Morgunblaðið - 06.09.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.09.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1987 33 Aldrei gat maður orðið þreyttur á að hlusta á frásagnir hans, hvort sem það var af ævintýraferðum hans eða þá heyra hann segja frá bíómyndum sem hann hafði ein- hvemtímann séð. Leiktjáningin virtist vera allsráðandi í frásögnum hans. Hann gat lifað sig svo inn í hlutverkin að það var með ólíkind- um. Er það mér enn í fersku minni, að þegar við vorum litlir, söfnuð- umst við vinimir oft saman á kvöldin og hlustuðum á hann segja okkur sögur sem hann samdi á staðnum eða frá bók sem hann hafði lesið. Oftast vom það drauga- sögur sem hann sagði þannig frá að þær virtust vera raunverulegar. Þó að hann hafí starfað á sjónum sín síðustu ár var hugur hans alltaf hjá dýmnum sem hann hafði svo mikið dálæti á. Þótt draumurinn um dýralækn- ingar hafi ekki orðið að vemleika, veit ég að annar draumur sem hann þráði rættist á síðasta degi hans á þessu tilvemstigi. Megi Guð styrkja alla þá sem sárt eiga um að binda vegna frá- falls bróður míns. Blessuð sé minning hans. Andri Þorsteinsson Lífsins ganga mislöng er elsku besti vinur, sama er á hvorn veginn fer söknuður eftir situr. (B.E.) Vottum foreldrum og öðmm að- standendum samúð mína. Kær kveðja, Heiða og Ægir. 29. ágúst síðastliðin lést Ingólfur Ómar Þorsteinsson, bróðir minn, aðeins 26 ára að aldri. Hann var sonur hjónanna Þorsteins Sigurðs- sonar og írisar Kristjánsdóttur. Vomm við sex systkinin áður en Ómar féll frá. Þetta em þung örlög að þurfa að sjá eftir bróðir sínum á þennan hátt. Við hefðum mátt ætla að hann ætti allt lífíð framund- an. En vegir Guðs em órannsakan- legir, er ekki sagt að þeir sem deyja ungir séu elskaðir af Guði? Samt er það sársaukinn og sorg- in sem heltekur hjörtu okkar nú. Eg vil biðja góðan Guð að gefa mér og fjölskyldu minni allan þann kraft sem þarf til að takast á við þennan missi. Ómar hafði sínar byrðar að bera, en hann hafði einstaklega gott hjartalag og var innst inni mjög blíður. Jarðvist hans var ekki löng, kannski honum sé ætlað ann- að og æðra verkefni fyrir handann. Ég mun sakna elsku bróður míns, sú eyða sem komin er verður ekki fyllt. Enginn veit hvað átt hefur fýrr en misst hefur, það kennir mér margt sem ég hef ekki leitt hugann að fyrr. Megi góður Guð taka á móti honum og leiða hann á vit Ijóssins. Ég kveð minn ástkæra bróður með ást og söknuð í hjarta. Guð gef mér æðmleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta þvi sem ég get breytt, og vit til að greina þar á milli. Jenný Þorsteinsdóttir Kallið er komið komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefúr hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Sorgin er djúp er ég kveð minn ástkæra bróður, því margs er að minnast þó ár hans hafi ekki orðið mörg. Ómar hafði óvenju skemmtilegan frásagnarstíl þegar hann sagði frá kvikmyndum og bókum, en hann var mjög vel lesinn og kom undan- tekningarlaust öllum sem á hann hlustuðu til að hlæja, hvemig svo sem efnið var. Hvenær sem fjöl- skyldan kom saman stal hann senunni vegna þessa hæfíleika, og er ég þakklát Guði fyrir að hafa fengið að alast upp með Ómari því hann var góður drengur. Það er sárt að horfa á ungan bróður kveðja þennan heim, en ég bið að Guð gefí okkur aðstandendum og vinum styrk til að bera þessa sáru sorg. Guð blessi minningu hans. Vera Lind Þorsteinsdóttir Minning: Gróa Stefanía Guðjónsdóttir Fædd 30. mars 1907 Dáin 12. ágúst 1987 Amma okkar, Gróa Stefanía Guðjónsdóttir, andaðist þann 12. ágúst síðastliðinn. Hún fæddist 30. mars 1907 á Raufarfelli, A-Eyja- fyöllum. Foreldrar hennar voru Ingveldur Jónsdóttir frá Lamba- felli, A-Eyjafjöllum og Guðjón Tómasson frá Selkoti í sömu sveit. Þau bjuggu á Raufarfelli. Þau eign- uðust 14 böm en 9 af þeim komust til fullorðinsára. Hjörleifur, Guðný, Tómas og Þorbjörg em látin. Stefán og Sigutjón búa í Vestmannaeyjum og Anna og Ragnhildur búa undir Eyjafyöllum. Vegna veikinda föður síns var amma ung sett í fóstur tjl hjónanna Þorbjargar Guðmundsdóttur frá Hallskoti í Fljótshlíð og Jóns Bene- diktssonar frá Brekku, V-Eyjafjöll- um. Þau bjuggu á Raufarfelli, á sama stað og foreldrar hennar. Fimm ára flytur hún með fóstur- foreldrum sínum að Beijanesi, A-Eyjafyöllum. Amma fór ung að vinna fyrir sér sem kaupakona á ýmsum stöðum. í mörg ár var hún vinnukona í Vestmannaevjum, lengst af hjá Margréti og Olafi Auðunsyni í Þing- hól. Hún átti góðar minningar þaðan og sagði oft sögur þaðan. Henni þótti afar vænt um fjöllin sín og eyjarnar. Árið 1932 kom hún að Stafnesi í Miðneshreppi. Þar var mikil útgerð í þá daga. Hún réð sig sem ráðskonu til afa, Guðjóns Ey- leifssonar formanns, sem síðar varð eiginmaður hennar. í stríðslok lagðist útgerð niður sem aðalstarf og landbúnaður varð aðalstarf afa og ömmu. Þau eignuð- ust 4 börn: Jón Ben 1936, Leif Ölver 1939. Þeir búa á Stafnesi. Þorbjörgu Aldísi 1942, gift Gunnari Harðarsyni. Þau búa í Florida og Margréti Lóu 1949, gift Gísla Her- mannssyni. Þau búa í Reykjavík. Bamabömin em 8. Árið 1957 miss- ir amma afa, vegna veikinda. Eftir það bjó hún með bömum sínum, aðallega elsta syni sínum. Þau hættu búskap 1980. Það er tómlegt heima hjá ömmu núna, finnst okkur öllum. Amma var alltaf á sínum stað, alltaf var gott að koma til hennar í sveitina, eins og við sögðum. Helst vildum við fá að vera og oft fengum við að vera nokkra daga í senn. Alltaf átti hún eitthvað gott í fómm sínum. Margar peysumar, vettling- ana og sokkana pijónaði hún á okkur. Amma var svo lánsöm að njóta allgóðrar heilsu þar til í febrú- arbyijun, er hún fékk slæma inflú- ensu og náði sér ekki eftir það. Við þökkum ömmu fyrir þann tíma sem við áttum með henni. Barnabörnin Blómastofa FriÓfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavtk. Sími 31099 Opið ölikvöid til ki. 22,- eínnig um heigar. Skreytingar við öli tiiefni. Gjafavörur. t Konan min, móðir okkar, tengdamóðir og amma, RAGNHEIÐUR GRÓA VORMSDÓTTIR, Ægisgötu 43, Vogum, andaðist í Landspítalanum föstudaginn 4. september. Jóhann Óskar Guðjónsson, Bjarndís S. Jóhannsdóttir, Páll Sævar Kristinsson, Inga Ósk Jóhannsdóttir, Jónas Þ. Jónsson og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR TÓMASSON trésmíðameistari, Tungubakka 32, Reykjavík, sem iést í Landspitalanum 1. sept. sl., verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 8. sept. kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Margrét Tómasdóttir, Tómas Guðmundsson, Margrét Guðmundsdóttir, Guðmundur Tómasson, Jóna Kristín Sigurðardóttir, Trausti Sigurðsson. Sigurður Guðmundsson, Sigurbjörg Magnúsdóttir, Sigurður Skúlason, Axel Tómasson, Birgir Sigurðsson, t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, KORNELÍUS HANNESSON bifvélavirki, Hæðargarði 8, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavik þriðJudaginn 8. september kl. 13.30. Ástbjörg Geirsdóttir, Ágúst G. Korneliusson, Gullý B. Kristbjörnsdóttir, Ólafur H. Kornelíusson, Guðný J. Kjartansdóttir, Ástbjörg Korneliusdóttir, Ómar Þórsson, Sigurður Kornelíusson, Geirlaug Ingólfsdóttir og barnabörn. t Móðir okkar, SESSEUA GUÐLAUG SIGFÚSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Langholtskirkju mánudaginn 7. september kl. 10.30. Jarðsett verður á Torfastöðum. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaöir, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Langholtskirkju. Fyrir hönd vandamanna. Hulda Brynjúlfsdóttir, Þóra Kristín Jónsdóttir, Sigrún Gróa Jónsdóttir. t Bróðir okkar, KRISTJÁN JÓNSSON húsasmíðameistari, Höfðahlið 17, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriöjudaginn 8. september kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjartavernd. Rósa Jónsdóttir, Páll Jónsson, Þengill Jónsson. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóöir og amma, GUÐRÍÐUR SIGJÓNSDÓTTIR, Hrafnhólum 6, Reykjavík, er lést á Landakotsspítala 31. ágúst, veröur jarðsungin frá Dóm- kirkjunni þriðjudaginn 8. september kl. 15.00. Jón Karlsson, Kolbrún Jónsdóttir, Guðberg Kristinsson, Hrafnhildur Jónsdóttir, Georg R. Árnason, Edda Kristín Jónsdóttir, Sverrir H. Jónsson og barnabörn. t ÞÓRÐUR Ö. JÓHANNSSON kennari, Þórsmörk 1, Hveragerði, sem lést aðfaranótt 31. ágúst, verður jarðsunginn frá Hveragerðis- kirkju fimmtudaginn 10. september kl. 14.00. Guðrún Þjóðbjörg Jóhannsdóttir, Þórunn Á. Björnsdóttir og dætur. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur hlýhug við andlát og útför GUÐNÝJAR SIGURÐARDÓTTUR, Ásvallagötu 57, Reykjavik. Auðbjörg Pétursdóttir, Ögmundur Frfmannsson, Pétur Jónsson, Sigrún Jónsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Guöný Jónsdóttir, Haraldur Ögmundsson. t Við þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför GUÐMUNDAR PÁLSSONAR leikara. Sérstakar þakkir til Leikfélags Reykjavíkur, starfsfólks þess og starfsmanna Ferðamiðstöðvarinnar. Sigríður Hagalín, Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir, Ingibjörg Guðfinnsdóttir, Kristin Olafsdóttir, Björn Vignir Sigurpálsson, Sigriður Hagalfn Björnsdóttir, Kolbeinn Atli Björnsson, Birna Pálsdóttir, Vagn Hrólfsson, Kristfn Sigurðardóttir, Benedikt Guðbrandsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.