Morgunblaðið - 06.09.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.09.1987, Blaðsíða 1
96 SroUR B/C STOFNAÐ 1913 200. tbl. 75. árg. SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1987 Prentsmiðja Morgfunblaðsins Chile: Pinochet óvinsæll Santiago, Reuter. AÐEINS 13 prósent Chilebúa kysu Augusto Pinchet, leiðtoga lands- ins, í forsetakosningum, að þvi er fram kemur i skoðanakönnun, er birt var um helgina. 47 prósent kváðust ekki mundu kjósa Pinochet, yrði hann eini fram- bjóðandinn í forsetakosningum sem fyrirhugaðar eru á næsta ári. Tæp 13 prósent kváðust á hinn bóginn styðja hann, en 40 prósent höfðu ýmist ekki gert upp hug sinn eða sögðust ekki ætla að neyta atkvæðis- réttar síns. Bretland: Margaret Thatcher í lífshættu? U>ndon, Reuter. Öryggisgæsla hefur verið hert um Margaret Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, en grunur leikur á að skæruliðar írska lýð- veldishersins hyggist sýna henni banatilræði er þing íhaldsflokks- ins hefst i næsta mánuði. Talsmenn lögreglu hafa ekki vilj- að staðfesta orðróm þennan en að sögn kunnugra hefur öll gæsla ver- ið hert til muna en Thatcher er nú stödd á ferðalagi í Skotlandi. Frétt- ir herma að sveitir lögreglu leiti nú hryðjuverkamanna í Lancashire en þing íhaldsflokksins fer þar fram í bænum Blackpool í byijun næsta mánaðar. Sprengjuleit hefur þegar verið hafin á hótelinu sem mun hýsa þingfulltrúana. Margaret Thatcher var sýnt banatilræði er flokksmenn komu saman í borginni Brighton árið 1984. Tímasprengja sem hryðju- verkamenn IRA höfðu komið fyrir sprakk á hóteli þar sem Thacher bjó en hana sakaði' ekki. IWjSflfgt:.; . Wmmrnfm ' íf • - ’ ' - yí'c É f " \ <•> 111 I Morgunblaðið/KGA RIFGIRÐINGAR A BREIÐAFIRÐI Leiðtogi uppreisnarmanna á Filippseyjum: TUgangurinn var að upp- ræta linkind og spillingu Manilu, Reuter. GREGORIO „Gringo" Honasan, ofursti og leiðtogi uppreisnar- manna á Filippseyjum, sagði í útvarpsávarpi í gær að Corazon Aquino forseti væri óhæf til að fara með stjóm landsins. Kvað hann Aquino hafa tekið upp svip- aða stjórnarhætti og Ferdinand Marcos, fyrmm forseti, og sagði að það yrði ekki liðið. Honasan hefur verið í felum frá því stjómarhermenn brutu á bak aftur uppreisn innan hersins í síðustu viku. Hans er nú ákaft leit- Kosningar í Argentínu: Landsmenn inntir álits á umbótastefnu forsetans Buenos Aires, Reuter. ARGENTÍNUBÚ AR ganga að kjörborðinu í dag, sunnudag, og hefur Raul Alfonsín forseti sagt að nú gefist landsmönnum tæki- færi til að segja hvem hug þeir bera til tilrauna stjórnarinnar til að koma á efnahagslegum og pólitískum umbótum undanfarin tvö ár. 19 milljónir manna em á kjörskrá og munu þeir kjósa þingmenn til neðri deildar þings- ins svo og héraðsstjóra. Skoðanakannanir spá flokki for- setans, Róttæka flokknum naumum sigri yfir Peronistum, helsta stjóm- arandstöðuflokknum, en stór hluti kjósenda hafði ekki gert upp hug sinn. Alfonsín var kjörinn forseti árið 1983 og flokki hans tókst að halda meirihluta sínum í kosningum til neðri deildar þingsins tveimur ámm síðar. Andstæðingar stjómar Alfonsíns hafa hvatt kjósendur til að refsa stjóminni vegna aukinnar verðbólgu og vaxandi skulda við útlönd en þær. nema nú um 54 milljörðum Bandaríkj:.tala. 254 menn sitja í neðri deild þings- ins og verður kosið um helming þingsætanna í kosningunum í dag. Auk þess verða 22 héraðsstjórar kjörnir. Menn bíða spenntir eftir niðurstöðu kosninganna í Buenos Aires-héraði en það er miðstöð iðn- aðar og landbúnaðar. Þar búa um 10 milljónir manna og sigurvegar- inn mun að öllum líkindum verða næsta forsetaefni. Á hinn bóginn hafa frambjóðendur Peronista og Róttæka flokksins í héraðinu lýst yfír því að þeir hyggist gegna stöðu héraðsstjóra í fjögur ár en tvö ár lifa af kjörtímabili Alfonsíns. Forsetinn hefur heitið því að beita sér fyrir stjómarfarslegum og efnahagslegum umbótum næstu tvö árin. Hyggst hann koma á ráð- stefnu sérfræðinga til að endur- skoða stjómarskrá landsins og minnka ríkisumsvif. að en talið er að hann hafí um 2.000 vopnaða menn undir sinni stjóm. Honasan sagði í ávarpi sinu að uppreisnin hefði verið „kröftug mótmæli" við stjómarhætti Aquino. Kvað hann forsetann sinna hemum lítt og sýna linkind í viðskiptum sínum við skæruliða múslima og kommúnista. Þá lýsti hann yfir því að spilling væri allsráðandi innan stjómarinnar. Hann sagði það ekki rétt vera að uppreisnarmenn hefðu ætlað að myrða Corazon Aquino og fjölskyldu hennar, en sonur hennar særðist í bardögum við uppreisnar- menn. „Stjómin hefur vitandi vits tekið upp sömu stefnu og Marcos, sem naut vinsælda er hann hóf 20 ára óstjómartímabil sitt," sagði Honasan í ávarpi sínu sem var 15 mínútna langt. „Þetta getum við ekki liðið og við munum ekki líða það," bætti hann við. Honasan sagði uppreisnarmenn ekki hafa beitt sér að fullu til að forðast óþarfa blóðsúthellingar. Þetta kynnu að hafa verið mistök af þeirra hálfu en hermenn hlið- hollir Aquino hefðu bjargað stjóm- inni. Sagði hann að herinn hefði betur sýnt sömu hörku í viðskiptum sínum við skæruliða því þá hefði verið unnt að afstýra uppreisninni. Fidel Ramos, yfirmaður herafla Filippseyja, sagði eftir að hafa hlýtt á ávarp Honasans að valdagræðgi réði orðum hans. „Hann vill hrifsa til sín völdin og ég tel að það sé einfaldlega ósatt að uppreisnar- menn hafí viljað koma á umbótum," sagði Ramos. 53 menn féllu í uppreisninni og 300 særðust. Stjómarhermenn hröktu uppreisnarmenn frá Aquin- aldo-búðunum og voru þetta hörðustu bardagar á Filippseyjum frá lokum síðari heimsstyijaldarinn- ar. Líbanon: 40 falla í loft- árásum Israela Sídon, Reuter. 40 féllu og 40 særðust < loftárásum ísraela á búðir Palestinumanna nærri Sídon i gær. Eru þetta mannskæðustu árásir ísraela frá þvi þeir réðust inn i landið 1982. Herþotur ísraela gerðu þrívegis árásir á.flóttamannabúðir Palestínu- manna skammt austur af Sídon og stóðu þær í tíu mínútur. 80.000 manns halda til í Ain al-Hilweh- flóttamannabúðunum. Að minnsta kosti 55 manns hafa fallið og 222 særst í loftárásum ísra- ela á búðir Palestínumanna nærri Sídon á þessu ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.