Morgunblaðið - 02.10.1987, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐEÐ, FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1987
Fundur um nýjar leið-
ir 1 dagvistarmálum
KVENRÉTTINDAFÉLAG ís-
lands gengst á morgun, laugar-
dag, fyrir fundi um nýjar leiðir
í dagvistarmálum. Fundurinn
verður haldinn á Holiday Inn f
Sigtúni og hefst klukkan 11.
Frummælendur verða: Asmund-
ur Stefánsson forseti ASÍ, Inga
Jóna Þórðardóttir formaður fjöl-
skyldunefndar ríkisstjómarinnar,
Kristfn A. Olafsdóttir borgarfull-
trúi, Sigurður Snævarr frá Sam-
bandi íslenskra bankamanna og
Víglundur Þorsteinsson formaður
Félags íslenskra iðnrekenda.
I fréttatilkynningu frá Kvenrétt-
indafélaginu segir að félagið telji
að opinber umræða um dagvistar-
mál hafí verið afar einhæf undan-
farin ár en upp á síðkastið hafi
komið fram hugmyndir um nýjar
leiðir, til dæmis að dagheimili verði
rekin af foreldrum, starfsmannafé-
lögum, atvinnurekendum eða
jafnvel að fóstmr reki einkadag-
heimili. Félagið fagni þessari þróun
og vilji leggja sitt af mörkum með
fundarhaldinu. Auk frummælenda
hefur sérstaklega verið boðið til
fundarins fulltrúum atvinnurek-
enda, stjómmálaflokka, verkalýðs-
félaga og nokkurra stórfyrirtælqa
í borginni. Loks segir I fréttatil-
kynningu að reynt hafi verið að
haga efni fundarins þannig að það
höfði til allra foreldra.
Barnasamkomur Dómkirkj-
nnnar verða eins og að undan-
förnu í kirkjunni á laugardags-
morgnum { vetur og hefjast kl.
10.30.
Egill Hallgrímsson guðfræðinemi
Fgill
Ola
og Ölafia Siguijónsdóttir hjúkmn-
arfræðingur leiða starfið sem fyrr.
Fyrsta samkoman eða „Kirkju-
skólinn" eins og bömin nefna þetta
gjaman, verður í fyrramálið. Bömin
fá þá myndskreytt lesefni, margs-
konar fræðslu aðra og syngja létta
söngva. Einnig verður brátt farið
að æfa helgileik sem sýndur verður
fyrir jól.
Aðstandendur bamanna em vel-
komnir með og er þess vænst, að
Ijölmennt verði í Dómkirkjunni á
laugardagsmorgnum í vetur.
(Frá Dómkirkjunni.)
Gísli Karlsson
framkvæmdastj óri
Framleiðsluráðs
FRAMLEIÐSLURÁÐ landbún-
aðarins ákvað á fundi sínum á
miðvikudag að ráða Gísla S.
Karlsson i starf framkvæmda-
stjóra ráðsins. Staðan var ^
auglýst í sumar og sóttu fjórir
um, einn dró umsókn sina siðar Vflv j
til baka, en hinir eru: Björn '—jB/
Ástvaldsson og Pétur ó. Step- IjjPr - m
ur 19. júlí 1940 á Brjánslæk á *» **»«. / 3
Barðaströnd. Hann er búfræði-
kandídat af hagfræðilínu frá
Búnaðarháskólanum í Kaup- 1 Gísli Salomon Karlsson.
mannahöfn. Hann starfaði sem
hagfræðiráðunautur á Jótiandi að
námi loknu og síðan sem kennari
við Bændaskólann á Hvanneyri
1971 til 1985. Frá árinu 1985
hefur hann verið sveitarsljóri í
Borgamesi.
Eiginkona Gisla er Ágústa Ingi-
björg Hólm og á hann þijú böm.
‘rjgs-Æmmr/ji /
j Morgunblaðið/BAR
Uggi Agnarsson læknir og Nikulás Sigfússon yfirlæknir á Rannsóknarstöð Hjartavemdar
Rannsóknastöð Hj artaverndar 20 ára:
Efnt til læknaþings um
hjarta- og æðasjúkdóma
Barnastarf Dóm-
kirkjunnar að hefjast
Rannsóknastöð Hjartaveradar
er 20 ára um þessar mundir og
af þvi tilefni er efnt til alþjóðlegs
tveggja daga læknaþings sem
hefst á Hótel Loftleiðum, i dag,
föstudag. Átta erlendir læknar
og visindamenn á sviði hjarta-
lækninga flytja erindi á þinginu
auk fjórtán íslendinga.
Flutt verða 22 erindi og fjalla
þau öll um um hjartasjúkdóma og
málefni tengd þeim.
Þingið hefst kl. 9 í fyrramálið
með því að Sigurður Samúelsson,
fyrrverandi prófessor og formaður
Hjartavemdar, setur það. Því næst
flytur Guðmundur Bjamason heil-
brigðisráðherra ávarp. Að því loknu
hefst dagskráin með erindi dr.
Zbynek Pisa frá Prag, sem tók þátt
í að setja Rannsóknastöð Hjarta-
vemdar á stofn fyrir 20 árum.
Önnur erindi á morgun flytja dr.
Nikulás Sigfússon, yfírlæknir
Rannsóknastöðvar Hjartavemdar,
Frederick H. Epstein, prófessor frá
Ziirich, Anders Tybjærg-Hansen,
prófessor frá Kaupmannahöfn,
Högni Debes Joensen, læknir í
Færeyjum. Ólafur Ólafsson land-
læknir, Pekka Puska, prófessor frá
Finnlandi, Dag S. Thelle, prófessor
frá Tromsö, Stephen P. Fortmann,
aðstoðarprófessor við Stanford
Center í Bandaríkjunum, Lars Wil-
helmsen, prófessor frá Gautaborg,
Baldvin Þ. Kristjánsson læknir,
Davíð Davíðsson prófessor, Ottó J.
Bjömsson og Helgi Sigvaldason.
Þórður Harðarson prófessor stjóm-
ar umræðum fyrir hádegi, en
Guðmundur Þorgeirsson læknir eft-
ir hádegi.
Laugardaginn 3. október hefst
dagskráin með því að dr. Stuart J.
Pocock frá London flytur erindi.
Auk hans flytja fyrirlestra Jón Þor-
steinsson læknir, Guðmundur
Bjömsson prófessor, Guðmundur
Sigurðsson læknir og Lúðvík Guð-
mundsson læknir, Om Elíasson
læknir, Hrafti Tulinius prófessor,
Gunnar Guðmundsson prófessor og
Gunnar Sigurðsson læknir. Ámi
Kristinsson læknir stjómar umræð-
unum en þinginu lýkur á hádegi á
laugardag.
Til þingsins er boðið fólki úr heil-
brigðisstéttunum, en fyrirhugað er
%
1
fyrir ungt fólk..
að efna til almenns fundar í tilefni
afmælis Rannsóknastofnunar
Hjartavemdar eftir um það bil
mánuð þar sem m.a. verður kynnt
það sem fram kemur á læknaþing-
Morgunblaðið/KGA
Guðbrandur Gíslason, framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs íslands,
með tveimur af aðstandendum kvikmyndahátiðarinnar i Rúðuborg,
Isabelle Duault á hægri hönd og FranQcoise Buquet á vinstri hönd.
Norræn kvikmyndahátíð:
Sex íslenskar kvik-
myndir á kvikmynda-
hátíð í Rúðuborg
FYRSTA norræna kVikmyndahá-
tiðin i Rúðuborg (Rouen) í
Frakklandi verður haldin dagana
2. til 8. mars á næsta ári. Franski
kvikmyndaleikstjórinn Jean-
Michel Mongrédien stendur fyrir
hátiðinni, ásamt fleira frönsku
áhugafólki um norrænar kvik-
myndir.
Tveir af aðstandendum hátíðar-
innar, þær FranCcoise Buquet og
Isabelle Duault, stóðu fyrir blaða-
mannafundi hér á landi, þar sem
þær kynntu hátíðina, ásamt Guð-
brandi Gíslasyni, framkvæmda-
stjóra Kvikmyndasjóðs íslands.
í máli þeirra kom meðal annars
fram að eingöngu verða sýndar
kvikmyndir frá Norðurlöndunum
fimm, íslandi, Danmörku, Svíþjóð,
Noregi og Finnlandi.
Buquet og Duault sögðu að kvik-
myndir frá þessum löndum væru
sára sjaldan sýndar í Prakklandi
enda þótt um áttatíu kvikmyndir
hafi til dæmis verið framleiddar á
Norðurlöndunum á síðasta ári. En
kvikmyndahátíðinni í Rúðuborg
væri ætlað að bæta úr því.
Þær myndir, sem sýndar verða á
hátfðinni verða valdar af aðstand-
endum hennar, í samráði við
kvikmyndastofnanir og atvinnu-
menn í kvikmyndagerð, í hveiju
landi fyrir sig.
í októberlok verða sex íslenskar
kvikmyndir valdar til sýninga á
hátíðinni. Tvær þeirra verða frá
sögutímabili íslands og aðrar tvær
verða í sérstakri samkeppni á há-
tíðinni.
Fjögur verðlaun verða veitt á
hátíðinni, „Fyrstu verðlaun dóm-
nefndarinnar" (Le Grand Prix du
Jury), „Sérstök verðlaun" (Le Prix
Special), „Verðlaun gagnrýnenda"
(Le Prix de la Critique) og almenn-
ir áhorfendur velja einnig eina
kvikmynd sem þá bestu á hátíðinni.
Þá daga sem hátíðin stendur
verða haldnir umræðufundir fran-
skra og norrænna atvinnumanna í
kvikmyndagerð um framleiðslu og
dreifingu þeirra kvikmynda sem
sýndar verða. Aðstandendur há-
tíðarinnar telja því að eftir hátíðina
verði mun vænlegra að selja norr-
ænar kvikmjmdir í Frakklandi.
Ýmsir norrænir og franskir aðilar
gera þessa hátfð mögulega, bseði
með vinnuframlagi og fjárstuðn-
inp, til dæmis franska menningar-
málaráðuneytið, héraðsráð
Efra-Normandíhéraðs, Rúðuborg-
arsjóður, franska Verslunarráðið og
norrænu sendiráðin f Frakklandi.
Samhliða hátfðinni í Rúðuborg,
verða norrænir tónleikar, leiksýn-
ingar og myndlistarsýningar í
borginni, sögðu þau FranCcoise
Buquet, Isabelle Duault og Guð-
brandur Gfslason.