Morgunblaðið - 24.11.1987, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1987
Heimsreisufarar
Útsýnar í Kína
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá heimsreisuför-
um Útsýnar sem hafa verið á ferð í Kína en voru i Thailandi
þegar skeytið var sent:
„A meðan fréttir berast af mögu-
legri þjóðarsátt heima á Fróni vinna
heimsreisufarar Útsýnar markvisst
að betri samskiptum austurs og
vesturs. Hópurinn hefur nú lokið
ferðalagi sínu í Kína og er þessa
dagana staddur í Thailandi á hvítri
baðströnd í 30 stiga hita.
Þrátt fyrir mannhafið í þessu
fjölmennasta ríki jarðar var gefínn
gaumur að hinum mikilvægu smá-
atriðum. Sem dæmi má nefna að
meðan hópurinn dvaldist í Beijing
á „Great Wall Sheraton" hótelinu,
þá ráku margir úr hópnum upp
stór augu er þeir kveiktu á sjón-
varpinu. Til að kóróna frábæran
aðbúnað hópsins sýndi hótelið kvik-
myndir með íslenskum texta á
kvöldin og þótti þá mörgum nóg
um.
Hópurinn dvaldist í fímm borg-
um Kína; Höfuðborginni Beijing,
Xian, Shanghai, Guilin og Guangz-
how (Kanton). Stóðu menn ýmist
á öndinni yfír stórkostlegum bygg-
ingar- og listafrekum sem hér er
að fínna eða með öndina í hálsinum
á kínverskum matsölustöðum þar
sem innfæddir kokkar leyfðu eyjar-
skeggjum úr norðri að bragða
daglega á nýjum affekum sínum
úr eldhúsinu. Þess má geta að sá
siður að borða með hníf og gaffli
er nú aflagður, borðar nú hópurinn
aðeins með pijónum, og er haft á
orði að fjölskyldumeðlimir sem
heima sitja, megi vænta þar ýmissa
breytinga er Kínafarar snúa heim.
Hina 15 daga sem hópurinn dvald-
ist í Kína sá hann marga af
hápunktum kínverskrar menning-
ar. Má þar nefna Torg hins
himneska friðar í Beijing, þar sem
grafhýsi Maos er, Forboðnu borg-
ina sem er einstök samsetning halla
og garða, Kínamúrinn, en maður
sér fyrst hversu gífurlegt mann-
virki hann er þegar maður stendur
á honum, Terracottahermennina í
Xian, safn 8000 hermanna og hesta
í fuliri líkamsstærð, grafínna í jörðu
við grafhýsi keisarans Qin Shi
Huang Di. Allt ber þetta vitni um
stórkostlega menningu sem hér
hefur ríkt og síðast en ekki síst er
að nefna hið kínverska mannlíf í
dag í sinni óendanlegu fjölbreytni.
Af öðrum hápunktum ferðarinnar
er að nefna siglingu á Li Anni, en
þar er að fínna eitt fegursta lands-
lag á jörðu. Eru þetta helstu
umræðuefni heimsreisufara þessa
dagana á milli þess sem þeir sökkva
sér niður í heimspekilegar vanga-
veltur um hvort Ting eða Ming
veldið hafí skilað meiri menningar-
arfí til kínversku þjóðarinnar.
Ferðalagið hefur gengið með ein-
dæmum vel, og heimsreisufarar
biðja að heilsa ættingjum, og vinum
heima á Fróni."
Morgunblaðið/KGA
Fákur;
Erindi um almenna
notkun reiðtygja
FRÆÐSLUNEFND Fáks stendur fyrir fundi í Félagsheimili
Fáks, Víðivöllum, þriðjudaginn 24. nóvember kl. 20.30.
Á fundinum flytur Erling Sig-
urðsson erindi um almenna
notkun reiðtygja, kosti þeirra og
galla. Tekur hann m.a. fyrir
hnakka, vandamál í sambandi við
mél, höfuðleður, múla, hófhlífar
og leðurfeiti. Skyggnur verða
sýndar. Eftir erindið svarar Erling
fyrirspumum.
í lok fundarins verða svo sýnt
úr mynd frá fjórðungsmótinu á
Melgerðismelum 1987.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þannig lítur Verslunarhúsið sf út séð frá Austurbergi. Enn á
eftir að setja skyggni fyrir ofan gluggana á jarðhæðinni.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Guðjón Pálsson, annar eigandi
hússins, er hér við bakdyr húss-
ins sem snúa að félagsmiðstöð-
inni í Gerðubergi.
Ný verslunarmiðstöð
opnar í Breiðholtinu
1800 fermetrar á þremur hæðum - kostnaður 77 milljónir króna
VERIÐ er að leggja síðustu hönd
á verslunarhúsnæði við Gerðu-
berg 1 í Breiðholti og er stefnt
að því að opna í byijun desember.
Það er Guðjón Pálsson bygginga-
meistari sem byggði húsið en hann
og sonur hans, Birgir Guðjónsson,
eru skráðir eigendur þess og munu
sjá um reksturinn. Húsið er 1800
fermetrar að flatarmáli á þremur
hæðum og er heildarrúmmál 5600
rúmmetrar. Kostnaður við húsið er
áætlaður 76,7 milljónir.
Að sögn Guðjóns hefur ekkert
verið til sparað í byggingu þess.
Gengið verður inn í það á tveimur
stöðum. Á jarðhæðina, frá Austur-
bergi, og á fyrstu hæðina, frá
bakhliðinni sem snýr að félagsmið-
stöðinni í Gerðubergi.
Verslunarhúsið verður rekið á
svipaðan hátt og Kringlan, eigendur
einstakra verslana leigja húsnæðið
og sjá um innréttingar sjálfir. Á
jarðhæðinni er gert ráð fyrir versl-
unum þar sem hægt verður að fá
hljómtæki, plötur, tískuvörur og
bamaföt auk þess sem ísbúð og
blóma- og gjafavöruverslun verða
þar.
Á fyrstu hæðinni verða kaffí-
stofa, snyrtivöruverslun, leikfanga-
verslun, sportvöruverlsun, skóbúð
og bóka og ritfangaverslun og á
annarri hæð er gert ráð fyrir ýms-
um þjónustufyrirtækjum. Hár-
greiðslustofa verður þar, einnig
rakarastofa og snyrtistofa auk þess
sem iíklegt er að tannlæknir starfí
þar.
Verslunarhúsið verður flóðlýst
að utan og bílastæði eru næg. Inn-
an dyra munu málverk eftir Arthúr
Ragnarsson prýða veggi.
HÁSKÓLATÓNLEIKAR
I NORRÆNA HUSINU
SJÖTTU Háskólatónleikar
vetrarins verða i Norræna hús-
inu miðvikudaginn 25. nóvem-
ber kl. 12.30-13.00. Á tónleikun-
um flytja Sigrún Valgerður
Gestsdóttir sópran og David
Knowles píanóleikari laga-
flokkinn Söngvasveig (Lieder-
kreis) Op. 39 eftir Robert
Schumann. Ljóðin samdi Josep
von Eichendorff. Þau eru til í
íslenskri þýðingu Þorsteins
Gylfasonar.
Sigrún Valgerður Gestsdóttir
hóf tónlistamám í Hveragerði þar
sem hún er fædd og uppalin. Hún
nam söng hjá Guðrúnu Sveins-
dóttur og Engel Lund við Tónlist-
arskólann í Reykjavík og stundaði
framhaldsnám hjá Marjorie
Thomas við Royal Academy of
Music í Englandi og síðar í Banda-
ríkjunum og Austurríki. Sigrún
hefur komið víða fram sem ljóð-
og óratóríusöngvari, einnig sungið
með íslensku óperunni. Auk söng-
starfa er hún kennari við Tónskóla
Sigursveins D. Kristinssonar.
David Knowles lauk einleikara-
prófí frá Northem College of
Music í Manchester árið 1980.
David Knowles píanóleikari.
Hann fluttist til Egilsstaða árið
1982 og kenndi við Tónskóla
Fljótsdalshéraðs til ársins 1985,
er hann flutti til Reykjavíkur.
David starfar sem undirleikari við
Sigrún Valgerður Gestsdóttir
söngkona.
söngdeild Tónlistarskóla Garða-
bæjar og söngskólann í Reykjavík,
áður var hann organisti Krists-
kirkju. David hefur komið fram
sem undirleikari víða um land.