Morgunblaðið - 02.10.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.10.1987, Blaðsíða 40
40 fclk í fréttum MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1987 4 Alison Moyet á útopnu á tónleikum. Alison Moyet lifir í synd Henni Alison Moyet hefur gengið býsna vel á söngsvið- inu þetta árið; lög eins og „Rain- dancing" hafa brunað upp vinsældalistana víða um heim, og tónleikar hennar hafa verið vel sóttir. í einkalífinu hefur hins veg- ar mikið gengið á hjá söngkonunni; hún býr með kærastanum sínum, en er gift öðrum manni, og hefur engar áætlanir á pijónunum um að skilja við hann. Alison er vel upp alin kaþólikki, og hefur alla tíð trúað því að það sem guð hefur tengt saman ætti ekkert nema dauðinn að aðskilja. Því var hún sannfærð um að hjóna- band hennar myndi vara að eilífu þegar hún giftist æskuástinni sinni, honum Malcolm Lee. Það fór þó fljótlega að hrikta í hjónabandinu eftir að Alison byijaði feril sinn á söngsviðinu. Alison hefur býsna góða rödd, eins og öllum poppunn- endum má ljóst vera, og hún leiddist fljótt á því að nota hana aldrei nema á æfíngum hjá kirkju- kómum. Hún sló í gegn ásamt söngvaranum Vince Clarke í dú- ettnum Yazoo, en henni gekk illa að samræma það að vera stjama og húsmóðir. Því fór sem fór, og Alison og Malcolm héldu hvort í sína áttina. Þau hjónin em góðir vinir núna, þó að þau hafí bæði náð sér í nýja sambýlinga. Þrátt fyrir það hafa þau aldrei nennt að hafa fyrir því að fá það skjalfest að þau væm skilin að skiptum. „Þetta er bara formsatriði," segir Alison, „þó að ég hafí tekið saman við annan mann, vil ég ekki giftast honum, og því þarfnast ég ekki skilnaðar, og Malcolm virðist ekki hafa neinar áhyggjur af þessu heldur." Aðalatriðið í lífí Alisonar, ásamt sönglistinni, er sonur hennar, Joe. Hún reynir að láta allt umstangið í kringum lífíð í skemmtanaiðnað- inum ekki ekki koma í veg fyrir að strákurinn fái næga umhyggju og gott uppeldi. „Ég reyni að gæta þess að Joe verði ekki mglaður af flökkulífí, og því reyni ég að gera líf mitt sem söngkonu eins líkt 9 til 5 vinnu og hægt er“ segir Ali- son, „Aðeins tónleikaferðimar koma í veg fyrir að það takist full- komlega." Díana lærir táknmál Díana prinsessa heimsótti nýlega Durham-háskóla í norð- urhluta Englands, en þar er einn heisti heymleysingja- kennaraskóli Bretlands til húsa. Prinsessan leit við á námskeiði þar, og lærði nokkur undirstöðuatriði táknmáls. Díana er vemdari Samtaka Heymarlausra í Bretlandi, þann- ig að það ætti að vera henni metnaðarmál að læra táknmál, og svo verður hún einhvemtíma drottning, og vill þess vegna Reuter læra mál allra þegna sinna. En hún hefur nú tekið fyrstu Ekki vitum við hvað Díana prínsessa er að skrefín til þess að ná tökum á táknmáli, og virðist bara segja hér, en það virðist mega lesa undrun ganga nokkuð vel að tjá sig án orða, ef dæma má af myndinni. úr svip hennar. COSPER Ég var bara að athuga hvort kviknaði í borðdúkn Bono syngur um ást og fríð - sannfærandi hryðjuverka- maður? BONO vill vera vondur Söngvarinn Bono í írsku hljómsveitinni U2 hefur lengi verið í fremstu röð þeirra sem vilja nota rokktónlistina í þágu hins góða á jörðinni; hann hefur sungið gegn stríði og kynþáttahatri, og ljáð krafta sína til að safna fé til hungurhjálpar og mannréttindasamtakanna Amnesty Intem- ational. En nú hefur Bono gefíð út yfirlýsingu um að hann dreymi um að verða illmenni - en aðeins þó á hvíta tjaldinu. Bono segist vilja leika hryðjuverkamann í kvikmynd, og hann er sann- færður um að hann geti valdið hlutverkinu, þrátt fyrir vafasama fortíð sem eldheitur baráttumaður hinna góðu afla í tilverunni. „Ég er hugfang- inn af sálfræði hryðjuverkamannsins," er haft eftir honum, „ég hef kynnst hryðjuverkum mikið í heimalandi mínu, írlandi, og ég veit að ég gæti leikið spellvirkja af mikilli sannfæringu." Þá er bara að bíða og sjá hvort að einhver kvikmyndaleikstjórinn taki ekki rokkgoðið á orðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.