Morgunblaðið - 02.10.1987, Blaðsíða 52
...® m tr ir íkt
MBRunnBðr -AfÖRYGGISASTÆDJM m r r • Nyjungar í 70 ár JW0f0ttttM$&t$»
'ALHLIÐA PRENTÞJÓNUSTA
91-2 72 33
FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1987
VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR.
Norðfjörður:
Kona lést
eftir um-
ferðarslys
KONA frá Reyðarfirði lést á
þriðjudagskvSld eftir umferðar-
slys sem varð á veginum niður
Oddsskarð við Norðfjðrð síðast-
liðinn sunnudag.
Konan var ásamt manni sínum á
leið í fólksbifreið frá Norðfirði til
Reyðarflarðar þegar slysið varð,
síðdegis á sunnudag. Á blindhæð á
veginum kom jeppabifreið á leið til
Norðfjarðar á móti bifreið þeirra og
var jeppabifreiðinni ekið á röngum
vegarhelmingi að sögn lögreglu. Bif-
reiðamar skullu saman af miklu afli
og slasaðist konan mjög mikið. Hún
lést á sjúkrahúsinu í Neskaupsstað
á þriðjudag. Maður hennar slasaðist
einnig mikið og er meðal annars
skorinn í andliti og meiddur á fæti.
Konan sem lést hét Ásta Ambjörg
Jónsdóttir, til heimilis að Garði á
Reyðarfirði. Hún var 64 ára gömul,
fædd 5. september árið 1923. Ásta
lætur eftir sig eiginmann og fímm
uppkomin böm.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Milt haust tók við af góðu sumri á Suðurlandi. Ennþá eru kýr á beit. Þessi mynd var tekin nýlega á bænum Bjargi í Hrunamannahreppi
og eru kýrnar í fóðurkáli.
MESTA UPPSKERUÁR ALDARINNAR
Syðra-Langbolti, Hninamannahreppi.
SENN er á enda runnið eitt besta sumar sem elstu menn muna
hér um slóðir. Gamlir menn segja að grasvöxtur hafi aldrei ver-
ið meiri né uppskera garðávaxta.
Tún voru sumstaðar ekki öll slegin og ekki verður tekið upp
úr öllum görðum, offramleiðslan er slík að ekkert er við uppsker-
una að gera.
Nokkurt hret gerði á fjallmenn í fyrstu leitum og smalaðist fremur
illa. Þeir sem fóm í svonefnt eftirsafn fundu því óvenjumargt fé.
Vænleiki fjárins er með mesta móti og fallþungi dilka mun vera um
kflói meiri að meðaltali en í fyrra.
Sem fyrr sagði gerði nokkurt hret um réttarleytið uppúr miðjum
september en nú hefur brugðið til betri tíðar og er kúm beitt út alls
staðar ennþá.
Sig. Sigm.
Bygging ráðhúss við
Ijömina samþykkt
Byggingunni lokið innan tveggja ára
BORGARSTJÓRN samþykkti i gærkvöldi á fundi sínum að
reist skuli ráðhús fyrir Reykjavíkurborg á horni Vonar-
strætis og Tjarnargötu. Fulltrúi Alþýðuflokksins lagði til á
fundinum að borgin keypti hlutafé í Útvegsbankanum og
að hús aðalbankans yrði notað sem ráðhús.
Tillagan gerir ráð fyrir að byggt
verði rúmlega 1.3 þúsund fermetra
ráðhús ásamt bflageymsluhúsi í
kjallara. Áætlaður byggingarkostn-
aður er um 500 milljónir við
ráðhúsið, en um 250 milljónir við
bflageymsluna. í tillögunni er gert
ráð fyrir að hraða byggingarfram-
kvæmdum vegna jarðrasks við
Tjömina. Ætlunin er að byggingu
hússins verði lokið innan tveggja
ára.
Miklar umræður urðu á fundin-
um um ráðhúsbygginguna. Fulltrú-
ar minnihlutaflokkanna gagnrýndu
tillögu borgarsijóra en á mismun-
andi forsendum. Fulltrúi Framsókn-
arflokksins, Sigrún Magnúsdóttir,
sem ásamt Davíð Oddssyni, borgar-
stjóra, sat í dómnefnd byggingar-
innar, lýsti sig samþykka
byggingunni sem slíkri og staðsetn-
ingu, en fresta ætti byggingarfram-
kvæmdum, þar eð önnur mál og
brýnni kölluðu að.
Fulltrúar Alþýðubandalags og
Kvennalista lýstu sig andsnúna
staðsetningu hússins. Siguijón Pét-
ursson mælti með þeirri hugmynd
að byggja ráðhús á hafnarsvæði
Reyigavíkurborgar. Einnig töldu
fulltrúamir að hægt væri áð veija
750 milljónum króna til annarra og
biýnni verkefna.
Bjami P. Magnússon, fulltrúi
Alþýðuflokksins, var sammála þeim
og lagði einnig fram þá tillögu að
Reykjavíkurborg keypti Útvegs-
bankann og notaði núverandi
húsnæði hans undir ráðhús. Einnig
taldi hann hugsanlega koma til
greina að bjóða í hús Hótel Borgar
til sömu nota.
Tillögu Alþýðubandalagsins um
heildaratkvæðagreiðslu meðal
borgarbúa um ráðhús og staðsetn-
ingu þess var vísað frá að tillögu
borgarstjóra. Breytingartillaga Al-
þýðuflokksins var felld með níu
atkvæðum sjálfstæðismanna gegn
einu atkvæði Alþýðuflokksins, aðrir
sátu hjá. Aðaltillaga borgarstjóra
um byggingu ráðhússins var síðan
samþykkt með tíu atkvæðum Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknarflokks,
gegn atkvæðum fulltrúa minni-
hlutaflokkanna.
Eskifjörður:
Samkomulag'
náðist í fisk-
veiðideilunni
Eskifirði.
SAMKOMULAG náðist í fiskveiði-
deilunni á Eskifirði sfðdegis í gær
og undirrituðu fulltrúar útgerð-
armanna og sjómanna samkomu-
lag þar um á fundi klukkan 20 í
gærkvöldi. í samkomulaginu er
kveðið á um 5% uppbót á skipta-
verð á togurunum Hólmanesi og
Hóhnatindi frá 17. janúar til 30.
september. Einnig varð sam-
komulag um 8,5% uppbót á
skiptaverð þess afla sem landað
kynni að vera heima á tímabilinu
1. október til 15. nóvember.
Til viðbótar þessu samkomulagi
undirrituðu aðilar deilunnar yfirlýs-
ingu þess efnis að bíða skyldi
væntanlegra reglna frá verðlagsráði
sjávarútvegsins í tengslum við fisk-
verðsákvörðun 15. nóvember nk.
Yfirlýsinguna og samkomulagið
undirrituðu Hrafnkell A. Jónsson
fyrir hönd sjómanna á Hólmatindi
og Hólmanesi, Magnús Bjamason
fyrir hönd Hraðfrystihúss Eskifjarð-
ar,- og Emil Thorarensen fyrir hönd
útgerðarfélagsins Hólma hf.
Ingólfur
Söluskattur á leigu-
samninga á bifreiðum
f DRÖGUM að nýjum söluskatts-
reglum um fjármögnunarleigu
eru leigusamningar um bifreiðir
ekki undanþegnir söluskatti.
Þetta þýðir í raun að hætt verður
að gera leigusamninga um bif-
reiðir, þar sem fjármögnunarfyr-
irtækin greiða þegar söluskatt af
bifreiðum, vélum og tækjum, sem
þau kaupa. Ofan á þetta mun
síðan leggjast aftur söluskattur á
leigusamninga á bifreiðum, ef
umræddar breytingar verða gerð-
ar.
í fjármálaráðuneytinu hefur verið
unnið að nýjum reglum um sölu-
skatt af fjáimögnunarsamningum.
Ekki er enn ljóst hvaða breytingar
verða gerðar en í drögunum eru
sett þijú skilyrði fyrir því að sölu-
skattur leggist ekki á samninga á
vélum og tækjum. Karl Th. Birgis-
son, upplýsingafulltrúi fiármála-
ráðuneytisins, sagði þegar hann var
spurður um þessar breytingar að
aðeins væri um hugmyndir að ræða
innan ráðuneytisins og að skilyrðun-
um fyrir undanþágu yrði breytt,
sérstaklega hvað varðar lengd leigu-
tíma. Söluskattur á leigusamninga
um bifreiðir mun hins vegar að
Ifkindum ganga eftir.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins er í drögunum sett það
skilyrði fyrir undanþágu söluskatts
að leigusamningur sé ekki til
skemmri tíma en fymingartími vélar
eða tækis samkvæmt 38. grein
skattalaganna. Þetta þýðir að leigu-
samningar verða ekki skemmri en
til 5 ára.
Annað skilyrði fyrir undanþágum
á söluskatti er að leigugreiðslur
verða að vera jafnar allan leigu-
tímann. Algengt er að leigutaki og
leigusali semji um að mestur hluti
leigugreiðslna sé inntur af hendi
þegar tekjur leigutaka eru mestar.
Þetta á einkum við starfsemi eins
og verktaka og útgerð.