Morgunblaðið - 02.10.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1987
35
Svipmyndir úr borginni / óiafur Ormsson
„ Alltaf að vera
viss, frændi“
Það rigndi næstum eins og
hellt væri úr fötu. Þarna stóð fisk-
salinn við búðarborðið, með síða
gúmmísvuntu utan um sig og var
að afgreiða eldri konu sem keypti
saltfísksflak. Það var þriðjudagur
í lok septembermánaðar og mán-
aðarkaupsmenn farið að lengja í
glaðninginn sem yfírleitt kemur
fyrsta dag hvers mánaðar. Fisk-
salinn hefur árum saman verið í
verslunarmiðstöð í austurbænum
og ávallt með þannig vöru á boð-
stólum að hann á trygga við-
skiptavini sem láta sig ekki muna
um að aka heilu bæjarleiðimar til
þess að ná tali af físksalanum og
verða sér úti um glænýjan fisk.
Fisksalinn er kominn á miðjan
aldur og er sérfræðingur í sjósókn
og trillubátaútgerð. Hann er oft-
ast í góðu skapi. Þennan þriðju-
dagsmorgun var hann þó eitthvað
argur og mér datt helst í hug að
rigningin væri að ergja hann. Það
var nú öðru nær. Hann sagði aldr-
ei meiri viðskipti en einmitt í
rigningarveðri. Aftur var það
umferðin í borginni sem hann var
ekki sáttur við.
Ég fer yfírleitt aldrei Kringlu-
mýrarbrautina út úr bænum
þegar ég fer suður í Keflavík. Ég
ek Breiðholtsbrautina. Þar er
nokkurn veginn óhætt að aka um
án þess að hafa áhyggjur af næsta
bíl. Ég ók eitt sinn nú í haust um
Kringlumýrarbrautina á suður-
Jeið. Skyndilega ekur upp að mér
jeppabifreið á ofsahraða. Það var
þama pollur á götunni og allt í
einu sá ég ekki út úr augum. Það
var engu líkara en að ég væri
með bílinn á bílaþvottastöð. Ég
missti um stund stjóm á sendi-
ferðabílnum, sem ég ók, og þegar
ég loks sá út um rúðumar þá var
bíllinn minn upp á gangstétt, at-
aður aur og skít og ökuníðingur-
inn víðs fjarri.
— Náðirðu ekki númerinu á
bílnum? spurði ég.
— Nei, það var enginn mögu-
leiki. Jeppabifreiðin fór eins og
hvirfílvindur um götuna, ók ekki
undir eitt hundrað kílómetra
hraða.
Þá var físksalinn ekki síður
gagnrýninn á þá þróun að þjón-
ustugreinar ýmiss konar væm að
soga til sín allan vinnukraft í
landinu á meðan atvinnurekendur
í sjávarútvegi hefðu ekki efni á
að borga mannsæmandi laun.
— Þjónninn, afgreiðslustúlkan,
skóbustarinn, maðurinn í fata-
henginu, hafa kannski margföld
laun á við fólkið sem vinnur að
aðalútflutningsvöru landsmanna.
Þetta getur bara ekki gengið. Og
hvar er Jakinn? Er ekki Verka-
mannasambandið að klofna? Gera
þeir annað en að vera með neftó-
baksdósirnar á lofti fyrir framan
myndatökuvélar sjónvarpsmann-
anna? Og allt þetta bmðl í þjóð-
félaginu, þessi gegndarlausa
eyðsla. Það er ekkert hugsað um
að spara enda hlaðast upp erlend-
ar skuldir. Og hvar endar þetta?
Auðvitað í skuldafangelsi. Hvar
annars staðar? Nei, Ólafur, útlitið
er ekki glæsilegt, sagði físksalinn
og fór síðan í símann og þegar
hann kom fram að búðarborðinu
aftur eftir örskamma stund sagð-
ist hann sakna þess að hafa ekki
lengur í rikisstjóm menn eins og
Matthías Bjamason og Sverri
Hermannsson.
— Menn með reynslu. Ég er
sjálfstæðismaður, orðinn þreyttur
á þessu fijálshyggjuliði, Hannesi
Hólmsteini og hans bræðmm,
sagði hann og allt í einu komu
tvær blómarósir, stúlkur rétt rúm-
lega tvítugar inn í fiskbúðina og
viðskiptin farin að blómstra.
Frændumir, sem áður hafa
komið við sögu hér í Svipmynda-
greinum og hafa það fyrir venju
að hittast á haustin, höfðu sam-
band nú nýlega. Sá eldri, verktaki
á sextugsaldri var að kaupa nýj-
an, amerískan fólksbíl, glæsivagn
og bauð þeim yngri í bfltúr. Sá
yngri er rúmlega fertugur og
vinnur á verkstæði og heitir Bald-
ur. Eldri frændinn hefur lengi
verið illa sáttur við það að sá
yngri vinni þetta fjórtán til sextán
tíma á sólarhring, fímm daga vik-
unnar. Þeir óku um Vesturbæinn
fram hjá gamla kirkjugarðinum,
upp Suðurgötuna og út í Skerja-
fjörð þar sem sá eldri tók að ávíta
þann yngri og kallaði hann allt í
einu Garibalda. Greinarhöfundur
var með í för.
— Ertu eitthvað verri frændi?
Af hvetju kallarðu mig Garibalda?
Þú veist að ég heiti Baldur.
- Þú ert eitthvað svo garaleg-
ur, svo svakalegur, stressaður og
þreytulegur. Þú vinnur alltof mik-
ið, frændi. Og þú ert bara einn.
Hefur ekki fyrir neinum að sjá
nema þér og henni mömmu þinni,
frænku. Af hverju vinnurðu ekki
eins og ég, bara átta stunda
vinnudag? spurði sá eldri.
— Ég er á tímakaupi, frændi,
og iðnaðarmenn hafa ekki betri
laun. Þú ert sjálfstæður atvinnu-
rekandi, frændi, og hefur efni á
því að kaupa þér nýjan, amerískan
fólksbfl á meðan ég ferðast um á
reiðhjóli. Mig langar í amerískan
fólksbíl og er að safna mér fyrir
svoleiðis bíl.
— Já, en það var tekið af þér
bflprófíð, væni minn, fyrir um það
bil sex árum. Ertu viss um að þú
sért fær um að aka bíl að nýju,
frændi, sagði sá eldri, verktakinn.
— Tekið af mér?
— Já, þú manst þegar þú varst
að koma á bílnum þínum úr Þjóð-
leikhúskjallaranum og ókst yfír
að Glæsibæ í öfugum frakkanum.
Manstu hvað þeim fannst það
skrítið lögreglunni?
- Já, ég ætla nú samt að fá
mér bíl, frændi. Nú er ég annar
og betri maður.
- Alltaf að vera viss, frændi,
eins og segir í auglýsingunni frá
Samvinnutryggingum, sagði þá
sá eldri, verktakinn ...
Leiðrétting:
Björgunarsveit
frá Grundar-
firði tók einnig
þátt í leitinni
SÉRA Jón Þorsteinsson, sóknar-
prestur á Grundarfirði, hafði
samband við Moegunblaðið og
vildi koma á framfæri athuga-
semdum við frétt blaðsins á
þriðjudag um leit að ölvuðum
mönnum á báti frá Grundarfirði.
Auk þeirra leitarflokka, sem get-
ið er f frétt Morgunblaðsins, var
Björgunarsveitin í Grundarfirði
kölluð út strax á laugardagskvöld
og leitaði þá svæðið frá Búlands-
höfða að Kvíabryggju og strax í
birtingu daginn eftir svæðið frá
Brimilsvöllum að Eyrarodda. Einnig
voru allar björgunarsveitir í Stykk-
ishólmi, á Ólafsvík og Rifí í við-
bragðsstöðu og leituðu allar hafnir
á þessu svæði.
Þá vildi séra Jón leiðrétta þann
misskilning, sem lesa má út úr nið-
urlagi fréttar blaðsins, að Eðvarð
Ámason er ekki aðeins yfirlögreglu-
þjónn á Grundarfírði, heldur í allri
Snæfells- og Hnappadalssýslu og
reyndar búsettur á Stykkishólmi.
Ummæli hans þess eðlis, að þetta
sé þriðja tilvikið af þessu tagi, sem
kæmi upp í umdæminu á stuttum
tíma, ætti því við alla sýsluna, enda
könnuðust Grundfírðingar ekki við
önnur tilfelli hjá sér en þetta eina.
Séra Jón sagði síðan: „Grund-
fírskir sjómenn eru ekki einasta
harðduglegir og samviskusamir
heldur líka sérstök snyrtimenni með
báta sína og útgerð, svo eftir er
tekið. Af frétt þessari má ráða að
annar bragur sé á. Ég er ekki að
afsaka þetta einstaka tilvik og er
að sönnu þakklátur fyrir alla hjálp
og fyrirhöfn, sem hlýtur þó alltaf
að vera sjálfsögð þegar minnsti
grunur leikur á að hætta sé á ferð-
um. En ég get ekki sætt mig við
að kastað sé rýrð á byggðarlagið
og þá stétt manna sem ber það
uppi með ónákvæmum fréttaflutn-
ingi.“
*Kjóll 1.985,-
Trefill 288,-
Sokkabuxur 274,-
Peysa 789,-
Bolur 785,-
Gallabuxur 1.085,-
*Hjól 6.560,-
Mikið úrval
af vönduöum bamafatnaöi
JXL
A1IKLIG4RDUR
MIKIÐ FYRIR LtTIÐ
Litla fólkid þarf sitt
Peysa 1.885,-
Flauelsbuxur 1.495,-
Peysa 1.235,-
®Bolur 795,-
muxur 1.075,-