Morgunblaðið - 06.09.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 06.09.1987, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1987 Afmæliskveðja: Kristján Guðmunds- son fv. forstjóri Sé takmark þitt hátt, þá er alltaf örðug för, sé andi þinn styrkur, þá léttast striðsins kjör. Sé merkið hreint, sem hátt og djarft þú ber, snýr hindrun sérhver aftur, sem mætir þér. Þetta erindi Jóns Trausta hljómar oft í fundarsölum Góðtemplararegl- unnar. Vissulega hafa bindindis- menn getað sungið þetta með nokkru stolti. Þegar landsmenn samþykktu vínbannið árið 1909. Þáverandi konungur íslands og Danmerkur, Friðrik 8. lét eftirfar- andi orð falla við sendinefnd, er kom á hans fund til þess að þakka hon- um fyrir að hafa staðfest íslenzku bannlögin: „Fátt, ef nokkuð af verk- um mínum, síðan ég varð konungur, hefir veitt mér eins mikla gleði og undirskrift hinna íslenzku bann- laga, og ef ríkisþing Dana sam- þykkti slík lög, þá myndi ég enn glaðari skrifa undir.“ Fjölskyldumeðferð Fjölskyldu- og hjónameðferðarstofnunin í Kiel býð- ur nú í þriðja sinn upp á þriggja ára nám og þjálfun í fjölskyldumeðferð á íslandi. Námið hefst íjanúar 1988 en kynningarnámskeið verður haldið dagana 25. og 26. september næst komandi. Innritun og nánari upplýsingar hjá: Bjarney Kristjánsdóttir, Miðvangi 157, Hafnarfirði, sími 52055, vinnusími 29000 lína 626. SKÝRSLUTÆKNIFÉLAG ÍSLANDS Pósthólf 681 121 Reykjavík Rekstur tölvudeilda - breytt viðhorf Eru að verða verulegar breyting- ar f rekstri tölvudeilda? Skýrslutæknifélag íslands gengst fyrir hálfs- dags ráðstefnu fimmtudaginn 10. september nk., kl. 13.00 í ráðstefnusal Holiday Inn. Efni: 1. Rekstur tölvudeilda í stórum og smáum rekstrareiningum. 2. Dreifð vinnsla eða vinnsla á einum stað. 3. Samtengd tölvukerfi. Töluvert hefur verið fjallað um ofangreint efni að undanförnu bæði hérlendis og erlendis. Sýnilegt er að verulegar breytingar eru að verða í viðhorfum til reksturs tölvudeilda. Forsvars- menn Sambandsins hafa nýlega ákveðið að hætta að reka eina stóra tölvu og munu í stað þess nota allt að fjórar minni tölvur. Dagskrá: 13.00 Skráning þáttakenda. 13.20 Ráöstefnan sett: Dr. Jóhann Pétur Malmquist, varaformaður Skýrslutæknifélags íslands. 13.30 Dr. Jón Þór Þórhallsson, forstjóri SKÝRR: Miðlæg eða dreifð gögn. 14.00 Jakob Sigurðsson, forstöðum. tölvudeildar Flug- leiða: Ný viðhorf f tölvumálum flugfélaga. 14.30. Ragnar Pálsson, forstöðum. tölvudeildar Sam- bandsins: Fyrirhugaðar breytingar á tölvumálum Sambands- ins. 15.00 Bjarni Júlfusson, framkvæmdastj. Tölvumynda hf.: Dreifð vinnsla eða miðlæg. 15.30 Kaffihlé. 16.00 Tor Olav Steini, Norsk Data: Samtengd og samhæfð tölvukerfi. 16.30 Ráðstefnulok. Ráðstefnustjóri: Ragnar Pálsson, forstöðumað- ur tölvudeildar Sambandsins. Þátttökugjald er kr. 1.000 fyrir félaga Skýrslu- tæknifélagsins, kr. 1.500 fyrir aðra. Vinsamleg- ast tilkynnið þátttöku á skrifstofu félagsins í síma 27577 eigi siðar en þriðjudaginn 8. sept- ember. Skýrslutæknifélag íslands wmmmmmmmmmm^mmmmmmmmmmmmmt^mmmmm Ekki urðu andbanningar jafn- glaðir og konungur. Sem kunnugt er kusu íslendingar að hrinda af sér vínbanninu að fullu og öllu árið 1933. Ofangreindir þankar koma mér í hug, þegar ég hugleiði æviferil Kristjáns Guðmundssonar, einkum þátt hans sem bindindismanns. Kristján er Reykvíkingur, fæddur 6. sept. 1917. Foreldrar hans voru Guðmundur Halldórsson og Símon- inna Guðleifsdóttir. Móðir hans lézt af völdum spönsku veikinnar 1918. Hann ólst upp hjá stjúpu sinni, Vigdísi Valgerði Jónsdóttur. Krist- ján rak um nokkurra ára skeið ásamt bróður sínum skógerð hér í bæ, en hana hafði hann kynnt sér í Danmörku. Ég minnist þess, að árið 1952 var haldin hér mikil iðn- sýning í Iðnskólanum á Skólavörðu- holti. Þar hafði Kristján myndar- lega sýningardeild. Vegna harðrar samkeppni af samskonar erlendum vörum, urðu hann o.fl. í sömu grein að leggja þessa iðju niður. Illa stenzt því stundum kjörorðið: „Efl- um íslenzkan iðnað." Jóhann Ögmundur Oddsson lét af störfum sem forstjóri bókabúðar Æskunnar árið 1961. Kristján Guð- mundsson, sem er tengdasonur hans, tók þá við rekstrinum, sem hann var búinn að kynna sér áður. Kristján reyndist þegar vel þeim vanda vaxinn að taka við þessu þríþætta starfi, umsjón með bóka- og ritfangaverslun, afgreiðslu barnablaðsins Æskunnar og bóka- útgáfu. Fyrir allmörgum árum fluttist bókabúðin úr Kirlq'uhvoli og bókaútgáfan úr Lækjargötu á Laugaveg 56. í hinu nýja húsnæði er rýmra um alla starfsemi Æsk- Borgartúni 28 'mam Skrifstofutæknir Eitthvad fyrir þig? Tölvufræðslan mun í haust endurtaka hin vinsælu námskeið fyrir skrifstofufólk sem haldin voru í haust og vetur. Um er að ræða þriggja mánaða fjölbreytt nám í vinnuað- ferðum á skrifstofum, með sérstakri áherslu á notkun PC-tölvasemnúeruorðnarómissandi við öll skrifstofustörf. í náminu eru kenndar m.a. eftirfarandi greinar: Almenn fölvufræði, stýrikerfi, tölvusamskipfi, ritvinnsla, gagna- grunnur, töflureiknar og áætlanagerð, tölvubókhald, toll- og verðútreikningar, almenn skrifstofutækni, grunnatriði við stjórn- un, uppsetning skjala, útfylling eyðublaða, verslunarreikningur, víxlar og verðbréf, íslenska og viðskiptaenska. Nemendur útskrifast sem SKRIFSTOFUTÆKNAR og geta að námi loknu tekið að sér rekstur tölva við minni fyrirtæki. Uppselt á morgunnámskeiðið sem hefst 7. september. Nokk- ur sæti laus í námskeiðið sem hefst 14. september. Fjárfestið í tölvuþekkingu — það borgar sig. Innritun í símum 687590 og 686790 Tölvufræðslan unnar, verslunarinnar og útgáfunn- ar, enda var starfsliði fjölgað. Kristján reyndi að halda í horfinu í sambandi við bókaútgáfu, en átti þó oft við ramman reip að draga sökum fjárskorts. Merkisrit hafa þó verið gefin út á vegum Æskunn- ar og má t.d. nefna ritsafn Sigur- bjöms Sveinssonar og Ævintýri H.C. Andersen í þýðingu Steingríms Thorsteinssonar og Péturs Sigurðs- sonar. Þá var einnig vel tekið af lesendum myndskreyttum erlendum ævintýrum, sem voru síðar endurút- gefin. Þá stuðlaði Kristján að því að gefa út fyrstu bók hins vinsæla höfundar unglinga, Eðvarðs Ing- ólfssonar. Nú er Eðvarð ritstjóri Æskunnar ásamt Karli Helgasyni. Erlenda menn, sem komið hafa í heimsókn til Æskunnar, rekur í rogastans, þegar þeir komast að raun um, hve fátt er starfsliðið við hið vinsæla bamablað. Ungur að ámm gerðist Kristján liðsmaður Góðtemplarareglunnar. Hann hefur um árabil verið æðsti- templar st. Víkings. Um margra ára skeið veitti Kristján Þingstúku Reykjavíkur forstöðu. Hann var einn af brauðryðjendunum á Jaðri í Heiðmörk, þar sem þingstúkan reisti veglegt hús. Síðar varð hún að láta það af hendi við Reykjavík- urborg vegna nágrennis við vatns- ból höfuðstaðarins. Kristján var formaður Jaðarstjómar í meira en tvo áratugi. Þá hefur hann einnig átt sæti í framkvæmdanefnd Stór- stúku íslands og í húsráði Templ- arahallarinnar við Eiríksgötu. Um skeið var Kristján formaður Áfeng- isvamamefndar Reykjavíkur. Vegna heilsubrests varð Kristján að láta af störfum sem forstjóri Æskunnar um tíma. Kristjáni var eins annt um hinn margþætta rekst- ur Æskunnar eins og hann væri að reka eigið fyrirtæki. í dag em stundum vandfundnir menn, sem öllu vilja fóma fyrir hugsjón. Ég þekki vart samhentari hjón í starfi en þau Kristján og Bergþóru. Þau hafa um áraraðir fómað ótal stundum í þágu bindind- ismála. Laun þeirra em lítil, ef miðað er við verðgildi peninga, en þeim er það rík ánægja að leggja góðu málefni lið. Þau fara að starfa í reglunni, þegar bannið er afnum- ið, en það hafði verið brotið á bak aftur með alls konar undanþágum. Árið sem Kristján Guðmundsson fæddist var aðeins einn maður í fangelsi á öllu landinu. Ef spurt er í dag: „Höfum við gengið til góðs, götuna fram eftir veg?“ hlýtur svar- ið að verða neitandi. Það er engum greiði gerður með því að hagræða sannleikanum, en nauðsyn ber til að hafa í huga þær staðreyndir sem blasa við. Æskilegt væri að fara herferð gegn neyzlu áfengra drykkja svipaða þeirri, sem farin er gegn notkun tóbaks og vímu- gjafa. Við, sem vinnum að bindind- ismálum í dag gemm okkur grein fyrir, hve lítils við emm megnug. Ef þeir, sem vinna í dag að uppeldis- málum rétta ekki hjálparhönd, hlýtur alltaf að síga á ógæfuhlið- ina, áfengissjúklingum fer fjölgandi og þörf fyrir hælisvist er vaxandi. Mikil mannaskipti urðu við fyrir- tæki Æskunnar um áramót 1984. Verður það ekki nánar rakið hér. Kristján tók þá til starfa við Bóka- safn IOGT. Svo vildi til, að safnið hafði verið geymt í kjallara Templ- arahallarinnar, en var vegna þrengsla flutt upp á 3. hæð. Það var ekki auðvelt verk að koma safn- inu fyrir á nýja staðnum. Þann vanda leysti þó Kristján með prýði. Safnið geymir mörg handrit, prent- aðar bækur um bindindismál, innlendar og erlendar, og ennfrem- ur allflestar útgáfubækur Æskunn- ar. Þá er þar einnig varðveitt bamablaðið Æskan frá fyrsta út- gáfuári þess, 1897. Við spilafélagamir þökkum Kristjáni margar ánægjulegar stundir undanfarandi ára. Við ósk- um honum, konu hans og bömum til hamingju með þessi tímamót í lífi hans. Það skyggir á þennan afmælisdag Kristjáns, að hann er um þessar mundir á sjúkrahúsi. Fjölmargir munu fagna heimkomu hans, sem vonandi verður í náinni framtíð. Ólafur F. Hjartar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.