinfrfður Gunnarsdóttlr,
Anna Friðleifsdóttir,
Sólveig Friðleifsdóttir,
Rakel Loftsdóttlr,
Aðalhelður Stefónsdóttir.
+
Innilegar þakkir fyrir vinsemd og samúð við andlát og útför eigln-
manns míns, sonar, föður, tengdafööur og afa,
PÉTURS DANlELSSONAR,
Jóna Elrfksdóttir.
Daníel Pótursson,
börn, tengdabörn og barnabörn.