Morgunblaðið - 06.09.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 06.09.1987, Blaðsíða 60
SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. Þrítugnr maður drukknar ÞRÍTUGUR maður úr Garðabæ drukknaði undir miðnætti á föstudag þegar hann lagðist til sunds við Araarból, þar sem siglingaklúbburinn Vogur í Garðabæ hefur aðsetur sitt. Maðurinn var á ferð ásamt bróð- ur sínum við aðsetur siglinga- klúbbsins um kl. 23.30 á föstudag. Hann hugðist synda út í skútu sem hann átti, en hún lá um 200 metra frá landi. Þegar hann stakk sér til sunds kallaði bróðir hans á lög- regluna. Þá voru Björgunarsveitin Fiskaklettur og Hjáiparsveit skáta í Hafnarfírði einnig kallaðar til og lögreglan í Kópavogi kom á vett- vang með gúmmíbát. Rúmri klukkustund eftir að leit. hófst fannst maðurinn skammt frá skipasmíðastöðinni Stálvík og var hann þá látinn. Ekki er unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. ^Veröld »87: Gestir um fimmtíu þúsund SÝNINGUNNI Veröld ’87 I Laugardalshöllinni lýkur í kvöld. Um fjörutíu þúsund manns höfðu séð sýninguna síðastliðið föstudagskvöld, þar af átta þúsund síðasta sunnu- dag. Að sögn Guðmundar Jónssonar framkvæmdastjóra sýningarinnar bjuggust aðstandendur hennar við að fá um fjörutíu þúsund gesti en reikna nú með að þeir verði orðnir yfir fímmtíu þúsund þegar sýning- unni lýkur klukkan 23 í kvöld. Morgunblaðið/Þorkell BEÐIÐ EFTIR MOMMU Laugavegurinn milli Prakkastígs og Klapparstígs var í gær opnað- ur formlega við hátíðlega athöfn. Þessi hluti vegarins hefur verið endurbyggður í sumar. Davíð Oddson, borgarstjóri, opnaði veginn og í tilefni þess var margt um dýrðir og verzlanir við Laugaveg- inn opnar til klukkan 16.00. Mörg bömin hafa því líklega blundað í kerrunni meðan mamma brá sér í verzlun. Krossanesverksmiðjan á Akureyri: Boðnar 3.000 krónur í fyrsta loðnufarminn Krossanesverksmiðjan á Ak- ureyri auglýsir í dag verðtilboð Guðfinnur Þorsteinsson Hvítingur VE 21: Óli Siguijónsson Skipulegri leit hætt SKIPULEGRI leit að Hvítingi VE 21 frá Vestmannaeyjum hef- ur verið hætt. Bátsins, sem er sjö lesta þilfarsbátur, var sakn- að á miðvikudag og hefur Ieit engan árangur borið. Tveir menn voru með bátnum og eru þeir taldir af. Þeir voru báðir einhleypir og búsettir í Vest- mannaeyjum. Þeir hétu Óli Sigur- jónsson, Foldahrauni 37G, 47 ára, fæddur 6. ágúst 1940, og Guð- finnur Þorsteinsson, Brekkustíg 20, 36 ára, fæddur 27. apríl 1951. í loðnu. Fyrir fyrsta farminn sem til verksmiðjunnar kemur vill hún greiða 3.000 kr. á hvert tonn, 2.500 kr. fyrir annan farm- inn og síðan 1.800 til 2.000 kr. fyrir hvert tonn eftir ferskleika hráefnisins út mánuðinn. Þetta loðnuverð er þó háð því að rfkis- stjórnin falli frá því að hætta að endurgreiða verksmiðjunni uppsafnaðan söluskatt. Ef það verður ekki gert lækkar verðið um 150 kr. á hvert hráefnistonn. Geir Þ. Zöega framkvæmda- stjóri Krossanesverksmiðjunnar segir að verksmiðjan sé búin að bíða lengi eftir loðnu, en stirðlega gangi að ákveða verðið og engir bátar á veiðum. Með þessari aug- lýsingu væri fyrirtækið að reyna að ýta við mönnum að fara af stað. Þetta háa verð fyrir fyrstu tvo farmana væri til að reyna að lokka menn af stað, það væri hugsað sem framlag verksmiðjunnar til loðnu- leitar sem oft væri kostnaðarsöm fyrir útgerðimar. Geir sagði að á síðustu vertíð hefði verksmiðjan byijað að bræða loðnu í júlí og hefði á þessum tíma verið búin að taka á móti 10—15 þúsund tonnum og vinna vöru að útflutningsverðmæti um 40 millj- ónir kr. Það stytti vinnslutíma verksmiðjunnar hjá þeim mikið að vertíðin byijaði svona seint og sá tími væri þeim algerlega tapaður. Geir sagðist vita til þess að ein- hver loðnuskip væru tilbúin til veiða en vissi ekki hvenær þau færu af stað. Hann vonaðist til að þessi auglýsing fyrirtækisins réði úrslitum við ákvörðun þeirra. Geir sagði að verðið sem verk- smiðjan auglýsti út september, 1.800—2.000 kr., væri heldur hærra en verðið á sama tíma í fyrra. Tvíbytnan bil- uð í Hafnarfirði Hraðflutningaskipið Anne Lise kom til Hafnarfjarðar á föstu- dag vegna bilunar í tölvubúnaði. Skipið sem flytur fisk frá Isafirði til Evrópuhafna var í sinni þriðju ferð. Það fór frá ísafirði um þijúleytið aðfaranætur föstudagsins og var komið suður á Faxaf- lóa þegar bilun varð f tölvustýrðum gangráði við bakborðsvél. Skipið sem er mjög háþróað og miðað við bestu nýtingu, en hám- að mörgu leyti tilraunasmíð, er búið mikilli sjálfvirkni. Skipið sjálft er tvíbytna, það hefur tvo skrokka og er lest og stýrishús ásamt vistarverum skipveija, byggt þar ofan á. 2640 hestafla vélar eru í hvorum skrokki. Skrúfu- og stýrisbúnaður er af nýrri gerð og er þeim stjómað af tölvu í brú, sem jafnframt ákveður álag á vélar og ganghraða skipsins arks ganghraði er 28 mílur. Viðgerðarmaður er kominn frá Þýskalandi og er gert ráð fyrir að skipið haldi áfram för sinni til Grimsby, eftir að skipt hefur verið um rafeindastýrt spjald í stjóm- töflu. Áætlaður siglingartími frá Hafnarfírði til Grimsby er rúmar fjörutíu klukkustundir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.