Morgunblaðið - 24.11.1987, Side 19
Ríkissjónvarpið:
Lýst eft-
ir lagi
Söngvakeppnin á
Irlandi í maí á
næsta ári
RÍKISSJÓNVARPIÐ hefur aug-
lýst eftir lagi til þátttöku í
Söngvakeppni evrópskra sjón-
varpsstöðva 1988. Skilafrestur
er til 5. janúar næstkomandi og
skal lögunum skilað á hljóð-
snældu til sjónvarpsins. Ætlun
Sjónvarpsins er að lögum sé skil-
að í því sem næst endanlegum
búningi frá hendi höfundar. Lag-
ið má ekki hafa verið gefið út,
eða leikið í útvarpi eða sjónvarpi.
Dómnefnd skipuð fulltrúum Fé-
lags tónskálda og textahöfunda,
Félags íslenskra hljómlistarmanna,
Félags hljómplötuútgefenda og
Ríkisútvarpsins mun velja tíu lög
til þátttöku í keppni sem haldin
verður í lok febrúar. Höfundar
þeirra fá hver um sig 175 þúsund
króna styrk til að fullvinna lög sín,
ráða flytjendur og gera hljóðritanir
í samvinnu við útgefendur. Sigur-
lagið verður svo valið í beinni
útsendingu þann 7. mars næstkom-
andi. Höfundur þess fær 450
þúsund krónur í verðlaun og skal
með þeim standa straum af kostn-
aði sínum vegna þátttöku í Söngva-
keppni evrópskra sjónvarpsstöðva
(Eurovisionkeppninni) sem fram fer
á írlandi í maímánuði á næsta ári.
Versliuiarráð íslands:
Er ísland of
stórt fyrir
Islendinga?
VERSLUNARRÁÐ íslands held-
ur fund um atvinnuástandið
fimmtudaginn 26. nóvember kl.
15.30 á Hótel Borg.
Á dagskrá fundarins verða flutt
eftirfarandi erindi: Eftirspum eftir
vinnuafli; Bjöm Rúnar Guðmunds-
son hagfræðingur Þjóðhagsstofn-
un, Launaþróun á undanfömum
misserum; Hannes G. Sigurðsson
hagfræðingur VSÍ, Vinnumarkað-
urinn — Hvert stefnir? Einnig flytja
erindi Kristinn Bjömsson forstjóri
Nóa-Síríus, Guðmundur J. Guð-
mundsson formaður Dagsbrúnar,
Einar Oddur Kristjánsson fram-
kvæmdastjóri Hjálms og Davíð Á.
Gunnarsson forstjóri Ríkisspítal-
anna.
Fundurinn er öllum opinn.
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1987
19
Jolagjofin
Káhrs gæðaparket úr eik, beyki
aski eða einni af öllum hinum
viðartegundunum.
Úrvalid er ótrúlegt.
Jólagjöf sem öll fjölskvld
an hefur gaman að, og sem
endist ekki bara fram að
næstu páskum, heldur
heilan mannsaldur.
Líttu við og veld
jólagjöfina í ár
hja okkur.
EGILL ARNASON HF.
PARKETVAL
SKEIFUNNI 3, SÍMI 91-82111