Morgunblaðið - 06.09.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.09.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1987 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Molar Ég hef getið þess áður að stjömuspeki hafi verið iðkuð í árþúsundir í mörgum heims- álfum. Við höfum öll heyrt af menningu Azteka í Mexíkó, sem leið undir lok á 16. öld er Spánveijar lögðu undir sig Mið-Ameríku. Þó Spánveijar hafi gert sitt besta til að eyða öllum verksummerkjum eftir menningu Azteka hafa þó nokkrar minjar varðveist. Þar á meðal eru steinar sem varð- veita tímakerfi Azteka. Þessir steinar gefa vísbendingu um stjamfræði- og stjamspeki- lega þekkingu Azteka. Aztekar Einn steinn er öðmm þekkt- ari. Hann er hringlaga, u.þ.b. 4 metrar í ummál, 20 senti- metrat á þykkt og vegur um 24 tonn. Talið er að steinninn hafi verið grafinn í jörðu á tlmabiiinu 1551—1559, eftir að Spánveijar höfðu látið taka af lífi alla þá Azteka sem vitað var að þjuggu yfir sögulegri og stjamspekilegri þekkingu. Það var stðan árið 1790 að þessi steinn fannst fyrir tilvilj- un. Fjórir armar í steininn em höggnir 4 armar sem em táknrænir fyrir árstí- ðimar §órar. Hver árstíðanna er 91 dagur, en sú fyrsta var talin byija á vetrarsólstöðum 21. desember. Ár þeirra náði því yfir 364 daga en þar eð þeir vissu að árið er 365*/4 dagur var bætt við einum há- tíðardegi á hveiju ári og tveimur fjórða hvert ár. ÁrstíÖir Hver árstíð hafði sitt nafn og innihélt sjö þrettán daga vikur. Nafn árstíðanna var Reyr, Kanína, Hús og Tinnu-hnffur. Dagar Dagamir þrettán höfðu einnig sín nöfn: Krókódíll, Vindur, Hús, Eðla, Snákur, Dauði, Dádýr, Kanína, Vatn, Hundur, Api, Hey og Reyr. Vikur Vikumar sjö höfðu einnig sfn nöfn: Jagúar, Öm, Hrægammur, Sól, Tinna, Regn og Blóm. Sólmyrkvi Aztekar bjuggu einnig yfir þekkingu til að sjá fyrir sólmyrkva. Til er steinn sem hefur í miðju mynd af því er tungl fer fyrir sól og siðan eru 18 myndir umhverfís sem hver er álit- in tákna eitt ár. Heimildar- maður minn, Elbert Benjamin, sem fjallað hef- ur um Azteka segir að sólmyrkvi sé endurtekinn á 18 ára og IIV3 daga fresti við svipaðar aðstæður. Því séu myndimar átján. Sól og Tungl í fomri heimspeki bæði í austri og vestri skipti sam- spil sólar og tungls miklu máli. Sagt var að ef við viljum byija á verki sem á að vera kraftmikið og lang- varandi sé rétt að byrja á fyrsta tunglkvartili. Ef við viijum að ákveðið verk beri skjótan ávöxt er rétt að byija á öðru kvartili tungls- ins, rétt fyrir fullt tungl. Kartöflur og arfi Kartöflubændur sáðu niður á tímabili þegar tunglið var minnkandi og var að myrkvast. Síðan segir sag- an að auðveldast sé að drepa arfa á síðasta kvart- ili tunglsins, eða nokkrum dögum fyrir nýtt tungl. GRETTIR TOMMI OG JENNI iiiiiiiiiiiimiiimm>Tiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiimnnmiiiiiiiiiiiiiimiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinniiinniniiiiiiii '■ ' . ■ ■ .......... ................. DRÁTTHAGI BLÝANTURINN CCDVMM AMH :::::::::::::::: :::::::::::::::::::::::: rtKUIIMMIMU I HAVE BAP NEW5 FOR VOU.. I HOPE VOU OUON'T FAlNT... ® Ég færi þér slæmar frétt- ir... Ég vona að það líði ekki yfir þig ... VOU CANT 5UE ANVBOPV TOPAV BECAU5E IT'5 NEWVEAR'5 EVE.ANP TME C0URTH0USE 15 CL05EP.. Þú getur ekki lögsótt neinn í dag af því að það er gamlársdagur og dóm- húsið er lokað. Svo er ég með fleiri slæm- ar fréttir ... SMAFOLK TOMORROU) 15 NEUJ VEAR'5 PAV 50 VOU CAN'T 5UE ANVBOPV TWEN,EITHER! Á morgun er nýársdagur og þá geturðu ekki lögsótt neinn heldur. Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Heppnin var með ís- lendingum í spili 26 í leiknum gegn Svisslend- ingum á EM í Brighton. Austur gefur; allir á hættu. Norður ♦ 82 VÁKG953 ♦ KG ♦ Á63 Vestur ♦ ÁDG96 ▼ 10 ♦ - ♦ KD109764 Austur ♦ K73 ♦ D4 ♦ Á10652 ♦ G82 f opna salnum voru Guðlaug- ur R. Jóhannsson og Öm Amþórsson í NS gegn Fierz og Catzeflis. Sagnir gengu: Vestur Norður Catzef. Guðl. 1 lauf Dobl 2spaðar Pass 3spaðar Pass Pass Pass Austur Suður Fierz örn Pass Pass 1 tígull Pass 3 lauf Pass 4 spáðar Pass Eina leiðin til að hnekkja spil- inu er að koma út með lauf. Eftir sagnir er það alls ekki frá- leitt, en það er erfítt að gagn- rýna Guðlaug fyrir að leggja niður hjartaásinn. En hann var fljótur að skipta yfir í lauf og hélt sagnhafa þannig í tíu slög- um: 620 í AV. í lokaða salnum voru Ásgeir Ásbjömsson og Aðalsteinn Jörg- ensen í AV gegn Zeltner og Schmid: Vestur Norður Austur Suður Aðalst. Zeltner Ásgeir Schmid — — Pass Pass 1 spaði 2 hjörtu 2 spaðar 3 hjörtu 4 spaðar Pass Pass 5 hjörtu 5 spaðar Dobl Pass Pass Pass Með laufi út getur vömin uppskorið 500, en Aðalsteinn hafði aldrei nefnt lauflitinn, svo Zeltner byijaði á því að spila tvisvar hjarta. Aðalsteinn trompaði seinna hjartað, tók þrisvar spaða og sótti laufásinn. Umsjón Margeir Pétursson Nigel Short sigraði með yfir- burðum á brezka meistaramótinu í ár. Búist var við hörkukeppni hans og Speelmans, en þeir tveir eiga báðir sæti f áskorendakeppn- inni í Kanada. Innbyrðis skák þeirra varð hins vegar snubbótt. Eftir ótrúlegan afleik Speelmans hafði Short hvítt og átti leik í þessari stöðu: (Svartur lék sfðast 15. - e7-e6??) Það þarf ekki meiraptóf til að finna vinninginn: 16. Bxd6 og Speelman gafst upp, þvf 16. — Dxd6 er auðvitað svarað með 17. Rf6+. Það er ótrúlegt að skák- menn með 2.620 og 2.615 stig hafi teflt þessa skák. Það var nokkur huggun fyrir Speelman að hann var kosinn skákmaður keppnistfmabilsins 1986—1987 f Englandi. Honum hefur gengið geysilega vel upp á síðkastið, hækkaði t.d. úr 2.550 stigum 1. janúar f 2.615 1. júnf. Þess má geta að Magnús Magnús- son, sjónvarpsmaður hjá BBC, afhenti verðlaunin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.