Morgunblaðið - 02.10.1987, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1987
Minning:
Gunnar Bjarnason
fv. skólastjóri
Fæddur 12. febrúar 1901
Dáinn 24. september 1987
Árið 1945 þegar sjómannaskóla-
húsið var tekið í notkun og Vélskóli
íslands flutti þangað hóf Gunnar
Bjamason kennslu við skólann og
skólastjóri varð hann tíu árum
seinna, árið 1955, þegar Marinus
E. Jessen, fyrsti skólastjóri skólans,
lét af störfum. Gunnar lét af störf-
um við skólann 1971 fyrir aldurs
sakir.
Undirritaður hóf kennslu við
Vélskólann árið 1955 þegar Gunnar
varð skólastjóri og starfaði mjög
náið með Gunnari að málefnum
skólans. Gunnar Bjamason hafði
mikil áhrif á vélstjóramenntunina í
landinu, í fyrsta lagi vegna þess
að hann var mikill áhugamaður og
hamhleypa til vinnu, svo og hitt að
fyrir dyrum stóðu miklar breytingar
á vélstjóranámi og öllu framhalds-
námi í landinu.
Unnið hafði verið að sameiningu
vélstjóranámsins undir einn hatt en
Fiskifélag íslands hafði hluta af
því, hin svo kölluðu mótomámskeið.
Iðnfræðslan, þar á meðal jám-
smíðanámið, var í endurskoðun en
Vélskólinn var um hríð aðeins fram-
haldsskóli jámiðnaðarmanna. Með
árunum dró mjög úr aðsókn að
skólanum enda var hún algjörlega
háð því hve margir lærlingar voru
við riám í jámsmíði og útskrifuðust.
Árið 1966 vom sett ný lög um
vélstjóranám sem Gunnar Bjama-
son átti mikinn þátt í að móta en
með lögum þessum og undir stjóm
Gunnars óx skólinn og dafnaði ótrú-
lega ört. Vélskólinn var lengstum
vanbúinn tækjum til verklegrar
kennslu en Gunnar fékk því til leið-
ar komið að vélasalurinn var
stækkaður og keyptar nýjar vélar
og einnig var hafíst handa við ný-
byggingu til þess að unnt væri að
taka við fleiri nemendum vegna
aukinnar aðsóknar að skólanum.
Saga Vélskólans og starfsferill
Gunnars Bjamasonar eru tvinnuð
saman en hvað um manninn sjálf-
an? Eins og fram hefur komið er
aðdáunarverður dugnaður Gunnars
að koma málefnum skólans í fram-
kvæmd sem eru á dagskrá á
hverjum tíma. Nemendur hans
segja að hann hafí verið mjög góð-
ur kennari og sá nemandi sem ekki
gæti lært hjá Gunnari Bjamasyni
gæti alls ekkert lært.
Margs er að minnast í sambandi
við Gunnar Bjamason sem skóla-
stjóra og yfírmanns. Það var
ákaflega gaman að vinna með hon-
um og láta hrífast af eldlegum
áhuga hans sem stundum var að
okkar dómi heldur mikill.
Það bætti úr skák að Gunnar var
mikill húmoristi, hafði gaman af
félagsskap og var mikill gleði- og
samkvæmismaður og er við brugðið
hans snjöllu og hnitmiðuðu tæki-
færisræðum á mannamótum.
Gunnar hafði létta lund og leikara-
hæfíleika enda stundaði hann
leikstörf um tíma hjá Leikfélagi
Reykjavíkur. Gunnar hafði marg-
sinnum lýst því yfír að hann hefði
haft mikla gleði og ánægju af því
að vera kennari enda var hann
mjög vinsæll og koniu hæfíleikar
hans þar ótvírætt í ljós. Hann kapp-
kostaði að sníða skólann eftir
íslenskum aðstæðum og veita nem-
endum eins hagnýta menntun og
frekast var kostur svo að þeir væru
vel í stakk búnir að takast á við
störf í atvinnulífínu. Gunnar
Bjamason hefur háft mörg áhuga-
mál um dagana, meðal annars
starfað mikið í Oddfellowreglunni
og Stangveiðifélagi Reykjavíkur, í
skólamálum og tæknimálum heftir
hann komið víða við utan Vélskól-
ans svo sem við stofnun Tækniskóla
íslands; saltfískþurrkun, hann
hannaði hús til slíks, frystihús og
kælitækni, skrifaði m.a. kennslubók
um kælitækni, svartolíubrennslu í
skipum, tók saman og þýddi bækur
í því sambandi.
Við fyrrverandi samstarfsmenn
Gunnars Bjamasonar minnust hans
sem góðs félaga og þökkum liðnar
samverustundir sem varpa yl og
ljóma á liðna ævi hins lífsglaða og
góða drengs, við kveðjum hann með
þakklátum huga og sendum að-
standendum hans hlýjar samúðar-
kveðjur.
Blessuð sé minning Gunnars
Bjamasonar.
Andrés Guðjónsson
Gunnar Bjamason fyrrverandi
skólastjóri Vélskóla íslands er lát-
inn. Hann lést að Hrafnistu í
Hafnarfirði aðfaranótt föstudagsins
25._ sept. sl. á 87. aldursári.
Ég kynntist Gunnari fyrst haust-
ið 1966 er ég innritaðist í Vélskóla
Islands.
Þetta var fyrsta skólaárið sem
skólinn starfaði eftir nýsettum lög-
um sem gerbreyttu öllu skólahald-
inu og höfðu í för. með sér að nú
var hægt að hefja nám við skólann
án þess að hafa áður lokið sveins-
prófí í viðurkenndri málmiðnaðar-
grein.
Breytingunni fylgdi einnig að
hluti af iðnnáminu var flutt inní
skólann, sem stytti bæði bóklega
hlutann í Iðnskólanum og verklega
hlutann í vélsmiðju. Vélskóli íslands
var því fyrsti skólinn á íslandi sem
bauð upp á ígildi verknáms til stytt-
ingar á verknámstíma.
Helsti hvatamaður þessa var
Gunnar Bjamason, hann sá að
ríkjandi fyrirkomulag hentaði ekki
nútímanum, því var breytinga þörf.
Breytingin átti sér sína andmælend-
ur sem töldu að með henni væri
vegið að Vélskólanum og vélstjóra-
stéttinni, en Gunnar var trúr sinni
sannfæringu og barðist til sigurs.
I dag hygg ég að þær gagnrýnis-
raddir sem þá vom uppi séu flestar
þagnaðar.
Á meðan ég stundaði nám við
Vélskóla íslands var hafin þar
kennsla í sjálfvirkni, bæði á raf-
einda og loftstýrisviði. Gunnar
barðist hart fyrir því að kennslu-
tæki til þessarar kennslu væm
keypt til landsins, en það vom
margar hindranir enda sjálfvirkni
þá að hefjast um borð í íslenskum
skipum.
Kennslutækin komu þótt eitthvað
hafí vantað af þeim opinbera leyfum
sem tilskilin vom. í dag efast eng-
inn um mikilvægi þessarar kennslu
fyrir vélstjóra.
Þegar litið er til baka koma í
hugann fjölmargar minningar um
framsýni og dugnað Gunnars. Hann
var fijór og hugmyndaríkur frum-
kvöðull, sem fór ekki troðnar slóðir,
ef aðrar vom vitrænni að hans
mati. Það eina sem skipti máli var
markmiðið og árangurinn, úrtölu-
menn heltust því fljótt úr lestinni.
Gunnar var mikill humoristi og
hvar sem hann fór var hann hrókur
alls fagnaðar. Fyrir rúmu ári hitti
ég hann í flugstöðinni í Keflavík.
Eftir að við höfðum heilsast spurði
ég hann hvert förinni væri heitið.
Hann kvaðst á leið til Gautaborgar
að hitta vini og kunningja. Ég
spurði þá hvort hann væri einn á
ferð. Hann kvað svo vera, en lét
þess jafnframt getið að sínir nán-
ustu væm nú ekki alltof hrifnir af
þessu uppátæki. „Telja mig alltof
roskinn til slíkrar farar og því gæti
ég bara valdið þessum ágætu vinum
mínum vandræðum, jafnvel veikst
í ferðinni og þá væri vesen að koma
mér sjúkum heim til íslands". „Ja
sagði Gunnar, þetta er nú svo sem
gott og blessað, en þetta blessaða
fólk gleymir því bara að það getur
líka veikst".
Nú er rödd Gunnars hljóðnuð,
bæði sú sem talaði fyrir framföram
og framgangi mála og eins hin sem
vakti bros og gleði hjá öllum sem
hana heyrðu, beggja er saknað.
Við leiðarlok þökkum við honum
framsýnina og dugnaðinn og vonum
að á nýju tilvemstigi hljóti hann
verkefni við hæfi.
Aðstandendum votta ég dýpstu
samúð.
Helgi Laxdal, formaður
Vélstjórafélags íslands.
t
Frændi minn,
SIGURÐUR VALUR ÞORVALDSSON
bifvélavirki,
áðurtil heimilis á Laugarnesvegi 56,
er látinn.
Erna Helgadóttir.
t
Litla dóttir okkar,
RAGNHILDUR,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans að morgni 1. október.
Guðrún Helga Össurardóttir,
Brynjólfur Steingrímsson.
t
Eiginmaður minn,
RAGNAR PÁLSSON,
Viöigrund 1,
Sauðárkróki,
lést í Landspítalanum 29. september.
Anna Pála Guðmundsdóttir.
t
Bróðir okkar og mágur,
JÓEL SIGURÐSSON
frá Lágu-Kotey,
Meðallandi,
lést á heimili sínu í Danmörku 28. september.
Ágústa Sigurðardóttir Bogeskov,
Sigurður Sigurðsson,
Vilborg Árnadóttir,
Margrét Egilsdóttir,
Ragnhildur Guðmundsdóttir.
t
Eiginkona mín,
GUNNHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR,
Borgarheiði 13,
Hveragerði,
er lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 24. september veröur jarðsungin
laugardaginn 3. október kl. 14.00 frá Landakirkju, Vestmannaeyj-
um.
Fyrir mína hönd, barna okkar og annarra vandamanna,
Björgvin Pálsson.
t Bróðir okkar.
ÞÓRIR ÞORKELSSON,
Smáratúni 14,
Selfossi,
verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 3. október kl. 13.30.
Systkinin.
t
Faðir okkar,
SIGURGEIR JÓNSSON
bifvólavirki,
Bræðraborgarstfg 13,
sem lést 25. september verður jarösunginn frá Fossvogskapellu
fimmtudaginn 8. ágúst kl. 13.30.
Magnús, Baldur
og Gunnlaugur Sigurgeirssynir.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
MAGNÚS VILHELMSSON,
Hamragerði 7,
Akureyri,
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 5. október
kl. 13.30. Jarösett verður að Svalbarði.
Kristín Hólmgrímsdóttir,
Margrét H. Magnúsdóttir, Gunnar Blöndal,
Arndís H. Magnúsdóttir, Ingólfur Bragason,
Þórey B. Magnúsdóttir, Magnús Þ. Haraldsson,
Gisli H. Magnússon, Ásta Sverrisdóttir
og barnabörn.
t
Tengdafaðir minn og afi okkar,
FRIÐRIK JÓNSSON,
fyrrv. vörubílstjóri,
Ásvallagötu 24, Reykjavik,
lést þriöjudaginn 29. september. Útförin fer fram frá Fossvogs-
kirkju föstudaginn 2. október kl. 15.00.
Steinn Steinsson,
Þorsteinn Steinsson,
Finna Birna Steinsson,
Friðrik Steinsson,
Þorkell Steinsson.
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
BJARNI ÖSSURARSON,
Norðurtúni 2,
Keflavík,
verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 3. október
kl. 14.00.
Ólöf Pálsdóttir,
Gestur A. Bjarnason, Sigríður G. Birgisdóttir,
Páll V. Bjarnason, Sigríður Harðardóttir
og barnabörn.
t
Eiginkona min,
JAKOBÍNA HELGA JAKOBSDÓTTIR,
Austurgötu 6,
Stykkishólmi,
verður jarðsungin frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 3. október
kl. 13.00.
Gestur Sólbjartsson.