Morgunblaðið - 24.11.1987, Síða 38

Morgunblaðið - 24.11.1987, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1987 Kýpur: Konur mótmæla skíptíngu ejrjarinnar Fóru yfir jarðsprengjusvæði sem að- skilur gríska og tyrkneska hlutann Nikósíu, Reyter. MÖRG hundruð grískumælandi konur á Kýpur mótmæltu skipt- ingu eyjarinnar á sunnudaginn með því að ganga yfir jarð- sprengjusvæðið sem sldptir eyjunni. Hættu konurnar lífi sínu við þetta. Er þetta í fyrsta sinn í þrettán ár sem fólk fer þarna á milli grisku og tyrkneskumæl- andi hluta eyjarinnar. Um 350 konur fóru yfir 50 metra breitt jarðsprengjusvæðið sem Sameinuðu þjóðimar hafa umsjón með. Jafnmargar konur eyddu deg- inum á jarðsprengjusvæðinu þar sem þær settu upp mótmælaborða. Þegar konumar komu yfir á tyrk- neskumælandi hlutann ræddu þær við blaðamenn áður en friðargæslu- sveitir Sameinuðu þjóðanna, tyrk- neski herinn og lögregla umkringdu þær til að vama því að þær gætu haft frekari samskipti við íbúana. Fimm konum tókst að bijóta sér leið framhjá gæslumönnunum en vom fljótlega gripnar af lögreglu. Talsmaður kvennanna, Helen Sot- eriou, sagði við blaðamann Reut- ers-fréttastofunnar að þær teldu aðgerðimar hafa náð tilgangi Strauss endur- kjörinn Munchen, Reuter. FRANZ Josef Strauss, forsætis- ráðherra Bæjaralands, var endurkjörinn formaður Kristi- lega sósíalistaflokksins (CSU), bræðraflokks Kristlega demó- krataflokksins (CDU), á laugar- dag. Strauss var endurkjörinn formað- ur CSU 14. skiptið í röð með 889 atkvæðum gegn 98 á flokksþinginu í Múnchen, en sex sátu hjá. Hann hefur gegnt formennsku í flokknum frá árinu 1961. Strauss er 72 ára. Hann hefur gegnt starfí forsætisráðherra Bæjar- lands frá árinu 1978. þeirra. „Við vildum athuga hvort við kæmumst yfir, og vekja athygli heimsins á því að tyrkneski herinn vamar Kýpurbúum að ferðast um þeirra eigið land.“ Fjöldi erlendra kvenna tók þátt í þessum aðgerðum. Konumar til- heyra samtökum sem betjast gegn skiptingu Kýpur, hafa þær áður reynt að fara yfir jarðsprengju- svæðið en ekki tekist það fyrr en nú. Leiðtogi tyrkneskumælandi Kýp- urbúa, Rauf Denktash, bað leiðtoga grískumælandi íbúa eyjarinnar að reyna að koma í veg fyrir að slík „óábyrg atvik“ endurtækju sig. Bretland: Breskir unglingar telja sig eiga undir högg að sækja í lífinu ef marka má umfangsmikla skoðanakönn- un, sem birt hefur verið á Bretlandi. Táningar eiga við þung- lyndi að stríða og líður illa St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. NÆRRI helmingi 17 ára ungl- inga I Bretlandi finnst þeir eiga undir högg að sækja og líður illa, að því er fram kemur í umfangs- mikilli könnun á breskum ungmennum. „Youthscan" er víðtækasta rann- sókn á æviferli manna, sem ráðist hefur verið í hér í landi. Árið 1970 var ákveðið að fylgjast með öllum bömum, sem fæddust eina viku í aprílmánuði, frá vöggu til grafar. Á þessari viku fæddust 15.000 böm, og hefur skipulega verið fylgst með þeim fram að þessu. Nú eru þau 17 ára. Helmingur unglinganna segist vera þunglyndur eða niðurdreginn að jafnaði, að því er fram kemur í könnun, sem gerð var meðal þeirra á þessu ári. Margir þeirra borða óhollt fæði og hreyfa sig lítið, og eru að mati sérfræðinga að grafa sér gröf snemma á ævinni. Fáir hafa fyrir því að borða morgunverð og þónokkrir byija daginn á vínstaupi. Um þriðjungur þeirra segist vera ofsafenginn í skapi, og helmingur þeirra segist oft komast úr jafnvægi. Minna en helmingur unglinganna segist hafa áhuga á heilbrigði og fæðu. Áhugaleysið kemur fram í mataræðinu og lítilli hreyfingu. Helmingur þeirra borðar franskar kartöflur allt að fimm sinnum á viku. 40% þeirra borða hvítt brauð á hveijum degi. Einn af hverjum fimm borðar ekki morgunmat virka daga og fáir borða morgunmat um helgar. Diykkjuvenjur unglinganna valda þó mestum áhyggjum. Tveir þriðju hlutar þeirra sögðust hafa drukkið vín í vikunni, áður en könn- unin fór fram, og helmingur þeirra sagðist hafa drukkið fímm glös eða meira. Flestir sögðust drekka til að yfirvinna feimni eða af því að það væri skemmtilegt. Neville Butler prófessor, yfirum- sjónarmaður rannsóknarinnar, mun leggja þessa niðurstöðu fyrir fund Konunglega heilbrigðisfélagsins á fimmtudag. Hann segir, að þetta séu bráðabirgðaniðurstöður unnar úr 500 fyrstu svörunum, en ekki er búist við, að lokaniðurstöðurnar breytist í neinum megjnatriðum við frekari athugun. Ekki er ljóst, hveijar verða lang- tímaafleiðingar þess, að ungling- amir skeyta ekkert um hollar neysluvenjur. Dr. Denis Burkett, sem er brautryðjandi í rannsóknum á sambandi mataræðis og sjúk- dóma, sagði um þessar niðurstöður, að búast mætti við, að tíunda hver kona í þessari rannsókn fengi gall- steina, og ijórir af hveijum tíu karlmönnum fengju kransæðasjúk- dóma. Óeirðirnar í Rúmeníu: Tveir lögreglu- menn sagðir hafa fallið í Brasov Bildam Sonntagsegir borgina nú hersetna Flug'stjórimi fékk slag í lendingmmi New York, Reuter. FLUGSTJÓRI farþegaþotu af gerðinni DC-10 fékk hjartaslag í lendingu á laugardagskvöldið. Með snarræði kom aðstoðar- flugmaðurinn í veg fyrir stórslys. Atvikið átti sér stað er DC-10 breiðþota frá American Airlines lenti á Newark-flugvellinum í New Jersey eftir 85 mínútna flug frá Chicago. Flugvélin hafði snert jörðu en stefndi útaf flugbraut- inni. Aðstoðarflugmaðurinn, C. T. „Tom“ Meeker, sá, að flugstjór- inn, Don Ely, sat álútur í sæti sínu og hékk fram í öryggisbeltin. Greip Meeker þá í taumana, stýrði þotunni aftur inn á flugbrautina og lauk lendingunni eins og ekk- ert hefði í skorizt. Talsmaður flugfélagsins sagði að flugstjórinn hefði stjómað þo- tunni í aðfluginu og lendingunni en aðstoðarflugmaðurinn sinnt öðmm störfum, meðal annars kallað til hans upplýsingar um hæð og hraða. Á lokastefnunni tók hann eftir því að lækkun flug- vélarinnar var ójöfn og aðflugs- hraðinn óstöðugur. Það taldi hann þó ekki alvarlegt en þegar þotan tók að sveigja út af brautinni kallaði hann viðvöranarorð til flugstjórans. Þegar hann fékk ekkert svar leit hann yfir til flug- stjórans og sá að hann hafði hnigið fram í öryggisbeltinn og virtist meðvitundarlaus. Greip flugmaðurinn þá í taumana. Að lendingu lokinni bað Meeker farþegana afsökunar á skryk- kjóttri lendingu, sem hann sagði að hefði mátt rekja til vandamála í flugstjómarklefanum. Farþe- gamir, sem vora 83 sögðust ekki hafa tekið eftir neinu óvenjulegu í lendingunni. Flugstjórinn fékk læknishjálp strax eftir að þotan hafði verið stöðvuð og síðan var honum ekið í skyndingu á næsta sjúkrahús, þar sem hann var úrskurðaður látinn klukkustund eftir lendingu þotunnar. Hann var 51 árs, hafði starfað hjá American Airlines frá árinu 1959 og átti 11.000 flug- stundir að baki í DC-10-þotum. Meeker aðstoðarflugmaður réðist til American Airlines árið 1978 og hefur 1.500 flugstundir að baki á þotum félagsins. Hamborg og Vínarborg, Reuter. AÐ SÖGN vestur-þýska blaðsins Bild am Sonntag (BamS) voru tveir lögregluþjónar drepnir í óeirðunum í rúmensku borginni Brasov á sunnudag í fyrri viku. í síðustu viku bárust fregnir um víðtækar óeirðir í Rúmeníu til Vesturlanda, en í BamS birtust nánari fregnir, sem sagðar voru byggðar á frásögnum sjónar- votta. Blaðið, sem er sunnudagsútgáfa blaðsins Bild, skýrði frá því að um 20.000 verkamenn úr þremur verk- smiðjum hefðu misst þolinmæðina þegar kommúnistastjórnin ætlaði að þvinga þá til þess að taka þátt í „kosningum". Tilkynntu yfirvöld verkamönnunum að þeir gætu ekki farið heim að lokinni kvöldvakt, en færa þess í stað um borð í lang- ferðabíla, sem kæmu þeim á kjör- stað. Við þetta sættu verkamenn sig ekki, gerðu uppreisn og þrömmuðu um miðborg Brasov. Nokkrir þeirra gerðu áhlaup á ráðhúsið þar sem þeir skára einn lögregluþjón á háls og börðu annan til dauða, ef marka má frásögn BamS. Múgurinn réðist því næst til atlögu við aðalstöðvar flokksins og rændu þær og rapluðu. Óeirðirnar héldu áfram næstu fimm stundir. Kveikti fólkið í bifreiðum, braut verslunarglugga og lagði eld að stjórnarbyggingum. Óeirðunum lauk ekki fyrr en bryndrekasveitir hersins komu á vettvang og lokuðu borginni. Síðan hefur herinn haft borgina undir sinni stjóm og era hermenn gráir fyrir járnum á hveiju götuhomi. BamS gat þess ekki hvort einhveij- ar handtökur hefðu siglt í kjölfar óeirðanna. Fréttaskýrendur segja að í.raun hafi kosningasmölun kommúnista einungis verið dropinn, sem fyllti mælinn. Talið er að ástæðan, sem að baki liggi, sé ömurlegt efnahags- ástand landsins og landlægur orkuskortur, en nú þegar era Rúm- enar famir að búa sig undir að hafa litla sem enga húshitun og lýsingu í vetur. Sama var upp á teningnum í fyrra, en sérfræðingar telja að orkuskorturinn verði meiri í ár ef eitthvað er. Á laugardag var frá þvl skýrt að flokksþingi rúmenska kommún- istaflokksins hefði verið frestað um viku, til þess að „gefa stofnunum flokksins tækifæri til þess að búa sig undir þingið við réttar aðstæð- ur“. Ekki er ljóst hvort frestunina má rekja til óeirðanna, sem era hinai verstu í landinu síðan 1977 þegar þúsundir námamanna fóra í verkföll.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.