Morgunblaðið - 24.11.1987, Side 23

Morgunblaðið - 24.11.1987, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1987 23 Haukadalsá í Dölum eftirEinar Hannesson Við Hvammsfjörð eru margar laxveiðiár, þó að þær séu flestar ( hópi minni straumvatna hér á landi, sem lax er í. Tvær ánna skera sig úr sakir þess hversu góðar lax- veiðiár þær eru, enda vinsælar af stangaveiðimönnum um áratuga- skeið. Þetta eru Laxá í Dölum og Haukadalsá. Haukadalsá verður hér á eftir tekin til sérstakrar um- fjöllunar varðandi veiðimál, en áður hefur hér í blaðinu verið gerð grein fyrir Laxá í Dölum og nýtingu hlunninda í henni. Straumvatn, stöðuvatn ogþverár Ós Haukadalsár í sjó er um 8 km í suður frá Búðardal, skammt norð- an sjávaróss Miðár, og fellur í miðjan hæl Hvammsfjarðar, ef svo má taka til orða þar sem fjörðurinn er eins og stígvél í laginu, sem kunnugt er. Ain er dragá með stöðuvatn á kerfinu. Aðrennslis- svæði árinnar í sjávarósi er 239 km2 sem er aðeins minna en aðrennslis- svæði Laxár í Dölum. Áin sjálf er um 34 km á lengd og efstu drög hennar fast við Tröllakirkju (1001 m á hæð). Haukadalsvatn og efri áin Á vatnakerfí Haukadalsár er samnefht vatn, sem er 3,3 km2 að flatarmáli í 37 m hæð yfir sjó og er í 6 km fjarlægð frá sjó. Þá falla í ána nokkrar þverár og lækir, eink- anlega í Þverá 17 km á lengd í samnefndum dal, sem kemur í ána 6 km frá sjó, og fellur í hana að norðanverðu, og Villingadalsá, sem sameinast ánni að sunnanverðu í 24 km fjarlægð frá sjó. Vatnakerf- ið ofan Haukadalsvatns er nefnt Efri Haukadalsá. Fiskgengi hluti alls svæðisins er 25 km á lengd eða að Réttarfossi, sem er í 175 m hæð yfir sjó. Fall árinnar er því sem svarar 0,7 m á hveija 100 metra vegalengd. Það fyrirkomulag gilti lengst af um nýtingu veiðihlunninda á svæð- inu, að hver jörð ráðstafaði veiði fyrir sínu landi, eins og algengast var áður fyrr í sambandi við veiði- skap í ám og vötnum. Veitt var með netum og eitthvað mun kistu- veiði hafa verið stunduð. Stangaveiði stunduð lengi Það mun hafa verið um 1930 sem að áin neðan Haukadalsvatns var leigð út til stangaveiði og frá þeim tíma til þessa dags hefur verið veitt í henni eingöngu á stöng. Það voru þekktir stangaveiðimenn á þeim tíma, sem leigðu ána. Má í því sam- bandi nefna Eggert Kristjánsson, stórkaupmann, Steindór Gunnars- son, prentsmiðjustjóra, og þá tekur „Víst er að leigutekjur af veiði á vatnasvæði Haukadalsár og veiði- skap eiganda í Hauka- dalsvatni eru mjög góðar og hafa vissulega treyst búskap í þessari sögufrægu sveit.“ við af þeim Lárus Jóhannesson, lög- maður, og enn síðar Gunnar Möller, lögmaður. Um ráðstöfun veiði hafa eigendur að hluta til staðið saman og aðrir leigt öðrum eða ánni allri neðan vatns hefur verið ráðstafað sameiginlega, eins og gert hefur verið nú um árabil. Veiðifélag stofnað í Haukadalsvatni stundar hver landeigandi veiði fyrir sínu landi og er veitt bæði í net og á stöng og stangaveiði leigð. út. Arið 1948 var veiðifélagið Birtingur stofnað um Efri-Haukadalsá. Félagið beitti sér fyrir fiskirækt á svæðinu og hefur leigt ána út til stangaveiði, en þar hefur verið góð silungsveiði auk nokkurrar laxveiði. Hins vegar var heildarfélag um allt svæðið sett á laggimar 1972, með allar jarðir, sem land eiga að öllu svæðinu, en þær eru 28 talsins. Þrískipt vatnakerf i Ágreiningur vegna ólíkra við- horfa til hlutanna kom upp innan félagsins í sambandi við ráðstöfun laxveiði. Það leiddi til þess að ákveðið var með sérstöku sam- komulagi aðila, að félagið starfaði í þremur deildum, sem hver fyrir sig ráðstafaði veiði á sínu svæði. Deildimar em: 1) Haukadalsá, neð- an vatns, 2) Haukadalsvatn, og 3) Efri-Haukadalsá. Sérstök stjóm er fyrir hveija deild og hefur hún kom- ist á með tvær deildir. Enn á eftir að setja á laggimar stjóm fyrir vatnið sérstaklega. Það verður von- andi gert fljótlega. Gert var ráð fyrir að þetta samkomulag gilti ákveðinn tíma og er sá tími senn liðinn. Veiðiskýrslur og- veiðitölur Á vatnasvæði Haukadalsár em lax, urriði og bleikja, bæði stað- bundinn og sjógenginn silungur. Um laxveiðina liggja fyrir góðar skýrslur þegar til lengri tíma er lit- ið. Hins vegar er minna vitað um veiðimagn úr Haukadalsvatni, en það er ágætt veiðivatn. Metveiði 1.322 laxar Meðalveiði á stöng ( Haukadalsá neðan vatns á ári á tímabilinu 1966-1985 eða í 20 ár em 789 laxar. Mesta veiði á einu ári var sumarið 1972 en þá fengust alls 1.322 laxar á stöng í ánni neðan vatns. Sama meðaltal fyrir 1970—1979 vom 949 laxar. Auk þess hafa veiðst laxar í Efri-Hauka- dalsá, nokkrir tugir laxa sum árin, mest 65 laxar, og önnur minna, og í Haukadalsvatni hefur fengist eitt- hvað af laxi í net. Heimilaðar hafa verið mest samtímis sex stengur við lax- og göngusilungsveiði í straumvatni á öllu svæðinu. Fiskirækt á svæðinu Á áranum um og eftir 1930 var reist klakhús við ána og var það starfrækt í nokkur ár. Klakmaður var Guðjón Jónsson. Þannig var sleppt kviðpokaseiðum af Hauka- dalsárstofni og einnig af stofni Laxár í Dölum. Eftir að sumaralin laxaseiði komu til sögunnar á sjötta áratugnum og síðar gönguseiði af laxi, hefur slíkum seiðum verið sleppt nokkuð árvisst í vatnakerfíð. V eiðimannahús Tvö veiðimannahús hafa verið byggð við neðri ána. Veiðitími og veiðistaðir Laxveiðitíminn í Haukadalsá er frá miðjum júnímánuði til jafn- lengdar í september ár hvert. Að venju er á degi hvetjum hlé um miðjan daginn, eins og yfírleitt tíðkast í laxveiðiánum. Veiðistaðir ( Haukadalsá neðan vatns munu vera 32 talsins. Besti veiðistaðurinn á svæðinu nefnist Homið, en auk þess má nefna veiði- staðina Long Strong og Systrapoll sem einnig em gjöfulir. Leigntakar Fyrr var getið um nokkra menn, sem komu við sögu stangaveiði í neðri Haukadalsá á ámnum fyrir seinni heimsstyijöldina. Síðar verða leigutakar í ánni, að hluta til, ýms- ir. Þar er helst að geta Stangaveiði- félags Akraness, sem lengst hafði ána á leigu, Stangveiðifélag Hafn- arfjarðar, auk fjölda einstaklinga. Þá má nefna Guðbrand Jömndsson frá Vatni, sem átti hlutdeild í ánni og leigði part hjá öðmm og endur- leigði það svæði. Við þá sögu kom einnig Helgi Magnússon, sem var í hópi þekktra stangaveiðimanna á sínum tíma. Víst er að leigutekjur af veiði á vatnasvæði Haukadalsár og veiði- skap eiganda í Haukadalsvatni em mjög góðar og hafa vissulega treyst búskap í þessari sögufrægu sveit. Höfundur er skrifstofustjóri Veiðimálastofnunar. Efri-Haukadalsá, efst i Haukadal. í baksýn sést að Giljalandi. Þessar verslanir bjóða upp á pöntunarþjónustu á gluggatjöldum frá Vogue og hafa sýnishorn á staðnum. Álnabúðin, Mosfellssveit. Efnaval, Vestmannaeyjum Pöntunarfélag Rangæinga, Rauðalæk Kaupfélag Árnesinga, Selfossi. Kaupfélag Dýrfirðinga, Þingeyri Kaupfélag Fram, Neskaupstað. Kaupfélag Héraðsbúa, Reyðarfirði Kaupfélag ísfirðinga, ísafirði. Kaupfélag Langnesinga, Þórshöfn. Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki. Kaupfélag Skaftfellinga, Höfn í Hornafirði. Kaupfélag Stöðfirðinga, Stöðvarfirði Kaupfélag Þingeyinga, Húsavík. Versl. Díana, Ólafsfirði. Versl. Femína, Keflavík. Versl. Ósk, Akranesi. Versl. Skemman, Akureyri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.