Morgunblaðið - 24.11.1987, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 24.11.1987, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1987 ÚTBOÐSLÝSING kr. 100.000.000 00/ioo SkuWabréf meík 11,2% vöxtum wrötryggiogu Sláturfélag Suðurlands hefur gefið út nýjan flokk skuldabréfa, 1. fl. 1987. Alls eru gefin út skuldabréf að nafnverði eitthundrað millj- ónirkróna. Gefineru úteingreiðslubréf ffjór- um flokkum, með eftirfarandi gjalddögum: 25.5.1990 25.5.1991 25.5.1992 25.5.1993 kr. 25.000,000 kr. 25.000,000 °¥ioo kr. 25,000.000 ®¥ioo kr. 25.000,000 °¥too Öll skuldabréfin eru að nafnverði kr. 100.000. Skuldabréfin eru verðtryggð miðað við lánskjaravísitölu, án vaxta. Bréfin eru seld með afföilum, sem tryggja kaupend- um þeirra 11,2% vexti umfram verðtrygg- ingu. Sláturfélag Suðurlands kaupir til baka skuldabréfin frá þeim ergenöum þeirra, sem þess óska innan .brjggja .daga ftá því að ósk um sölu barst. . , Sláturfélag Suðuríands æisir nú n'yjá kjötiðn- aðarstöð og nýjar höfuðsíöðvar sínar að Laugarnesi í Reykjavík, og verður andvirði skuldabréfanna varið íi1 fcarnkvæmda þar. Skuldabréf Sláturfélags Suðurlands fást einnig hjá eftirtöídum aðiium: Kaupþingi hf., Húsi Verslunarinnar, Reykjavík. Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, Skólavörðustíg 11, Reykjavík, Kaupþingi Norðurlands hf., Ráðhústorgi 5, Akureyri. * SlATURFÉLAG “ SUÐURLANDS Skuldabréfaútboð 1. fl. 1987 Morgunblaðið/GL Guðrún Eiríksdóttir ásamt gestgjöfum sínum, Bergljótu Skúladóttur t.v. og- Guðrúnu Valdimarsdóttir. Attræðisaf mæli og vetrargleði í Jónshúsi Jónshúsi, Kaupmannahöfn. GUÐRÚN Eiríksdóttir frá Sand- haugum í Bárðardal varð áttræð 18. okt. sl. Hún hefur átt heima i Kaupmannahöfn í 40 ár og er Imörgum að góðu kunn, ekki sizt íslendingum á öllum aldri hér í íslendinganýlendunni og þeim mörgu, sem líta inn í Jónshús. Guðrún hefur átt sæti i stjórn íslendingafélagsins í 32 ár. Síðdegis á afmælisdaginn var , móttaka í félagsheimilinu í Jóns- | húsi, þar sem rúmlega ‘hundrað 1 gestir heilsuðu upp ■{>.' afmælisbam- ið, en Bergljót gestgjafi bauð til - veizluborðs af mildlli ,'raUsn.' Um 3 kvöldið hélt stjóm'íslendingafélags- ins Guðrúnu samsæti og var jiangað boðið um 40 gestum. Bárst af- mælisbaminu fjöldi gjafa og blóma, j auk skeyta að heiman, m.-a. frá j forseta Islands, Vigdísi Finnboga- j dóttur. í hófinu vom haldnar ræður og Guðrún heiðruð á ýmsan hátt i af félögum og einstaklingum, og i var hún gerð að heiðursfélaga ís- lendingafélagsins, en fyrir nokkrum árum varð hún heiðursfélagi Félags ísl. námsmanna. Guðrún Valdi- marsdóttir varaformaður íslend- ingafélagsins hafði veg og vanda af undirbúningi veizlunnar. Guðrún Eiríksdóttir biður fyrir ij innilegar þakkir til allra, 'bæði hér og heima, sem glöddu hana á af- mælisdaginn, ekki sízt til þeirra, ' sem stóðu fyrir veizlunum. Hún er | bæði hrærð og þakklát fyrir, hve margir mundu eftir henni á þessum merkisdegi. Vetrargleði Nýlokið er hátíðaviku íslendinga- félagsins í Kaupmannahöfn, Vetr- argleði ’87, sem byijaði fyrsta vetrardag. Tókst þessi nýbreytni frábærlega vel, bæði um skipulag og aðsókn og var aðstandendum sínum til mikils sóma. Mun láta nærri, að rúmlega 1000 manns tækju þátt í vetrargleðinni á einn eða annan hátt. Hófst dagskráin ávallt á íslenzku myndefni og síðan borðaði fjöldi manns íslenzkan mat og þar á eftir var svo dagskrá í formi upplesturs, tónleika, jazzkvölds, sýninga ís- landsmyndar, bingós o.fl. Auk þessa efnis, cem allt -fór fram í fé- lagsheimiiinu í Húsi Jóns Sigurðs- •sonar,. var gariga um íslendinga- slóðir, guðsþjónústa í Skt: Pálskirkju og hlutvelta íslenzka safnaðarins í messukaffinu á.degi eldra'íólksins, sem sendiherrahjón- in, Sara Stoss cg Hörður Helgason, buðu eldri borgurunum til. Og síðast en ekki cízt kom Ómar Ragnarsson ásamt Hauki Héiðari og skemmtu þeir bömunum um miðjan dag, en á dansleik um kvöldið, sem tæplega 300 manns sóttu. Skemmtu allir árgangar cér vel saman þar, ný- nemar meðal annarra, sem komu beint frá Rússagildi Námsmannafé- lagsins. Upphafsmaður þessarar vel heppnuðu viku var Kristín Odds- dóttir Bonde, fráfarandi ritari í stjóm íslendingafélagsins og bóka- vörður þess, en hún hafði lengi hugleitt, hvemig mætti auka að- sókn að íundum og skemmtunum íslenzku félaganna í félagsheimil- inu. Kristín var líka framkvæmda- stjóri hátíðarinnar, en stjómin öll stóð með henni, ekki sízt Amar Ingólfsson, sem er mikil driffjöður í félagsstarfinu nú, og einnig voru viðbrögð námsmannafélagsins mjög jákvæð. Kristín leggur áherzlu á, hve margt fólk á öllum aldri kom til
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.