Morgunblaðið - 06.09.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.09.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1987 29 Það ber margt fallegt fyrir augun, t.d. húsandarflotar Glímt við 3 punda fisk annan veiðiskap en fluguveiði." Hvers vegna hefur þú ekkert rennt síðustu tvö sumrin? Hólm- fríður segir: „Það er eins og hver önnur vitleysa, ég hef talið mér trú um að ég megi ekkert vera að því að veiða sjálf, það myndi óhjá- kvæmilega vera komin löng biðröð af viðskiptavinum heima þegar ég kæmi úr veiðinni. Auðvitað ætti ég að fara oftar út með stöngina, ég hef nefnilega virkilega gaman af því.“ Hver var þín skemmtilegasta veiði? „Ætli það hafi ekki verið þegar ég fór með KK (Kristjáni Kristjánssyni í Litlu flugunni) niður á Hamar. Við vorum búin að fara niður að Hrafnsstaðaey og ég hafði ekkert fengið. Þegar við komum upp eftir aftur, fór ég í Hólkots- flóann og fékk þar þijá stóra urriða í beit, 3 punda flska. Þetta var mjög skemmtileg veiði." Hvemig gekk hjá KK? „Það man ég ekki, ég meðtók bara mína fiska í þetta skiptið!" Er þetta alltaf jafn vinsælt veiði- svæði? „Já, það er óhætt að segja það og nýtingin hefur farið upp á við frá því sem áður var, hefur verið þetta 95 til 99 prósent, til dæmis í sumar. Þá á ég við pöntuð leyfl. Stundum hafa verið brögð af því að menn hafa ekki nýtt pöntuð veiðileyfi og þá hef ég oft getað selt ferðamönnum dag og dag, en oft líka orðið að vísa þeim frá. Þetta fer eftir því hvemig veiðin er hveiju sinni og ef hún dettur eitthvað nið- ur, þá fara menn að hugsa sig um og þá er það ekkert launungarmál, að ég læt menn jafnvel vita fyrir- fram. Það má segja að það lýsu litlum sölumanni, en ég vil að hlut- imir séu á hreinu, þá er ekkert hægt að segja eftir á. Þess vegna vil ég frekar mála skrattann svolít- ið á vegginn til þess að menn reikni ekki með of miklu. Þetta er jú löng leið að fara fyrir marga, sérstaklega ef veiðin er svo lítil í þokkabót." En nú flýgur sú fískisaga að urriðinn í Laxá smækki ár frá ári og nú vanti að mestu 4—6 punda fískinn og fáir flskar séu í kring um 3 pund, yfírmálsstofninn sé borinn uppi af 1—2 punda fiskum og það sé afar mikið af undirmáls- silungi í ánni. „Það er margt til í þessu. Síðustu sumrin hefur mönn- um þótt það góðs viti hversu mikið hefur verið af undirmálsfiskinum í ánni, menn hafa reiknað með því að hann myndi vaxa skjótt og veið- ast rokvænn að ári. Þetta hefur ekki gerst, obbinn af fiskinum er smár og algengasti yfírmálsflskur- inn er þetta frá 35 sentimetrum og upp í 45 sentimetra, æ stijálli úr því. Um er að ræða svona 1—2 punda fiska, en 2—3 punda fiskur var fýrrum mest áberandi yfirmáls- stærðin." Og hvað þá með hugmyndir manna um að hin aukna aðsókn hafí valdið ofveiði á urriðanum? „Ja, það gæti svo sem hafa skeð, að stærri fiskurinn hafi verið of- veiddur og ekki ástæðulaust að gruna það þar sem smáfiskinum er öllum sleppt en þeim stóru fargað. Þessi stangarflöldi sem leyfður er Á nýju Lödunni_____ hefur ekkert breyst, en kannski að aukin nýting þeirra hafi haft þetta í för með sér. Hver svo sem skýring- in er, þá blasir vandinn við og það þarf að taka á honum." Einhveijar hugmjmdir? „Ég hef verið að hugsa þessi mál, þetta er mér mjög hugleikið, og ég hef viðr- að mínar hugmyndir við veiðiréttar- eigendur hér í kring. Hef aðallega verið að blaðra eitthvað svona til þess að koma af stað einhverri umræðu. Ein hugmyndin sem rætt hefur verið um er að draga fyrir á vorin áður en stangaveiðin hefst. Sleppa þá stærri fiskinum, en farga þeim smærri. Þetta myndi draga úr samkeppninni um ætið á því sumri sem síðan kæmi, stærri fisk- urinn hefði nóg og smáfiskurinn sem eftir væri hefði meira svigrúm til að vaxa og dafna. Önnur hug- mynd sem til greina kemur er að setja kvöð á stangaveiðimenn að sleppa stærri fiskinum, en hirða þá smærri." Heldurðu að það mælist vel fyrir hjá stangveiðimönnum? „Ég hugsa að vel flestir þeirra sem hér veiða myndu sætta sig við svona aðgerð- ir, enda tímabundnar. Því er ekki að leyna að þetta myndi þó örugg- lega fæla einhveija burtu, nokkrir sem veiða héma hafa mikla þörf fyrir að veiða kvótann, segja frá því og sýna veiðina. Flestir Islend- inganna sem hér veiða og allir útlendingamir myndu samt ganga að þessu ef ég met stöðuna rétt.“ Þessar ráðstafanir svipta menn þó tveimur mikilvægum þáttum veiðitúrsins, að raða saman stóm silungunum og mynda þá eftir dag- inn, svo og að aka með aflann í Álftagerði til taðreykingar. Hefur Hólmfriður ráð við þessu? Hún svar- ar: „Þetta er rétt að vissu marki. Hvað mjmdatökur varðar þá veit ég að margur leggur mikið upp úr þeim, enda gaman að skoða mjmdir frá vel heppnuðum veiðiferðum. Hins vegar hef ég marghorft á er- lenda veiðimenn héma taka allar þær myndir sem þá lystir af silung- um sem þeir sleppa síðan. Þeir ljrfta þeim upp í háfnum og einhver veiði- félagi eða maki smellir af. Svoleiðis hafði Art Lee það, hans starfi er að rita um veiðiskap og starf konu hans er að sitja á bakkanum nærri kempunni og smella af honum í tíma og ótíma. Þetta hlýtur að vera Það leita fleiri til Hólmfríðar en veiðimenn, t.d. villtir húsandarungar. dásamlegt ævistarf eða hitt þó held- ur. Annars dáist égað eljunni í henni. Hvað taðreykta silunginn varðar, þá telja flestir og vona, að veiðin í Mývatni fari nú að koma upp aftur og þá verður enginn skortur á taðreyktum silungi í sveit- inni. Það væri einhver sárabót." Það var búið að setja saman stangimar og við höfðum fræðst mikið um ána og umhverfi hennar af vömm Hólmfríðar Jónsdóttur. Næstu tvo daga var farið vítt og breitt um, en Hólmfríður leit til okkar annað veifíð. Veiðin gekk svona og svona, enda hafði ekkert okkar veitt þama fyrr. Fyrri dag- inn, á Hamri og á Helluvaði veiddist þó slatti af undirmálsfiski. í Geld- ingey daginn eftir eitthvað lítið af smáfiski, en á móti fimm fískar yfírmáls í taðreykingu. Þótt Geld- ingey reyndist okkur best sem veiðistöð, má segja að hvar sem maður kom að þessu mikla vatns- falli var maður gersamlega gagn- tekinn og hafði urriðaveiðin sjálf minnst með það að gera. Þama skiptust á beljandi hvítfyssandi strengir og fossar, líðandi breiður og kvamir í umgjörð gróinna hlíða og iðjagrænna bakka þar sem hvönn, víðir og fjalladalafífill réðu ríkjum. Sjálf er áin skreytt ótal hólmum piýddum sama gróðri og iðandi fuglalífi. Við vomm á þeim tíma sem allt er að gerast, ungamir að skriða úr eggjum, en maður varð óþyrmi- lega var við nálægð dauðans í kuldanum. Ósjaldan flutu fram hjá okkur dánir litlir andamngar sem orðið höfðu viðskila við mæður sínar og systkin og þoldu ekki kulda hins norðlæga sumars. En það bar sem betur fer meira á lífi en dauða, ið- andi fuglalíf gladdi augað og bar mest á húsönd, straumönd, óðins- Brosað í kuldanum. hana og kríu, en of langt mál væri nú að fara að telja upp allar tegund- imar. Þá var maður svo lánsamur að sjá þann fallegasta veiðistað sem undirritaður hefur nokkm sinni rennt í. Er það Hagatá í Geldingey. Er kveðjustundin var mnnin upp minnti Hólmfríður okkur á að hún ætlaði að sýna okkur svolítið í Geirastaðalandinu, eitthvað sem átti að ánetja mann Laxá enn bet- ur. Við stóðumst ekki freistinguna og fylgdum veiðiverðinum eftir þar sem hann ók í loftköstum á nýjum Lödujeppanum og nam ekki staðar fyrr en við svokallaðan Geirastaða- skurð, nánar tiltekið við stíflumann- virkið sem í honum er. Sjálfur Geirastaðaskurðurinn er undir venjulegum kringumstæðum einn mesti veiðistaðurinn á þessum slóð- um, en ofan af stíflunni blasti við sú sjón sem Hólmfríður ætlaði okk- ur. Þar gat að líta þijá urriða sem lágu vægast sagt makindalega og höfðu valið sér bæli sem tryggðu þá fyrir flestu. Það var ekki hægt að kasta á þá agni nema frá þann- ig stað að það væri engin leið að landa þeim ef þeir gleptust á agnið. Til þess að nærast þurftu þeir ekki annað en að opna og loka ginin og taka þannig inn homsíli sem berast niður til þeirra að ofan í ríkum mæli. Sem sagt fullkomið letilíf og áhyggjulaust að mestu. Enda bentu líkamsburðir þessara þriggja fiska til þess. Við steinrunnum gersam- lega við þessa sýn. Það var eins og maður væri að huga að stórlöx- um, svo stórir voru þessir fiskar. En þetta voru ekki laxar heldur silungar og það gerði sjónina áhrifaríkari. Hólmfríður áleit að 10 punda væri alger lágmarksspá fyrir þessa fiska, því erfitt væri að meta ummál þeirra með því að horfa svona ofan á þá. Undirritaður hygg- ur að 12—14 pund væri nær lagi, en jafnvel of lágt áætlað. Því miður er ólíklegt að vigt þessara físka verði staðfest á vigtum stangveiði- manna, til þess eru þetta allt of slyngir karlar. En það var rétt hjá Hólmfríði, þessir beljakar ásækja mann í draumi og þeir settu punlrt- inn yfir i-ið. Að vísu er ég ekki alveg viss um að tílvist þeirra hafi gert gæfumuninn að maður vilji heim- sækja Laxá aftur sem fyrst. En ekki sakar að vita af þeim__ - Kg- Hagatá. Fiskurinn tók svarta púpu nr. 14.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.