Morgunblaðið - 19.08.1987, Blaðsíða 46
46
IVGt
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1987
mmm
ást er...
. . . að þurrka honum um
muninn.
TM R«o. U.S. Pat. Off.—all rights res«rv«J
C 1986 Los Aogetes Tímes Syndicate
Hefur doktor Sjússnikk
tekist eitthvað ótrúlegt?
HÖGNI HREKKV ^SI
Úr Kringlunni Morgunblaðið/Sven-ir
Lágkúra í Kringlimni
Eins og líklega flestir aðrir ís-
lendingar hef ég fylgst af kostgæfni
með fréttum af framgangi nýjasta
afreks íslenskra verslunarmanna,
Kringlunni. Er mér skapi næst að
halda að þegar fomleifafræðingar
framtíðarinnar fara að raða saman
þekkingarbrotum sínum og reyna
að skrifa sögu plánetunnar verði
íslendingar síðari hluta 20. aldar-
innar flokkaðir með Rómverjum til
foma fyrir stórhug og glæsileika í
byggingarlist. Jafnvel Grikkjum ef
svo fer sem horfir og fleiri stein-
steypuhallir fá að standa til minnis
um menningu okkar.
Við lestur á kynningarblaði
Morgunblaðsins á Kringlunni var
þó sem ögn rynni af mér aðdáunin
á íslenskum verslunarmönnum.
Ekki er hægt að kvarta yfir nafninu
sem kastalanum var gefið en þar
með lauk eiginlega því sem hægt
var að segja ógrátandi um nafngift-
ir á svæðinu.
Tökum nokkur dæmi um nöfn á
verslunum og öðmm fyrirtækjum:
Serína, Genus, Bossanova, Maxim,
A—ha, Menuet, Benetton — Sisley,
Japis, Kvikk, Míró, Hard Rock Café,
Centmm, Cosmo, Stefanel, Dídó,
Kókó, Taxi og síðast en ekki síst
óskapnaðurinn Califomia — Think
Pink.
Hvemig getur það átt sér stað
að fullorðið fólk sem virðist ekki
líklegt til að stunda skæmliðastarf-
semi á öðmm sviðum segir tung-
unni okkar stríð á hendur með
þessum hætti?
Ég var rétt í þann mund að
sverja þess dýran eið að stíga aldr-
ei inn fyrir dyr þessa húss þegar
ég rakst á einn aðila sem hafði
sýnt vemlega hugkvæmni við val á
nafni. Hvíta húsið, öllu betra nafn
er vart hægt að hugsa sér á hreins-
un, og það varð ti! þess að ég get
hugsað mér að eiga viðskipti við
einhvem í þessu húsi.
Flestir hinna geta ekki átt von á
því að ég muni versla við þá og
hygg ég að fleiri hugsi slíkt hið
sama.
Spakur
Hvar er
góðærið?
Ég spyr, hvar er góðærið mikla?
Sjálfur verð ég ekki var við það né
heldur vinnufélagar mínir á fjöl-
mennum vinnustað en við verðum
vör við verðhækkanir sem um mun-
ar á matvöm og öðm. Ég hef ekki
meira á milli handanna en 1986 eða
1985, alls ekki. Svo er einnig með
fólk sem ég ræði við, enginn kann-
ast við góðærið. Ef svona mikið
góðæri er, því var verið að skatt-
leggja matvömna? Ég hélt að í
góðæri ættu skattar og annað að
lækka. En því miður, öllu er snúið
við í góðærinu og nú tala þeir um
að skattleggja fólk enn meir því að
minnka þurfi þensluna, fólk hafi
of mikið á milli handanna.
Enn spyr ég þessa herramenn,
til dæmis fyrrverandi og núverandi
forsætisráðherra, af hveiju töluðuð
þið ekki um þetta fyrir kosningar?
Annar ykkar hafði orð á því að
fólk færi í utanlandsferðir. Já, rétt
er það en við borgum okkar ferðir
sjálf, ég spyr hvenær borguðuð þið
síðast utanlandsferð úr eigin vasa?
Skrefatalning allan sólarhringinn
er nýr skattur og em það svik við
notendur. Þáverandi forsætisráð-
herra sagði að aldréi ætti að hafa
skrefatalningu um kvöld og um
helgar, því þegir hann nú?
Máttvana mótmælti borgarstjóm
skrefatalningu en því miður án ár-
angurs, smán fyrir annars góðan
borgarstjóra.
Góðærið mikla fer til hinna ríku,
ekki launþega landsins.
Kristinn Sigurðsson
Víkverji skrifar
Frásögn Jóns Ásgeirs Sigurðs-
sonar í Morgunblaðinu síðast-
liðinn laugaradag af skólakrökkun-
um í miðjum Bandaríkjunum, sem
hafa snúist gegn okkur Islendingum
í hvalamálinu, vakti Víkveija til
umhugsunar um það, hvort íslensk-
um stjórnvöldum hefði ekki dottið
í hug að senda einhvem fulltrúa
sinn í þennan skóla til að ræða við
bömin og skýra út fyrir þeim, hvað
fyrir okkur vakir. Raunar þyrfti að
tala við fleiri en krakkana. Áhuga
þeirra á hvölum má rekja til for-
rits, sem þeir hafa fengið til að
læra vistfræði. Er talið, að þetta
forrit, sem Bank Street-kennara-
skólinn í New York býr til, sé notað
í um 2.000 skólum í Bandaríkjun-
um. Væri ekki ástæða fyrir gæslu-
menn íslenskra hagsmuna í
hvalamálum að kynna sér efni þess
og reyna að útiloka, að það leiði til
óvildar í garð þess sem íslenskt er
og boðið er til sölu í Bandaríkjun-
um?
Frásögnin af skólabörnunum í
Frankfort Square-skólanum í Illino-
is-ríki er enn til marks um, að
frumkvæðið í andstöðunni við hval-
veiðar okkar og annarra er ekki í
stjómarskrifstofum heldur í gras-
rótinni sjálfri, hjá þeim, sem kjósa
menn á þing. Enda er það reyndin
bæði austan hafs og vestan, að
framkvæmdavaldið á i vök að verj-
ast vegna kröfugerðar frá þing-
mönnum um hertar aðgerðir til að
vemda umhverfið. Til þess að vinna
málstað okkar fylgis þurfum við að
svara fyrir okkur á réttum stað.
Þótt mikilvægt sé að ræða við
valdamenn í Washington er hitt
mikilvægara að hafa áhrif á al-
menningsálitið.
XXX
*
Isama laugardagsblaði Morgun-
blaðsins birtist grein eftir Adolf
H. Petersen um dönskukennslu. Þar
heldur höfundur því fram, að norska
og sænska hafi „mikla yfirburði
fram yfir dönskuna" eins og hann
orðar það, og danskan eigi að víkja
fyrir þeim málum í íslenska skóla-
kerfinu.
Víkveija er kunnugt um það af
eigin raun, að unglingar í grunn-
skólum hrífast ekki beinlínis af
dönskunni, þegar þeir kynnast
henni. Framburður hennar er svo
íjarlægur, að það er í raun ógerlegt
að tileinka sér hann. Víkveiji í dag
gleymir því aldrei, þegar hann kom
fyrst til Kaupmannahafnar og ætl-
aði aldrei að geta gert sig skiljan-
legan, þótt hann vissi, að hann
talaði dönsku. Minnist Víkveiji þess
ekki, að hann hafí átt í jafn miklum
erfíðleikum með neitt annað tungu-
mál, sem hann getur notað sér til
bjargar. Síðar hefur hann tileinkað
sér einhvers konar blöndu af
norsku, sænsku og dönsku, sem
hann kemst sæmilega af með, þeg-
ar hann þarf að tala við Skandinava.
Það færist í vöxt, að íslendingar
forðist að tala dönsku eða annað
norrænt mál, þegar þeir ræða við
Norðurlandabúa. Heyrist því stund-
um haldið fram, að best sé að nota
ensku í slíkum samtölum, af því að
þá sitji allir við sama borð. Þessu
viðhorfi ber að hafna og leggja
þess í stað aukna rækt við, að Is-
lendingar tileinki sér eitthvert mál
nágranna okkar og vina. Til þess
eru norska og sænska mun að-
gengilegri en danska.
XXX
Ef sú skoðun nær fram að
ganga, að þá fyrst sitji Norður-
landabúar við sama borð í samtölum
sín á milli, ef þeir ræða saman á
ensku, yrði enskan að verða „vinnu-
mál“ í norrænu samstarfi. Þá yrðu
öll skjöl Norðurlandaráðs samin á
ensku og fundir í ráðinu færu fram
á ensku. Ólíklegt er, að til þess
komi nokkurn tíma. Þróunin ætti
frekar að vera í þá átt, að mál allra
þjóðanna í ráðinu verði jafn rétthá.
Fordæmi eru fyrir öllu: í Evrópu-
bandalaginu eru öll skjöl þýdd á
tungur aðildarþjóðanna meðal ann-
ars með þeim rökum, að á vettvangi
bandalagsins séu teknar ákvarðan-
ir, sem hafí lagagildi í aðildarríkjun-
um. í EFTA aftur á móti, þar sem
íslendingar eru með Norðmönnum,
Svíum, Finnum, Austurríkismönn-
um og Svisslendingum er enska
„vinnumálið“, þótt engin aðildar-
þjóðanna tali það. Og svo höfum
við Norðurlandaráð, þar sem íslend-
ingar og Finnar geta ekki notað
eigið mál nema með sérstökum til-
færingfum.