Morgunblaðið - 02.10.1987, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1987
-t
Nýtt flutnings- og meðferðarkerfi fyrir fiskikassa:
Gjörbreytir vinnubrög’ð-
um um borð í fiskiskipum
- segir Signrður Jóhannsson framkvæmdastjóri Plasteinangrunar hf.
PLASTEINGANGRUN hf. vinnur
nú að þvf að búa til flutnings- og
meðferðarkerfi fyrir hefðbundna
fiskikassa i samvinnu við Slipp-
stöð Akureyrar, Vélsmiðjuna
Odda og norska fyrirtækið Per
Strandberg. Gert er ráð fyrir að
hægt verði að markaðssetja nýja
kerfið á næsta ári, en á næstu
mánuðum verður það prófað um
borð í fiskiskipum Útgerðarfé-
lags Akureyringa.
Sigurður Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri Plasteinangrunar hf.,
sagði í samtali við Morgunblaðið að
nýja kerfíð yrði til þess að gjör-
breyta vinnubrögðum um borð í
fískiskipum. Stefnt væri að því að
Morgunblaðið/GSV
Á æfingu í Sjallanum fyrir skömmu. Frá vinstri: Grétar Ingvarsson,
Grímur Sigurðsson, Inga Eydal, Snorri Guðvarðarson og Ingimar Eydal.
Stjömur Ingimars
„skína“ í Sjallanum
r
Zebra opnar einnig í kvöld
koma á algjörri sjálfvirkni í skipun-
um við meðhöndlun og tilfærslu
fískikassanna. „Frá því að notkun á
fiskikössum hófst upp úr 1970 hefur
engin framþróun átt sér stað um
borð í veiðiskipunum. Inni í frysti-
húsunum hefur meðhöndlunin aftur
á móti verið leyst meðal annars með
kassaklóm og kassalosurum og spar-
ar sá sjálfvirki búnaður vinnuafl.
Fyrirtækin, sem sameiginlega
vinna að verkefninu, hafa áður starf-
að saman að markaðsmálum.
Sigurður sagði að markaðurinn væri
farin að krefjast þess að fískurinn
yrði stærðarflokkaður um borð í
veiðiskipunum. Til þess þyrfti að
fínna leiðir til að gera þá vinnslu
léttari á sjó með minni starfsafla og
meiri sjálfvirkni. „Þetta þróunar-
verkefni er flárfrekt og flokkast sem
forgangsverkefíii hjá okkur. Einnig
á þetta kerfí að koma að notum
þegar ferskur fiskur er fluttur út í
gámum. Nokkuð er farið að bera á
því að farið er að nota fískikör um
borð í skipum og þegar alit að 450
kg af físki eru komin í slík kör, má
ætla að mikill þrýstingur myndist
og rýmun fylgi í kjölfarið."
Plasteinangrun hf. framleiðir 70
og 90 lítra fiskikassa sem áfram
yrðu við lýði þrátt fyrir sjálfvirkn-
ina. Annars vegar miðaði kerfíð að
þvi að koma upp einhverri sjálf-
virkni í hefðbundin fískiskip, en ef
um nýsmíði væri að ræða yrði að
sjálfsögðu að taka tillit til kerfisins
við smíðina. Steftit væri að því að
gera lestimar mannlausar við losun
og lestum skipanna, að sögn Sigurð-
Við vígslu Fiskmarkaðar Norðurlands hf.
Fiskmarkaður Norðurlands hf.:
A
Utgerðarmenn óttast
þrýsting áhafna sinna
„VERIÐ er að leggja síðustu
hönd á tæknímálin og vil ég ekki
fara af stað fyrr en þau eru kom-
in á hreint,“ sagði Sigurður P.
Sigmundsson, framkvæmda-
stjóri Fiskmarkaðar Norður-
lands hf., í samtali við
Morgunblaðið. Búist hafði verið
við að fyrsta uppboð færi fram
sl. þriðjudag, en hætt var við það
sökum smávandamála sem upp
komu viðvíkjandi tengingum við
gagnanet markaðarins.
Sigurður sagði að líklega mjmdi
fyrsta uppboðið fara fram upp úr
helginni. Ætlunin væri að bjóða
aðeins upp lítið magn í fyrstu, ef
til vill um tíu tonn í tveimur til
þremur einingum, svo menn næðu
almennilegum tökum á því nýstár-
lega kerfí sem um væri að ræða,
en námskeið voru haldin í síðustu
viku fyrir hluthafa.
„Við fáum einfaldlega ekki stóra
farma á þessum tíma, bæði vegna
brælu og lélegra gæfta á miðunum.
Vinnslustöðvamar eru margar
hveijar hálftómar hér norðanlands
þessa dagana, en maður vonar auð-
vitað að hrejrfíngin verði þó nokkur
þó að tíminn sé tiltölulega óheppi-
legur til að he§a rekstur nýs
fískmarkaðar." Sigurður sagði að
nokkurs ótta gætti á meðal útgerð-
armanna sem tengdust vinnslu
einnig. Menn óttuðust að áhafnir
þeirra myndu þrýsta á um hærra
verð sem í raun og veru væri ekki
óeðlilegt. Ef útgerðarmenn létu
undan slíkum þrýstingi myndu þeir
svelta eigin vinnslur. Hinsvegar léki
ekki nokkur vafí á því að markað-
imir greiddu hærra verð fyrir
fískinn og gerði Sigurður ráð fyrir
því, að fyrir hvert kg af meðal-
þorski fengjust 40 til 45 krónur
miðað við 32 til 35 krónur sem
greiddar em fyrir sama magn í
stöðvunum hér norðanlands.
50 ára nemendamót húsmæðraskólans að Laugalandi:
Þarf ekki lengur
próf tíl að giftast
Samkomulag’ við röntgentækna FSA — segir Þóra Hjaltadóttir talsmaður undirbúningsnefndar
Skemmtídagskráin „Stjöraur
Ingimars Eydals í 25 ár“ verður
frumsýnd i kvöld í Sjallanum. Dag-
skráin hefur verið samin í tilefni
af þvi að 25 ár eru nú liðin siðan
Ingimar hóf að skemmta lands-
mönnum.
í liði með Ingimari nú verða flest-
ir þeir sem skemmt hafa með honum
i gegnum tfðina og má þar nefna auk
hljómsveitar hans, Þorvald Halldórs-
son, Bjarka Tryggvason, Helenu
Eyjólfsdóttur og Grím Sigurðsson og
Ingu Eydal. Auk þeirra koma fram
Árni Ketill Friðriksson, Snorri Guð-
varðarson, Friðrik Bjamason, Finnur
Eydal, Þorsteinn Kjartansson og
Grétar Ingvarsson. Dansarar frá
Dansstúdíói Alice sýna dansa. Kjmn-
ingar annast Gestur Einar Jónasson
og Ólöf Sigríður Valsdóttir.
I kvöld opnar jafnframt nýr veit-
ingastaður á Akureyri sem hlotið
hefur nafnið Zebra. Veitingastaður-
inn er við Hafnarstræti 100, þar sem
H-100 var áður til húsa.
HALLDÓR Jónsson framkvæmdastjóri Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar
vOdi koma á framfæri eftirfarandi athugasemd við frétt sem birtíst í
gær í Morgunblaðinu um samkomulag sem gert var við röntgentækna.
„í staðinn fyrir að breyta tveimur með yfírlýsingu f gildandi kjarasamn-
stöðum röntgentækna f tvær stöður
deildarröntgentækna þann 1. janúar
1988, fékkst heimild með samkomu-
laginu um að flýta því um þijá
mánuði. Auk þess lýsti stjóm FSA
því jnfír að hún mjmdi beina því til
kjarasamninganefnda að taka bæri
■ laun röntgentækna á bakvakt til at-
hugunar og vísar um leið f bókun
ingi þar sem kveðið er á um að
mögulegt sé að endurskoða kjara-
samning um leið og endurskoðun á
launaliðun fer fram.“
Halldór sagði að engin loforð um
niðurstöðuna fælust f samkomulaginu
enda gæti stjóm FSA ekki sagt kjara-
samninganefnd fyrir verkum.
YFIR 800 fyrrverandi nemendur húsmæðraskólans að
Laug’alandi í Eyjafirði fjölmenna á nemendamót sem haldið
verður á Akureyri um helgina, en nú eru 50 ár liðin síðan
skólinn var settur í fyrsta sinn og 110 ár síðan kvennaskól-
inn að Syðra-Laugalandi hóf starfsemi sína.
Akureyri
óskar eftir fólki á öllum aldri til að
bera út Morgunblaðið strax og það
kemuríbæinn.
„Hressandi morgunganga"
Hafiðsamband!
flfaKjgtmliIftfrifr
Hafnarstræti 85, Akureyri,
sími 23905.
Mótið verður haldið í íþróttahöll-
inni á Akureyri. Setning fer fram
kl. 19.30 í kvöld og verður hún
mjög svo óhefðbundin, að sögn
Þóru Hjaltadóttur talsmanns undir-
búningsnefndar. Borinn verður
fram kvöldverður í íþróttahöllinni
sem Bautinn sér um auk þess sem
ávörp verða flutt og fleiri uppákom-
ur settar á svið. í því sambandi
vildi Þóra sérstaklega benda á
tískusýningu, sem spannar allt aft-
ur til ársins 1937. Skemmtiatriði
eru öll „heimatilbúin", en meiru
vildi Þóra ekki uppljóstra um dag-
skrá kvöldsins. íþróttaráð Akur-
eyrar hefur lánað Höllina af þessu
tilefni og mun Lionsklúbburinn
Hængur sjá um annað sem til þarf.
Gífurlegur áhugi
„Segja má að hugmjmdin að 50
ára nemendamóti hafí vaknað fyrir
um 30 árum, þegar fyrsti árgangur
skólans kom saman til að halda upp
á 20 ára nemendamót. Þá varpaði
Benjamín Kristjánsson, einn kenn-
aranna, því fram að veglegt
nemendamót skyldi haldið á 50 ára
afmæli skólans. Hann óraði hins-
vegar þá ekki fyrir því að skólinn
yrði aflagður þá,“ sagði Þóra. Starf-
semi skólans lauk árið 1975 og
höfðu j)á 1.245 nemendur útskrif-
ast. „A þessum tölum sést því hve
gífurlegur áhugi er fyrir mótinu og
með samtakamættinum hefur þetta
tekist. Ég veit að margar eru langt
að komnar, til dæmis kemur ein frá
Stokkhólmi. Haft var samband við
eina í hveijum árgangi og sá sú
hin sama um að hóa í hinar í sama
árgangi. Vfst er að mótið hefði aldr-
ei verið haldið ef þær 40 til 50
konur, sem unnið hafa að því, hefðu
ekki lagt mikla vinnu á sig. Við
fórum ekki af stað fyrr en 13. ágúst
svo það hefur verið í nógu að snú-
ast þessa sfðustu daga. Að minnsta
kosti hefur Póstur og sími grætt
vel á þessu móti,“ sagði Þóra.
Tveir karlmenn
Á morgun, laugardag, verða tvær
rútur í ferðum til og frá skólanum
og geta gömlu nemendumir heim-
sótt skólann sinn og rifjað upp
gamlar minningar. Um kvöldið má
síðan ætla að allir salir, sem til eru
á Akureyri, verði uppteknir, en þá
munu árgangamir einir og sér geta
ráðstafað kvöldinu að eigin vild.
Yfír 20 kennarar hafa skráð sig til
þátttöku, enda er ekkert nemenda-
mót haldið án kennara, að sögn
Þóru. Auk þeirra ætla nokkrar kon-
ur sem sóttu svokölluð vomámskeið
að mæta. Tveir karlmenn verða í
hópnum sem báðir eru nú prestar
í þokkabót og var þeim hlejrpt inn
í kvennahópinn eingöngu þess
vegna, sagði Þóra. Annar þeirra
kenndi kristinfræði við skólann, en
hinn var nemi.
Próf tíl að giftast
Þóra sagði að vissulega væri sárt
að sjá skólann ekki starfræktan
lengur, en vissulega væri það skilj-
anlegt að ekki væri hægt að reka
skóla án aðsóknar. „Það þarf ekki
lengur próf til að giftast. Hús-
mæðraskólinn veitti engin réttindi,
en fólk fer vissulega í skóla gagn-
gert til að ná sér í eitthvað umfram
aðra — einhver réttindi," sagði hún
að lokum.
Sjá nánar „Þættir úr sögu
kvennaskólans og húsmæðra-
skólans á Laugalandi" eftir
Gerði Pálsdóttur á bls. 16 og
17.
ii 1 ); r > 1 n f: i»: • í j t ni,