Morgunblaðið - 24.11.1987, Síða 36

Morgunblaðið - 24.11.1987, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1987 Moskva: 50 gyðingar handteknir við mótmæli gegn gyðingahatri Útgefandi Glasnostþar á meðal Moskvu, Reuter. UM 50 sovéskir gyðingar voru handteknir í Moskvu á sunnudag þegar þeir reyndu að halda mótmælastöðu gegn gyðingahatri. Með- al þeirra var Sergei Grigoryants, útgefandi tímaritsins Glasnost, en hann hefur sætt ýmsum óþægindum af hálfu yfirvalda að undanf- Arne Skauge, fjármálaráðherra Noregs, og Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra, eftir að tilkynnt var um afsögn stjórnar Statoil. Statoil: Forsljórmn segir starfi sínu lausu Eftirlætur nýrri sljórn ákvörðun um hvort hann fer eða verður Ósló, frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðsins. FORSTJÓRI Statoil, Arve Johnsen, lét loks undan þrýstingnum og á sunnudagskvöld tilkynnti hann Arne 0ien, olíumálaráðherra, að hann ákveðið að láta næstu stjórn Statoil það eftir að ráðstafa framkvæmda- stjórastólnum. Talið er útilokað að hin nýja stjóm muni fara þess á leit við hann, að hann haldi áfram. Þegar það var tilkynnt á föstudag- inn að stjóm Statoil, hins ríkisrekna olíufyrirtækis Noregs, hefði sagt af sér í kjölfar Mongstad-hneykslisins, urðu kröfur um að Arve Johnsen viki einnig æ háværari. Hann lét sig á hinn bóginn hverfa og vissi enginn hvar hann var niðurkominn. Helst var talið að hann hefði farið í sumar- bústað sinn að hugsa málið. Á sunnudagskvöld hringdi hann hins vegar í 0ien og las upp fyrir hann yfirlýsingu þess efnis að hann .eftirléti næstu stjóm fyrirtækisins að ákveða hvort hann skyldi áfram stjóma fyrirtækinu eður ei. Undan- famar vikur hefur 0ien haldið hlífi- skiidi yfir Johnsen og sagt að það myndi engum tilgangi þjóna að láta hann draga sig í hlé. 0ien reynir nú að koma saman nýrri stjóm Statoil, en það er í henn- ar verkahring að ráða eða segja upg framkvæmdastjóra fyrirtækisins. í Noregi eru menn almennt á því að Johnsen eigi ekki að halda áfram, en innan fyrirtækisins hefur á hinn bóginn ríkt gífurlegur einhugur um framkvæmdastjórann. Hefur fjöldi vinnustaðafunda verið einróma um stuðning sinn við Johnsen. Flestir gyðinganna voru handteknir utan við aðalstöðvar Novosti- frétta- stofunnar, sem þeir saka um að ala á gyðingahatri. Nokkrir þeirra voru þó handteknir við heimili sín áður en þeir komust til mótmælanna. Inna Begun, kona andófsmannsins Iosif Begun, sagði að nokkrir lög- regluþjónar og KGB-menn hefðu komið á heimili þeirra og ráðlagt þeim að taka ekki þátt í mótmæla- aðgerðunum. Mikill fjöldi lögregluþjóna kom í veg fyrir mótmælastöðuna, þrátt fyrir að hún hefði verið tilkynnt yfírvöldum með tíu daga fyrirvara. Flestum þeirra, sem voru hand- teknir, var haldið í vörslu lögregl- unnar í nokkrar klukkustundir og sleppt að lokinni yfirheyrslu. Tilefni mótmælanna var frétta- flutningur Novosti af málefnum þeirra gyðinga, sem flytjast vilja úr landi. Sögðu boðendur mótmæla- stöðunnar fréttastofuna gefa alranga mynd af málinu: líkja þeim, sem vilja flytja úr landi, við land- ráðamenn, en minnast ekki á þau vandræði sem þeir þurfa að þola af hálfu jrfirvalda. Vestrænir fréttamenn urðu einn- ig fyrir barðinu á lögreglunni, sem skipaði þeím að hafa sig á brott af lóð Novosti, en upplýsingadeild utanríkisráðuneytisins er til húsa í sömu byggingu. Sakaði lögreglan fréttamennina um að vera undirróð- ursmenn, ataði linsur sjónvarps- tökumanna með snjó og tilkynnti þeim að ekki mætti taka myndir á götum Moskvu þann daginn. Á síðustu mnuðum hafa sovésk yfirvöld tekið á mótmælaaðgerðum með fullri hörku eftir að hafa slak- að á klónni um nokkurt skeið. Þykir mönnum þar skjóta skökku við í ljósi orða Mikhails Gorbachevs um opnari umræðu, eða „glasnost". Grigoryants, sem gefur út tímaritið Glasnost, hefur verið handtekinn nokkru sinnum, en útgáfa blaðsins hefur ekki verið stöðvuð. I því er fjallað um ýmis málefni, sem ekki Sergei Grigoryants. fá umfjöllun í hinum opinberu fjöl- miðlun ríkisins og kommúnista- flokksins. Varnarsamvinna Frakka og V-Þjóðveija: Varast ber að veikja NATO - segir Thatcher, forsætisráðherra London, Reuter. MARGARET Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, sagði í blaðavið- tali, sem birtist í gær, að nánari varnarsamvinna Frakka og Vestur- Þjóðveija gæti orðið til þess að veikja Atlantshafsbandalagið. Francois Mitterrand Frakklands- ;st ( gær í dagblaðinu Financial Ráðherrafundur Evrópubandalagsins: Deilt um fjárhagsvanda bandalagsins í Bríissel DhXIahaI Daii^am Briissel, Reuter. RÁÐHERRAR Evrópubanda- lagsins sátu í gær á rökstólum og ræddu hvemig koma mætti í veg fyrir að fjárhagsvandi EB gerði leiðtogafund bandalagsins í Kaupmannahöfn í desember- byijun að engu. Að sögn stjórn- arerindreka er þó langt í land með að fulltrúar landanna 12 komist að samkomulagi um þau mál, sem ljóst er að eiga eftir að vefjast fyrir mönnum í Kaup- mannahöfn dagana 4. og 5. desember. Skorti þó ekki á upp- ástunguraar frá bæði utanríkis- og landbúnaðarráðherrum EB í gær. Það eru landbúnaðamiður- greiðslur, sem mestu þvargi valda, en þrátt fyrir að menn séu sam- mála um að þær séu komnar upp úr öllu valdi og séu helsta ástæða fjárhagserfiðleika bandalagsins gengur erfiðlega að sætta andstæð sjónarmið um lausn vandans. Töldu stjómarerindrekamir að viðræðum- ar kynnu að dragst út vikuna, en á sunnudag hittast utanríkisráð- herramir á ný á sérstökum lokuðum fundi. Töldu menn að lítilla frétta væri að vænta fyrr en að þeim fundi loknum. Bretar hafa þjóða mest hamrað á því, að hemja þurfi fjárútlát bandalagsins áður en hugað verður að frekari greiðslum til þess. Á síðasta fundi æðstu manna aðild- arríkjanna, sem haldinn var í júní, neituðu Bretar að samþykkja þær ráðstafanir, sem hin ríkin 11 höfðu fallist á. Sir Geoffrey Howe, utanríkisráð- herra Breta, reyndi að draga úr hugsanlegum afleiðingum þess ef fundurinn í Kaupmannahöfn rynni út í sandinn. „Það verða alltaf fjár- hagsvandræði innan bandalags- . það verður aldei um íns einhvern fund að ræða þar sem örlög bandalagsins ráðast til eða frá.“ Hann bætti þó við að vel væri mögulegt að samkomulag næðist í Kaupmannahöfn. forseti og Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, ákváðu í síðasta mánuði að koma á fót sam- eiginlegu vamarmálaráði ríkjanna tveggja til að treysta vamir Vest- ur-Evrópu. Einnig ákváðu leiðtog- amir að vinna áfram að stofnun sameiginlegrar herdeildar og að ríkin skyldu vinna að smíði nýrrar árásarþyrlu. Frakkar og Vestur- Þjóðverjar hafa lengi rætt um að treysta samvinnu sína á sviði varn- ar- og öryggismála og telja sérfræð- ingar að hugmyndir þessar hafi fengið byr undir báða vængi eftir að risaveldin ákváðu að stefna að því að eyða þeim meðaldrægu kjamorkuflaugum, sem komið hef- ur verið fyrir í Evrópu. Thatcher sagði í viðtali, sem birt- Times, að full ástæða væri til að varast það að settar yrðu á fót stofnanir, sem gætu orðið til þess að grafa undan Atlantshafsbanda- laginu þó svo að tilgangurinn kynni að vera allt annar. „Eg tel mikil- vægt að samkomulag sem þetta öðlist ekki algjörlega sjálfstætt gildi," sagði Thatcher. „Vitaskuld væri best að Frakkar gerðust að nýju þátttakendur í varnarsam- vinnu aðildarríkja Atlantshafs- bandalagsins en það tel ég óhugsandi," bætti hún við. Frakkar ákváðu árið 1966 að hætta að taka þátt í hemaðarsamvinnu NATO- ríkja og voru höfuðstöðvar banda- lagsins fluttar frá Frakklandi til Briissel í Belgíu í kjölfar þessa. Fjárlagahallinn í Bandaríkjunum: Fjármálasérfræðingar telja samkomulagið ófullnægjandi iVashington, New York, London, Reuter. FJÁRMALASÉRFRÆÐINGAR í Bandaríkjunum telja að samkomulag það sem náðst hefur milli Bandaríkjastjórnar og fulltrúa beggja flokka á þingi um leiðir til að vinna bug á fjárlagahallanum þar í landi muni ekki nægja til að koma á stöðugleika að nýju á fjármálamörkuðum viða um heim nema að helstu iðnríki heims sýni vilja til samvinnu á sviði efnahagsmála. Bandariskir embættismenn hafa fagnað samkomulaginu en hagfræðingar og fjármálasérfræðingar hafa margir hveijir lýst yfir vonbrigðum sínum og segjast telja að þær aðgerðir sem gert er ráð fyrir muni ekki nægja til að minnka ólguna sem ríkt hefur á fjármála- mörkuðum. Báðar deildir Bandaríkjaþings þurfa að staðfesta samkomu- lagið innan tiu daga. Gerist það ekki gengur sjálfkrafa í gildi lagaákvæði sem gerir ráð fyrir 23 milljarða niðurskurði á þessu fjárlagaári. Fulltrúar Bandaríkjastjómar beggja flokka á þingi tilkynntu á föstudag að samkomulag hefði náðst um leiðir til að minnka fjárlagahallann um 76 milljarða dollara á næstu tveimur árum. Gert er ráð fyrir að skattar verði hækkaðir auk þess sem dregið verður úr útgjöldum hins opin- bera. Viðræðumar höfðu staðið yfir í heilan mánuð en ákveðið var að hefla þær er hlutabréf snarféllu í verði á verðbréfamörkuðum víða um heim þann 19. október. Töldu sérfræðingar að fjárlagahallinn í Bandaríkjunum hefði verið helsta orsök verðfallsins og þótti sýnt að ekki mætti búast við að stöðugleiki kæmist á að nýju fyrr en kynntar hefðu verið aðgerðir til að vinna bug á honum. Ronald Reagan Bandaríkjaforseti hefur fagnað samkomulaginu og lagt áherslu á að áfram verði að vinna að því draga úr fjárlagahalla Banda- ríkjanna. Reagan sagði í útvarpsá- varpi á laugardag að hann vænti þess að vinna mætti bug á erfíðleikum á fjármálamörkuðum víða um heim með þessum hætti. Sagði forsetinn vissu- lega hugsanlegt að unnt hefði verið að ná betra samkomulagi en það væri engu að síður mjög mikilvægt sem fyrsta skrefið í átt að lausn van- dans. Ekki nóg að gert Nokkrir þekktir bandarískir fjár- málasérfræðingar sögðu að sökum þess hve viðræðumar um fjárlagahall- inn hefðu dregist á langinn væri ekki við því að búast að samkomulagið hefði veruleg áhirf. „Samkomulag þetta hefði getað haft veruleg áhrif hefði verið tilkynnt um það viku fyrr,“ sagði Robert Sinche, þekktur hag- fræðingur sem starfar á fjármála- markaðinum í Wall Street í New York. Annar sagði að niðurskurðurinn á fjárlögum þessa árs, sem hljóðar upp á 30 milljarða dollara, væri ekki sér- lega sannfærandi. Bandaríska dag- blaðið The New York Times sagði í forystugrein á laugardag að almenn óánægja væri ríkjandi vegna þeirra aðgerða, sem samkomulag hefði náðst um. Lét blaðið í ljós þá von að unnt yrði að gera breytingar á því þar sem gert væri ráð fyrir auknum tekjum ríkissjóðs. Af staða Repúblikana Talsmaður Demókrataflokksins I fulltrúadeild Bandaríkjaþings sagði á sunnudag að það yrði erfitt verk að fá þingmenn til að leggja blessun sína yfir samkomulagið. Sagði hann að meirihluti þingmanna demókrata myndi greiða atkvæði með samkomu- laginu en lét í ljós efasemdir um að Repúblikanaflokkurinn, flokkur Re- agans forseta, myndi gera slíkt hið sama. Kvað hann það undir forsetan- um og flokksbræðrum hans komið hver niðurstaðan yrði. Robert Micha- el, talsmaður Repúblikanaflokksins, kvaðst einnig búast við því að sam- komulagið myndi mæta andstöðu í meðförum þingmanna. Nokkrir þing- menn flokksins hafa þegar lýst sig andvíga þeim liðum samkomulagsins þar sem kveðið er á um skattahækk- anir og samdrátt í §árframlögum til vamarmála. Er jafnvel talið að þeir geti frekar sætt sig við að sérstakt lagaákvæði taki gildi þar sem kveðið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.