Morgunblaðið - 24.11.1987, Qupperneq 1
96 SÍÐUR B
STOFNAÐ 1913
267. tbl. 75. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1987
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Samkomulag Bandaríkjanna og Kúbu um innflytjendur:
Róstur Kúbiunanna í
tveimur fangelsum
_ Atlanta, Oakdalc, Reutcr. ^
ÁTÖK brutust í gær út milli kúbanskra fanga og fangavarða í fang-
elsi í Atlanta í Bandaríkjunum. Einum og hálfum sólarhring áður
höfðu kúbanskir fangar náð fangelsi í Oakdale í Lousiana-fylki á
sitt vald. Þijátíu manns særðust í óeirðunum í fangelsinu í Atlanta.
Kúbumennirnir mótmæla samningi Bandarikjanna og Kúbu um að
2.700 fangar verði fluttir heim til Kúbu. Samningaviðræður standa
enn milli yfirvalda og fanganna í Atlanta og Oakdale en á hvorum
staðnum halda Kúbumennimir á þriðja tug fangavarða i gíslingu.
Samkomulag Kúbu og Banda-
ríkjanna frá því á föstudag er
svipaðs eðlis og samningur ríkjanna
um innflytjendur frá árinu 1984.
Því samkomulagi riftu Kúbumenn
sama ár í mótmælaskyni við út-
varpssendingar Bandaríkjamanna
sem heyrðust á Kúbu. Kúbumenn
hafa líkt og þá samþykkt að taka
aftur við 2.700 mönnum sem stigu
á land í Flórída árið 1980. Þeir
voru engir aufúsugestir í Banda-
ríkjunum enda sagðir vera glæpa-
menn og geðsjúklingar sem Fidel
Castro, leiðtogi á Kúbu, hefði verið
feginn að losna við. Samkvæmt
samkomulaginu sem. nú gengur í
gildi er 20.000 Kúbumönnum lejrft
að flytjast til Bandaríkjanna á ári
auk 3.000 pólitískra flóttamanna
og fjölskyldna þeirra.
Fangamir í Oakdale og Atlanta,
sem gert hafa uppsteyt undanfama
daga, óttast að sögn verri aðbúnað
heima fyrir en í fangelsi í Banda-
ríkjunum. í Oakdale kveiktu þeir í
fangageymslum á sunnudag og
hnepptu verði sína í gíslingu. Sam-
dægurs var nokkrum gíslanna
sleppt, en samningaviðræður milli
fanganna og yfirvalda hafa ekki
borið árangur. Svipað var upp á
teningnum í Atlanta. Þar hefur
meirihluti Kúbumannanna, sem
senda á heim, verið í haldi. Lög-
regla segir að það kunni að taka
nokkra daga að yfirbuga kúbönsku
uppþotsmennina enda hafi þeir
„engu að tapa".
Irland:
Bandaríkin:
Ijárlagahallinn
jókst í október
Washington, Reuter.
Reuter
Lögregla i Atlanta í Bandaríkjunum bægir umferð frá fangelsinu
þar sem kúbanskir flóttamenn efndu til óeirða í gær með þeim af-
leiðingum að þrjátíu menn slösuðust.
Lögreglan leitar að
vopnabúri skæruliða
Dublin, Reuter.
HALLI á fjárlögum í október-
mánuði í Bandaríkjunum var
20% meiri en í sama mánuði í
Alnæmi:
Bóluefni
í augsýn?
París, London, Reuter.
FRANSKIR visindamenn segj-
ast hafa stigið fyrsta skrefið í
átt til framleiðslu bóluefnis
gegn alnæmi. Þeir hafa upp-
götvað eggjahvítuefni sem
hindrað getur útbreiðslu sjúk-
dómsins.
Vísindamenn hjá erfðaverk-
fræðifyrirtækinu Transgene í
Frakklandi segjast hafa fundið
svo kallað F-gen í alnæmisveir-
unni. F-genið kemur í veg fyrir
að ónæmiskerfí líkamans „upp-
götvi" sýktar frumur. Þar virðist
komin skýring á því að nokkur
ár geta liðið áður en ónæmiskerfí
manns sem sýnir mótefni gegn
alnæmisveirunni fer að láta undan
síga. Vonir eru nú bundnar við
að F-gen verði eitt af undirstöðu-
efnum í hugsanlegu bóluefni gegn
alnæmi.
Breskir vísindamenn hafa
greint frá jákvæðum niðurstöðum
tilrauna með alnæmissjúklinga.
Aðferð þeirra líkist meðferð eitur-
lyfjasjúklinga og felst í því að
senda rafboð í gegnum hörund
sjúklingsins. Mikil leynd hvílir yfir
þessum tilraunum en frést hefur
að dauðvona sjúklingur hafí með
þessari aðferð þyngst um 19 kíló
á hálfu ári og að hann lifi nú nær
eðlilegu lífí.
fyrra samkvæmt upplýsingum
sem birtar voru í gær. Þessi
tíðindi ýta undir svartsýnis-
raddir um að samkomulag
Bandaríkjastjórnar og þingsins
um niðurskurð fjárlagahalla
hafi ekki gengið nógu langt.
Október er fyrsti mánuður fjár-
lagaársins í Bandaríkjunum og
því hafa menn beðið spenntir eft-
ir fréttum af hallanum í þeim
mánuði. I fyrra var hann 25,29
milljarðar dala í október en er nú
30,74 milljarðardala. Bandaríkja-
dalur féll enn í verði á fjármála-
mörkuðum í gær sem sýnir að
samkomulagið frá því á föstu-
dagskvöld hefur ekki enn náð að
hafa tilætluð áhrif á gengi gjald-
miðilsins.
Sjá frétt á síðu 36.
ÍRSK lögregla og herlið hleyptu
í gær af stokkunum umfangs-
mestu lögregluaðgerð í sögu
Irska lýðveldisins. Markmiðið er
að finna fjóra skipsfarma af
vopnum sem talið er að IRA, írski
lýðveldisherinn, hafi smyglað inn
í landið.
Að minnsta kosti sjö þúsund lög-
reglumenn taka þátt í leitinni að
vopnunum. „Eg er þeirrar skoðunar
að þama sé á ferðinni mesta ógnun
sem IRA hefur nokkm sinni beint
gegn írska lýðveldinu," sagði Gerry
Collins dómsmálaráðherra landsins.
Hann sagði ennfremur að allt að
tvö þúsund sjálfvirkir rifflar og
skothylki auk Sam-7 eldflauga, sem
skotið. geta niður flugvélar, væru
að öllu líkindum staðsettar á ír-
landi. Collins sagði aðspurður um
hvort eitthvað væri hæft í að vopn-
in kæmu frá Líbýu: „Það er vitað
að vopnin koma frá Miðjarðarhafs-
svæðinu." Óttast er að IRA hyggist
nota vopnin til að ráðast á Maze-
fangelsið á Norður-írlandi og annað
í írska lýðveldinu þar sem for-
sprakkar IRA eru hafðir í haldi.
Breskar öryggissveitir hafa svip-
aðar aðgerðir uppi á Norður-írlandi.
Þær koma í kjölfar upplýsinga frá
bresku leyniþjónustunni um að á
árunum 1985 til 1986 hafi vopnun-
um verið smyglað inn á austur-
strönd landsins.
Viðræður Shultz og Shevardnadzes:
Bjartsýni ríkir í Genf
Genf, Reuter.
Reuter
GEORG Shultz og Eduard Shevardnadze
hófu í gær tveggja daga viðræður í Genf í
Sviss. Viðræðunum er ætlað að reka smiðs-
höggið á samkomulag risaveldanna um
upprætingu meðal- og skammdrægra
kjarnaflauga á landi fyrir leiðtogafund í
Washington 7.- 10. desember.
„Við höfum átt góðar og uþpbyggilegar sam-
ræður,“ sagði Shultz við fréttamenn í gær eftir
að morgunfundi hans og Shevardnadzes lauk.
Ráðherramir sögðu báðir við upphaf viðræðn-
anna að þeir væru bjartsýnir á að takast mætti
að ganga frá helstu ágreiningsefnum, eins og
Eduard Shevardnadze gerir hlé á viðræðun-
um við Georg Shultz og horfir á mynd sem
tekin var þegar Reagan og Gorbachev hitt-
ust i Genf fyrir tveimur árum.
um eftirlit með því að ákvæðum samkomulags-
ins verði framfylgt. Einn samningamanna
Bandaríkjanna í Genf sagði þó er Shultz kom
á vettvang: „Ég er ekki viss um að hann skilji
hve langt er enn í land.“ Fulltrúar beggja aðila
voru ekki reiðubúnir að upplýsa fréttamenn um
gang viðræðnanna. Samt sem áður þótti það
benda til, að skriður væri kominn á viðræðum-
ar að þegar þeim lauk í gærkvöldi hélt
Shevardnadze á fund sovésku samninganefnd-
arinnar en ekki heim á hótel.
Sovétmenn hafa veitt bráðabirgðasamþykki
sitt fyrir því að Mikhail Gorbachev hitti banda-
ríska kaupsýslumenn að máli í Washington.
James Giffín, forseti samtaka sem helga sig
viðskiptum risaveldanna, sagði í gær að á
slíkum fundi gæti Sovétleiðtoginn skýrt fyrir
mönnum hvað fælist í nýrri efnahagsstefnu
Sovétríkjanna.