Morgunblaðið - 02.10.1987, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1987
15
UM ÞYRLU LAND-
HELGISGÆSLUNNAR
eftirFriðrik
Sigurbergsson
TF-SIF, þyrla Landhelgisgæsl-
unnar, hefur margoft sannað gildi
sitt sem afkastamikið og fjölhæft
björgunartæki. Þannig er skemmst
að minnast þess þegar tókst að
bjarga 9 mönnum úr skipsstrandi
þegar enga hjálp var hægt að veita
eftir öðrum leiðum. Ekki er nota-
legt að hugsa til þess hvað gerst
hefði ef þyrlan hefði af einhveijum
ástæðum ekki verið tiltæk í það
skiptið. Oft hefur þyrlan einnig
sannað gildi sitt sem sjúkraflutn-
ingstæki þar sem öðrum tækjum
varð ekki við komið, t.d. á sjó og
á hálendinu, svo ekki sé minnst á
hversu fljót hún er í förum miðað
við önnur farartæki. Oftar en einu
sinni hafa þessir eiginleikar þyrl-
unnar bjargað mannslífi.
Sjómenn og aðrir sem búa eða
starfa íjarri hinum vel búnu sjúkra-
húsum, sem eru í þéttbýlisstöðum
landsins, treysta á að geta fengið
skjóta hjálp ef veikindi eða slys ber
að höndum og í mörgum tilvikum
er þyrlan eini eða besti valkostur-
inn. Ekki má gleyma því að læknir
þyrlunnar getur í mörgum tilfellum
hafið meðferð á bráðveikum eða
mikið slösuðum mönnum nokkrum
klukkustundum fyrr en annars væri
hægt.
Nú hefur í eitt og hálft ár verið
til reiðu áhöfn á TF-SIF, allan sólar-
hringinn og alla daga vikunnar, sem
samanstendur af tveimur flug-
mönnum, spilmanni, sigmanni og
lækni, sem geta lagt af stað í
sjúkra- eða björgunarflug með
10—15 mínútna fyrirvara. Þeir sem
mynda áhöfn þyrlunnar hafa eftir
fremsta megni reynt að haga þjálf-
un þannig að hægt sé að bregðast
við sem flestum aðstæðum sem upp
kunna að koma.
Allir hugsandi menn hljóta að sjá
að þessa þjónustu má ekki á neinn
hátt skerða, heldur verður að halda
áfram að efla hana á alla vegu í
framtíðinni og næsta stóra skref
sem við verðum að stíga er að fá
enn stærri, langfleygari og öflugri
þyrlu og þá er von til að okkur
takist að gera eitthvað annað en
sitja heima, bíða og sjá hvað setur
ef slys á borð við það þegar Suður-
„Sjómenn og aðrir sem
búa eða starfa fjarri
hinum vel búnu sjúkra-
húsum, sem eru í
þéttbýlisstöðum lands-
ins, treysta á að geta
fengið skjóta hjálp ef
veikindi eða slys ber að
höndum og í mörgum
tilvikum er þyrlan eini
eða besti valkosturinn.“
landið fórst gerist aftur, sem því
miður er ekki útilokað.
Hversu ótrúlegt sem það nú er,
þá hefur TF-SIF nú verið óvirk
mikinn hluta sólarhringsins og jafn-
vel heilu dagana síðastliðna viku
og er ekki annað að sjá en fram-
hald verði þar á. Ástæðan er sú að
flugmenn þyrlunnar, sem hafa nú
í 3 ár staðið vaktir allar nætur
kauplaust, hafa nú farið fram á að
fá einhverja þóknun fyrir það, en
ekki fengið.
Við Islendingar hljótum að hafa
efni á því að borga þessum mönnum
laun fyrir þeirra vinnu, sem marg-
sinnis hafa sannað hæfni sína og
hafa að atvinnu þetta björgunar-
starf, sem tvímælaláust er áhættu-
samt eins og sagan því miður
sannar.
Hveijir sem eru ábyrgir fyrir því
að TF-SIF er ekki tiltæk heilu dag-
ana, ættu samstundis að skoða hug
sinn betur og koma þessum málum
í lag áður en við stöndum frammi
fyrir því að mannslíf týnist vegna
þessa, því þau verða ekki bætt síðar.
Friðrik Sigurbergsson
Höfundur er læknir.
Fyrirlestrar
Geðhjálpar
að hefjast
FYRIRLESTRAR Geðhjálpar
hefjast 22. október næstkomandi
og verða allir haldnir á fimmtu-
dögum klukkan 20.30 á Geðdeild
Landspítalans, I kennslustofu á
þriðju hæð.
Eftirfarandi fyrirlestrar eru fyr-
irhugaðir í vetur:
22. október: Skilnaður, fyrirlesari
Sigrún Júlíusdóttir fjölskylduráð-
gjáfí og yfírfélagsráðgjafí.
19. nóvember: Samskipti foreldra
og bama, fyrirlesari Húgó Þórisson
sálfræðingur.
28. janúar: Fjölskyldumeðferð,
fyrirlesari Nanna K. Sigurðardóttir
félagsráðgjafí.
18. febrúar: Líkamshreyfíng og
geðheilsa, fyrirlesari Anna Kristín
Kristjánsdóttir yfírsjúkraþjálfari.
10. mars: Gestalt meðferð í hóp-
um, fyrirlesari Baldvin H. Stein-
dórsson sálfræðingur.
14. apríl: Sjálfsvitund-sjálfs-
traust-sj álfsstyrkur, fyrirlesari
Anna Valdimarsdóttir sálfræðing-
ur.
5. maí: Hjónaþandsfræðsla, fyrir-
lesari Birgir Ásgeirsson sóknar-
prestur.
Fyrirlestrarnir eru opnir öllum
og aðgangur er ókeypis. Að fyrir-
lestmnum loknum verða fyrirspum-
ir, umræður og kaffi.
Studió
Mmla/
Harsnyrting
fyrir dömur og herra