Morgunblaðið - 24.11.1987, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 24.11.1987, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1987 MÁLEFNI ALDRAÐRA/ Þórir S. Guðbergsson Er stefna í húsnæðis - og vistun- armálum aldraðra að breytast? Umræður um málefni aldraðra hafa ekki verið ofarlega á baugi að undanfomu. Umræður hafa að miklu leyti snúist um stjómmál, formannskjör og fjárlagafrumvarp, eilítið um sláturhús og mat á inn- lendum kjötskrokkum og svo að litlu leyti mat erlendis á alþjóða- skrokkum að undanfömu. Víst er að fegurð sköpunarverksins er mik- il og aðdáunarverð, nauðsynlegt er að slátra því fé sem rekið hefur verið af fjalli áður en allt verður um seinan og brýn nauðsyn er á því að kafa djúpt í fjárlagafrum- varpið svo að við getum þá að einhveiju leyti gert okkur grein fyrir því hvort þar er eitthvað sem skiptir aldraða máli nú þegar og í framtíðinni. Til eru í Reykjavík og nágrenni samtök aldraðra, í Reykjavík em til tvö félög, Samtök aldraðra, sem hafa einbeitt sér að byggingu hús- næðis fyrir aldraða og Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Sem telur um 5000 meðlimi, 60 ára og eldri og hefur haft margt á pijónunum frá upphafí stofnun þess, m.a. félagsstarf ogopið hús. Fjölmargir aldraðir hafa þó spurt með réttu: Hverjir vinna fyrir þá aldraða sem verst eru settir í þjóð- félaginu? Hvaða félög einbeita sér að því að leiðrétta kjör aldraðra bæði þeirra sem em í heimahúsum og eins þeirra sem búa á dvalar- heimilum og stofnunum? Sam- gönguráðherra setur lög um niðurfellingu á ársfjórðungsgjaldi á síma og menntamálaráðherra beitir sér fyrir öðmm reglum um niður- fellingu á sjónvarps- og útvarps- gjöldum. Er nokkur sem hefur beitt sér fyrir samræmingu á þessum málum? Aldraður einstaklingur sem er á dvalarheimili og hefur notið lífeyris eða eftirlaunaréttinda getur átt það á hættu að þurfa að greiða öll eftir- laun sín til heimilisins samkvæmt lögum almanna trygginga. En flytj- bók \góð bók ATLAS AB: Glæsilegasta og yíðtækasta uppflettirit sem komið hefur út á íslensku um lönd og lífheim jarðarinnar. 'IM mmwiiiiww ist sami einstaklingur á hjúkmnar- deild/sjúkradeild heldur hann eftir öllum eftirlaunum, óskertum — ein- mitt þegar hann er orðinn svo sjúkur að læknar og hjúkmnar- fræðingar telja hann svo veikan að hann geti ekki lengur notið dvalar á vistdéild og verði að flytjast á hjúkmnardeild þar sem umönnunin og hjúkmnin ásamt vaktaþjónustu er talsvert meiri en á almennri vist- deild. Hefur nokkur tekið að sér að reyna að leiðrétta þessi atriði? Og hvað með pláss fyrir þá aldraða sem veikastir em? Þannig mætti lengi telja og benda á atriði sem enn em á Tniður góðum vegi í málefnum aldraðra. Hinu skal þó ekki gleymt sem gert hefur verið á undanfömum ámm og þykir undmn sæta hversu ör þróun hefur verið á ýmsum sviðum innan málefna aldraðra og flest þeirra á góðum vegi. Þannig er einmitt með húsnæðis- og vistunarmál aldraðra sem ætlun- in var að ræða eilítið um með fáeinum minnisatriðum. Víða em þau mál á góðum vegi. En þó má enn spyija: Tók sveitarfélagið tillit til þeirrar starfsemi sem fyrir var í sveitarfélaginu? Leitðu forsvars- menn ráða hjá þeim sveitarfélögum sem þegar hafa reynslu af upp- byggingu þjónustu fyrir aldraða? Hvað um samtengingu heimaþjón- ustunnar, heimilisþjónustu, heima- hjúkmnar, heimsendingu matar, dagvistardeilda, félagsráðgjafar, tengingu við aðalumferðaræðar og atvinnumöguleika á staðnum? Get- um við byggt hvar sem er og hvemig sem okkur þóknast? Verða kröfur aldraðra meiri eftir því sem árin líða? Hvar vilja þeir búa og hvemig vilja þeir búa? Ollum mun það ljóst að aldraðir em ólíkir að gerð og upplagi. Sum- ir hafa alltaf búið í litlu húsnæði og kunna ekki við sig í sölum nútímafólks. Aðrir hafa alist upp við sæmileg húsakynni, komið sér allvel fyrir og vilja því helst hafa örlítið rúmt í kringum sig, þó ekki væri nema til að geta tekið á móti bömum og bamabömum með sæmilegu móti. Og svo heyrum við þó oft sagt með mikilli hlýju: Þar sem hjartarúm er — er alltaf nóg pláss. Sumir aldraðir em afar upptekn- ir af ræktun, blómum, grænmeti o.s.frv. og vilja því helst hafa mögu- leika til þess að hafa ofurlítinn garðskika á efri ámm þar sem þeir geta komist í snertingu við móður jörð, gróður jarðar o.s.frv. Aðrir vilja helst komast á gott og hlýlegt dvalarheimili þar sem þeir fá þjónustu við hæfí og geta verið innanum jafnaldra sem hafa svipaða reynslu og þeir. Og enn aðrir em þeir sem e.t.v. búa í stóm húsnæði og vildu gjama búa þar áfram og nýta húsnæðið fyrir aðra aldraða sem gætu fengið þjónustu inn á heimilið. Nýlega gerðist það t.d. í Þórshöfn í Færeyj- um að Heimilisþjónustu staðarins barst gjöf, 3 hús aldraðra einstakl- inga sem vom orðnir heilabilaðir og mikil vandræði vom að veita nnægilega þjónustu. Heimilishjálp Þórshafnar tók að sér að skipu- Plastvörur til heimilisnota Heildsölubirgöir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.