Morgunblaðið - 02.10.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.10.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1987 29 Morgunblaðið/BAR Sturla Pétursson og Sveinn Hjörleifsson fyrir framan Naustið sem þeir hafa tekið á leigu. Húsið með kvistinum er Geirsbúð, þar sem verður nýr veitingasalur. Nýir aðilar taka við rekstri Naustsins Geirsbúð tekin í notkun og Símon- arbar fluttur NAUSTIÐ hefur verið leigt út til nýrra aðila en eigendur þess, Svavar og Guðjón Egilssynir hafa rekið það síðan i febrúar. í tilefni þess verður tekinn í notk- un nýr salur, Geirsbúð. Það eru Sveinn Hjörleifsson, Kristjana Geirsdóttir, Sturla Pét- ursson og Rósa Þorvaldsdóttir sem hafa tekið Naustið áleigu. Blaða- maður Morgunblaðsins ræddi stuttlega við Svein um reksturinn. Hann sagði að þær breytingar yrðu á rekstrinum, að Sfmonarbar yrði fluttur niður og salurinn uppi gerður að einkasal fyrir ráðstefnur og einkasamkvæmi. Einnig væri verið að taka í notkun nýjan sal, Geirsbúð, sem var áður postu- lfnsverslun Geirs Zoega. „Annars verða litlar breytingar á daglegum rekstril. Við rekum þetta sem fínni stað, erum eingöngu með faglært starfsfólk og lærlinga, mikið til sama starfsfólk og var. Við reynum að hafa rólega stemningu, verðum með þægilega músik í bakgrunnin- um“ sagði Sveinn. Hann hefur ásamt konu sinni, Kristjönu, verið veitingastjóri í Hollywood og Broadway í þijú ár og þeir Sturla hafa verið viðloðandi veitingastörf undanfarin tólf ár. í Nausti er nú að störfum bresk- ur matreiðslumeistari, Ian McAndrew að nafni, sem mun sjá um matargerðina föstudag og laug- ardag. Ian McAndrew rekur eigin matstað í Canterbury en vann áður við þekkt hótel í London og hefur fengið viðurkenningar og verðlaun fyrir matargerð sína. Ian McAndrew hefur sérhæft sig í fiskiréttum og á þessu ári kom út eftir hann bókin: „A Feast of Fish, Fiskiveisluna mætti nefna han aá íslensku, og er hún fáanleg í bókaverslunum hérlendis. ÖOárái k1957-1987( Brautryðjendur Júdódeild Armanns, sem verður 30 ára á þessu ári, er brautryðjandi i frúarleikfimi. Mörg hundruð, ef ekki þús- undir kvenna. hafa tekið þátt í starfi okkar - viltu ekki slást i hópinn? Fyrsti prufutíminn ókeypis. Innritun og frekari upplýs- ingar alla virka daga frá kl. 13-22 ísíma 83295. Júdódeild Ármanns Ármúla 32. Kvikmyndin Leið- sögumaðurinn fær góða dóma í Noregi Helgi Skúlason hlýtur lof fyrir leik sinn Osló, frá Jan Erik Lauré, fréttaritara Morffunblaðsins. HELGI Skúlason, leikari, hlýtur lof i norskum fjölmiðlum í gær fyrir leik sinn í kvikmyndinni „Veiviseren", eða Leiðsögumað- urinn. Kvikmyndin er fyrsta leikna norsk-samiska myndin, sem tekin er. Hún var frumsýnd samtimis í 15 bæjum og voru Haraldur krónprins Noregs og Sonja krónprinsessa viðstödd sýningu hennar í Colloseum- kvikmyndahúsinu í Osló. Fyrir frumsýninguna hafði kvik- myndin verið rækilega kynnt og auglýst og má segja að hún standi undir þeim fyrirheitum, sem gefin höfðu verið. Jafnvel Sonja krón- prinsessa tjáði sig um hana eftir frumsýninguna. „Kvikmyndin er mjög góð,“ sagði hún. Leikaramir fá allir hið mesta hrós. í Dagbladet er sérstaklega getið þáttar Helga Skúlasonar. „Stórkostlegur ræningjahöfðingi, með andlit sem passar ekki í afa- hlutverk í bamamyndum," segir blaðið. Gagnrýnandi blaðsins er í sjöunda himni og segir myndina mjög áhrifamikla. Umsagnir tjölmiðla um myndina voru allar á einn veg. Stærsta blað Noregs, Verdens Ganggefur mynd- inni hæstu einkunn, sex stjömur af sex, sem gefnar em. „Leiðsögumanninum má líkja við myndir Spielbergs þegar þær ger- ast beztar. Hún er magnþrangin og heldur mönnum heitum, jafnvel þótt hún sé tekin á Finnmörku í 40 stiga frosti," segir Verdens Gang. Blaðið Aftenposten segir að myndin sé ekki á heimsmælikvarða en engu að síður mjög góð. Gagn- rýnandi blaðsins segir, að of mikið gerist í myndinni með vísan til umhverfis og aðstæðna Samafjöl- skyldunnar, sem ræningjaflokkur ieggur í einelti. Helgi Skúlason leik- ur hinn ógnvænlega bófaforingja. Gagnrýnandi Dagbladets er hæstánægður. Höfundur handrits og leikstjóri er Nils Gaup. Hugmyndin að sögu- þræðinum kviknaði á bókasafni, er hann grúskaði í bók með Samasög- um. Einnig hafði hann á bamsaldri heyrt svipaða sögu og myndin segir. „Ætli sagan sé ekki þúsund ára eða svo. Sögur sem geymast jafn lengi hafa eitthvað gildi, þeim er ætlað að lifa og minna fólk á at- burði, sem ekki mega gleymast," sagði Gaup. Sá einstaklingur, sem fær hvað mest hrós, er myndatökumaðurinn, Erling Thurmann-Andersen. Þótti kvikmyndatakan uppi á öræfum svo stórkostleg að áhorfendur áttu ekki nógu sterk orð til að lýsa henni. Leiðsögumanninum er tryggð velgengni í Noregi. En henni verður Bókmenntakynning í Norræna húsinu BÓKMENNTAKYNNING hel- guð finnsk-sænska ljóðskáldinu Bo Carpelan verður i Norræna húsinu laugardaginn 3. október kl. 16.00. Bo Carpelan er staddur hér á landi vegna útgáfu Bókaútgáfu Urta á úrvali af ljóða hans í íslenskri þýðingu Njarðar P. Njarðvík, undir heitinu „Ferð yfir þögul vötn“. Kynningin hefst á erindi, sem Hjörtur Pálsson rithöfundur flytur, um Carpelan og skáldskap hans. Þá talar Carpelan um sjálfan sig og ljóðagerð sína og loks lesa hann og Njörður P. Njarðvík úr ljóðabók- inni. Bo Carpelan hlaut Bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs fyrir ljóð sín árið 1977. Það er Norræna húsið, ásamt Bókaútgáfunni Urtu og Finnlandsvinafélaginu Suomi, sem standa að bókmenntakynning- unni á laugardag. Tímar við allra hæfi Verdens Gang Mikkel Gaup og Helgi Skúlason brosmildir eftir frumsýningu kvik- myndarinnar Leiðsögumaðurinn. Myndin hefur fengið prýðilega dóma í Noregi og henni er tryggð velgengni þar. einnig komið á framfæri á alþjóða- markaði. Til þess hefur verið fenginn Guy East, sem meðal ann- ars hefur komið kvikmyndunum Trúboðsstöðin (The Mission) og Vígvellir (The Killing Fields) á framfæri. Um þessar mundir starf- ar hann hjá fyrirtækinu, sem stendur á bak við Rambó-myndim- ar. „Ég varð hugfanginn af mynd^, inni við fyrstu kynni. Hún er ljóð- ræn og áhrifamikil, spennandi og mjög vel gerð. Ég er sannfærður um að hún á eftir að slá í gegn,“ sagði Guy East. 5 vikna námskeið heQast 5. október Leikfimi fyrir konur á öllum aldri. Hressandi. mýkjandi. stvrkj- 'andi ásamt megrandi æfingum. Karlmenn Hinir vinsælu herratímar eru i hádeginu. Dömur Nú drífið þið ykkur í leikfími! Þarftu að missa 15 kíló? Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira. Sértímar fyrir eldri dömur og þæLsem eru slæmar í baki eða þjást af vöðvabólgum. Frábær aðstaða Ljósalampar, nýinnréttuð gufuböð og sturtur. Kaffi og sjónvarp í heimilislegri setu- stofu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.