Morgunblaðið - 06.09.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.09.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1987 Unglingar í miðbæ Reykjavíkur: Við getum hvergi annars staðar verið Við komum til að hitta kunningjana, sögðu þau Ragnhildur, Þórey, Benedikt Henry, Hörður, Ingimar Örn og Laufey. par á bekk og kysstist. Parinu virt- ist standa á sama um pilt sem stóð við hliðina á bekknum og sprændi inn í runnana rómantísku og satt best að segja virtist hann ekki hafa hugmynd um hvar í heiminum hann var staddur. Flestir eru blindfullir „Krakkamir koma hingað til að skemmta sér og drekka brennivín,“ sögðu Helgumar tvær, Helga Guð- rún og Helga Kristins, sem báðar em 16 ára. „Jú, við komumst inn á unglingaskemmtistaðina, en það fer enginn þangað, því þeir em svo afskekktir “ sögðu þær. Það vantar stað fyrir krakkana hér í miðbænum og best væri að fá bara þak yfir Austurstrætið," sögðu þær og flis- suðu. Unglingamir kvörtuðu undan því sárlega að hafa engan stað þar sem þeir gætu hist. Og svo er annað sem virðist ergja þá dálítið og það er að þeim finnst fullorðna fólkið ekki sjálfu sér samkvæmt. „Við eigum Austurstræti var eitt iðandi mannhaf aðfaranótt laugardagsins. v Helgurnar tvær, Helga Guðrún og Helga Kristins. MIÐBÆR Reykjavíkur hefur verið ófagur á að líta undanfam- ar helgar, pappírsrusl út um allt og rúður brotnar í verslunum. Unglingar borgarinnar hafa fjöl- mennt þangað á kvöldin og slík varð raunin á föstudagskvöld, 4. september. Þá var fjöldi ungl- inga á rölti um Austurstræti slíkur, að helst er hægt að líkja við mannfjöldann á 17. júní. Þrátt fyrir fjöldann kom ekki til mikilla óláta og verslunareigend- ur sluppu með skrekkinn. Þó voru brotnar rúður í Búnaðar- bankanum og Pennanum og borgarstarfsmenn urðu að fjar- lægja tijáplöntur sem stóðu í pottum við nýja Laugaveginn, því skemmdarvargar virtust sérlega hrifnir af plöntum þessum. Klukkan hálf eitt aðfaranótt laugardagsins voru unglingamir mættir á staðinn, sumir drukknir og aðrir trúðu því svo heitt að þeir væru það að áhrifin virtust þau sömu. Lækjargata og Austurstræti litu út eins og eftir mikla útihátið, gosdósir og glerbrot út um allt. Lögregluþjónn stundi við, þegar hann var spurður hvernig honum litist á kvöldið. „Þetta er orðið eins og Húsafell. Núna eru lætin í krökk- unum þó ekki mikil, en það er líklegt að það versni síðar í nótt.“ Komum til að hitta kunningjana Unglingamir höfðu ekkert sérs- takt fyrir stafni í miðbænum, heldur ráfuðu stefnulaust um og litu í kringum sig til að sjá hvort þeir könnuðust nú ekki við einhvem. Þama voru sex krakkar saman í hóp, stóðu dálítið fyrir utan mestu þröngina og ræddu saman. „Við komum til að hitta kunningjana því við getum hvergi annars staðar hist. Við emm of ung til að komast inn á skemmtistaði og of gömul til að geta verið í félagsmiðstöðvunum," sögðu þau Benedikt Henry, Laufey, Ragnhildur, Þórey, Hörður og Ing- imar Öm, sem öll eru 15 ára. Sum þeirra kváðust einnig hafa verið í miðbænum um síðustu helgi. „Þá voru miklu færri hér, en fólkið hegðaði sér verr. Núna em líka miklu fleiri löggur. Dmkknu fólki er svo sem sama um það.“ -En em þá allir unglingamir dmkknir?- „Nei, en sumir koma með vín. Þeir sem drekka mest og láta verst em eldri krakkar, svona á menntaskóla- aldri. Þeir sem em yngri koma bara niður í bæ til að hittast eftir sumar- fríið," sögðu sexmenningamir. ...og pissuðu í kross Það vom ekki margir bílar á „Hallærisplaninu", enda lokaði lög- reglan fyrir alla umferð um miðbæjarrúntinn, þ.e. Skólabrú, Pósthússtræti og Austurstræti. Heldur fannst ungu ökumönnunum þetta súrt í broti en ekki er að efa að þessi ráðstöfun dró mjög úr óró- leika í miðbænum. Lögreglan tjaldaði því sem til var, eins og varðstjóri orðaði það. Á laugardags- morgni vom geymslur lögreglunnar troðfullar og sagði varðstjórinn það umhugsunarefni að þegar reynt var að ná til foreldra svo þeir gætu náð í ofurölvi afkvæmi sín, þá reyndust foreldramir oftar en ekki vera úti. Fógetagarðurinn á homi Aðal- strætis og Kirkjustrætis var mannlaus, ólíkt því sem var fyrir nokkmm ámm þegar „Hallærispla- nið“ var sem vinsælast. I horninu við afgreiðslu Pósts og Síma stóðu þrír ungir piltar og pissuðu í kross. Þeir vom greinilega ekki þeir fyrstu til að létta á sér á þessum stað, um það bám vitni pollamir og lyktin. Dálíið lengra, í skjóli við gróðurinn á Austurvelli, sat ungt ástfangið að vera orðin svo fullorðin stundum. Þá er sagt, „ertu nú ekki of gam- all til þess að láta svona", en þegar við fömm að hegða okkur eins og fullorðna fólkið þá rjúka allir til og æpa að bömin séu að gera eitthvað af sér,“ sagði unglingspiltur og var hinn reiðasti. Hvort framhald verður á því að unglingar safnist saman í mið- bænum verður tíminn að leiða í ljós. Böðvar Bragason, lögreglustjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið fyrir nokkm, að hann teldi þetta tímabundið ástand og benti á að þetta hefði alltaf verið árviss við- burður, bæði þegar skólum lýkur á vorin og þegar þeir hefjast aftur á haustin. Nokkur fjöldi lögreglumanna var í miðbænum og hér sést einn þeirra „stjórna umferðinni".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.