Morgunblaðið - 06.09.1987, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 06.09.1987, Qupperneq 31
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1987 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1987 31 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, simi 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakið. Schliiter stefnir Stuttri kosningabaráttu í Dan- mörku lýkur á þriöjudaginn. Fyrir aðeins tæpum þremur vik- um rauf Poul Schliiter, forsætis- ráðherra, þing og boðaði til kosninganna. Kjörtímabilið var fram í janúar á næsta ári. For- sætisráðherrann taldi á hinn bóginn, að löng kosningabarátta og óvissa um framvindu stjóm- málanna nú í haust, þegar glímt yrði við afgreiðslu fjárlaga og erfíðan efnahagsvanda, myndi verða þjóðinni of dýrkeypt. Þess vegna tók hann af skarið og boð- aði kosningar með eins stuttum fyrirvara og frekast er kostur. Allt bendir til þess að fjór- flokkastjóm Schluters fái end- umýjað umboð í kosningunum. Borgaraflokkamir hafa stjómað í Danmörku síðan 1982. Baráttan stendur um það, hvort þeir haldi áfram eða vinstri stjóm undir forystu jafnaðarmanna og for- sæti Ankers Jörgensen taki við. Ef jafnaðarmönnum tekst ekki að komast í ríkisstjóm, verður skipt um formann í flokki þeirra og Anker Jörgensen, sem gegnt hefur formennsku í flokknum síðan 1972 og var forsætisráð- herratil 1982, hverfur úr fremstu víglínu danskra stjómmála. Efnahagsmálin eru mál mál- anna í dönsku kosningabarátt- unni. Þegar jafnaðarmenn létu af völdum 1982, vom Danir mjög illa á vegi staddir í efnahagsmál- um. Enn er landið skuldum vafíð, mikill halli er á utanríkisverslun- inni, atvinnuleysi er mikið og jafnvel vaxandi og skattbyrðin í Danmörku þykir mjög þung. 1982 greiddu Danir 44,6% tekna í skatt, á þessu ári verður hlut- fallið 50,6% og á árinu 1988 er gert ráð fyrir að það verði 51,7%. Palle Simonsen, fjármálaráð- herra og flokksbróðir Schluters, segir, að hina þungu skatta megi rekja til stjómarára jafnaðar- manna, sem hafí aðeins innheimt tvær krónur fyrir hveijar þtjár, sem þeir eyddu. Skoðanakannan- ir, sem birtar voru á föstudaginn, benda til þess að kjósendur treysti borgaraflokkunum betur en vinstrisinnum til að glíma við efnahagsvandann og ætli að veita þeim fjögur ár til viðbótar til að ná tökum á honum. Sextán stjómmálaflokkar bjóða fram í kosningunum á þriðjudaginn. Fjórflokkastjóm Schluters hefur ekki haft hreinan meirihluta á þingi. Með stuðningi fímmta flokksins, Róttæka vinstri flokksins (Radikale venstre), hefur hún getað marið eins atkvæðis meirihluta. Stjóm- in hefur til að mynda mátt þola það, að þingið hefíir oftar en einu sinni snúist gegn henni í mikil- á signr vægum utanríkismálum. Uffe- Ellemann Jensen, leiðtogi flokksins Venstre og utanríkis- ráðherra, hefur marga hildi háð við vinstrisinna á danska þinginu. Þótt hann hafí lotið í lægra haldi heima fyrir hefur honum tekist að halda með fullum sóma á málum hennar út á við. Utanrík- is- og öryggismál em ekki meðal helstu átakamálanna í kosninga- baráttunni. Líklega er vinstri- siíinum ljóst, að ábyrgðarleysi þeirra á því sviði er ekki til þess fallið að afla þeim fylgis. A þá hið sama við um jafnaðarmenn í Danmörku og flokksbræður þeirra í Vestur-Þýskalandi og á Bretlandi. J aftiaðarmannaflokkurinn verður að líkindum áfram stærsti flokkur Danmerkur að kosning- unum loknum. íhaldsflokkurinn undir forystu Pouls Schluter sæk- ir hins vegar fast á hæla honum. Segir það meira en flest annað um forystuhæfíleika Schluters, að honum skuli hafa tekist að rífa flokk sinn jafn duglega upp á við og raun ber vitni. Þrátt fyrir hörku og mikið aðhald í efnahagsmálum, sem snertir hvem og einn lq'ósanda, nýtur Poul Schluter vinsælda og virð- ingar. Káre Willoch til NATO Norska ríkisstjómin hefur ákveðið að leita eftir stuðn- ingi við Norðmann í sæti fram- kvæmdastjóra Atlantshafs- bandalagsins. Carrington lávarður hefur ákveðið að láta af því starfí um mitt næsta ár. Vilja Norðmenn að Káre Willoch, fyrrum forsætisráðherra og leið- togi Hægriflokksins, fái embætt- ið. Fer vel á því, að ríkisstjóm íslands og utanríkismálanefnd Alþingis skuli hafa lýst yfír stuðningi við framboð Norð- manna. Af hálfu þýsku ríkisstjómar- innar hefur Manfred Wömer, vamarmálaráðherra, verið boð- inn fram til æðsta embættis Atlantshafsbandalagsins. Án þess að kastað sé rýrð á hann eða gert lítið úr hlut Vestur- Þjóðveija á vettvangi Atlants- hafsbandalagsins er ástæða til að ætla, að frambjóðandi Norð- manna yrði betur til þess fallinn en frambjóðandi Þjóðveija að veita bandalaginu forystu. Ahveiju ári fjölgar þeim íslendingum, sem leggja leið sína um óbyggðir og öræfi. Sú tíð er liðin, að þýzka sé algengasta tungumál, sem heyrist á ferðum um hálendið. En það er þó ekki nema einn og hálfur áratugur frá því að stundum mátti ætla að fleiri útlend- ingar væru þar á ferð en íslendingar. Raunar er nú svo komið, að ferðalög um óbyggðir eru ekki einungis stunduð yfir hásumarið, heldur allt árið. Ný tæki gera ferðamönnum kleift að komast um hálend- ið að vetri til og er þar fyrst og fremst átt við vélsleða. Nú eru menn einnig farn- ir að aka um jökla landsins með nýrri aðferð, þ.e. að aka um þá á jeppum á mjög breiðum hjólbörðum og hleypa loftinu úr þeim að mestu leyti! Að sögn kunnugra virka hjólbarðarnir þá eins og belti. Það er fagnaðarefni að þeim fí'ölgar, sem kynnast íslenzkum óbyggðum. Raunar er ekki hægt að komast í eðlilegt samband við landið okkar nema með snertingu við þær. En um leið veldur það áhyggjum, að of mikil umferð geti orðið til þess að eyði- leggja þá fögru náttúru, sem þar er að fínna. Þess vegna má alls ekki auðvelda fólki um of að komast á þessar slóðir. Bezt fer á því, að ferðamenn þurfi tölu- vert fyrir því að hafa. Ekki verður annað sagt en að svo sé, þegar farið er inn í hin svonefndu Lónsör- æfi. Höfundur Reykjavíkurbréfs hallast að því, að þar sé að finna einhvern feg- ursta hluta íslands. Þegar farið er í Lónsöræfi er ekið austur fyrir Höfn í Hornafírði og inn svonefndan Þórisdal. Síðan sem leið liggur að Skyndidalsá. Hún er eini verulegi farartálminn á þessari leið en áin rennur í mörgum kvíslum í Jökulsá í Lóni. Ferðamönnum er eindregið ráðlagt að fara ekki yfír kvíslar Skyndidalsár án leiðsagnar, enda getur það haft óþægileg- ar afleiðingar. Ain er mjög misjöfn og breytist frá degi til dags. Fyrir nokkium vikum sluppu nokkrir ferðalangar naum- lega yfír ána. Þeir höfðu lagt í hana án leiðsagnar og töldu ekki ráðlegt að reyna það aftur á bakaleiðinni. I Lónssveit eru bændur, sem þekkja ána vel og taka að sér að leiðbeina fólki yfir hana. Einn þeirra er Steindór Guðmundsson, bóndi í Hvammi í Lóni, sem fyrr í sumar reyndist höfundi Reykjavíkurbréfs og ferðafélögum hans öruggur leiðsögumaður. Þegar Skyndidalsá er að baki liggur leiðin inn í Lónsöræfi um Kjarrdalsheiði. Sú heiði er um 750 metra há og er leiðin upp á heiðina vafalaust einhver hrikaleg- asti vegur á landinu! Þegar ekið er upp á Kjarrdalsheiði fyllast menn aðdáun á þeim vegagerðarmönnum, sem leggja slíka vegi. Af Kjarrdalsheiði er útsýni í ýmsar áttir en smátt og smátt opnast Lónsöræfin fyr- ir vegfaranda í allri sinni dýrð. Þá liti, sem þar er að sjá, er hvergi hægt að finna annars staðar á þessu landi nema ef vera skyldi í Borgarfírði eystra. Þótt litadýrðin sé mikil þar stenzt hún þó varla samjöfnuð við þá liti, sem sjá má á Lónsöræfum í fögru veðri. Þeir eru áreiðanlega margir, sem hafa látið þau orð falla, þegar komið er á Lónsöræfi í fyrsta sinn, að þetta sé örugglega fallegasti hluti íslands. Leiðin liggur að Illakambi. Þar er vafa- laust glæfralegasta bílastæði- á landinu! Algengt er, að þeir, sem ferðast um þess- ar slóðir tjaldi undir Illakambi og hafí þar aðsetur en fari síðan í gönguferðir um öræfín, eftir því, sem hveijum hentar. Þeir, sem hafa borið farangur niður Illa- kamb og upp aftur gleyma þessum illa kambi áreiðanlega aldrei. Þetta sérkenni- lega nafn er réttnefni og lýsing Hjörleifs Guttormssonar á honum í árbók Ferðafé- lagsins er engar ýkjur. Á Illakambi Hjörleifur Guttormsson lýsir Lónsöræf- um í árbók Ferðafélags íslands 1974 og þar kemst hann m.a. svo að orði: „Illikamb- ur, hvflíkt amstur og erfíði, frýs og fretir, liggja ekki hér í loftinu frá tosi fyrri tiðar manna með hesta upp þennan bratta, Norðlinga á leið í verið, Lónsbænda með ull af fénu, sem rúið var hér efra og um skeið lestir Víðdælinga á leið með innlegg- ið í kaupstað á Papós. Á stundum var farið í hina áttina með innviði í baðstofuna á Grund og lífsnauðsynjar af ýmsu tagi og efni í leitarkofa, brýr og kláfa. Hér við Illakamb var leiðin varla nema hálfnuð, ef miðað er við Víðidal. Nú eru hestar hér sjaldan á ferð, en þeim mun tíðförulla af gangandi fólki um sumartímann, velmeg- unarkynslóðum íslands á leið í öræfakyrrð- ina og litríkið. Vonandi tekst enn um hríð að halda tækninni frá Illakambi, svo að hann komi út á mönnum svita og losi um þá streitu, sem safnast á limina á sléttum borgarstrætum." Hér verður engin tilraun gerð til þess að lýsa gönguleiðum frá tjaldbúðum undir Illakambi um Lónsöræfin. Árbók Ferðafé- lagsins er bezta handbókin fyrir þá, sem vilja kanna þessar slóðir. Þegar gengið hefur verið um stund frá Illakambi er komið að göngubrú yfír Jökulsá, sem Hjör- leifur Guttormsson segir, að Lónsbændur hafíð komið upp, „milli kletta árið 1953 og var efnið flutt að vetrarlagi upp Jökuls- árgljúfur en áður var hér kláfur á ánni, sem enn er varðveittur undir brúnni. Komu Víðidalsbændur honum fyrstir upp árið 1892 og settu raunar einnig drátt á Víði- dalsána við Grund ári síðar. Göngubrúna á Jökulsá tók af veturinn 1964-1965 og skilaði áin brúargólfínu fram á sand, en Lónsmenn gáfust ekki upp og byggðu vandaðri og hærri brú á sama stað sumar- ið 1967, þannig að nú er okkur greið og auðveld gatan yfir í Kollumúla. Þó er að- koman að brúnni að vestan óþægilega örðug, en vel má úr þvi bæta. í Nesi aust- an árinnar stendur litlu neðar leitarmanna- kofi Lónsbænda, sem fara hingað í fjárleitir langt fram eftir vetri. Hefur fé lönguin verið rekið frá Stafafellsbæjum í Lóni inn í Eskifell eða allt inn undir Kollu- múla fyrir sauðburð, þannig að það dreifð- ist um afréttinn áður en vorhamur kæmi í árnar. Síðan var rúið hér innfrá og mark- að og réttað á ýmsum stöðum eftir aðstæðum. Haustleitir voru ætíð örðugar í Stafafellsfjöllum eins og Lónsöræfin hafa löngum verið kölluð og því farið í marga eftirleitina, sem ekki hafa alltaf verið skemmtigöngur. “ Við leitarmannakofann, sem vikið er að í frásögn Hjörleifs Guttormssonar voru í sumar stórar olíutunnur, sem útilokað er að hafí komast þangað á annan hátt en með þyrlu, enda eðlilegt, að bændur þurfi á aðstoð að halda við leit á þessu svæði. Gönguferð um Lónsöræfi er erfið. Sums staðar er gengið um þéttvaxið kjarr, sem ekki er auðvelt að fara um. Gangan upp á Kollumúlann getur tæplega talizt erfið en tekur þó í. Á einum stað á bakaleiðinni er farið niður eftir kaðli niður þverhnípt berg. Ferðamenn komast þó ekki að raun um það fyrr en ekki verður aftur snúið að kaðallinn er of stuttur og þess vegna engan veginn auðvelt að komast klakk- laust niður á jafnsléttu. Einhveijir fram- takssamir öræfafarar ættu að bæta úr þessu. Þótt Lónsöræfin séu ekki fjölfarin óbyggðaleið eru menn þar ekki einir á ferð. Ferðalangar hittu fyrir þijú ung- menni, sem höfðu komið gangandi líklega frá Egilsstöðum að Snæfelli og alla vega þaðan í Lónsöræfí. I miðjum Kollumúla birtust forstjórar úr höfuðborginni á gönguferð. Það er mikill munur á hlut- skipti þeirra, sem á þessari öld geta notið Lónsöræfa vegna fegurðar og litadýrðar eða hinna, sem bjuggu þar við erfiðan hag á þeirri síðustu. í Víðidal Þegar horft er til Víðidals er með ólík- indum, að fólk hafi búið þar á síðustu öld. Raunar er ótrúlegt, hvað fólk hefur á þeim tíma víða leitað langt inn í landið, eins og t.d. má sjá, þegar farið er í Lakagíga og komið að eyðibýlinu Eintúnahálsi. Sá er þó munur á, að þar hefur bæði verið afar gróðursælt og sæmilega auðvelt að kom- ,, ^st.til byggða en erfiðleikar Víðidalsbænda í slíkum ferðum hljóta að hafa verið mikl- ir, svo að ekki sé meira sagt. Um byggðina í Víðidal á síðustu öld segir Hjörleifur Guttormsson m.a.: „Fyrstu ábúendur í Víðidal, sem vissa er fyrir, voru Stefán sterki Ólafsson frá Húsavík eystri og Anna Guðmundsdóttir frá Aðal- bóli. Höfðu þau komið sér upp nýbýli í Víðidal, sumarið 1835 og að líkindum flutt þangað sumarið áður. Bjuggu þau þar fram undir 1840 en slitu þá samvistum eftir allviðburðarík kynni . . . Næsta kyn- slóð Víðdælinga flyst í dalinn 1847 og voru þar á ferð Þorsteinn Hinriksson, ætt- aður frá Hafursá í Skógum og kona hans Ólöf Nikulásdóttir, komin sunnan af Síðu, en til Víðidals fluttu þau úr vinnumennsku á Melrakkanesi með tvo kornunga syni og Hálldóru, dóttur Ólafar frá fyrra hjóna- bandi og var hún þá um fermingu. Settust þau að í eyðibæ Stefáns Ólafssonar, sem enn stóð uppi. Búskapur þeirra varð hins vegar endasleppur, því að á fyrsta eða öðrum vetri hljóp snjóflóð á bæinn og fórst þar Þorsteinn og báðir drengimir. Mæðg- umar höfðust hins vegar við í bæjarrústun- um í nokkrar vikur, unz vistir þrutu og þær brutust til byggða við illan leik, norð- ur Víðidal og var bjargað aðframkomnum úr fönn í fjallinu ofan við Hvannavelli í Geithellnadal . . . Þriðja kynslóðin í Víðidal og sú gifturíkasta byggir þar upp sumarið 1883, fyrst á rústum fyrri bæjar, en fljótlega nokkru sunnar og neðar í túni, þar sem enn sér glöggt móta fyrir bæjar- rústum. Þama vom að verki Sigfús Jónsson og Ragnhildur Jónsdóttir, sem áður bjuggu á Hvannavöllum og Jón sonur þeirra, rösklega tvítugur að aldri. Fóm Hvannavellir í eyði við brottflutning þeirra og sýnir það ljósar en flest annað hvert aðdráttarafl grózkan í Víðidal hefur haft á þennan miðaldra bónda. Bæ sinn nefndu þau Gmnd og taldist hann til Lónssveitar. Þarna bjuggu þau við þolanlegan hag í 14 ár eða til vors 1897 en fjárfellir í harð- indum á góu og útmánuði þann vetur mun mestu hafa ráðið um að byggðin lagðist þá niður og flutt var að Bragðavöllum, þar sem sonur Jóns Sigfússonar, Sigfús, átti heima þar til hann lézt fyrir fáum ámm, en hann fæddist í Víðidal 1891. Flest var heimilisfólk í Víðidal 11 manns og mátti heita tvíbýli þar eð Jón Sigfússon og Helga Þorsteinsdóttir, kona hans, bjuggu út af fyrir sig í bænum á Gmnd. Fé sett á vetur mun flest hafa verið um 125 talsins hjá þeim feðgum, þar af 60 kvíaær, þess utan ein kýr og 1-2 hestar á fóðmm heima, en nokkrir reknir á úti- gang suður í Nes. Báðir vom þeir feðgar atgervismenn, skíðamenn ágætir, enda ekki öðm vísi komizt um á vetmm og verklagnir í bezta lagi, eins og glöggt má enn sjá merki um í hleðslum útihúsa, veggjum, fjárhúsgörðum og bmnni í tún- inu á Grund." Snjóflóð í Víðidal í frásögn þeirri, sem hér hefur verið vitnað til í árbók Ferðafélagsins um bú- setu fólks í Víðidal er vikið að snjóflóði, sem féll á bæinn þar og leiddi til þess að búskapur féll þar niður um sinn. Til er ítarleg frásögn af þessu snjóflóði í Grímu hinni nýju, frásögn, sem lýsir vel örlögum fólks fyrir aðeins rúmri öld. Þar segir: „Á milli þrettánda og þorra hlóð niður feikna- miklum snjó í logni; ofan á það gerði svo þíðviðri af suðri eða suðaustri, sem hélzt meirihluta dags. Skömmu eftir dagsetur fóm konan og dóttirin fram í eldhús til að blása upp eldinn og kveikja ljós. Þegar þær vom að enda við það, heyrðu þær gný mikinn, líkt og skriða félli eða þmma riði yfír, en húsin nötmðu við. í dauðans of- boði flýtti konan sér áleiðis til baðstofu og dóttirin greip í hana og hélt sér dauða- haldi, en er þær komu fram í göngin, sem lágu til baðstofunnar, féll snjóflóð yfír bæinn. Mun þeim mæðgum aldrei hafa úr minni liðið brothljóð það og gnýr, sem því fylgdi. Göngin, þar sem þær vom staddar, féllu niður en þó ekki nema að hálfu leyti. Halldóra þrýstist upp að veggn- um undan tré, sem brotnað hafði og fékk RFYK.IAVÍkl RBRF.F Laugardagur 5. september Ljósmynd/Hallgrímur Jónsson Horfttil Lónsöræfa frá Illakambi, hún við það sára tilkenningu en dóttir hennar meiddist ekki. Um leið kallaði Halldóra hátt til bónda síns en fékk ekk- ert svar. Þegar frá leið fór hún að reyna að losna úr kreppunni og eftir mikið strit tókst henni með aðstoð dótturinnar að losa um þær, en sárt tók hana í síðuna, þar sem tréð hafði lent á henni, enda reyndist svo síðar að tvö eða þijú rif höfðu brotn- að. Hún sá brátt að útkomuvon var engin að svo stöddu og eigi annars kostur en að hírast í eldhúsinu. Þegar hún leit fram í göngin sást eigi annað en niðurfallin og frosin þekjan, brotnar spýtur og snjór og um afdrif Þorsteins og ungbarnsins fékk hún þegar réttan gmn. Eldurinn hafði slokknað, er snjóflóðið skall yfír en vatn höfðu þær þar í íláti; eigi höfðu þær ann- að til matar en hrátt hangikjöt. Tók nú að vandast málið, en það gmnaði Halldóru þegar, að snjódyngjan yfír eldhúsinu mundi eigi vera þykk. Réð hún það af því, að viðir í eldhúsinu vom fremur grann- ir og veikir og hefðu því ekki þolað mikinn þunga og í öðm lagi gat hún greint nótt frá degi í gegnum snjólagið, sem yfir þak- inu lá. Leið svo meira en vika. Þá gerðu þær mæðgur tilraun til útgöngu og tókst hún eftir mikið erfiði. Var ærið ömurlegt um að litast er þær komu út. Há og víð- áttumikil snjódyngja huldi öll bæjarhúsin, nema eldhúsið eitt. Þá var tekið að líða á dag og fóra þær aftur í fylgsni sitt en vom fastráðnar í að flýja þessar hörm- ungar og leita fram í byggð undir eins og veður leyfði. Þegar hinn fyrsta dag, sem þeim leizt veður tryggilegt, héldu þær af stað til Hvannavalla, sem var næsti bær innarlega í Múladal. Gangfæri var gott og hjam mikið yfír jörðu. Komust þær síðari hluta dags á brún dalsins innarlega. Er þar um bratt klif að fara niður við ána en þar var þá alveg ófær hjarnfönn á löngu svæði og klettabelti að ofan. Þennan dag stóð vinnumaður frá Hvannavöllum yfir fé utar í dalnum og rétt áður en fór að dimma virtist honum tveimur þústum bregða fyrir við stóran stein uppi á brún- inni. Aðgætti hann þetta svo vel, sem hann gat og sá hreyfingu á þústum þess- um. Ekki treysti hann sér upp fönnina, en þegar hann kom heim um kvöldið sagði hann frá þessu og fullyrti að þar hlytu að vera menn á ferð. Kona Áma bónda tók þá til máls og kvað sig hafa dreymt undarlega til hjónanna í Víðidal; kæmi sér ekki á óvart, þótt þaðan bæmst óvæntar fréttir . . . Veður var gott um morgun- inn. Mjólkaði húsfreyja í flösku og fékk vinnumanni, en jafnskjótt sem birti af degi kleif hann upp bratta gjótu í hamra- beltið ofan bæjarins og var þar engin hjarnfönn. Þegar upp á brúnina var komið hraðaði hann ferð sinni sem mest hann mátti inn eftir og fann mæðgurnar undir steininum mjög þjakaðar; hafði þó til allr- ar hamingju verið gott veður um nóttina. Dmkku þær mjólkina og hresstust von bráðar svo að þau gátu bráðlega haldið af stað til bæjar sömu leið, sem vinnumað- urinn hafði farið. Gekk ferðin niður gjótuna slysalaust með hans hjálp en mátt- famar vom þær mæðgur og fegnar vom þær húsaskjólinu þegar þær bar að garði á Hvannavöllum og fengu að njóta að- hlynningar eftir allar hörmungarnar og hrakninginn." Þótt landið sé fallegt verða slíkar frá- sagnir af örlögum fólks á slóðum, sem við ferðumst nú um okkur til skemmtunar, til þess að gæða þessi svæði nýju lífí og gefa ferðunum aujcj^ gijcji,. Jlmytingar á högum íslendinga á einni öld era ótrúlegar eins og sjá má af þessari frásögn. Ferð um Lónsöræfí nú á tímum er ævintýri en hún er ekki fyrirhafnarlaus! Á Skálafellsjökli Fyrir tveimur ámm eða svo var sagt frá því, að nokkrir Hornfírðingar hefðu opnað nýtt skíðasvæði að sumarlagi í Vatnajökli skammt frá Höfn. Hljótt hefur verið um þessa starfsemi síðan. Þegar ekið er upp hjá Smyrlabjargarárvirkjun liggur leiðin upp á Skálafellsjökul í Vatnajökli eftir vegi, sem er ævintýralegur, jafnvel þótt hann sé borinn saman við vegagerðina á Kjarrdalsheiði, sem áður er vikið að! Efst uppi er vegurinn lagður eftir miklum grjót- mðningum, sem komið hafa undan jöklin- um og að sögn kunnugra þarf að leggja veginn upp á nýtt að hluta til á hveiju vori vegna þess, að jökullinn eyðileggur hann yfir veturinn. Þegar upp er komið blasir við aðstaða, sem Homfírðingar hafa komið upp. Þar er skáli, með svefnplássi fyrir allmarga einstaklinga. Þar er aðstaða til skíðaiðkun- ar, þar era vélsleðar og þar er hægt að fá far með snjóbíl yfír Vatnajökul. Að' sögn þeirra, sem þar vom fyrir em það ekki sízt útlendingar, sem notfæra sér þessa þjónustu og daginn, sem höfundur Reykjavíkurbréfs leit þama við, var þar hópur ísraelsmanna. Það er afrek hjá Homfirðingum að hafa komið upp þessari aðstöðu og lagt veg upp að jöklinum á þessum stað. Óhætt er að fullyrða að jöklaferðir munu eiga vaxandi vinsældum að fagna á næstu ámm. Sá sem einu sinni hefur komizt í kynni við jökul É yj>j»te|þangað aftur. j £,.s • j „Af Kjarrdals- heiði er útsýn í ýmsar áttir en smátt og smátt opnast Lónsöræf- in fyrir vegfar- anda í allri sinni dýrð. Þá liti, sem þar er að sjá, er hvergi hægt að f inna annars stað- ar á þessu landi nema ef vera skyldi í Borgar- firði eystra. Þótt litadýrðin sé mikil þar stenzt hún þó varla samjöfnuð við þá liti, sem sjá má á Lónsöræfum í fögru veðri. Þeir eru áreiðanlega margir, sem hafa látið þau orð falla, þegar komið er á Lónsöræfi í fyrsta sinn, að þetta sé örugglega falleg- asti hluti Islands.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.