Morgunblaðið - 06.09.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.09.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1987 Samheiji keypti Sveinborgu SI Tveir togarar hafa verið seldir frá Sigluf irði á skömmum tíma. TVEIR togarar hafa á skömmum tíma verið seldir frá Siglufirði. Skjöldur, sem var í eigu ísafoldar, var seldur til Þórshafnar og Samheiji á Akureyri keypti hinn togarann, Sveinborgu, af Sæmundi Árelíussyni. Um 4.000 tonn af þorski fylgja skipunum auk veiðileyfa á aðrar tegundir. Þrátt fyrir þetta er talið að fiskiskortur muni ekki hijá Siglfirðinga að marki. Miklar skuldir hvíldu á báðum skip- unum og var uppboð í báðum tilfellum framundan. Sveinborgin er byggð í Noregi ir út frystitogarana Margréti og 1968 og er því að nálgast tvítugsald- urinn. Kaupverð mun hafa verið 155 milljónir króna, en hvorki kaupandinn né seljandinn hafa viljað tjá sig um málið. Samherji á Akureyri á og ger- Akureyrina, á þriðjung í rækjuskipinu Oddeyrinni og sér um útgerð þess og ennfremur á Samhetji 40% í Hva- leyri hf. í Hafnarfirði, sem gerir út tvö skip og rekur fískvinnslu. Aðalfundur Skógræktarfélags íslands: Ahugi á skógrækt er afrakstur rann- sókna og tilrauna - segir Jón Helgason, landbúnaðarráðherra Stvkkishólmi. Frá Kristínu Guunarsdóttur, blaðamanni Morgunblaðsins. JON Helgason landbúnaðarráð- henta vel í því skyni." Tomas Debes barnakennari og gæsahirðir rekur jólagæsirnar á beit. Jólagæsin rekin á beit Þórshðfn, Fœreyjum. Frá Sigurði Jónssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. f FÆREYJUM hafa nokkrir það Kollafjarðardalinn var að aukagetu að ala gæsir til matar á jólum og í annan tíma þegar haft er við í mat. Tomas Debes kennari frá Kollafirði er einn þeirra sem hafa gæs á jól- um. Þegar Vigdís forseti fór um Tomas þar með gæsimar sínar. Tómas Debes heldur gæsum sínum á beit upp af Kollafírði. Hann lítur til með þeim öðru hveiju og gætir þess að þær haldi sig ekki of nærri þjóðveginum. „Jú, jú, þetta er jólagæsin," sagði Tomas og lét vel yfír gæsa- hópnum sínum sem kjagaði hlýðinn upp í hlíðar íjallsins Dyllan. Þar er grasið kjamgott, gæsimar fítna vel af beitinni og gefa eigandanum fyrirheit um ljúffenga jólasteik. herra sagði í samtali við Morgun- blaðið að sá almenni áhugi sem nú ríkti fyrir skógrækt væri af- rakstur af starfi sem búið væri að vinna með rannsóknum og til- raunum. Sá árangur sem náðst hefði sannaði að skógur hefði hérjgóð vaxtarskilyrði. „Eg legg áherlu á að við eigum land til allra þeirra nota sem við þurfum og ekki þörf á togstreitu þar á milli einstakra aðiia, enda augljóst að menn eru sáttir og sam- mála um að vinna að þvf takmarki," sagði Jón. „Vegna þeirra breytinga sem landbúnaðurinn stendur frammi fyrir verður að nýta alla þá möguleika sem em fyrir hendi um leið og við bætum landið. Aug- ljóst er að á næstu árum mun ræktun tijágróðurs til skjóis aukast og við eigum völ á tegundum sem Jón sagði að með rafmagnsgirð- ingum væri það vandamál að girða af skepnur auðveldara úrlausnar. Ljóst væri að áframhald yrði á frið- un lands fyrir ágangi búfjár, a.m.k. í nágrenni þéttbýlis. Að tilhlutan landbúnaðarráðu- neytisins hefur Sveini Runólfssyni landgræðsiustjóra verið falið að benda á land innan landgræðslu- girðinga sem henti skógrækt. Hefur hann þegar bent á svæði við Þor- lákshöfn, á Rangárvöllum, í Landssveit og Meðallandi. „Ég vil taka fram að landbúnaðarráðuneyt- ið ætlast til að haft verði samstarf við Skógræktarfélag íslands um skipulagningu svæðanna og að allir landsmenn eigi aðgang að landi til skógræktar," sagði Jón Helgason að lokum. Formannskjör Alþýðubandalagsins: Steingrímur J. Sigfús- son er ekki í framboði STEINGRÍMUR J. Sigfússon, al- þingismaður Alþýðubandalags- ins, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í kjöri til formanns Alþýðubandalagsins á landsfundi flokksins í haust. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum, sem birt er i Þjóðviljanum i gær. í yfírlýsingunni segir meðal ann- ars: „Ég tel mig vera að fylgja fordæmi formannsins með því að taka af tvímæli um mitt nafn og stíga til hliðar þannig að rúm verði sem best fyrir aðra, nýja forystu er sem allra víðtækust samstaða geti skapast um. Samgöngumálaráðuneytið: Nefnd annast fram- kvæmd einkavæðingar MATTHÍAS Á. Mathiesen, sam- göngumálaráðherra, hefur skipað þriggja manna nefnd til þess að annast framkvæmd svo- nefndrar einkavæðingar í þeim fyrirtækjum og stofnunum sem heyra undir samgönguráðuneyt- ið. Þetta kom fram í ræðu ráðherra, sem hann flutti á Fjórðungsþingi Vestfírðinga á föstudag og er í sam- ræmi við þá stefnu ríkisstjómarinn- ar „að bjóða ríkisfyrirtæki og hlutafé ríkisins í fyrirtækjum, sem stunda atvinnurekstur, almenningi til kaups". í nefndinni eiga sæti þeir Davíð Ólafsson, fyrrverandi bankastjóri Seðlabankans, sem er formaður, Ámi Vilhjálmsson, prófessor og Hreinn Loftsson, aðstoðarmaður ráðherra. í ræðunni sagði ráðherra enn- fremur að aðrar leiðir væru færar til að ná jafnvægi í ríkisbúskapnum en niðurskurður þeirra verkefna sem enginn stjómmálalegur ágrein- ingur væri um að ríkið ætti að sinna. Ráðherrann hvatti til þess að ekki verði dregið úr framlögum til samgöngumála við fjárlagagerð næsta árs og að reynt verði að standa við þá stefnu í samgöngu- málum sem Alþingi hefur markað. Þá skýrði samgöngumálaráðherra frá því að hann hefði heimilað Vegagerð ríkisins að senda sérfróð- an mann til þriggja mánaða dvalar í Noregi til að kynna sér fram- kvæmdir við jarðgöng þar í landi. Mun Sigurði Oddssyni, umdæmis- tæknifræðingi hjá Vegagerðinni, verða falið þetta verkefni. Ég heiti jafnframt á aðra sem svipuðu máli gegnir um að gera slíkt hið sama. Nýtt fólk sem ekki ber með sér í æðstu embætti ör frá undan- gengnum deilum er mun betur statt til að skilja óvinafagnað átaka og illinda, sem leikið hafa okkur grátt, eftir öðrum atburðum liðinnar tíðar þar sem slíkt er best geymt". Morgunblaðið hafði samband við Ólaf Ragnar Grímsson, sem einnig hefur verið nefndur í sambandi við framboð til formanns Alþýðubanda- lagsins, og spurði hvort hann teldi að vísað væri til hans með þeim orðum Steingríms að aðrir _ ættu einnig að draga sig til baka. Ólafur sagði að hann tæki þessi orð ekki til sín frekar en orð Svavars Gests- sonar, þegar hann ákvað að vera ekki í framboði. Hann væri sam- mála því sem Ragnar Amalds hefði sagt í sjónvarpinu að vandi Al- þýðubandalagsins yrði ekki leystur með pólitískum hreinsunum og það yrði að leita lengi að þeim manni, sem ekki hefði tekið afstöðu í þeim umræðum sem hefðu farið fram innan flokksins á undanfömum árum. „Sá maður væri annað hvort skoðanalaus eða gjörsamlega áhugalaus um helstu málefni líðandi stundar. Þess vegna held ég að þetta sé byggt á pólitískum mis- skilningi og alls ekki flokknum fyrir bestu að nálgast hjutina með þess- um hætti," sagði Ólafur Ragnar. Aðspurður sagðist Ólafur Ragnar ekki hafa tekið afstöðu til þess hvort hann yrði í kjöri til formanns Alþýðubandalagsins. „Síðan ég kom til landsins hafa mjög margir úr öllum landshlutum haft samband við mig og hvatt mig eindregið til þess að gefa kost á mér og takast á við það mikla verkefni að gera Alþýðubandalagið að nýju að sterk- um, breiðum og öflugum flokki, en ég hef ekki tekið ákvörðun þar að lútandi á þessu stigi". Landsfundur Alþýðubandalags- ins, þar sem nýr formaður verður kjörin, verður haldinn í byijun nóv- embermánaðar. 0 Halldór Asgrímsson vegna tafa á hvalveiðum: Áætlanir okkar breyttust vegna óveðurs á miðunum „ÞAÐ ER ekki rétt að við höfum frestað hvalveiðunum vegna óska Bandaríkjamanna. Hvalbát- arnir þurftu að koma inn úr hvalatalningunni vegna þess að mjög vont veður hefur verið á miðunum og veiðarnar hafa taf- ist af þeim sökum,“ sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráð- herra, þegar leitað var álits hans á frétt frá Bandaríkjunum þess efnis að íslensk stjórnvöld hefðu frestað veiðunum til að fyrir- byggja að málið fari í hnút við það að hvalveiðar hefjist áður en afstaða bandarískra stjórn- valda liggur fyrir. Halldór sagði að alltaf hefði stað- ið til að veiðamar hæfust þegar hvalatalningarverkefninu lyki. Talningin hefði hins vegar tafíst vegna veðurs og veiðamar einnig. Hann sagði að nú væri veðrið geng- ið yfír og bátarnir fæm út í dag, sunnudag, eða á mánudag. Hann sagði að Bandaríkjamenn hefðu verið látnir fylgjast með gangi mála. Það hefðu komið óskir frá þeim um að veiðamar hæfust ekki fyrr en afstaða þeirra lægi fyrir. íslendingar hefðu ekki breytt áætl- unum sínum þess vegna en hins vegar féllu þær nú að óskum Bandaríkjamanna vegna óveðurs- ins. Haíldór kvaðst ekki vita nákvæmlega hvaða dag veiðamar hæfust, það færi eftir gangi hvala- talningarinnar, en það yrði einhvem tímann í vikunni. Sr. Halldór Gunnarsson. Sunnudag's- hugvekjan SÉRA Halldór Gunnarsson sóknarprestur að Holti undir Eyjafjöllum hefur tekið að sér að rita hugvekju i sunnudags- blað Morgunblaðsins næstu mánuði. Séra Halldór lauk guðfræði- prófí frá Háskóla íslands árið 1967 og vígður það sama ár. Hefur hann frá þeim tíma verið prestur að Holti. Fyrsta hugvekja séra Hall- dórs birtist í blaðinu ( dag. Séra Jón Ragnarsson í Bol- ungarvík hefur ritað hugvekjuna sl. sex mánuði og þakkar blaðið honum ánægjulegt samstarf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.