Morgunblaðið - 02.10.1987, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.10.1987, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1987 11 Rögnvaldur Hannesson prófessor: Hentugasta fiskveiðistefnan að úthluta kvóta varanlega RÖGNVALDUR Hannesson pró- fessor er nú staddur hér á landi í boði sjávarútveg'sráðuneytisins. Rögnvaldur er prófessor við Verslunarháskólann í Bergen þar sem hann stundar kennslu í auðlindahagfræði, almennri hag- fræði og fiskihagfræði. Rögn- valdur hefur átt hér samtöl við kvótanefnd og aðila innan sjávar- útvegsráðuneytisins um aðferðir við stjórn fiskveiða og reynslu annarra þjóða. Einnig hefur hann flutt fyrirlestur við Há- skóla íslands um þetta efni. — Hverja telur þú vera reynsl- una af núverandi kvótakerfi og hvers konar fiskveiðistefna er að þínu mati heppilegust til lengri tíma litið? Reynslan af núverandi kerfi er jákvæð, að svo miklu leyti sem ég fæ séð og hefur stuðlað að auknu hagræði í fiskveiðum. Helsti gallinn á kerfinu er að kvótamir eru til of skamms tíma. Þá koma vankantar kvótakerfisins greinilega í ljós en helstu kostir fá ekki að njóta sín. Ég held að sú stjórnunaraðferð sé vænlegust til lengri tíma litið að koma á varanlegum aflakvótum eða kvótum til mjög langs tíma, s.s. 15 ára. Þessum kvótum yrði úthlutað til útgerða og þyrftu að vera seljan- legir, óháð skipum, svo að þeir er hefðu hug á að skapa sér stærri rekstrargrundvöll, gætu keypt kvóta af öðrum útgerðarmönnum. Þetta yrði til þess að kvótamir myndu smám saman fara til þeirra er hefðu bestu skipin. Sá afli sem leyfílegt væri að veiða yrði því veiddur með minnstum tilkostnaði. — Hvaða breytingar telur þú að þetta hefði í för með sér fyrir t.d. útgerð og byggðaþróun? Hallormsstaður: Fólk kaupi ekki stríðs- leikföng handa bömum A AÐALFUNDI Foreldra- og Kennarafélags Hallormsstaða- skóla sem haldinn var 16. sept- ember síðastliðinn var samþykkt að skora á verslunareigendur, kaupfélagsstjóra og aðra sem annast innkaup verslana að kaupa ekki stríðsleikföng fyrir jólin. Einnig hvetur félagið alla þá sem kaupa jólagjafir handa börnum að velja jákvæð og upp- byggileg leikföng. í fréttatilkynningu frá félaginu segir að við lifum í heimi þar sem ófriður, ofbeldi og stríð sé daglegt brauð í lífi milljóna manna. íslend- ingar geti því þakkað fyrir að bömin þeirra þurfi ekki að alast upp við þessar aðstæður og hafi ekki hug- mynd um allar þær andlegu þrengingar og hörmungar sem fylgi styrjöldum. Allir vilji að alger friður skapist á jörðu og að jarðarbúar taki höndum saman í leik og starfi til að byggja upp jörðina svo allir fái að njóta sín á jákvæðan hátt. Þar af leiðandi sé mjög nauðsynlegt að halda uppi öflugri friðarbaráttu og fólk geti tekið þátt í henni til dæmis á þann hátt að gefa bömum aldrei drápstæki, hvorki á jólunum né endranær. (Úr fréttatilkynningu) Ok á Ijósastaur MAÐUR slasaðist nokkuð í and- liti þegar bifreið hans lenti á ljósastaur við Kleppsveg á mið- vikudagsmorgun. Slysið varð skömmu fyrir kl. 6. Maðurinn ók austur Kleppsveg, en á móts við hús númer 6 missti hann stjóm á bifreiðinni, sem skall á ljósastaur. Maðurinn hlaut áverka í andliti og var fluttur á slysadeild. Bifreið hans er mikið skemmd og þurfti að fjarlægja hana með aðstoð kranabifreiðar. Ljósastaurinn er ónýtur. Gamalt hús í Hafnarfirði Nýkomið til sölu timburhús við Jófríðarstaðaveg 46 fm að grunnfleti með 700 fm lóð. Á hæð og í risi eru 4 herb., eldhús og geymslupl. en kjallari óinnréttaður. Húsið þarfnast standsetningar. Einkasala. Árni Gunnlaugsson, hrl., Austurgötu 10, sími: 50764. m SVERRIR KRISTJÁNSSON HÚS VERSLUNARINNAR 6.HÆÐ LÖGM. HAFSTEINN BALDVINSSON HRlT FASTEIGN ER FRAMTlO HVASSALEITI - SÉRHÆÐ Ca 150 fm efri sérh. Stórar stofur 3-4 svefnherb. í kj. þvotta- herb. og geymslur. Bílsk. Laust fljótt. HRAUNBÆR - ENDAÍBÚÐ Góð ca 135 fm endaíb. á 3. hæð með 4 svefnherb. Ákv. sala. Verð 4,6 millj. GRUNDARTANGI - MOSFELLSBÆ 2JA OG 3JA HERB. SÉRÍBÚÐIR Til sölu mjög vönduð 64 fm 2ja herb. ib. i parhúsi. Allt sér. Og 3ja herb. 85 fm íb. í raðhúsi. Allt sór. Ákv. sala. íbúðirnar eru lausar fyrir nk. áramót. Það er erfitt að segja nákvæm- lega til um það. Hugsanlegt er að útgerð togara myndi reynast hag- kvæmari en bátaútgerð og myndi kvótinn þá væntanlega safnast á togarana. Einnig er mögulegt að kvótinn safnist á fáar hendur eða færist út úr vissum landshlutum. Ef stjómvöldum líkar ekki slíkar afleiðingar mætti setja þessu vissar skorður, til dæmis þær að eitt fyrir- tæki megi einungis eiga vissa prósentu af heildarkvóta eða að kvóti yrði bundinn landshlutum. — En kæmu slíkar skorður ekki í veg fyrir þá þróun sem seljanlegur kvóti á að stuðla að? Vissulega hefðu allar skorður sem settar væru neikvæð áhrif. En þetta er alltaf spuming um það hveiju við viljum fórna til þess að ná arðbæmm rekstri. Það er líklegt að það kosti eitthvað að halda uppi dreifðri byggð á íslandi. Ef svo er verða menn að borga þann kostnað. — Hvernig ætti að byggja þenn- an kvóta upp? Hvaða viðmiðun er heppilegust? Það er hægt að byggja upp kerf- ið með tvennum hætti. Annar kosturinn er að ákveða fastan árs- afla og ákveða síðan kvóta sem hlutfall af honum. Síðari kosturinn, sem ég tel að sé einfaldari, er að ákveða þetta út frá reynslu síðustu 2-3 ára. Síðan gætu menn selt kvót- ana sem þeir fá úthlutað eins og þeim þykir best henta. — Hvert yrði svigrúmið innan Morgunblaðið/Júlíus Prófessor Rögnvaldur Hannes- kvótakerfisins samkvæmt þínum hugmyndum? Helst sem minnst. Það verður þó í raun alltaf að vera eitthvað svig- rúm til staðar. Ég held að það sé, svo dæmi sé tekið, rétt að veiðar á minni bátum, sem menn stunda sem tómstundagaman, verði undan- þegnar kvótakerfínu. Það þyrfti þó að setja eitthvert hámark á það hversu miklu þeir mættu landa. í núverandi kerfi eru allir bátar und- ir tíu tonnum undanþegnir kvóta og hefur það leitt til stóraukinna veiða smábáta í atvinnuskyni. Þess- ar undanþágur þyrfti að stöðva. — Hvernig er jarðvegurinn hér á landi fyrir hugmyndir um varan- legan kvóta eða kvóta til mjög langs tíma? Ég held að mönnum finnist ein- um of langt gengið þegar talað er um varanlegan kvóta. Það yrði þó líklega auðveldara fyrir fólk að fall- ast á þessar hugmyndir ef um- framarður, þ.e. arður umfram íj'ármagnskostnað og afskriftir, yrði skattlagður líkt og gert er með olí- una í Norðursjó. Fiskurinn og olían eru hvorttveggja auðlindir sem skila umframarði í krafti þess eins að þær eru takmarkaðar. Þó við teljum rétt að einkaaðilar sjái um hagnýt- ingu fiskimiðanna þá eru líka margir sem líta á þessar auðlindir sem sameiginlega eign þjóðarinnar og vilja ekki láta einkaaðila eignast þær. Skattur á umframarð ætti að sætta þessi tvö sjónarmið. Það eru hagkvæmnirök sem liggja að baki því að hagnýting sé í höndum einka- aðila. Ríkið á ekki að vera að vasast í útgerð þar sem útgerðarmenn kunna þar best til verka. — Myndu hagsmunaaðilar sætta sig við aukaskattlagningu af þessu tag}? Ástandið ( dag er þannig að út- gerðin skilar ekki miklum umfram- arði og útgerðarmenn halda því reyndar fram að’þeir borgi nú þeg- ar aukaskatt í formi of hás gengis krónunnar. Virk stjórnun leiðir til lækkaðs tilkostnaðar meðan verðmæti fram- leiðslu breytist ekki eða eykst. Mismuninn milli tekna og kostnaðar má líta á sem umframarðsemi nátt- úruauðlindarinnar, þ.e. fiskimið- anna. Þetta eru auðlindir sem enginn á eða selur. Enginn er auð- vitað hrifinn af því að borga skatt en meðan útgerðirnar fá eðlilegan arð af fjárfestingum sínum ættu þær að vera ánægðar með þetta. Svo við víkjum aftur að olíunni í Norðursjó þá tekur norska ríkið 80% af öllum umframarði í skatt og svipaða sögu er að segja af breska ríkinu. Olíufélögin virðast samt ekki vera mjög óhress með að halda olíuvinnslu sinni áfram. Klassískt kvöld í Óperu í kviild Leikið á píanó og fiðlu fyrir matargesti. RESTAURANT LÆKJARGÖTU 2, II HÆÐ Borðapantanir í síma 29499.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.