Morgunblaðið - 02.10.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.10.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1987 31 Morgunblaðiði/Sverrir J6n Bragi Bjarnason: Fyrirtækið Marel var stofnað upp úr rannsóknum hóps háskólamanna. Rannsóknarþj ónusta HI með kynningarátak ATAK verður gert á næstunni í að kynna íslenskum fyrir- tækjum og stofnunum þá þjónustu, sem Háskóli íslands veitir þeim. Af þvi tilefni efndi Rannsóknarþjón- usta Háskólans til kynningar nýverið á samskiptum Háskólans við íslenskt atvinnulíf. Morgunblaðið/Sverrir Halldór Þorsteinsson: Samstarf Sjávar- afurðadeildar SÍS við Háskólann hefur orðið til að gjörbreyta gæðamati og stýr- ingu í frystihúsum Sambandsins. Morgunblaðið/Sverrir Valdimar K. Jónsson: Rannsóknarþjón- ustunni er ætlað að vera bæði rannsókna- raðilum og fyrirtækjum til aðstoðar, til auðvelda samstarf þeirra. Þurfuin að opna Háskól- ann fyrir atvinnulífinu í upphafí fundarins hélt dr. Sig- mundur Guðbjamarson, háskóla- rektor stutt ávarp. Rektor telur hlutverk Háskólans vera margvís- legt, en eitt af þeim sé hagnýting þekkingar og rannsókna. Að sögn Sigmundar er um þessar mundir verið að stíga mörg skref í þá átt að bæta aðstöðu Háskólans til rannsóknarstarfsemi. Á næstu dögum verður tekið í notkun rann- sóknarhús á vegum Verkfræði- stofnunar, bygging líftæknihúss er yfirstandandi og í nóvember hefst bygging tæknigarðs, sem ætlað er að vera þróunarmiðstöð á sviði tölvu- og raftækniiðnaðar. Einnig gat hann þess að Háskólar- áð hefði nýlega samþykkt að koma á laggimar rannsóknarstöð á sviði fiskeldis. En þrátt fyrir að Háskól- inn væri sífellt betur í stakk búinn til þess að sinna rannsóknarþjón- ustu, virtust aðilar í atvinnulífi ekki hafa rænu á að nýta sér þjón- ustuna. Þessu þyrfti að breyta og - segirSig- mundur Guð- bjarnarson, rektor væri það meðal annars tilgangur Rannsóknarþjónustu Háskólans. Rannsóknarþjónusta Háskólans Rannsóknarþjónustu Háskól- ans, sem stofnuð var í fyrra, er ætlað að vera eins konar miðlun eða þjónusturammi fyrir rann- sóknarstarfsemi innan Háskólans. Valdimar K. Jónsson formaður stjómar Rannsóknarþjónustunn- ar, sagði á fundinum, að nýlega hefði stofnunin sent erindi til kennara Háskólans um áhuga þeirra á að taka þátt í hagnýtum rannsóknarverkefnum fyrir fyrir- tæki og stofnanir og lýsti helm- ingur þeirra strax yfir áhuga sínum. I ljósi þessarar niðurstöðu hefur verið ákveðið hefja kynning- arátak á þeirri þjónustu sem Háskólinn býður atvinnufyrir- tækjum upp á. Verða sendir út bæklingar frá þeim stofnunum, sem mestan áhuga hafa og verða um það 500 aðilar sem fá kynn- ingarbæklinginn. Að sögn Vald- imars em markmið Rannsóknar- þjónustunnar þrenns konar. í fýrsta lagi að kynna sérfræði- þekkingu og rannsóknarstarfsemi innan Háskólans, í öðm lagi að aðstoða við verðlagningu rann- sóknaraðstoðar, sérstaklega nýrri stofnanir H.í. og einstaklinga og í þriðja lagi að tryggja stöðugt samband við atvinnulífíð. í stjóm Rannsóknarþjónustunnar em auk Valdimars, Þórólfur Þórlindsson og Þorkell Helgason. Fram- kvæmdastjóri er Hellen M. Gunnarsdóttir. Gæðastýrikerfi Sam- bandsfry stihúsanna Að lokinni kynningu Valdimars flutti erindi Halldór Þorsteinsson hjá Sjávarafurðadeild SÍS. Hann ræddi um það samstarf, sem fyrir- tækið átti við Pétur Maack vélaverkfræðiprófessor um endur- skipulagningu á gæðastýrikerfi í frystihúsum Sambandsins. Hefði þessi samvinna leitt til þess, að allt gæðaeftirlit væri það miklu markvissara, einfaldara og árang- ursríkara, að nánast engar kvartanir hefðu komið frá kau- pendum, þrátt fyrir sifellt auknar framleiðnikröfur. Einnig taldi Halldór upptöku hins nýja kerfís hafa haft áhrif á gæðaeftirlit hjá fleiri frystihúsum. Ýmsar leiðir færar Jon Bragi Bjamason flutti að endingu erindi og ræddi hann um þær ýmsu leiðir, sem farnar hefðu verið í hagnýtingu rannsókna fyr- ir atvinnulíf. í fyrsta lagi væri til að taka þegar aðilar í atvinnulífí leituðu til vissra manna um úr- lausn ákveðinna verkefna. Nefndi hann sem dæmi þegar Gmndart- angaverksmiðjan hefði leitað til Jakobs Ingvarssonar, stærðfræði- legs eðlisfræðings vegna vand- ræða með skaut og hann hefði leyst með útreikningum sínum á rafsviðinu í kringum skautin. í öðm lagi væri að nefna, þeg- ar hópur mann sæi einhver vandamál og einsettu sér að leysa þau. Þegar ákveðnar lausnir væm komnar á yfírborðið væm svo stofnuð fyrirtæki til að nýta þær. Dæmi um þetta væri fyrirtækið Marel, sem sérhæfði sig í raf- einda- og tölvuvogum í físk- vinnslu. I þriðja lagi nefndi Jón Bragi starfsemi, sem sprottin væri af gmnnrannsóknum, sem enginn hefði séð fyrir að hefðu hagnýtt gildi. Sem dæmi um þetta nefndi Jón Bragi þær rannsóknir sem Sigmundur Guðbjamarson hefði stundað á lífefnafræðilegri starf- semi hjartans, sem síðan hefði leitt til samstarfs hans og Lýsis hf. um þróun á nýrri afurð. Að loknum framsöguerindum urðu nokkrar umræður um tengsl Háskólans við atvinnulífíð. Drangey seldi í Hull: Meðalverð 65,74 krónur TVÖ skip seldu fisk í Bretlandi í gær og eitt í Þýskalandi. Drangey seldi í Hull 133 tonn af þorski og ufsa fyrir 8,8 millj- ónir. Meðalverðið 65,74 krónur fyrir kílóið. Þá seldi Þorri í Grimsby 85 tonn af ufsa og þorsk. Heildarverð fyr- ir aflann var 4,7 milljónir, meðal- verð 55,51 króna. Ógri seldi í Bremerhaven 243 tonn fyrir 13 milljónir. Aflinn var aðallega karfí. Meðalverð 53,77 krónur. Ekkert skip selur í Bretlandi og Þýskalandi í dag, en á mánudag selur Sveinborgin í Grimsby og Snæfugl í Þýskalandi. Skemmtifundur hjá Fé- lagi harmonikuunnenda FÉLAG harmonikuunnenda Á skemmtifundinum munu heldur skemmtifund í Templ- ýmsir harmonikuleikarar koma arahöllinni við Eiríksgötu á fram og skemmta félagsmönnum. sunnudaginn, 4. október, klukk- Eiginkonur félagsmanna munu an 15. Þetta er annar skemmti- bera fram veitingar. Fundurinn er fundur félagsins á starfsárinu. öllum opinn. Vistmönnum Bjarkar og Lækjaráss boðið í tívolíferð STEINDÓR, sendibílar, bjóða vistmönnum á Bjarkarási og Lækjarási í tívolíferð til Hvera- gerðis laugardaginn 3. október. Lagt verður af stað frá Lækjar- ási kl. 12.00 á hádegi á laugardag- inn og er ferðinni heitið til Hveragerðis. Aðstandendur tívolísins bjóða vistmönnum afnot af tælqunum og fyrirtækin Sól hf. og Frón hf. gefa nesti til fararinn- ar, gos og kex. Áætlað er að koma til Reykjavíkur um kl. 17.00. Glæsileg opnun um helgina Hinn frábæri barþjónn Antonio frá Bleika fílnum á Spáni verður á sínum gamla bar með ýmislegt sniðugt, t.d. happdrætti með glæsilegum vinningum frá Stjörnusól, Sport- húsinu og Fiðlaranum. • V erslunin Perfect verður með sýningu á nýjustu tískunni. • Helena Jónsdóttir sýnir dans, sérstaklega saminn fyrir Zebra. • Hljómsveitin Stuðkompaníið leikur fyrir dansi á efri hæðinni ásamt Foringjunum. • Ekki má gleyma diskótekinu á neðri hæðinni þar sem bæði eru leikin ný og gömul lög. Akureyri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.