Morgunblaðið - 24.11.1987, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1987
39
Nicaragua;
Tæplega þúsund
pólitískum föng-
um sleppt úr haldi
Sandinistar
styðja enn skæru-
liða í E1 Salvador
Típitapa, Nicaragua, San Salvador, Reut-
er.
STJÓRN sandinista í Nicaragua
veitti á sunnudag 985 pólitískum
föngum uppgjöf saka í samræmi
við áætlun um að koma á friði í
ríkjum Mið-Ameríku. Talsmenn
sijórnarinnar sögðu að með
þessu vildu sandinistar sýna frið-
arvilja sinn í verki. Jose Napo-
leon Duarte, forseti E1 Salvador,
sagði á sunnudag að sandinista-
stjórnin hefði enn ekki látið af
stuðningi sínum við vinstri sinn-
aða skæruliða f E1 Salvador þrátt
fyrir að kveðið væri á um þetta
f friðaráætluninni.
Flestir fanganna, sem sleppt var
á sunnudag, höfðu verið ákærðir
fyrir að styðja kontra-skæruliða,
sem barist hafa gegn sandinista-
stjóminni frá árinu 1981. Höfðu
margir þeirra verið dæmdir til 30
ára fangelsisvistar. 185 fyrrum
þjóðvarðliðum var einnig veitt frelsi
en þeir heyrðu undir Anastasio
Somoza, fyrrum einræðisherra í
Nicaragua, sem sandinistar steyptu
af stóli árið 1979.
Þjóðvarðliðamir voru alræmdir
fyrir hrottaskap og hefur almenn-
ingur í Nicaragua deilt um réttmæti
ess að þeim verði sleppt lausum.
friðaráætluninni er kveðið á um
að vopnahléi verði komið á í bardög-
um stjómarheija og stjómarand-
stæðinga í þremur ríkjum
Mið-Ameríku auk þess sem pólitísk-
um föngum verði veitt uppgjöf saka
og mannréttindum komið á að nýju.
Þá segir þar ennfremur að erlend
ríki verði að binda enda á stuðning
Reuter
Lítil stúlka leggur blómsveig utan við aðalinngang King’s Cross
neðanjarðarlestarstöðvarinnar, þar sem 30 létust og 21 særðist alvar-
lega i eldsvoða sfðastliðinn miðvikudag.
Harmleikurinn í King’s Cross:
Lögreglurannsókn
útilokar mögu-
leikann á íkveikju
Niðurstaða rannsóknar birt 1 dag
Lundúnum, Reuter.
EFTIR rannsókn á vettvangi
eldsvoðans í King’s Cross neðan-
jarðarlestarstöðinni í Lundúnum
síðastliðinn miðvikudag, hefur
lögreglan útilokað þann mögu-
leika að um fkveikju hafi verið
að ræða. „Það er ekkert sem
gefur til kynna að eldurinn teng-
ist glæpsamlegu athæfi,“ sagði
Tony Clift, yfirmaður rannsókn-
arliðsins á fréttamannafundi um
helgina. Hann bætti því við að
ólfklegt væri að einhver yrði sótt-
ur til saka fyrir vanrækslu.
Niðurstaða lögreglurannsóknar
málsins verður birt í dag.
Að sögn Clift hefur komið í ljós
að eldurinn hófst í 48 ára gömlum
rennistiga, en tröppumar voru úr
viði. Sagði hann að glóð kynni að
hafa leynst í viðnum í um tvær
klukkustundir áður en eldurinn náði
að brjótast út. Lokaniðurstaða
rannsóknarinnar verður kunngjörð
í dag.
Meðal þeirra möguleika, sem
menn hafa velt fyrir sér, er að;glöð
úr vindlingi hafi kveikt í ló og feiti
í téðum rennistiga. Reykingar eru
bannaðar í neðanjarðarkerfinu, en
nokkur misbrestur mun vera á því
að það bann sé virt.
Meðal þeirra 480 manns, sem
hafa verið yfirheyrðir vegna brun-
ans, er farmiðasali nokkur, sem
sagður er hafa haft kvartanir um
reyk og bmnalykt að engu. Clift
vildi ekki greina frá vitnisburði
hans.
Að sögn talsmanns slökkviliðs-
ins, Colin Williams, er talin nokkur
hætta á þvi að slökkviliðsmenn
kunni að hafa smitast af alnæmi
við björgunarstörfin, í ljós hefur
komið að einn hinna látnu var smit-
aður af alnæmi, en áður en hann
lést vom gerðar á honum lífgunar-
tilraunir.
I gær var brautarstöðin opnuð á
ný, en farþegar fengu ekki að fara
inn í salinn þar sem flest hinna 30
fómarlamba eldsvoðans hinn 18.
nóvember fómst. Níu manns em
enn á sjúkrahúsi, þar af þrír á gjör-
gæsludeild.
Reuter
600 pólitískum föngum var sleppt úr haldi á engi einu skammt frá Managua, höfuðborg Nicaragua.á
sunnudag. Ættingjar þeirra höfðu safnast þar saman og urðu það mikilir fagnaðarfundir.
við skæmliðahreyfmgar í löndum
Mið-Ameríku og að stjómvöldum í
ríkjum þessum sé ekki heimilt að
skjóta skjólshúsi yfir skæmliða.
Jose Napoleon Duarte, forseti
E1 Salvador, sagði á sunnudag að
stjómvöld í Nicaragua hefðu enn
ekki látið af stuðningi við skæmliða
i E1 Salvador. Hefði stjómarher
landsins gert upptækar fjölmargar
vopnasendingar, sem ætlaðar hefðu
verið skæmliðum. Sagði hann þetta
augljóst brot gegn ákvæðum frið-
aráætlunarinnar og gagnrýndi
einnig stjómvöld í Nicaragua fyrir
að heimila skæmliðum að reka
skrifstofur í höfuðbcrg landsins,
Managua.
EPSON
laigHBi
131113
m mmmiíi
t. I il !
gjjgjgjjj
í ^Sw.\ \
TÖLVUR í SÉRFLOKKI
Vönduð gæðasmíði einkennir EPSON PC tölvurnar innst sem yst,
enda hvergi slakað á þeim gæðakröfum sem einkenna japana.
Auk frábærs útlits hafa þær afl á við margar plássfrekari tölvur.
EPSON PC vélarnar eru fáanlegar í þremur stærdaflokkum og
verðið með því hagstæðara sem gerist.
Kynntu þér PC tölvurnar frá EPSON - þú sérð ekki eftir því.
ÞÓRf ÁRMÚLA 11 SÍMI: 681500