Morgunblaðið - 24.11.1987, Page 28

Morgunblaðið - 24.11.1987, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1987 Ástand mannréttindamála í Sovétríkjunum: Ráðamenn teknir að hallast að upphaflegri stefnu Leníns Andstaðan „nefbrotin“ 1 stað útlegðardóma og fangelsisvistar AP Bandarískir sérfrœðingar telja sig sjá ýmis merki þess að sovéskir ráðamenn séu teknir að hallast að hugmyndum Vladimirs Lenin um mannréttindi. Myndin sýnir hefðbundna byltingarhátíð á Rauða torginu í Moskvu þar sem jafnan getur að líta risastórar myndir af Lenín og öðrum helstu hugmyndafræðing- um kommúnismans. Iteuter Mikhail S. Gorbachev Sovétleiðtogi flytur ræðu i tilefni 70 ára af- mælis byltingar kommúnista i Rússlandi. 1 ræðunni bar tann i'of á Jósef Stalín fyrir að hafa komið á samyrkjubúskap í Sovétríkjunum en fór varfæmum orðum um afleiðingar þeirrar stefnu. eftírívar Guðmundsson ÞEGAR litið er til þróunar mann- réttindamála i Sovétrikjunum, „Glasnost“-stefnu Mikhails Gorbachev og ræðu hans nýlega um mannréttindamál og valdatíð Stalíns, fer varla hjá þvi, að það hvarfli að mönnum að Gorbachev hafi í hyggju að snúa aftur að upphaflegri stefnu byltingarleið- togans Leníns í mannréttinda- málunum. Þetta er skoðun Richards Schift- ers aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann hefir með höndum mannréttinda- og mannúð- armál í utanríkisráðuneytinu. Ráðherrann hefir langa reynslu á þessu sviði, hefir starfað sem full- trúi Bandaríkjanna í Öryggisráði og Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna með sendiherranafnbót. Schifter ræddi þessi mál við blaða- menn hér í Washington nýlega og rakti það, sem gerst hefir í mann- réttindamálunum í Sovétríkjunum, sérstaklega á síðastliðnu ári, að dómi Bandaríkjastjómar. „Það er ekki úr vegi“, sagði Schifter, „að minnast þess, að nú um stundir er nærri eitt ár liðið frá því að við hörmuðum lát Anatoly Marchencos skálds í fangabúðum í Rússlandi." „Ef við berum saman ákvæði um mannréttindi, einsog þau eru skýrð í Helsinki-sáttmálanum eða Mann- réttindaskrá Sameinuðu þjóðanna, við ástand mannréttindamála í Sov- étríkjunum þá er sannarlega ekki af miklu að státa. En ef við berum það saman við ástandið í upphafi áttunda áratugsins og þar áður, má segja að um umtalsverðár breyt- ingar sé að ræða. Þær framfarir virðast mér gefa til kynna að fyrir- myndin hafí verið sótt til stefnu Leníns í mannréttindamálum, eins og hann hafði hugsað sér þau. Ef athugað er gaumgæfilega hvað Gorbachev hefir sagt undanfarið er greinilegt, að hann hefír í hyggju sams konar breytingar og Lenín reyndi að koma á meðan hann var við völd. Hjá Lenfn voru réttindi einstakl- ingsins betur tryggð en undir stjóm Stalíns, en engu að síður mótaðist stjómarfarið af valdi öryggislög- reglunnar og alræði yfirstjómar flokksins." „Að þessu nefndu," sagði Schift- er, „skal ég skýra hvaða atriði það em, sem við ræðum við Sovétmenn í þessu efni. Okkur er það ljóst, að það er íilgangslaust að segja við þá: „Það, sem við ætlumst til af ykkur er, að þið byijið strax á morgun að fylgja öllum fyrirmælum Mannréttindayfírlýsingar Samein- uðu þjóðanna. í þess stað reynum við að leggja fram mál þar sem við vonumst til að geta náð einhveijum árangri. Verður þá helst fyrir valinu mál þess fólks sem óskað hefir eft- ir leyfí til að flytjast frá Sovétríkj- unum því við teljum óréttlátt að binda það fólk sem vill flytjast úr landi átthagafjötrum. Þetta hefír gengið heldur misjafnlega en þeir hafa þó veitt fleira fólki brottfarar- lejrfí en áður og þá helst gyðingum, Þjóðveijum og Armenum. Á þessu sviði hefír orðið breyting frá árun- um 1983-1986 er allar dyr voru harðlokaðar fólki, sem vildi flytja úr landi. Reynt er að hjálpa fólki, sem vistað hefír verið á geðveikra- stoftiunum. Við gerum það sem við frekast megum í þessu efni. Hér er um að ræða fólk, sem hefír ver- ið lagt inn á geðveikrahæli með valdi af eftirfarandi ástæðum: í fyrsta lagi hafa fjölmargir ver- ið lokaðir inni á geðveikrahælum fyrir þá sök eina að hafa brotið gegn 190. grein sovéskra hegning- arlaga sem kveður á um að það sé refisvert afbrot að rægja Sovétrík- in. Þá er fólk einnig vistað á geð- sjúkrahúsum samkvæmt 70. grein sömu laga sem mælir fyrir um að þeir sem gerast sekir um áróður gegn rfkinu skuli þola 7 ára fangels- isdóm og 5 ára „útlegð". Við höfum einnig reynt að hjálpa fólki, sem hefír verið dæmt til fangelsisvistar fyrir ástundun trúarbragða og píé- dikanir. Við vitum um minnsta kosti 500 manns, sem eru í haldi í fang- elsi eða í geðveikrahælum vegna brota gegn fyrmefndum lagagrein- um. í þessu sambandi er nauðsyn- legt að gera sér ljóst, að hér er um að ræða heilbrigt fólk, sem er lokað inni á geðveikrahælum og er ekki sálsjúkt samkvæmt þeim viðmiðun- um, sem gilda víðast hvar um allan hinn siðaða heim . Eini „glæpurinn" sem þetta fólk hefír framið er að hafa aðrar skoðanir en stjómvöld viðurkenna." Starf kirkjunnar takmarkað „Að auki,“ sagði Schifter, „reyn- um við að vera til aðstoðar í málum, sem varða takmarkanir trúarlífs og ástundun þess auk mála sem snerta bann stjómvalda við að kirkjur vinni að líknarmálum. Þá reynum við að leggja inn gott orð fyrir fólk, sem hefír lent í erfíðleikum fyrir þær sakir að hafa flutt inn biblíur og bænabækur til landsins, en það er talið hegningarvert." Blaðamaður spurði Schifter hvort óhugsandi væri að sovéskir ráða- menn myndu viðurkenna hlutlausa dómara, sem dæmdu sjálfstætt og án tillits til vilja kommúnistaflokks- ins og stjómar hans. „Það kæmi þeim vafalaust spánskt fyrir sjónir, að leyfa sjálf- stætt dómsvald, sem dæmdi í andstöðu við flokkinn og ríkið. Þetta er það, sem þeir þurfa að læra að sætta sig við, en það líða vafalaust ár og dagar þar til sjálf- stætt dómsvald verður að veruleika í Sovétríkjunum," sagði Schifter. Ásakanir um mannréttindabrot í Bandaríkjunum Schifter var spurður hvemig bandarískir embættismenn brygð- ust við ásökunum Sovétmanna um að mannréttindabrot séu ástunduð í Bandaríkjunum. „Við höfum gert það að reglu að svara þeim fullum hálsi. Þeir hafa borið fram mál, sem við telj- um, að heyri ekki undir undir Helsinki-sáttmálann né Mannrétt- indayfirlýsingu Sameinuðu þjóð- anna og em þannig raunverulega ekki ti! umræðu, sem brot á milliríkjasamþyktum um mannrétt- indamál. En þrátt fyrir það gemm við okkur far um að ræða og út- skýra slík mál eða ásakanir. Og ég skal rekja tvö nýleg dæmi um hvemig við bmgðumst við ásökun- um um mannréttindabrot í Banda- ríkjunum." Dauðarefsing unglinga „Sovétmenn bám fram kvörtun vegna þess að í 13 fylkjum Banda- ríkjanna væri heimilt að dæma unglinga til dauða hefðu þeir fram- ið morð af fyrstu gráðu. Með öðmm orðum, dauðarefsing unglinga væri viðurkennd í Bandaríkjunum. Mannréttindasamtökin Amnesty Intemational hafa einnig bryddað upp á þessu máli við okkur. Við bentum á, að þetta mál væri ein- mitt þessa dagana til umQöllunar í Hæstarétti Bandaríkjanna. Ég út- vegaði öll málsskjöl og gerði ráðstafanir til að fulltrúar Sov- étríkjanna fengju aðgang að Hæstarétti er málið kæmi fyrir hann. Þeir þáðu boðið og fengu tækifæri til að kynna sér hvemig við afgreiðum slík mál í réttarríki." 18 ára tugthús fyrir „friðarstarfsemi“ „Hitt málið var ásökun um, að friðarsinnar hefðu verið dæmdir fyrir að hafa ástundað „friðarstarf- semi“. Allir þeir sem þekkja eitt- hvað til Bandaríkjanna vita að þetta er óhugsandi. Það sem átti sér stað var eftirfarandi: Þrír kaþólskir prestar og einn leikmaður, sem allir eru yfirlýstir friðarsinnar, ákváðu, að sýna það í verki. Þeir héldu til herstöðvar einnar í Missouri þar sem kjam- orkusprengja er geymd, vopnaðir vírklippum, loftborum og sleggjum. Þeir klipptu á vírgirðingu, sem reist hafði verið umhverfís geymslustað- inn. I henni var hins vegar viðvör- unarbúnaður og mennimir voru handteknir en þó ekki fyrr en þeir höfðu unnið talsverðar skemmdir. Dómarinn, sem hafði málið til meðferðar, spurði hina ákærðu hvort þeir hefðu í hug á að vinna aftur slíkan verknað yrðu þeir látn- ir lausir. Tveir þeirra svöruðu spumingunni játandi en hinir sögðu nei. Þeir fyrmefndu vom dæmdir til 18 ára vistar innan fangelsis- múra en hinir í átta ára fangelsi. Dómarinn benti á í úrskurði sínum að samkvæmt bandarískum náðun- arreglum þýddi dómurinn þriggja til fimm ára fangelsi þar sem saka- mennimir mættu eiga von á náðun fyrir góða hegðun í fangelsinu. Ég afhenti sovésku fulltrúunum afrit af ákæranni svo ekki færi á milli hver hún væri. Þeir fengu einn- ig dómsskjölin ásamt skjölum náðananefndarinnar svo ekki færi á milli mála hvað hefði gerst. En ég gat ekki stillt mig um að minna Sovétmennina á þá staðreynd að refsing fyrir að skemma viljandi ríkiseignir í Sovétríkjunum er 5-10 ára fangelsi. í Sovétríkjunum er engin miskunn sýnd með styttingu fangelsisdóma fyrir góða hegðun, en hins vegar er refsivistin lengd þyki hegðun hins dæmda óviðun- andi. Ég sagði að lokum við þá: „Það er vafalaust hægt að fmna dæmi um mannréttindabrot ( Bandarílqunum. Ef þið getið bent á þau og þau eiga við rök að styðj- ast munum við hiklaust viðurkenna að þau hafi átt sér stað og reyna að gera ráðstafanir til að þau verði ekki endurtekin.“ Hægfara breytingar Blaðamaður spurði: „Þú segir, sendiherra, að það megi merkja greinilega stefnubreytingu á sviði mannréttindamála í Sovétríkjunum. Telur þú, að þetta hafí verið hæg- fara þróun eða að ráðamenn hafi einn góðan veðurdag ákveðið að að bæta nú ráð sitt í þessum efnum?" Schifter sagði talsverðan aðdrag- anda að þessari stefnubreytingu. Er Mikhail Gorbachev tók við emb- ætti aðalritara sovéska kommún- istaflokksins hefði verið ákveðið, að taka þátt í umræðum um mann- réttindamál á alþjóðavettvangi. Hins vegar ætluðu Sovétmenn ekki að taka stöðugum ásökunum þegj- andi heldur hefja gagnsókn. Þeir hefðu ekki í hyggju að viðurkenna eitt né neitt heldur slá frá sér. Schifter var spurður hvað hægt væri að ráða af ræðu Gorbachevs í tilefni 70 ára aftnælis byltingar- innar um mannréttindamál og valdaskeið Jósefs Stalín. Sumir teldu ræðuna ’ofa góðu, aðrir segð- ust hafa orðið fyrir vonbrigðum. „Ég las ræðuna frá upphafí til enda og varð fyrir vonbrigðum," svaraði Schifter. „Mér fannst yfirlit hans yfír tímabilið frá 1920 til 1930, með fáeinum undantekningum, vera hliðhollt ógnarstjóm Stalíns. Ég var undrandi á þeirri tölu, sem hann nefndi jrfír þá sem voru myrt- ir á þessu tímabili. Hún var að mínum dómi víðs fjarri hinu sanna því milljónir manna létu lífið en ekki þúsundir. Þá vakti yfirlýsing hans um að það hefði verið algjör- lega rétt stefna að neyða samvinnu- búskapnum upp á þjóðina furðu mína. Það er að sjá að Sovétmenn hafí ekki komið auga á þessi mistök eins og Kínveijar hafa nú gert.“ Takmarkaðar breyting- ar í vændum Blaðamaður spurði Schifter hvort ræða Gorbachevs benti að hans dómi til að verulegar breytingar væra í vændum í Sovétríkjunum á sviði mannréttindamála. „ Nei,“ svaraði Schifter. „Ég tel að ræðan hafí bent til takmarkaðra

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.