Morgunblaðið - 06.09.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.09.1987, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1987 Jón Kristín Magnúsdóttir í stofunni sinni. Krabbeflölskyldan flutti af landi brott 1937 og keypti þá Tjamargötu- húsið Hallgrímur Tuliníus stór- kaupamaður, en af honum kaupa það Sesselja Sigurðardóttir og Daní- el Olafsson stórkaupamaður, er bjó þar með Kristínu föðursystur sinni. Hann var sonur dr.Olafs Dan stærð- fræðings og yfirkennara, sem erfði hans hlut í húsinu. Sesselja bjó aldr- ei sjálf í þessu húsi, en leigjendur voru í hennar hluta. Dr.Ólafur Dan seldi 1950 Magnúsi G. Jónssyni, samkennara sínum, sinn hlut á móti Sesselju frænku hans, sem í raun átti forkaupsréttinn. Var húseignin óskipt fram að þeim tíma, en þau Magnús og Jóna Kristín kusu við skiptingu hennar efri hæðina og ris- ið og hálfan kjallarann. Þar uppi var gríðarstórt panelþiljað ris með stór- um skápum undir súðinni. Innrétt- uðu þau það og fengu þar svefnherbegi og bað. Bflskúr sem enn er þama hafði Daníel látið byggja án bygginarleyfis á bak við, þar sem áður var kamar og geymsl- uskúr. 1971 keypti Helgi Oddsson neðri hæðina af Sesselju og seldi hana aftur fjómm árum seinna Flosa Olafssyni leikara og konu hans Lilju Magnúsdóttur, sem búa þar enn með fjölskyldu sinni . Þegar húsið var tekið í gegn eftir að þau Magnús og Jóna Kristín eign- uðust húsið ásamt Sesselju upp úr 1950, voru útskomu rósettumar á vindskeiðunum m.a. endurnýjaður þar sem í vantaði og jafnframt vom settar rúmgóðar svalir á vesturhlið- ina. Og nú hefur aftur verið end- umýjaður útskurðurinn á stafni og vindskeiðum, sem er orðið dýrt hand- verk nú á tímum. Það er unnið af Sveini Ólafssyni, myndskera. Jóna Kristín segir mér að alltaf hafi þess verið að gætt að halda húsinu í uppmnalegum stíl. „Ég hefi alltaf verið svona gamaldags" segir hún. Þess sjást raunar hvar- vetna merki í stofunum að húsfreyja kann að meta gamla fagra muni og varðveitir þá. Húsgögn em í gömlum stfl, úr búum ættingja þeirra hjóna. Þama má sjá könnu úr alþingishátf- ðarstellinu frá 1930 með hvítbláa Magnús Magnússon við taflborð afa sins, Magnúsar G. Jónssonar, sem er gamall Reyhja víkurm eist- ari og áhugamaður um skákí- þróttina. Borðið bðfðu Odd- fellowar látið smíða banda Guðmundi Bergssyni póstmeist- ara, en Magnús keypti það að bonum látnum. Hulda HJÍn Magnúsdóttir, sem er í beimsókn þjá afa sínum og ömmu frá París, hefur komið sér fyrir með bók í homi stofunnar. Dyrakarmamir í stofunum em alls staðar með breiðum útskom- um trélistum. Jóna Kristín og sonardætumar. Frá vinstri Kristin Soffía og Margr- ét Jónsdætur. Lengst til hægri Hulda Hlín Magnúsdóttir húsinu hjá henni. Brátt var leitt í húsið gas og svo rafmagn þegar það kom í bæinn 1921. Enn em í hverri stofu gömlu miðstöðvarofnamir, fyr- irferðarmiklir og steyptir með mynstri. Miðstöð var í húsinu frá byijun og kynt með kolum og koksi nema í kolaleysinu á fyrri heims- styijaldarámnum, þegar varð að notast við mó. Segir Jóna Kristín að ofnamir gömlu hafi reynst svo vel til upphitunar að þau hafi aldrei séð eftir því að hafa ekki látið fjar- lægja þá þegar þau létu gera upp húsið upp úr 1950. Lofttúður uppi undir lofti í öllum herbergjum vekja athygli. Það em opnanlegir spaðar likt og í baðherbergjum nú til dags og spjöldin úr flúmðu bronsi og því til skrauts auk þess sem þeir tryggja hina bestu loftræstingu í herbergj- unum. Einangmn í þessu áttræða húsi er mjög góð. Milli hæða er þykkt lag af sandi og er því ekki hljóðbært. Innan á veggjum er þykk gifsull og þar af leiðandi vom þeir aldrei klæddir að innan, heldur málað eða límt veggfóður beint á gifsið. Á það að vera góð bmnavöm, þar sem gifs- ullin sviðnar bara en logar illa, að því er Jóna Kristín tjáir mér. í eld- húsinu hafa þau þó látið pússa veggi og setja timburloft í eina stofuna. Mún slík einangmn aðeins hafa ver- ið notuð í einu öðm húsi í bænum. Gluggamir með mörgum smáum rúðum em uppmnalegir og í þeim einfalt gler. Þeir em úr olíubomum viði og komu sem aðrir viðir hússins frá Noregi. Hefur aldrei verið þar nokkur fúi. En ofan við gluggana og í dyrakörmum em breiðir út- skomir listar, ekki ósvipað „arts nouveaut" stflnum, sem var svo mjög í tísku í byijun aldarinnar í Evrópu og ekki ólíklegt að þama gæti hans fyrst á íslandi. ' Thorvald Krabbe mun sjálfur hafa gert fmmdrög að húsinu við Tjarnar- götu 40, en fékk síðan danskan arkitekt til að útfæra teikningar. Sá hét Kiörbo, og var einnig hönnuður Kringlunnar i Alþingishúsinu og Landakotsskóla. Sagði Jóna Kristín að engum ráðamönnum í þessu húsi hafi nokkm sinni komið til hugar að eyðileggja stíl þess. Krabbefólkið bjó í húsinu óskiptu og leigði út eitt herbergi á efri hæð- inni. Um tíma leigði hjá þeim Guðmundur Kamban og sagt að þar hafi hann skrifað skáldsöguna um Ragnheiði Brynjólfsdóttur, Skálholt. fánanum og fálkamerkinu, íburð- armikla súkkulaðikönnu sem skenkt var úr í brúðkaupi tengdaforeldra hennar, meira en 300 ára gamlan disk frá Wedgewood með ámáluðum grískum gyðjum, örþunna gamla postulínsbolla og svo framvegis. Þau hjónin halda í gamlar minjar. í skrif- stofu Magnúsar, þar sem hann annast skjalaþýðingar og skrifar kennslubækur f frönsku og sín þekktu rit um Frakkland, er t.d. merkilegt skákborð sem Oddfellowar létu smíða handa Guðmundi Bergs- syni póstmeistara og hann keypti svo af ekkjunni, enda er Magnús sjálfur skákmaður góður, var Reykjavík- urmeistari 1944 og hefur þýtt margar skákbækur. Jóna Kristín segir mér að þetta muni nú Magnús ekki vilja láta geta um, en blaðamað- ur ansar því engu. Viðdvölin í þessu skemmtilega húsi, sem í rauninni hefur alltaf staðið þarna rautt og snyrtilegt en vakti nú athygli á göngu kring um Tjörnina vegna við- gerðanna, var orðin æði löng og tími til að kveðja, fróðari um eitt af falle- gustu húsunum i borginni okkar. Húsi sem ber áttræðisaldurinn vel, lekur ekki eða fúnar, og er loftgott og hlýtt. JAZZ Vönduð Hverfisgötu 105 kennsla ■— * 5 ara Gamlir og nýir nemendur Innritun hafin Vetrarstarfið SÖLVEiG sePtem^er' markviss þjálfun ÁSTA Innritun í síma 13880, 84758, 13512. Þjónustumiðstöð EIMSKIPS í Sundahöfn er vettvangur góðra atvinnutækifæra. Þessa dagana leitum við að starfsmönnum til framtíðarstarfa í eftirfarandi stöður: 1. Tækjastjórn 2. Lagerstörf (8 tímar á dag) 3. Almenn störf á hafnarsvæði Hjá okkur er góður vinnuandi, næringaríkt mötuneyti og lifandi starfsmannafélag. Ef þú hefur áhuga á góðri vinnu með mikla framtíðarmöguleika þá skaltu hringja í síma 689850 Framtíðar- starfið færðu hjá EIMSKIP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.