Morgunblaðið - 02.10.1987, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1987
Hj ólbarðaverkstæðin:
Samráði hætt
Funda með verðlagsstjóra á mánudag
GEORG Olafsson verðlagsstjóri hefur boðað forsvarsmenn Félags hjól-
barðaverkstœða á sinn fund á mánudag en könnun stofnunarinnar
leiddi í ljós að hjólbarðaverkstæði
á þjónustu og vörum.
Verðlagsstjóri sagði í samtali við
Morgunblaðið að samkvæmt lögum
bæri að reyna samkomulagsleiðina í
málum sem þessu. Ef hún reyndist
ekki fær þyrfti að taka verðlagningu
þessarar þjónustu aftur undir
ákvörðun Verðlagsstofnunar. „Eg tel
víst að mennimir sjái sér hag í að
leysa málið án þess að til slíkra að-
gerða þurfí að koma", sagði Georg
Olafsson.
Asgeir Gíslason formaður Félags
hjólbarðaverkstæða tjáði Morgun-
blaðinu að samráði um verðlagningu
hefði verið hætt jafnskjótt og málið
komst í hámæli og verðskráin frá
1. ágúst síðastliðnum hefði verið
numinn úr gildi. Asgeir sagði að
ætlunin hefði verið að verkstæðin
hefðu þessa verðskrá til viðmiðunar,
hún hefði ekki átt að hafa bein áhrif
á verðið. Þá sagði Asgeir að Félag
hjólbarðaverkstæða bæri einungis
ábyrgð á útgáfu verðskrár um þjón-
ustu, samræming á verði sólaðra
hafa haft samráð um verðlagningu
vetrardekkja skrifíst á reikning hjól-
barðainnflytjenda og sólningaverk-
stæða sem hefðu í sumum tilfellum
gefíð út sérstakar verðskrár þar um.
„Verðlagsstjóri verður að ræða um
það við aðra en okkur", sagði As-
geir Gíslason að lokum.
Sigurður Ingvarsson hjá Barðan-
um, sem flytur inn sólaða hjólbarða,
sagði Morgunblaðinu að hann kann-
aðist ekki við að innflytjendur og
fyrirtæki sem sóluðu hjólbarða hefðu
með sér samráð um verðlagningu á
hjólbörðum. „Astæðan fyrir þessari
samræmingu er sú að allir eru í lág-
marksverði. Þetta er í rauninni tákn
um mikla samkeppni. Menn hanga á
horriminni en enginn þorir að hækka
verðið í eðlilegt horf af ótta við
minnkuð viðskipti. Eg kannast ekki
við að verðskrá hafí verið gefín út
eftir að verð var gefíð frjálst en
menn hafa spurst fyrir um verð hver
hjá öðrum", sagði Sigurður Ingvars-
son.
Morgunblaðið/BAR
Forsætisráðherra heimsækir Byggðastofnun
Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra, sótti Byggðastofnun heim í gær, eins og siður er að nýr for-
sætisráðherra geri, enda heyrir stofnunin undir forsætisráðuneytið. Með Þorsteini á myndinni er
Guðmundur Malmquist, forstöðumaður Byggðastofnunar.
VEÐUR
/ DAG kl. 12.00:
Heimild: Veöurstofa Islands
(Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær)
VEÐURHORFUR I DAG, 2.10.87
YFIRLIT á hádegi f gaer: Yfir S-Skandinavíu er 1.038 millibara
hæð, en lægðardrag yfir Austfjörðum hreyfist norðaustur. Suður
af Nýfundnalandi er vaxandi 1.000 millibara lægð á leið norðnorð-
austur og hiti fer Ktið kólnandi í bili.
SPÁ: í dag verður suðvestanátt á tandinu með skúrum Vestan-
lands, en víða björtu veðri austantil. Hiti 5—10 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA
LAUGARDAGUR: Vaxandi sunnan- og suðvestanátt og hlýnandi
veður. Súld eða rigning vestantil á landinu en þykknar upp austantil.
SUNNUDAGUR: Suðlæg átt og áfram fremur hlýtt í veðri. Súld eða
rigning um mest allt land.
TÁKN:
Heiðskírt
Léttskýjað
a Hálfskýjað
m Skýjað
Alskýjað
x Norðan, 4 vindstig:
Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / # Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
■j 0 Hitastig:
10 gráður á Celsius
ý Skúrir
*
V El
= Þoka
= Þokumóða
’ , ’ Súld
OO Mistur
—J- Skafrenningur
R Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að ísl. tíma
Akureyri Reykjavfk httl 7 9 veður súld hálfskýjað
Björgvin 12 skýjaS
Helslnki 14 léttskýjaó
JanMayen 4 þoka
Kaupmannah. 13 léttskýjað
Narasarasuaq 2 alskýjaö
Nuuk 1 slydda
Ósló 11 léttskýjað
Stokkhólmur 12 hálfskýjað
Þórshöfn 11 skýjað
Algarve 24 hátfskýjað
Amsterdam 14 skýjað
Aþena 24 alskýjað
Barcelona 19 rign. á síð. klst.
Bertfn 11 hálfskýjað
Chlcago 6 mistur
Feneyjar 17 heiðskfrt
Frankfurt 14 hálfskýjað
Glasgow 15 mistur
Hamborg 12 léttskýjað
Las Palmas 26 léttskýjað
London 15 heiðskfrt
LosAngeles 19 léttskýjað
Lúxemborg 13 léttkýjað
Madrfd 22 mlstur
Malaga 24 skýjað
Mallorca 19 rignlng
Montreal S skýjað
NewYork 13 skýjað
Parls 17 helðskfrt
Róm 23 léttskýjað
Vín 11 hálfskýjað
Washlngton 12 léttskýjað
Winnlpeg 13 akýjað
Ragnar Pálsson
útibússtjóri látinn
Sauðárkróki.
RAGNAR Pálsson útibússtjóri
Búnaðarbankansá Sauðárkróki
lést í Reykjavík sl. þriðjudag
63 ára að aldri.
Ragnar var sonur hjónanna
Hólmfríðar Rögnvaldsdóttur og
Páls Erlendssonar bónda á Þrast-
arstöðum, Hofshreppi í Skagafírði.
Hann var síðasti forstöðumaður
Sparisjóðs Sauðárkróks, en gerðist
síðar útibússtjóri Búnaðarbank-
ans, þegar bankinn yfirtók
umsýslu Sparisjóðsins árið 1964,
og útibú var stofnað á Sauðár-
króki.
Þessu starfí gegndi Ragnar til
dauðadags, en í tíð hans hefur
útibú Búnaðarbankans á Sauðár-
INNLEN’T
Ragnar Pálsson
króki orðið eitt hið öflugasta utan
Reykjavíkur.
Eftirlifandi eiginkona Ragnars
er Anna Pála Guðmundsdóttir og
áttu þau sjö böm.
- BB
Úr umferðinni í Reykjavík 30. september 1987
Árekstrar bifreiða: 16 og nú slysalaust en kl. 20.30 valt bifreið á
Breiðholtsbraut v/Stöng eftir að hafa lent á umferðarmerki.
Samtals 96 kærur fyrir brot á umferðarlögum á miðvikudag.
Ökumaður var sviptur réttindum en hann ók um Elliðavog með 110
km/klst. hraða en leyfilegur hámarkshraði um Elliðavog er 60 km/klst.
Aðrar kærur á ökumenn á Elliðavogi sýndu 83-99 km/klst. hraða.
91-94-100 km/klst. hraða á Vesturlandsvegi.
111 km/klst. hraða á Suðurlandsvegi við Geitháls.
88 og 90 km/klst. hraða um Höfðabakka.
101 km/klst. hraða austur Miklubraut.
77-79-80 og 90 km/klst. hraða um Suðurgötu.
90-104 km/klst. hraða um Kringlumýrarbraut en þar voru 10 öku-
menn kærðir.
83-95 km/klst. hraða um Kleppsveg.
79-100 km/klst. hraða um Sætún, 9 kærur.
Og 97 km/klst. hraða um Breiðholtsbraut.
Númer voru klippt af 53 bifreiðum vegna vanrækslu á að færa þær
til aðalskoðunar.
Aðrar kærur voru um stöðvunarskyldubrot, akstur móti rauðu ljósi
á götuvita og ólöglegar stöður bifreiða víðsvegar í borginni.
í miðvikudagsumferðinni voru 3 ökumenn teknir grunaðir um ölvun
við akstur.
Frétt frá lögreglunni í Reykjavík.