Morgunblaðið - 24.11.1987, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 24.11.1987, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1987 15 Dansarar í Kvennahjali. verk séu vænleg til þess að bæta stöðuna? I þessari sýningu er illa farið með Islenska dansflokkinn. Sumir dansaranna í fyrra verkinu eru ekki nógu góðir, þ.e. þeir eru oi' þungir eða á annan hátt ekki rétt skapaðir til þess að geta valdið verkinu. Ef listrænn metnaður Dansflokksins er einhver er óboð- legt að nota dansara sem ekki fullnægja kröfum um þyngd og líkamshlutföll. Hafa mætti í huga að fáir góðir dansarar eru betri en margir misjafnir. í síðara verk- inu er dönsurunum misboðið með því að sóa kröftum þeirra. Það vekur furðu að hingað sé fenginn afbragðsgóður gestadansari eins og María Gísladóttir án þess að áhorfendum gefist tækifæri til þess að sjá hana í hlutverki við sitt hæfí. í báðum verkunum ber hún af öðrum dönsurum en það hefði áreiðanlega verið áhorfend- um til meiri yndisauka að sjá hana í verkum þar sem meira væri kraf- ist af henni. Þar sem bæði verkin eru frumsamin er erfítt að sjá hvað fyrir höfundum vakti. Það er á ábyrgð stjómenda Dansflokksins að meta aðstæður hverju sinni og nýta hæfíleika dansaranna sem best. Að þessu sinni hefur þetta ekki tekist. Ha, hvað líður lífinu? Bókmenntir Friðrika Benónýs DEMANTSTORGIÐ Höfundur: Mercé Rodoreda. Þýð- andi: Guðbergur Bergsson. Útgefandi: Forlagið, 1987. Það er ekki á hverjum degi sem íslenskir lesendur fá spænskar bók- menntir upp í hendumar og mætti gjaman vera meira um það. Ein- staka undantekning verður þó á og ein þeirra er skáldsagan Demants- torgið, eftir Mercé Rodoreda, sem Forlagið hefur nýsent frá sér í íslenskri þýðingu Guðbergs Bergs- sonar. Guðbergur þýðir bókina úr katalónsku en sú tunga var bann- færð á dögum Francos og er þar kannski að finna skýringu á því hversu stórt hlutverk tungumálið sjálft leikur í þessu verki. Demantstorgið er saga Natalíu, óbreyttrar alþýðustúlku í Barce- lóna, og tíminn er fyrir, í og eftir borgarastyijöldina á Spáni sem lauk með valdatöku fasista. Styijöldin er þó undarlega fjarri í þessari sögu. Natalía veit aldrei um hvað er bar- ist og þó hún missi mann sinn, atvinnu og nærri því bömin sín vegna stríðsins, stendur hún á ein- hvem undarlegan hátt fyrir utan og ofan það. Þetta er hennar saga, sögð í fyrstu persónu og eins og Guðbergur segir í eftirmála „lítur út fyrir að höfundurinn hvísli bók- inni fremur að sjálfum sér en lesandanum. Frásögnin er ljóðræn, einlæg og eðlileg. Hér þarf engin undur og stórmerki til að halda athygli lesandans, tungumálið sjálft er mesta undrið. Þar sem ég er ekki læs á katalónsku get ég ekki borið saman frumtexta og þýðingu, en sá íslenski texti sem birtist í þessari bók er einhver sá magnað- asti sem ég hef lesið. Aldrei flatur eða dauður, fullur af lífi og aldrei uppskrúfaður. Hinn „heilagi ein- faldleiki“ er allsráðandi og hugsán- imar flæða eðlilega og - óþvingað eins og hugsanir gera. 0g að lestri loknum fínnst manni bókin öll eitt samfellt ljóð upp á 146 síður og aldrei dauður punktur. En hver er hún þessi Natalía sem á allar hugsanirnar? í upphafí sög- unnar er hún afgreiðslustúlka í bakaríi, sem á dansleik á Demants- torginu mætir örlögum sínum í líki ungs manns með apaaugu. Þau fara að basla og fjölga sér og fylla íbúðina af dúfum. Og hún fer að vinna í fínu húsi og hann fer í stríðið og bömin ein heima. Og hann fellur og hún missir vinnuna og bömin svelta. Og hún giftist kaupmanninum sem óttast stöðugt árás rottanna úr holræsinu. Og hún saknar dúfanna og baslsins. Og kennir stríðinu um, þótt hún hafí sjálf átt mestan þátt í endalokum dúfnanna. Og aðeins tungumálið getur gert hana fijálsa, hugsanir verða að mótast í orð. Og með því að rita sína eigin grafskrift verður hún loks laus undan lífinu sjálfu. En er hún þá fijáls? Eins og áður er komið fram er það ekki sagan sjálf, heldur hvemig hún er sögð sem gerir þessa bók merkilegri en margar aðrar bækur, sem þó leggja meira undir. Að skrifa bók um stríð þar sem stríðið er utan bókar, um ást sem aldrei er orðuð, um konu sem á sér ekki önnur hugðarefni en að lifa af eftir bestu getu, er afrek útaf fyrir sig. En að gera það með þeim hætti að lesanda sýnist listin að lifa vera í því fólgin að gera hversdagslífið að upphafí og endi alls, það er list. Með þessu á ég þó auðvitað ekki við að Rodoreda sé sammála þeim lífsskilningi, sem hún leggur Nat- alíu til. Bókin er full af táknum og vísunum sem segja allt aðra sögu en þá sem Natalía er að segja. Dúfumar sem fylla líf Natalíu fyrir styijöldina og rottumar sem ógna ista. Og þótt Natalía hugsi lítið um stríðið er það eigi að síður örlaga- valdur í lífi hennar. Og myrkvunar- ljósin bláu, tákn stríðsins, dauðans og eyðileggingarinnar, halda áfram að loga í huga Natalíu löngu eftir að styijöldinni er lokið. Og það er ekki fyrr en hún hefur snúið aftur til húss dúfnanna og rist gælunafn sitt, Dúfa, í vegginn, að hún verður fær um að hleypa út öskrinu, sem safnast hefur fyrir í hálsi hennar öll þessi löngu myrku ár í skini ljós- anna bláu. En með því hefur hún líka rist grafskrift frelsisins og flugsins og eftir stendur aðeins Frú Natalía, með eiginmanninn ríka sem er óhæfur til líkamlegra ásta, en svo afskaplega góður í sér. Náttúran leikur stórt hlutverk í sögunni, furðanlega stórt sé tekið mið af því að Natalía er borgarbam og þekkir ekki annað en borgarlíf. Samt em það dýrin og trén sem hún samsamar sig og haf og himinn sem hún miðar alla fegurð við. Hún er náttúmbam og stjómast alfarið af eðli sínu og tilfinningum. Þegar hallar undan fæti óttast hún fólk, en finnur huggun hjá tijánum, sem em alveg öndverð mönnunum. í tijánum og dýmnum er lífíð, en mannfólkið er dáið. Jafnvel þeir sem lifðu af em dauðanum merktir. Og Natalía, sem elskar lífið og lifir bara fyrir lífið, á ekki samieið með þessum dauða og drepur því dúfuna í sjálfri sér. Guðbergur Bergsson er allra manna duglegastur við að koma íslenskum lesendum í snertingu við fjarlæga heima, og hér hefur hann enn einu sinni fært okkur verk sem er bókmenntir eins og þær gerast bestar. Þar sem hrært er saman „himninum og leirnum" og úr verð- ur einn dásamlegur hræringur, uppfullur af framandi lífi og þó svo velferð seinni manns hennar eftir að stríðinu lýkur segja t.d. sína Sögu um álit höfundar á lífinu á . Spáni, fyrir og eftir valdatöku fas- nærri okkur í öllu því er snertir það undarlega athæfi að vera menn- eskja. ; Og, þúsund þakkir, Guðbergur. JÓLAHANDAVINNA NÚ ER RÉTTI TÍMINN KOMIÐ MEÐAN ÚRVALIÐ ER MEST JÓLASTRENGIR PÓSTSENDUM JÓLADÚKAR TIL AÐTELJA ÚT TILBÚNIR OG í METRATALI ÓÐINSGÖTU 1 S. 13130
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.