Morgunblaðið - 19.08.1987, Síða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1987
félk f
fréttum
Keppendur í hita leiksins.
Billy Joel og aðdáendur í Moskvu
Billy Joel í Sovét
Bandaríski popparinn Billy Joel
fór í sex daga hljómleikaferð
um Sovétríkin núna í byijun mánað-
arins, og vakti stormandi lukku hjá
ungmennum þar eystra. A opnunar-
tónleikunum í Olympíuhöllinni í
Moskvu þótti Joel hinir 20.000
áhorfendur helst til prúðir, og hvatti
hann þá til að koma upp að svið-
inu. Aðdáendur poppgoðsins létu
ekki segja sér það tvisvar, stóðu
upp og dönsuðu í göngunum það
sem eftir var af tónleikunum, enda
engin ástæða til að vera bældur í
Rússlandi nú á dögum Gorbachevs
og glasnosts.
Þaulsætnir
íþróttakappar
Staurseta er íþrótt sem maður
skyldi ætla að væri ekki ýkja
spennandi að horfa á, en samt
mættu yfir 100.000 manns að fylgj-
ast með staursetukeppninni í hol-
lenska bænum Noordwijkerhout á
dögunum. Þar sátu 18 staursetu-
kappar sem fastast, staðráðnir í að
bæta gamla metið, sem var 104
klukkustundir.
Þó að sumum kunni að virðast
að íþrótt þessi kreíjist lítilla burða
eða snerpu, þá fer því fjarri að
hvaða meðaljón sem er geti tekið
þátt í henni. „Það þarf mikla ein-
beitni til að ná hinu rétta hugar-
ástandi og sofna ekki,“ sagði hin
25 ára gamla Jose Turk, eini kven-
maðurinn sem þátt tók í keppninni,
„maður þarf að tæma hugann gjör-
samlega, núllstilla hugsanastarf-
semina". Ekki tókst öllum jafnvel
við það, og fylgdust áhorfendur
spenntir með baráttu þriggja kepp-
enda við vöðvakrampa, sem endaði
í vatninu. Að morgni fimmta dags-
ins voru aðeins 7 manns eftirstand-
andi - sitjandi réttara sagt - en
þessi mikla þaulsætni bar að lokum
ávöxt, því gamla metið var bætt
um heilar 30 mínútur. Því miður
fylgir nafn hins nýja methafa ekki
með heimildum okkar.
Ef einhver lesandi hefur brotið
heilann um hvemig eðlileg líkams-
starfsemi gangi fyrir sig þama uppi
á staur fyrir framan §ölda áhorf-
enda, þá var neyðartilfellum þannig
sinnt að íláti var komið til viðkom-
andi keppanda, og sérhannað tjald
sveipað um hann. „Aðrar keppnir
leyfa 5 mínútna hlé frá staurse-
tunni á hverri klukkustund," sagði
Jan Huybrechts, formaður íþrótta-
félagsins sem sá um keppnina,
„slíkt er allt of auðvelt til að geta
kallast alvöru staursetukeppni".
COSPER
Það er hárþvottadagur í kvennabúrinu í dag.
Stefanía Mónakóprinsessa og Mario Oliver hafa aldrei verið ástfangnari, Rainer fursta til mikillar
hrellingar.
Mario reynir að
blíðka Rainer fursta
Mario Oliver, stóra ástin í
lífi Stefaníu Mónakóprins-
essu þessa stundina, gerir nú allt
hvað hann getur til að komast í
sátt hjá Rainer fursta Mónakó,
foður Stefaníu. Það er ekki nema
von, ef satt er að kærustuparið
hyggist gifta sig fyrr en seinna.
Bæði hafa þau lýst því yfir að þau
hyggist gera það. Rainer hefur
fram til þessa ekki viljað sjá hinn
mögulega tengdason eða heyra.
Þegar Stefanía fór til Mónakó til
að vera viðstödd Grand Prix kapp-
aksturinn varð aumingja Mario
að bíða sinnar heittelskuðu í Can-
nes í Frakklandi. Mario mun hafa
tekið upp settlegri háttu, stytt
ljósan makkann og greiðir hann
nú á hveijum degi og gengur
virðulegar til fara, allt í von um
að hljóta náð fyrir augum furst-
ans.
Með hveijum degi minnkar von
Rainers fursta um að þetta sam-
band sé bara eitt af mörgum
ástarsamböndum yngri dóttur
hans, sem fljótlega detti upp fyrir
eins og hin fyrri. Og það bætir
líklega ekki heilsuna hjá gamla
manninum að heyra sögusagnir
um að skötuhjúin hafi gift sig í
laumi og jafnvel að Stefanía sé
vanfær af völdum Marios.
Stefanía reyndi að sannfæra
alla um það eftir Grand Prix kapp-
aksturinn að Mario hefði ekki
getað fylgt henni þar sem hún
hefði verið þar sem prinsessa, og
þau væru ekki formlega trúlofuð.
Þetta væri bara siðvenja, en ekki
fyrir vilja föður hennar. Hún
gleymdi því bara blessunin að
Rainer fursti lætur sjálfur hvar-
vetna sjá sig með Iru von Fursten-
berg og eru þau þó ekki trúlofuð.
Stóra systir, hún Karólína, hefur
sagt í viðtali að Mario verði aldrei
samþykktur í Mónakó. Það lítur
því ekki of vel út með einingu í
fjölskyldunni ef Stefanía tæki upp
á því að gifta sig án samþykkis
föðurins.
Elskendumir búa nú saman í
Los Angeles, en þar á og rekur
Mario næturklúbb. Stefanía segir
um samband þeirra að þau séu
bæði ástríðufull, skapmikil og af-
brýðissöm. „Það fer mjög í
taugamar á mér þegar ég sé
Mario kyssa ungar fallegar stelp-
ur á kinnina til hægri og vinstri
þegar hann er við vinnu í nætur-
klúbbnum," segir hún. „Ást mín
á Mario hefur gert mig jafnlynda
og staðfasta. Þetta hefur pabbi
líka séð og það gerir hann lukku-
legan. Og hann vill bara að ég
sé hamingjusöm."
Spurningin er bara sú hvort
Rainer vill að hún sé hamingjusöm
með einmitt Mario.