Morgunblaðið - 02.10.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.10.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1987 Tillaga um að miða helstu gjaldmiðla við verðvísitölu hrávöru: Sýnir að viðleitnin er í þá átt að treysta gengið - segir Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra JÓN Sigurðsson viðskiptaráðherra, sem nú situr ársfund Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans í Washington, segist líta á þá tillögu Bandaríkjastjórnar, að miða gengi Bandaríkjadals og ann- arra helstu gjaldmiðla heims við verð á ýmsum hrávörum, þar á meðal gulli, sem tœknilega tillögu um úrbætur í tilsjón sjóðsins með alþjóðlegri gengisþróun. Framkvæmd þessarar tillögu hefði því ekki beina þýðingu fyrir íslendinga, en hún minni rækilega á að viðleitn- in alls staðar í heiminum sé i þá átt að auka stöðugleika í gengi. Jón Sigurðsson sagði í samtaii við tæknilega tillögu um úrbætur í tilsjón Morgunblaðið að James Baker §ár- málaráðherra Bandaríkjanna hefði á þinginu fjallað um tilhögun við eftir- lit með gengisþróun í aðildarríkjum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins sem bygg- ist á því að fylgjast með nokkrum helstu hagtölum i þessum ríkjum til að meta hvort gengið kunni að vera farið úr lagi. Hann hefði síðan gert þá tillögu að ein af þessum hagtölum verði verðvísitalan fyrir hrávörur, þar með talið gull, þannig að ný viðmiðun komi til að mæla verðlagsþróun og þar með gengisþróun í einstökum löndum. Jón sagði Baker ekki hafa gert grein fyrir því hvaða vörutegundir væru hugsaðar til viðmiðunar eða hvaða stöðu þessi visitala hefði sam- anborið við aðrar viðmiðanir, sem væru einfaldlega þróun verðlags og kaupgjaids í aðildarríkjunum. „Ég held það sé ekki rétt túlkun á þessari tillögu að menn séu að reyna að koma á gullfæti að nýju inn um bakdymar," sagði Jón. „En ég tel þetta vera athyglisverða tillögu því svona vísitala fyrir hrávöruverð gæti þjónað sem einskonar fyrirboði um yfirvofandi breytingar og raunar er það oft svo að þessi hrávöruverð fara á undan í þróun verðlags og gætu þess vegna verið góð vísbending um það sem er að gerast í heiminum. En ég lít á þetta eingöngu sem Vélar Baltic komnarílag BALTIC, Ieiguskip Eimskipafé- lagsins, kom til Reykjavíkur i gærkvöldi. Skipið hafði þá legið við akkeri við Surtsey sfðan á joriðjudag vegna véiarbilunar. Þegar vélar skipsins biluðu var í fyrstu óttast að það ræki upp í Surt- æy og var varðskipið Týr sent til aðstoðar. Um síðir náði skipið þó að festa akkeri. Skipverjar reyndu að gera við bilunina þá um kvöldið, en tókst ekki. Varahlutir voru sendir út í skipið á miðvikudag og menn frá Þýskalandi komu og aðstoðuðu skip- verja við viðgerðina. Vélar skipsins voru gangsettar upp úr hádegi í gær og kom skipið til hafnar í Reyig’avík um kl. 23 í gærkvöldi. Það siglir til Bandaríkjanna í dag. alþjóða gjaldeyrissjóðsins með geng- isþróuninni. Þetta hefur ekki beina þýðingu fyrir okkur íslendinga en minnir okkur mjög rækilega á að við- leitnin í heiminum er hvarvetna í þá átt að treysta stöðugleika í gengi og það eru sannarlega orð í tíma töluð þessa dagana," sagði Jón Sigurðsson. Faxamarkaður: SÆNSKA sópransöngkonan Elisabet Söd- erström söng með Sinfóníuhljómsveit íslands á fyrstu reglulegu áskriftarhijómleikum vetrarins f Háskólabfói f gærkvöldi. Söderström fékk sér- Söderström hyllt Morgunblaðið/Sverrir lega góðar viðtökur hljómleikagesta sem klöppuðu hana margsinnis fram á sviðið. Á myndinni sést söngkonan og hljómsveitarstjór- inn, Frank Shipway, að hljómleikunum loknum. Fiskur sendur út þrátt fyrir skilyrði seljenda UMBOÐSMAÐUR fyrirtækisins GS-fiskur í Danmörku keypti í gær á Faxamarkaði 10,5 tonn af þorski og 800 kg af karfa og er ætlunin að flytja farminn óunninn til Danmerkur í dag. Þessi kaup voru gerð í trássi við yfirlýsingu frá útgerðarfélaginu Granda hf. sem var lesin við byrjun uppboðs í gær þess efnis að fyrirtækið leyfði ekki að þorskur sem það setur á markað sé fluttur óunninn úr landi, vegna skorðingarákvæða á kvóta. Ef fiskur er fluttur óunninn úr fískmörkuðunum til útflutnings landi hefur sjávarútvegsráðherra heimild til að skerða aflakvóta þeirra skipa sem fiskurinn er veidd- ur af. Skerðingin nemur 10 % af útfluttum fiski. Þetta kom m.a. fram í frétt í Morgunblaðinu í fyrra- dag. * „Við viljum ekki fá bakreikning frá sjávarútvegsráðuneytinu og þess vegna fórum við framá að þessi yfirlýsing yrði lesin á upp- boðinu," sagði Sigurbjöm Svavars- son útgerðarstjóri hjá Granda hf. „Við settum íisk í sölu með ákveðn- um skilmálum og ef ekki er farið eftir þeim munum við fara ffarn á greiðslu frá kaupenda fýrir þessa 10 % skerðingu. Við höfum farið framá það við viðskiptaráðuneytið að það láti okkur vita ef fískur af okkar skipum er fluttur óunninn úr landi á vegum annarra. Okkar sjónarmið er að ef ekkert kemur í veg fyrir kaup á óunnum fiski á munum við væntanlega framvegis setja þau skilyrði við sölu aflans að sá sem kaupi til að flytja hann út óunninn, greiði 10 % hærra verð vegna þeirrar skerðingar sem við verðum fyrir í kvóta." Einari Sveinssyni framkvæmda- stjóra Fiskmarkaðarins í Hafnafirði fannst eðlilegt að útgerðarmenn hefðu af þessu áhyggjur. Það gengi ekki að menn settu físk á markað- inn og seldu hann öðrum án þess að vita hvað um hann yrði og fengu svo sektir fyrir að hafa veitt um- fram kvóta. En hins vegar væri erfitt að fylgast með því hvað menn gerðu við þann fisk sem þeir keyptu en hann ætlaðist til þess að menn tæku tillit til þeirra skilyrða sem væru sett. Fyrirtækið GS-fískur er í Hanst- holm á Jótlandi, í eigu íslending- anna Guðmundar S. Guðmundsson- ar og Sveins Bjömsonar. Umboðsmaður fyrirtækisins á ís- landi heitir Ólafur Guðmundsson. Eigendur sögðu það vera sitt sjón- armið að óeðlilegt væri að útgerðin og sjómenn yrðu fyrir kvótaskerð- ingu. En sá sem byði hæst ætti auðvitað að fá fískinn; það væri ekki hægt að gera upp á milli manna ef markaðurinn væri ffjáls og óháður og ef ætti að draga úr útflutningi á óunnum fiski væri nær að gera það með hærri útflutnings- gjöldum. Guðmundur S. Guðmundsson sagði að fyrirtæki sitt í Danmörku flakaði fiskinn, saltaði og seldi til Spánar og Ítalíu. Hann kvaðst fá hærra verð þar eð hann seldi minna magn hveiju sinni heldur en t.d. Sölusamband íslenzkra fískfram- leiðenda gerði. Orkustofnun fækkar starfsmönnum um 15% Ársverkum hefur fækkað um 20% til viðbótar undanfarin 4 ár fram á hana. ORKUSTOFNUN hefur sagt upp 18 starfsmönnum sínum, en sam- tals starfa rúmlega 120 manns þjá stofnuninni. Jakob Björnsson, orkumálastjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið að fækkun starfs- manna væri tilkomin vegna þess að von væri á minni fjárveitingu til stofnunarinnar á næsta ári, jafnframt þvi sem sértekjur stofn- unarinnar yrðu minni. Hann sagði að stofnunin hafi aldrei fengið aukafjárveitingu, enda aldrei farið i dag BLAB Konur skora á Vigdísi að gefa kost á sér Kvenréttindafélag íslands safnar um þessar mundir áskorunum frá aðildarfélög- unum þar sem skorað er á Vigdísi Finnbogadóttur að gefa áfram kost á sér í emb- ætti forseta íslands, en nýtt kjörtímabil hefst 1. ágúst á næsta ári. Einnig er ráðgert að nokkrir félagar Kvenrétt- indafélagsins fari á fund Vigdisar í næsta mánuði til að afhenda henni þessar áskoranir. Lára V. Júlíusdóttir formaður Kvenréttindafélagsms sagði í samtali við Morgunblaðið að ,, söfnunin gengi vel enda virtist mikill áhugi á því að Vigdís héldi áfram sem forseti. Þess má geta að á Landsþingi Kvenfélagasambands íslands, sem haldið var um miðjan júní, skrifuðu 74 fulltrúar undir samskonar áskorun og sendu forseta. „Þetta er slæm staða og skiljanlegt að fólki þyki þetta vondur kostur, en okkur þykir þetta óhjákvæmilegt," sagði Jakob. Hann sagði að þessi fækkun starfsmanna ylli óþægindum og það yrði tæpast komist hjá þvf að það hefði áhrif á verkefiii, sem væru í vinnslu hjá stofnuninni, en reynt yrði að draga sem allra mest úr því. Jakob sagði að á undanfömum fjórum árum hefði ársverkum hjá stofnuninni fækkað um 20%, enda hefðu verkefni á sviði orkumála dreg- ist saman. Einkum sneri þetta að vatnsorkunni. Dregið hefði úr vexti raforkunotkunar og viðleitni til þess að selja raforku til stóriðju hefði ekki borið þann árangur sem menn hefðu vænst. Þá hefðu verkefni á sviði jarð- hita einnig minnkað, en þó ekki eins mikið. Á fundi starfsmannafélags Orku- stofnunar voru samþykkt einróma tilmæli til stjómar stofnunarinnar um að segja af sér, enda hafi stjóminni gersamlega mistekist að sjá hags- munum stofnunarinnar borgið og veija starfsmenn hennar þeim áföll- um sem fjöldauppsagnir séu. „Þetta er ráðherraskipuð stjóm sem sinnir meira stundarhagsmunum pólitískra flokka en langtímahag orkuiðnaðar- ins. Að auki ríkir það óeðlilega ástand innan stjómarinnar að tveir af þrem- ur stjómarmönnum hafa beinna hagsmuna að gæta innan stofnana og fyrirtækja sem eru samkeppnisað- ilar OS,“ segir í fréttatilkynningu frá félaginu. Þar segir ennfremur að steftit sé að því að 10 manns til við- bótar verði strikaðir út af launaskrá á næstunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.