Morgunblaðið - 24.11.1987, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.11.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1987 39 Nicaragua; Tæplega þúsund pólitískum föng- um sleppt úr haldi Sandinistar styðja enn skæru- liða í E1 Salvador Típitapa, Nicaragua, San Salvador, Reut- er. STJÓRN sandinista í Nicaragua veitti á sunnudag 985 pólitískum föngum uppgjöf saka í samræmi við áætlun um að koma á friði í ríkjum Mið-Ameríku. Talsmenn sijórnarinnar sögðu að með þessu vildu sandinistar sýna frið- arvilja sinn í verki. Jose Napo- leon Duarte, forseti E1 Salvador, sagði á sunnudag að sandinista- stjórnin hefði enn ekki látið af stuðningi sínum við vinstri sinn- aða skæruliða f E1 Salvador þrátt fyrir að kveðið væri á um þetta f friðaráætluninni. Flestir fanganna, sem sleppt var á sunnudag, höfðu verið ákærðir fyrir að styðja kontra-skæruliða, sem barist hafa gegn sandinista- stjóminni frá árinu 1981. Höfðu margir þeirra verið dæmdir til 30 ára fangelsisvistar. 185 fyrrum þjóðvarðliðum var einnig veitt frelsi en þeir heyrðu undir Anastasio Somoza, fyrrum einræðisherra í Nicaragua, sem sandinistar steyptu af stóli árið 1979. Þjóðvarðliðamir voru alræmdir fyrir hrottaskap og hefur almenn- ingur í Nicaragua deilt um réttmæti ess að þeim verði sleppt lausum. friðaráætluninni er kveðið á um að vopnahléi verði komið á í bardög- um stjómarheija og stjómarand- stæðinga í þremur ríkjum Mið-Ameríku auk þess sem pólitísk- um föngum verði veitt uppgjöf saka og mannréttindum komið á að nýju. Þá segir þar ennfremur að erlend ríki verði að binda enda á stuðning Reuter Lítil stúlka leggur blómsveig utan við aðalinngang King’s Cross neðanjarðarlestarstöðvarinnar, þar sem 30 létust og 21 særðist alvar- lega i eldsvoða sfðastliðinn miðvikudag. Harmleikurinn í King’s Cross: Lögreglurannsókn útilokar mögu- leikann á íkveikju Niðurstaða rannsóknar birt 1 dag Lundúnum, Reuter. EFTIR rannsókn á vettvangi eldsvoðans í King’s Cross neðan- jarðarlestarstöðinni í Lundúnum síðastliðinn miðvikudag, hefur lögreglan útilokað þann mögu- leika að um fkveikju hafi verið að ræða. „Það er ekkert sem gefur til kynna að eldurinn teng- ist glæpsamlegu athæfi,“ sagði Tony Clift, yfirmaður rannsókn- arliðsins á fréttamannafundi um helgina. Hann bætti því við að ólfklegt væri að einhver yrði sótt- ur til saka fyrir vanrækslu. Niðurstaða lögreglurannsóknar málsins verður birt í dag. Að sögn Clift hefur komið í ljós að eldurinn hófst í 48 ára gömlum rennistiga, en tröppumar voru úr viði. Sagði hann að glóð kynni að hafa leynst í viðnum í um tvær klukkustundir áður en eldurinn náði að brjótast út. Lokaniðurstaða rannsóknarinnar verður kunngjörð í dag. Meðal þeirra möguleika, sem menn hafa velt fyrir sér, er að;glöð úr vindlingi hafi kveikt í ló og feiti í téðum rennistiga. Reykingar eru bannaðar í neðanjarðarkerfinu, en nokkur misbrestur mun vera á því að það bann sé virt. Meðal þeirra 480 manns, sem hafa verið yfirheyrðir vegna brun- ans, er farmiðasali nokkur, sem sagður er hafa haft kvartanir um reyk og bmnalykt að engu. Clift vildi ekki greina frá vitnisburði hans. Að sögn talsmanns slökkviliðs- ins, Colin Williams, er talin nokkur hætta á þvi að slökkviliðsmenn kunni að hafa smitast af alnæmi við björgunarstörfin, í ljós hefur komið að einn hinna látnu var smit- aður af alnæmi, en áður en hann lést vom gerðar á honum lífgunar- tilraunir. I gær var brautarstöðin opnuð á ný, en farþegar fengu ekki að fara inn í salinn þar sem flest hinna 30 fómarlamba eldsvoðans hinn 18. nóvember fómst. Níu manns em enn á sjúkrahúsi, þar af þrír á gjör- gæsludeild. Reuter 600 pólitískum föngum var sleppt úr haldi á engi einu skammt frá Managua, höfuðborg Nicaragua.á sunnudag. Ættingjar þeirra höfðu safnast þar saman og urðu það mikilir fagnaðarfundir. við skæmliðahreyfmgar í löndum Mið-Ameríku og að stjómvöldum í ríkjum þessum sé ekki heimilt að skjóta skjólshúsi yfir skæmliða. Jose Napoleon Duarte, forseti E1 Salvador, sagði á sunnudag að stjómvöld í Nicaragua hefðu enn ekki látið af stuðningi við skæmliða i E1 Salvador. Hefði stjómarher landsins gert upptækar fjölmargar vopnasendingar, sem ætlaðar hefðu verið skæmliðum. Sagði hann þetta augljóst brot gegn ákvæðum frið- aráætlunarinnar og gagnrýndi einnig stjómvöld í Nicaragua fyrir að heimila skæmliðum að reka skrifstofur í höfuðbcrg landsins, Managua. EPSON laigHBi 131113 m mmmiíi t. I il ! gjjgjgjjj í ^Sw.\ \ TÖLVUR í SÉRFLOKKI Vönduð gæðasmíði einkennir EPSON PC tölvurnar innst sem yst, enda hvergi slakað á þeim gæðakröfum sem einkenna japana. Auk frábærs útlits hafa þær afl á við margar plássfrekari tölvur. EPSON PC vélarnar eru fáanlegar í þremur stærdaflokkum og verðið með því hagstæðara sem gerist. Kynntu þér PC tölvurnar frá EPSON - þú sérð ekki eftir því. ÞÓRf ÁRMÚLA 11 SÍMI: 681500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.