Morgunblaðið - 06.09.1987, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 06.09.1987, Qupperneq 23
23 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1987 Jón Kristín Magnúsdóttir í stofunni sinni. Krabbeflölskyldan flutti af landi brott 1937 og keypti þá Tjamargötu- húsið Hallgrímur Tuliníus stór- kaupamaður, en af honum kaupa það Sesselja Sigurðardóttir og Daní- el Olafsson stórkaupamaður, er bjó þar með Kristínu föðursystur sinni. Hann var sonur dr.Olafs Dan stærð- fræðings og yfirkennara, sem erfði hans hlut í húsinu. Sesselja bjó aldr- ei sjálf í þessu húsi, en leigjendur voru í hennar hluta. Dr.Ólafur Dan seldi 1950 Magnúsi G. Jónssyni, samkennara sínum, sinn hlut á móti Sesselju frænku hans, sem í raun átti forkaupsréttinn. Var húseignin óskipt fram að þeim tíma, en þau Magnús og Jóna Kristín kusu við skiptingu hennar efri hæðina og ris- ið og hálfan kjallarann. Þar uppi var gríðarstórt panelþiljað ris með stór- um skápum undir súðinni. Innrétt- uðu þau það og fengu þar svefnherbegi og bað. Bflskúr sem enn er þama hafði Daníel látið byggja án bygginarleyfis á bak við, þar sem áður var kamar og geymsl- uskúr. 1971 keypti Helgi Oddsson neðri hæðina af Sesselju og seldi hana aftur fjómm árum seinna Flosa Olafssyni leikara og konu hans Lilju Magnúsdóttur, sem búa þar enn með fjölskyldu sinni . Þegar húsið var tekið í gegn eftir að þau Magnús og Jóna Kristín eign- uðust húsið ásamt Sesselju upp úr 1950, voru útskomu rósettumar á vindskeiðunum m.a. endurnýjaður þar sem í vantaði og jafnframt vom settar rúmgóðar svalir á vesturhlið- ina. Og nú hefur aftur verið end- umýjaður útskurðurinn á stafni og vindskeiðum, sem er orðið dýrt hand- verk nú á tímum. Það er unnið af Sveini Ólafssyni, myndskera. Jóna Kristín segir mér að alltaf hafi þess verið að gætt að halda húsinu í uppmnalegum stíl. „Ég hefi alltaf verið svona gamaldags" segir hún. Þess sjást raunar hvar- vetna merki í stofunum að húsfreyja kann að meta gamla fagra muni og varðveitir þá. Húsgögn em í gömlum stfl, úr búum ættingja þeirra hjóna. Þama má sjá könnu úr alþingishátf- ðarstellinu frá 1930 með hvítbláa Magnús Magnússon við taflborð afa sins, Magnúsar G. Jónssonar, sem er gamall Reyhja víkurm eist- ari og áhugamaður um skákí- þróttina. Borðið bðfðu Odd- fellowar látið smíða banda Guðmundi Bergssyni póstmeist- ara, en Magnús keypti það að bonum látnum. Hulda HJÍn Magnúsdóttir, sem er í beimsókn þjá afa sínum og ömmu frá París, hefur komið sér fyrir með bók í homi stofunnar. Dyrakarmamir í stofunum em alls staðar með breiðum útskom- um trélistum. Jóna Kristín og sonardætumar. Frá vinstri Kristin Soffía og Margr- ét Jónsdætur. Lengst til hægri Hulda Hlín Magnúsdóttir húsinu hjá henni. Brátt var leitt í húsið gas og svo rafmagn þegar það kom í bæinn 1921. Enn em í hverri stofu gömlu miðstöðvarofnamir, fyr- irferðarmiklir og steyptir með mynstri. Miðstöð var í húsinu frá byijun og kynt með kolum og koksi nema í kolaleysinu á fyrri heims- styijaldarámnum, þegar varð að notast við mó. Segir Jóna Kristín að ofnamir gömlu hafi reynst svo vel til upphitunar að þau hafi aldrei séð eftir því að hafa ekki látið fjar- lægja þá þegar þau létu gera upp húsið upp úr 1950. Lofttúður uppi undir lofti í öllum herbergjum vekja athygli. Það em opnanlegir spaðar likt og í baðherbergjum nú til dags og spjöldin úr flúmðu bronsi og því til skrauts auk þess sem þeir tryggja hina bestu loftræstingu í herbergj- unum. Einangmn í þessu áttræða húsi er mjög góð. Milli hæða er þykkt lag af sandi og er því ekki hljóðbært. Innan á veggjum er þykk gifsull og þar af leiðandi vom þeir aldrei klæddir að innan, heldur málað eða límt veggfóður beint á gifsið. Á það að vera góð bmnavöm, þar sem gifs- ullin sviðnar bara en logar illa, að því er Jóna Kristín tjáir mér. í eld- húsinu hafa þau þó látið pússa veggi og setja timburloft í eina stofuna. Mún slík einangmn aðeins hafa ver- ið notuð í einu öðm húsi í bænum. Gluggamir með mörgum smáum rúðum em uppmnalegir og í þeim einfalt gler. Þeir em úr olíubomum viði og komu sem aðrir viðir hússins frá Noregi. Hefur aldrei verið þar nokkur fúi. En ofan við gluggana og í dyrakörmum em breiðir út- skomir listar, ekki ósvipað „arts nouveaut" stflnum, sem var svo mjög í tísku í byijun aldarinnar í Evrópu og ekki ólíklegt að þama gæti hans fyrst á íslandi. ' Thorvald Krabbe mun sjálfur hafa gert fmmdrög að húsinu við Tjarnar- götu 40, en fékk síðan danskan arkitekt til að útfæra teikningar. Sá hét Kiörbo, og var einnig hönnuður Kringlunnar i Alþingishúsinu og Landakotsskóla. Sagði Jóna Kristín að engum ráðamönnum í þessu húsi hafi nokkm sinni komið til hugar að eyðileggja stíl þess. Krabbefólkið bjó í húsinu óskiptu og leigði út eitt herbergi á efri hæð- inni. Um tíma leigði hjá þeim Guðmundur Kamban og sagt að þar hafi hann skrifað skáldsöguna um Ragnheiði Brynjólfsdóttur, Skálholt. fánanum og fálkamerkinu, íburð- armikla súkkulaðikönnu sem skenkt var úr í brúðkaupi tengdaforeldra hennar, meira en 300 ára gamlan disk frá Wedgewood með ámáluðum grískum gyðjum, örþunna gamla postulínsbolla og svo framvegis. Þau hjónin halda í gamlar minjar. í skrif- stofu Magnúsar, þar sem hann annast skjalaþýðingar og skrifar kennslubækur f frönsku og sín þekktu rit um Frakkland, er t.d. merkilegt skákborð sem Oddfellowar létu smíða handa Guðmundi Bergs- syni póstmeistara og hann keypti svo af ekkjunni, enda er Magnús sjálfur skákmaður góður, var Reykjavík- urmeistari 1944 og hefur þýtt margar skákbækur. Jóna Kristín segir mér að þetta muni nú Magnús ekki vilja láta geta um, en blaðamað- ur ansar því engu. Viðdvölin í þessu skemmtilega húsi, sem í rauninni hefur alltaf staðið þarna rautt og snyrtilegt en vakti nú athygli á göngu kring um Tjörnina vegna við- gerðanna, var orðin æði löng og tími til að kveðja, fróðari um eitt af falle- gustu húsunum i borginni okkar. Húsi sem ber áttræðisaldurinn vel, lekur ekki eða fúnar, og er loftgott og hlýtt. JAZZ Vönduð Hverfisgötu 105 kennsla ■— * 5 ara Gamlir og nýir nemendur Innritun hafin Vetrarstarfið SÖLVEiG sePtem^er' markviss þjálfun ÁSTA Innritun í síma 13880, 84758, 13512. Þjónustumiðstöð EIMSKIPS í Sundahöfn er vettvangur góðra atvinnutækifæra. Þessa dagana leitum við að starfsmönnum til framtíðarstarfa í eftirfarandi stöður: 1. Tækjastjórn 2. Lagerstörf (8 tímar á dag) 3. Almenn störf á hafnarsvæði Hjá okkur er góður vinnuandi, næringaríkt mötuneyti og lifandi starfsmannafélag. Ef þú hefur áhuga á góðri vinnu með mikla framtíðarmöguleika þá skaltu hringja í síma 689850 Framtíðar- starfið færðu hjá EIMSKIP

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.