Morgunblaðið - 24.11.1987, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 24.11.1987, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1987 Martin Frewer David Knowles Fiðla og píanó Tónlist Egill Friðleifsson Kirkjuhvoll 22.11/87. Flytjendur: Martin Frewer, fiðla. David Knowles, píanó. Efnisskrá: Verk eftir Bach, Beethoven, Wieniawski, Ponce og de Falla. Þeir Martin Frewer, fíðluleik- ari, og David Knowles, píanóleik- ari, efndu til tónleika í safnaðar- heimilinu Kirkjuhvoli í Garðabæ sl. sunnudag. A efnisskránni voru verk eftir Bach, Beethoven, Wien- iawski, Ponce og de Falla. Þeir félagar, Martin og David, eru báðir kennarar við Tónlistarskóla Garðabæjar og voru tónleikamir haldnir til styrktar listasjóði skól- ans, en tilgangur hans er að styrkja efnilega nemendur til framhaldsnáms erlendis. Tilefnið var því gott þó tæpast hafí sjóður- inn gildnað að ráði við þessa aðgerð, því fátt var á tónleikun- um, enda vestan garri og kalt í veðri sem sjálfsagt hefur fælt ein- hverja listunnendur frá því að hlusta á þá félaga. Raunar hófust tónleikamir góðum stundarfjórð- ungi eftir auglýstan tíma án þess að nokkur skýring væri gefín og er það lítil kurteisi við áheyrendur. Martin Frewer og David Know- les eru báðir breskir og hafa starfað hér í nokkur ár. Þeir hófu leik sinn með sónötu nr. 5 í f- moll eftir J.S. Bach. Martin Frewer er miðlungs fíðluleikari. Hikandi hélt hann af stað í Largo-þætti sónötunnar en náði sér ekki á það flug sem tær tón- list meistarans gefur fyrirheit um. Tónn hans er fremur daufur og túlkun máttlítil og litlaus. í hröðu þáttunum náði hann að sýna hreinan, áferðarsléttan leik þegar best lét, en lítið fram yfír það. Og sónata Beethovens nr. 1 í D-dúr nýtur sín ekki án átaka fremur en önnur verk hans. Mun áhugaverðari var leikur píanist- ans, David Knowles, sem var skýr, vel mótaður og mun skarpari en félaga hans, án þess þó að hann megnaði að lyfta gráma meðal- mennskunnr af túlkuninni. Eftir hlé léku þeir félagar glansverk eftir þá Wieniawski, Ponce og de Falla. Þessi stykki eiga það sameiginlegt að nálgast það sem danskurinn kallar hygge- musik og er svo sem ágæt til síns brúks þar sem hún á við. En að stilla þeim upp við hliðina á sónöt- um Bachs og Beethovens er dálítið út í hött. Það er hrósvert af Tónlistar- skóla Garðabæjar að efna til tónleika með kennurum sínum og þakkarvert af kennurunum að leggja það á sig, þó í þetta sinn hafí þeir félagar tæpast megnað að hrífa áheyrendur með sér. Frábær fiðlari Yuval Yaron fíðluleikari hélt tónleika á vegum Tónlistarfélags- ins í Islensku óperunni sl. laugar- dag. Gamla bíó er að mörgu leyti gott tónleikahús og hljómanin góð, jafnvel þó tjaldað hafí verið ^rfír leikmynd sviðsins með svörtu klæði. Sviðið er mikið vandamál, því þá eitthvað er til sýnis í ópe- runni er mjög óhægt um vik að taka sviðsmyndina niður ef halda skal tónleika. Hugsanlegt væri í því tilfelli, þegar um einleiks- eða kammertónleika er að ræða, að hafa sérhannaða sviðsmynd til- tæka er setja mætti framan við föstu sviðsgerðina, sviðsmynd er væri listilegri en svört tjöld og úr efni er gæfí einhveija enduró- man. Það er vel hugsanlegt að Yaron hafí miðað leik sinn við að endur- óman hússins væri lakari en hún er og að hann þyrfti að leika gegn dempandi áhrifum svörtu tjald- anna og því tekið meira á en þurfti. Tónleikamir hófust á tveimur partítum eftir J.S. Bach nr. 1 og 2. Einleiksverkin sex sem Bach samdi fyrir fíðlu eru af hans hálfu nefnd vera til skiptis sónöt- ur og partítur, þ.e. þijár sónötur og þijár partítur. Munurinn á verkunum liggur í formskipan kaflanna, sem í partítunum er nálægt því að vera eins og í svítunni, allt að sjö að tölu, en í sónötunum Qórir, þar sem skipt- ast á hraðir og hægir þættir, þannig að munurinn minnir á að- Yuval Yaron greiningu þá sem Corelli notar í gerð kirkju- og kammersónötunn- ar. Yaron lék partítumar með sterkum andstæðum og síðasta þáttinn í þeirri seinni, „sjakonn- una“ frægu, lék hann feikna vel. Á seinni hluta tónleikanna voru fímm „virtúósa" vérk eftir fíðlu- snillinga eins og Ysaye, Kreisler, Paganini og Emst. Það fer ekki milli mála að Yaron er snillingur á fíðluna, þó túlkun hans og út- færsla hafí hins vegar ekki verið (að þessu sinni) óumdeilanleg, að því marki sem gera verður ráð fyrir hjá „virtúós" og það í verkum sem að miklu leyti eru samin til að sýna óaðfinnanlega yfirburða tækni, þar sem tónmótunin þarf einnig að vera hrífandi og glæsi- leg, svo að hvergi sé á að merkja hina minnstu hnökra. Bréf til borgarstióra frá Guðmundi H. Garðarssyni Kæri Davíð! Ég þakka bréf þitt dagsett 19. nóvember sl. varðandi inneign borg- arsjóðs hjá vegasjóði vegna fram: kvæmda við þjóðvegi í Reykjavík. í niðurlagi bréfs þíns er heitið á þing- menn Reykjavikur að beita sér nú fyrir myndarlegu átaki í vegamálum vegna þjóðvega í Reykjavík og duga nú kjósendum sínum í þessum efnum þ.e. að Reykjavík fái inneign sína framreiknaða tímabilið 1980—1986 að viðbættum óuppgerðum greiðsl- um fyrir árið 1987 eða samtals um kr. 500 milljónir að fullu greiddar t.d. á 3 árum. Það skal þegar viðurkennt að höfundi þessarar greinar var ekki ljóst fyrr en að umrætt bréf barst honum, að Reykjavíkurborg ætti útistandandi svona háar fíárkröfur reiknaðar upp til núverandi verðlags hjá vegasjóði. Býst ég við að svo sé einnig háttað um flesta aðra þing- menn Reykjavíkur. Hér er vissulega um háar upphæðir að ræða og hags- munir Reykvíkinga miklir. Til þess að ekkert fari framhjá Reykvíkingum í þessum efnum tel ég óhjákvæmilegt að birta bréf þín um þessar háu inneignir hjá vega- sjóði með sérstöku tilliti til mikils- verðra efnisatriða og þess hvemig krafan er tilorðin. Vona ég, að þú hafir ekkert við það að athuga. ■ Til þingmanna. Bréf borgarstjóra hljóðar sem hér segfir: Hr. alþingismaður Guðmundur H. Garðarsson, Skrifstofu Álþingis, Reykjavík. Framhjá borgaryfírvöldum hefur ekki farið, að skyndilega hefur vakn- að áhugi a.m.k. sumra þingmanna Reykjavíkur fyrir málefnum borgar- innar. Þessi áhugi hefur að vísu takmarkast við eitt mál, sem flestir telja að eigi lítið erindi inn á Al- þingi, en vekur þó vonir um, að þingmenn Reykjavíkur hafi vilja til að vinna fyrir kjördæmi sitt svo sem tíðkast mun um aðra þingmenn. Því er þingmönnum Reykjavíkur sent meðfylgjandi afrit af bréfí mínu til fjárveitinganefndar Alþingis, dags. í dag, varðandi inneign borgar- sjóðs hjá vegasjóði vegna fram- kvæmda við þjóðvegi í Reykjavík, sem mun nema yfír 500 millj. kr. um næstu áramót, og nauðsynlegar framkvæmdir á árinu 1988, sem nema 222,7 millj. kr. Hér verður ekki rætt um 285 milljóna króna inneign borgarinnar hjá ríkinu vegna annarra framkvæmda. Til viðbótar upplýsingum, sem fram koma í bréfinu til fíárveitinga- nefndar, skal tekið fram, að bifreiða- umferð í Reykjavík hefur aukist um 30% sl. 4 ár, og yfir 80% af umferð á höfuðborgarsvæðinu er innan borgarmarka Reykjavikur. Bifreiða- eign í Reykjavík nálgast nú það, sem spáð var fyrir aðeins 2 árum að yrði í lok aldarinnar. Tekjur ríkisins af bif>-eiðum og umferð munu verða um 8,4 milljarð- ar kr. á þessu ári, en útgjöld til vegamála um 2,1 milljarður kr. Af þessu fjármagni renna um 48 millj. kr. til vegamála í Reykjavík, eða um 2,2% af útgjöldum ríkisins til um- ferðarmála. í Reykjavík búa um eftir Geir G. Gunnlaugsson Verðlagsmenn neytenda eru orðnir næsta fáftóðir um fram- leiðslukostnað ef þeir halda að eggjaframleiðendur geti endalaust selt eggin á útsöluverði vegna of- framleiðslu. Margir eggjabændur hafa tapað stórfé, lánstrausti og safnað skuldum. Svo þeir urðu ann- aðhvort að hætta framleiðslunni eða hækka eggjaverðið. Eggin eru nú ódýrustu og bestu matarkaup, þó hænsnafóður sé hátollavara frá Guðmundur H. Garðarsson „Þú getur verið þess fullviss að þingrnenn Sjáif stæðisflokksins kjörnir af Reykvíking- um muni örugglega ekki liggja á liði sínu í að tryggja hag Reykjavíkur, en þó hlýt ég jafnframt að láta þá skoðun í ljósi, að æski- legra hefði verið með tilliti til fjárlaga ársins 1988 að athygli hefði fyrr verið vakin á þessu máli.“ 37,5% af þjóðinni. Að mati sérfræðinga þarf um 200 millj. kr. á ári til að bæta þjóðvega- kerfíð í Reykjavík, en þar við bætist rekstur og viðhaldskostnaður. Þess- ar áætlanir munu ekki miðaðar við að bæta umferðarástand mikið, held- ur aðeins að mæta aukningu umferðar og taka af þann kúf um- ferðarhnúta, sem myndast hefur sérstaklega á síðasta ári og veldur bi(jröðum á götum Reykjavíkur. Það fyrirkomulag, sem viðhaft hefur verið um framlag til þjóðvega í þéttbýli, er augljóslega löngu geng- ið sér til húðar. Er heitið á þingmenn Reykjavíkur að beita sér nú fyrir myndarlegu átaki í þessum efnum í þágfu kjósenda sinna. Davíð Oddsson í bréfí borgarstjóra til þingmanna Reykjavíkur er vísað til afrits af bréfi til fj árveitinganefndar Alþingis dags. 19. nóv. 1987. Nauðsynlegt er að það sé einnig birt. Bréfíð hljóð- ar sem hér segir: Bréf borgarstjóra til fjárveit- inganefndar Alþingis: Reykjavík, 19. nóvember 1987. Fj árveitinganefnd Alþingis, Reylgavík. Hér með er þess farið á leit að fjárveiting til þjóðvega í Reykjavík (þjóðvega í þéttbýli) verði stórlega aukin þegar á næsta ári, annars vegar til að mæta þeim fram- kvæmdakostnaði, sem óhjákvæmi- legur er á því, ári bæði við nýbyggingar og viðhalda þjóðvega í þéttbýli innan borgarmarkanna, og hins vegar til þess að borgarsjóður fái endurgreiddan framkvæmda- kostnað undanfarinna ára. Á árunum 1980—1986 hefur hendi hins opinbera og stór hluti af því sem fæst fyrir eggin fari í föðurvöruskattinn. Þessi skrif for- svarsmanna neytenda um eggjaokr- ið eru því óskiljanleg nema því aðeins að þeir ætli sér að útrýma þessari framleiðslubúgrein í landinu. Neytendur góðir. Það er aldrei hægt að selja neina vöru til lengdar undir framleiðslu- verði, það er verðskynsvilla. Með kveðju til allra viðskiptavina. Höfundur er bóndi að Lundi. borgarsjóður borið kostnað sem nemur 734 millj. kr. vegna þjóðvega í Reykjavík, en fengið úr vegasjóði 351 millj. kr. og á því inni 383 millj. kr. miðað við árslok 1986. Hafa þá kostnaðartölur verið reikn- aðar upp til núverandi verðlags. Kostnaður þessa árs er enn óupp- gerður, en ljóst er að enn bætist við þessa inneign, sem mun nema yfír 500 millj. kr. um næstu áramót mið- að við áætlað verðlag 1988. Þessi inneign borgarsjóðs í vega- sjóði hefur þó ekki orðið til vegna óþarflega mikilla framkvæmda við umferðarmannvirki í Reykjavík því tafír í umferðini hafa stórlega auk- ist. Af þvl leiðir tímasóun og kostnaðarauka fyrir atvinnulífíð á höfuðborgarsvæðinu og gerir sein- legri og dýrari alla þá þjónustustarf- semi sem þar á sér stað fyrir landsbyggðina alla. Ég hef beðið borgarverkfræðing og gatnamálastjóra að fara yfír kostnaðartölur bókhalds með Vega- gerð ríkisins svo ekki sé neinn vafí á um kostnaðartölur. Á næsta ári er fyrirhugað að vinna að eftirtöldum verkefnum, ef fjár- veitingar fást: 1. Gerð Bústaðavegar í nýrri legu framhjá Öskjuhlíð að Miklatorgi, 4 akreinar, kostnaður 74,0 millj. kr. 2. Breyting á Miklatorgi í ljósa- stýrð gatnamót, 8,0 millj. kr. 3. Brú á Bústaðaveg yfír Miklu- braut/Hringbraut við Miklatorg 75,0 millj. kr. 4. Breikkun Bústaðavegar við gatnamót Grensásvegar, 0,7 millj. kr. 5. Breikkun Kringlumýrarbraut- ar frá Hamrahlíð að Miklubraut, 2,9 millj. kr. 6. Breikkun Sætúns úr 2 akrein- um í 4 á kaflanum Skútatorg — Kringlumýrarbraut, 24,3 millj. kr. 7. Sætún, gijótgarðar og fylling vestast, 7,0 millj. kr. 8. Miklabraut, breikkun við Grensásveg, 1,5 millj. kr. 9. Vesturlandsvegur, undirgöng við Hálsabraut, 13,8 millj. kr. 10. Gullinbrú, undirgöng við Fjallkonuveg, 8,0 millj. kr. 11. Skiltabrýr og bætt umferðar- merki og vegvísar, 7,5 millj. kr. Alls er áætlað að þessar fram- kvæmdir kosti 222,7 millj. kr. á verðlagi næsta árs. Þar sem greinilegt er að það kerfi, sem skammtar fé til þjóðvega í þéttbýli, er gengið sér til húðar er hér með farið fram á það að fjárveit- inganefnd sjái til þess að sérstök fjárveiting komi til þjóðvega og þjóð- vega í þéttbýli S Reykjavík á næsta ári og miðist hún við kostnað við ofangreindar framkvæmdir, 222,7 millj. kr. svo og að inneign borgar- sjóðs verði greidd upp á tilteknu árabili, t.d. 3 árum. Davíð Oddsson Kæri Davíð! Af bréfí þínu sést að Reykjavík á svo sannarlega réttmætar kröfur á hendur vegasjóði um háar óupp- gerðar fjárhæðir vegna þjóðvega í þéttbýli í Reykjavík. Þú getur verið þess fullviss að þingmenn Sjálfstæð- isflokksins kjömir af Reykvíkingum muni örugglega ekki liggja á liði sínu í að tryggja hag Reykjavíkur, en þó hlýt ég jafnframt að láta þá skoðun í ljósi, að æskilegra hefði verið með tilliti til fjárlaga ársins 1988 að athygli hefði fyrr verið vak- in á þessu máli. En hvað sem því líður hlýtur krafan að vera sú að hlutur Reykja- víkur verði lagfærður. Gífurlegt umferðarálag er á þjóðvegakerfinu í þéttbýli, umferðin hefur aukist langt umfram áætlanir. Það er því réttmæt krafa af þinni hálfu sem borgarstjóri Reykjavíkur að sérstök Qárveiting komi til þjóðvega og þjóð- vega í þéttbýli í Reykjavík á næsta ári, jafnframt því sem ráðstafanir verði gerðar til að greiða inneignir Reykjavíkur hjá vegasjóði vegna framkvæmda fyrri ára. Umferðaröryggið krefst þess að fullnægjandi fjárveitingar fari úr vegasjóði til vegamála i Reykjavik. Höfundur er einn afþingmönnum Sjálfstæðisflokks fyrir Reykja vík- urkjördæmi. Eggjaverðið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.