Morgunblaðið - 24.11.1987, Síða 16

Morgunblaðið - 24.11.1987, Síða 16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1987 Einn af köstulunum, sem Loðvík II bygg'ði. Glæsileg bygging. Götulífsmynd frá Miinchen. Þýskaland 1987 eftír Sigvrð S. Bjarnason Beljumar í Þýskalandi eru ekki ósvipaðar og heima á íslandi. Sum- ar eru með hom, en aðrar ekki og allar hafa þær júgur og hala. Samt vöktu þær óskipta athygli mína á ferðalagi um landið. Ástæðan var einfaldlega sú, að þær voru allar í sömu litum, það er að segja hvítar með svörtum eða dökkbrúnum skellum. Það mun vera skjöldótt kú á góðri afdala-íslensku. Þjóðveij- um finnst þetta bæði sjálfsagt og eðlilegt enda aldir á mjólk þessara kúa. Mér varð fljótlega ljóst að kýmar í Hollandi vora í sömu litum og sama munstri. Ekki kann ég neina skýringu á þessu einhæfa litavali á þýskum beljum, en hér er vafalaust spennandi rannsóknar- efni fyrir dýra- og landbúnaðar- fræðinga. Eftir að hafa velt þessu sérkennilega máli fyrir mér og rætt við marga heimamenn um það, hitti ég víðföralan gamlan Þjóðverja. Hann sagði þetta mjög eðlilegt og að kýmar hefðu alltaf verið svona í sínu föðurlandi, ... nema þær sem byggju í yfír áttahundrað metra hæð í Alpafjöllum. Þær sagði hann að væra allar einlitar, grá- brúnar. Að sjálfsögðu ók ég af stað og tók stefnuna á Alpana. Og viti menn, allar beljur Alpafjalla reynd- ust vera grábrúnar, en enginn kunni á þessu skýringu og þaðan af síður að ég kunni hana. En nóg um þýsk- ar beljur. Hraði á umferð Á ferðum íslendings um Þýska- land hljóta hraðbrautimar að vekja óskipta athygli og þannig fór að sjálfsögðu fyrir mér, enda alinn upp við rykmettaða malarvegi. Byijað var að byggja hraðbrautir ein- hvemtíma fyrir seinni heimsstyij- öldina. Enn er í fullu gildi hrauðbraut sem Hitler lét byggja út frá Hamborg, en hún var sterk- byggð mjög, enda miðuð við að geta borið þunga skriðdreka. En það var hraðinn á ökutækjunum sem fóra um hraðbrautimar, sem vakti mesta athygli. Þýskaland mun vera eina land veraldar, sem hefur hraðbrautir án þess að nokkur lög um hámarkshraða séu þar í gildi. Þar geysast allir áfram á hægri akrein, nema um framúrakstur sé að ræða, þá færa ökutækin sig yfir á vinstri akrein og síðan strax yfir á hægri akrein aftur þegar fram- úrakstri er lokið. Á ferðum mínum eftir hraðbrautunum, fór ég í fyrstu með 140 km hraða, en olli með því talsverðum framúrakstri. Ég ákvað því að reyna að auka hraðann, eft- auðvelt er að koma þessum málum í lag,: bönnum einfaldlega innflutn- ing á slöngunum. Annað fannst mér athyglisvert hjá Þjóðveijum, í sambandi við hjólbarða. Negling á vetrarhjólbörðum er bönnuð með lögum. Undanþága er þó á þeim, sem heimilar notkun á vetrarhjól- börðum með nöglum, undir sjúkra-, slökkviliðs- og lögreglubifreiðum, en aðeins á þeim tímum sem hálka eða ísing er á vegum. Góð hugmynd til þess að spara tugi milljóna á ári hveiju, þó aðeins sé miðað við ir að hafa vanist ákveðnum aksturs- máta Þjóðveija og jók bensíngjöfína og ók með 180 til 190 km hraða. Þá féll ég betur inn í umferðina, en margir bflar geystust fram úr mér þrátt fyrir hraðann og fannst mér ég nánast vera á kyrrstæðum bfl á stundum. Mér var tjáð að ali- margir væra á bflum sem næðu allt að 270 km hraða á klukku- stund, og notfærðu sér hraðann til hins ítrasta. Þannig hefur þetta gengið fyrir sig á hraðbrautunum frá fyrstu tíð og þykir eins sjálfsagt og 30 km hraðinn í Vesturbæ Reykjavíkur. Miðað við hina miklu umferð sem fer um hraðbrautimar, era umferðarslys mjög fátíð. Margt hjálpast vafalaust að við að draga úr slysum, en vegimir era hnökra- lausir, ökutæki allflest nýleg í góðu ásigkomulagi og sjálfsagðasti hlut- ur í heimi, er að enginn er með slöngur í dekkjum bifreiða. Hér er um að ræða öryggisatriði, sem við íslendingar ættum að hafa í huga. Hvers vegna? kann einhver að spyija. Jú, vegna þess að dekk með slöngu getur hvellsprangið og allir geta gert sér í hugarlund hvað þá gerist ef hraðinn er mikill. Öðra máli gegnir um slöngulaus dekk. Verði þau fyrir áfalli, lekur loftið úr þeim hægt og rólega, þannig að ökumenn hafa nægan tíma til þess að átta sig á hvað er að gerast, og gera viðeigandi ráðstafanir í tíma. Hvað skyldu margir hafa lent í því hér á íslandi að slöngu-dekk hafí hvellsprangið og bfllinn farið útaf? Ég skora á umferðarmálafrömuði þjóðarinnar að þeir hefjist nú þegar handa um að kynna hér á landi þá hættu sem er samfara því að aka um með slöngur í hjólbörðum. Hér er um raunhæfa leið að ræða, til þess að fækka slysum. Og mjög Greinarhöfundur fremst á myndinni. í baksýn er einn af köstulum sem Loðvik II byggði. Svifbrautin, sem er geysimikið mannvirki. Eins og nafnið gefur til kynna hangir hún í teinum, í stað þess að aka eftir þeim. Reykjavík. Nagladekk vora að vísu leyfð í Þýskalandi fyrst eftir að þau komu á markað. En þegar yfírvöld komust að því hve miklu tjóni þau ollu, vora þau bönnuð mörgum til hrellingar. Þeir töldu fullvíst að slysum mundi fjölga að miklum mun. Reynslan varð hinsvegar sú að slysum, að vetri til, fækkaði, einfaldlega vegna þess að ökumenn fóra með meiri varúð, enda lausir við hið falska öryggi sem þeir töldu af negldum deklqum. Safna fyrst — kaupa síðan Stórmarkaðir og aðrir söluaðilar í Þýskalandi eyða nú stórfé í auglýs- ingar, þar sem þeir keppast við að bjóða allt milli himins og jarðar á afborgunarskilmálum. 10—20% út- borgun og afganginn á löngum tíma. Nokkuð sem íslendingar mundu vera fljótir að notfæra sér. En það gengur illa að breyta hinum þýska hugsunarhætti og þarlendir halda fast í þann gamla sið, að safna fyrst og kaupa síðan. Þeir geta þá líka með góðri samvisku sagt, þegar þeir festa kaup á ein- hveiju, „ég á þetta“. Alnæmi og um- ferðarslys í Þýskalandi, eins og víðast hvar annars staðar, stendur mönnum stuggur af alnæmi. í júlí sl. varð alvarlegt umferðarslys á þjóðvegi í norðurhluta landsins. Bifreið með tveim mönnum valt út fyrir veg. Hjálpsamir vegfarendur stöðvuðu, til þess að hlúa að hinum slösuðu. Þeir vora illa skomir og alblóðugir, en hjálparfólkið lét það ekki á sig fá. Sjúkrabifreið flutti hina slösuðu síðan á sjúkrahús. Um það bil tveimur klukkustundum eftir slysið, var farið að auglýsa eftir hinum hjálpsömu vegfarendum á öllum útvarpsstöðvum. Þeir gáfu sig ekki fram fyrr en daginn eftir, þegar flest dagblaðanna skyrðu frá því, að annar hinna slösuðu manna var með alnæmi á háu stigi. Hann hafði hins vegar ekki látið svo lítið, að skýra frá því, fyrr en hann hafði verið í umsjá grandalausra lækna og hjúkrunarliðs í rúmlega klukku- stund. Þetta vítaverða athæfi hins sjúka, hefur orðið þess valdandi, að nú tekur enginn þá áhættu leng- ur að stöðva á slysstað, eða aðstoða slasað fólk. Bjórdrykkja Hin árlega Októberfest eða Októ- berhátíð bjórdrykkjumanna hófst hinn 19. september sl. enda ekki ráð nema í tíma sé tekið. Október- fest er mesta bjórdrykkjuhátíð sem haldin er í veröldinni, svo vitnað sé í auglýsingar Bavariumanna. Há- tíðin er haldin í Munchen og í ár

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.