Morgunblaðið - 24.11.1987, Side 31

Morgunblaðið - 24.11.1987, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1987 31 markað stefnu um innihald slíks náms. Endurnienntun kennara Talað er um endurmenntun kenn- ara bæði í skýrslunni um íslenskuna og stærðfræðina. í íslenskuskýrsl- unni er talað um að kennarar þurfi að eiga þess kost að sækja reglu- lega námskeið í ákveðnum þáttum kennslunnar og í stærðfræðiskýrsl- unni segir m.a. að kennarar þurfí að eiga þess kost að sækja tíma við Háskólann með skipulegum hætti. Ekki er nánar farið út í að gera tillögur um heildarfyrirkomu- lag á endurmenntun starfandi kennara. í þessu sambandi er rétt að geta þess að námsbraut í uppeldis- og kennslufræðum hefur sent frá sér tillögur að endurmenntun fram- haldsskólakennara sem unnar voru í samvinnu við fulltrúa frá Hinu íslenska kennarafélagi. Þar er lagt til að uppeldis- og kennslufræðin í HÍ, í samvinnu við Endurmenntun HÍ, taki að sér endurmenntun fram- haldsskólakennara á sama hátt og Kennaraháskólinn hefur nú um margra ára skeið sinnt endur- menntun grunnskólakennara með skipulegum hætti. Yrði sú endur- menntun skipulögð í samvinnu við KHI. Nú fer endurmenntun fram- haldsskólakennara fram að frum- kvæði og á vegum fagfélaga kennara, þ.e. á þeirra eigin vegum en með fjárstuðningi frá Endur- menntun HÍ. í tillögunum er m.a. lagt til að endurmenntun kennara í einstökum greinum fari fram jafnhliða starfí á starfstíma skóla. Kennarar komi saman á minni og stærri fundum með jöfnu millibili í eitt skólaár og markmiðið er að þeir þrói með sér bætta kennsluhætti og reyni þá í starfí jafnhliða náminu. Jafnvel verði þróað námsefni í sambandi við námið. Þeir sem taki þátt í nám- inu fái kennsluafslátt í þijár stundir á viku meðan á náminu stendur eða í eitt skólaár. í tillögunni er lagt til að slíkt nám fari af stað í tveim greinum í nokkrum skólum. Það fari af stað með ráðningu eins stjómanda úr hvorri grein og verk- stjóra úr skólunum. Þeir verði ráðnir með nokkrum fyrirvara og öðlist þjálfun á námskeiði í nokkrar vikur áður en hið almenna nám fer af stað þar sem meðal annars verði útbúin kennslugögn. Tillagan barst menntamálaráðuneytinu snemma í sumar en formlegt svar hefur ekki enn borist. Margt þarf endur- bóta við Eins og segir fyrr í þessari grein var tilefni hennar að bregðast við órökstuddri gagnrýni á nám í upp- eldis- og kennslufræðum sem í mörgum tilfellum virðist byggð á röngum eða engum upplýsingum. í greininni hefur verið sagt frá ákveðnum þáttum þesssa náms sem við, sem að því stöndum, teljum að hafí orðið til framfara. Það skal tekið fram að lokum að margt þarf enn endurbóta við. Á reglulegum fundum kennara og leiðsagnar- kennara um þróun námsins, sem fóru af stað við upphaf þessa miss- eris, eru nú í mótun frekari breyt- inga, sem m.a. eru byggðar á hugmjmdum kennaranna sjálfra, ábendingum starfandi kennara í grunnskólum og framhaldsskólum og nema sem sótt hafa námið und- anfarin ár. Það getur vart talist veijandi fyrir menntamálaráðuneytið að skrifa undir og gefa út skýrslu um ákveðna þætti skólastarfs, sem að allt of stórum hluta er sleggjudóm- ar eða órökstuddar fullyrðingar. En með tilliti til náms kennara verð- ur útkoma umræddra skýrslna vonandi annars vegar til þess að teknar verði til greina óskir náms- brautar í uppeldis- og kennslufræð- um um aukin fjárframlög til endurbóta á náminu og hins vegar að deildir Háskólans taki höndum saman um að miða námsframboð sitt betur við kennslu í viðkomandi greinum. Höfundur er kennslustjóri í upp- eldis- og kennslufræðum íHáskóla tslands. Metsölubloð á hverjum degi! STOLPI Vinsæli töivuhugbúnaðurinn Staðgreiðslukerfi skatta Nýtt launakerfl, sem byggt er á hinu vinsæla launa- kerfí okkar. • Mjög sveigjanlegt og létt að læra. • Gert fyrir nánast öll afbrigði launagreiðslna. • Mánaðarlegar skilagreinar þó greitt sé vikulega. • Gert fyrir 999 launþega og 99 deildir. • Hægt að tengja stimpilklukkum, fjárhags- og verkbókhaldi. • í STÓLPA eru sjö önnur alsamhæfð kerfí. • Gengur á allar PC, XT og AT tölvur, IBM sam- ræmdar. • Góð þjónusta og kennsla. Námskeið: 25, nóv., 10., 17. og 28. des. kl. 8.00-17.00. Verð með söluskatti kr. 44.000,- Litli STÓLPI fyrir 10 launþega kr. 19.800,- Námskeið, einn dagur kr. 4.000,- Þú lærir á kerfíð, setur inn upplýsingar um alla launþega og reiknar út launin á einum degi (allt að 40 launþegar). Hringdu og fáðu nánari upplýsingar. Sala, þjónusta Markaðs- og söluráðgjöf, Björn Viggósson, Ármúla 38, 108 Rvk., sími 91-687466. Hönnun hugbúnaðar Kerfisþróun, Kristján Gunnarsson, Ármúla 38, 108 Rvk., sími 91-688055. eiWM STERKI TÓWW' - fær stöðugt meiri hljómgrunn. Ástæðurnar eru augljósar. SPRED LATEX er ný og endurbætt innan-1 hússmálning með 25% gljástigi en var áður 15%. SPRED LATEX er vatnsþynnanleg akrýl- málning, afar slitsterk og auðveld í þrifum. Þess vegna notar þú hana þegar þú málar eldhúsið, baðið og ganginn eða aðra fleti sem mikið mæðir á. SPRED LATEX - innan þinna veggja SPRED LATEX fæst í 10 staðallitum en litamöguleikarnir eru margfalt fleiri. STTJ rss I p ^ ^ HARPA lífinu lit. AUK ht. 111.11/SlA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.