Morgunblaðið - 24.11.1987, Síða 44

Morgunblaðið - 24.11.1987, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1987 Vélfryst skautasvell opnað í næsta mánuði NÝRRI sænskri frystivél hefur verið komið fyrir við nýtt skauta- svæði Skautafélags Akureyrar á Krókeyri við Naustaveg. Vélin kostaði fimm milljónir og var fjármögnuð með erlendum lán- tökum. Nú er beðið eftir 500 Áheyrendur á fyrirlestri Gisla Jónssonar. LOKAÆFING Föstudaginn 27/11 kl. 20.30 Laugardaginn 28/11 kl 20.30 ALLRASÍÐUSTU SÝNINGAR. jZeilfélag ^Akutegtai Hsfnarstrati 67 . Pósthólf 522 . Slmi 2-40-73 . Erum í miðbænum Gisting og morgunverður. Verið velkomin. GISTIHEIMILIÐ ÁS, Skipagötu 4, sími 96-26110. BIIALEIGA Reykjavík S: 91 -31815/686915 Akureyri S: 96-21715/23515 Borgames S: 93-71618 Blönduós S: 95-4350/4568 Sauðárkrókur S: 95-5828 Siglufiörður S: 96-71489 Húsavík S: 96-41940/41594 Egilsstaðir S: 97-11550 Vopnafjörður S: 97-31145/31121 Höfn Homafiröi S: 97-81303 interRent Helgar-og viðskiptaf erðir til Reykjavíkur Ótrúlega hagstætt verð Verðfrákr. 6.859,- Ferðaskrifstofa Akureyrar, Ráðhústorgi 3, sími 25000. AKUREYRI HAFNARSTRÆTI 85 ð 23905 og 23634 Háskólinn á Akureyri: Fj ölmenni á fyrirlestrum HÁSKÓLINN á Akureyri hefur gengist fyrir allmörgum fyrir- Iestrum nú á fyrstu starfsönn. Nokkrir opnir fyrirlestrar hafa verið haldnir í beinum tengslum við nám á hjúkrunarfræði- og iðnrekstrarbraut en auk þess hafa verið haldnir sjálfstæðir fyrirlestrar, ætlaðir almenningi. Þann 16. nóvember síðastliðinn. var fyrsti erlendi fyrirlesturinn á vegum Háskólans á Akureyri, en til hans var stofnað í tengslum við Náttúrugripasafnið á Akureyri. Þá kom hingað til lands rússneski fræðimaðurinn V. Konichev, en hann er prófessor í landafræði við Moskvuháskóla. Fyrirlestur hans fjallaði um freðmýrar og sífrera í Síberíu og var fluttur í Möðruvöll- Morgunblaðið/GSV Sjömenningarnir kynntu áform sín eftir setningu KEA-mótsins í íþróttahöllinni á Akureyri sl. föstudagskvöld, þar sem landsliðs- hópurinn var staddur. Á myndinni eru Geir Guðsteinsson, Ásmundur Jónsson, Friðrik Friðriksson, Snorri Finnlaugsson, Stefán Jónsson og Eiríkur Helgason. Á myndina vantar Björn Friðþjófsson. Handboltalandsliðið: Fær hálfa milljón frá Dal- víkingnm gegn gulli á OL LANDSLIÐ íslands í handbolta verður hálfri milljón kr. ríkari ef það nær gullinu á Ólympíu- leikunum í Seoul sem fram fara næsta haust. Silfrið færir þeim 400.000 krónur í aðra hönd og bronsið 300.000 krónur. Fyrir fjórða sætið fá strákarnir 200.000 krónur og fyrir það fimmta fá þeir 100.000 krónur. Þetta skemmtilega áheit kom frá sjö kunningjum á Dalvík sem segj- ast vera miklir áhugamenn um íþróttir. Þeir segjast koma saman til að horfa á leiki, ýmist fótboltann á sumrin eða handboltann á vet- uma. „Við leigðum okkur sal úti í bæ þegar heimsmeistarakeppnin í handbolta fór fram í Sviss í fyrra „til að ergja ekki eiginkonumar", eins og Geir Guðsteinsson, einn sjö- menninganna, komst að orði. „Við sendum kempunum blómakörfu með baráttukveðjum þegar þeir unnu Rúmenana, 25:23, komust þar með áfram og náðu að lokum 6. sætinu. Útlitið var hinsvegar ekki bjart eftir fyrsta leikinn þegar þeir töpuðu fyrir Suður-Kóreumönnum sem þeir áttu vandalaust að geta unnið." Þeir félagamir telja mjög raun- hæft að spá íslendingunum einu af fímm efstu sætunum þó þeir álíti það talsverða bjartsýni að gera strax ráð fyrir einu af þremur efstu. „Okkur þykir vissulega miður ef við svo þurfum ekki að safna neinu þegar úrslitin eru ráðin. Við von- umst til að aðrir fari að dæmi okkar og styðji strákana. Það fylgja þessu að vonum mikil fjárútlát. Ef til dæmis Akureyringar gerðu eins þyrftu þeir að heita fímm milljónum. á fyrsta sætið ef bomar era saman þessar klassísku höfðatölur Akur- eyringa og Dalvíkinga," sagði Geir. Glsli Jónsson í ræðustól á fyrir- lestri um bókmenntir á 17. og 18. öld um, húsi Menntaskólans. Gísli Jónsson, menntaskólakenn- ari, hefur nú lokið við að flytja þijá af fjórum laugardagsfyrirlestrum sínum um íslenskar bókmenntir á lærdómsöld. Mikil aðsókn hefur verið að þessum fyrirlestram, því sem næst húsfyllir á hátíðasal Verk- menntaskólans í nýbyggingu hans á Eyrarlandsholti. Gísli hefur í lestr- um sínum fjallað um bókmennta- starf og menningaráhrif Guðbrands Þorlákssonar og Brynjólfs Sveins- sonar og verk og feril fjölmargra skálda, Hallgríms Péturssonar, Jóns Vídalín og austfírsku skáld- anna, svo einhver séu nefnd, og að lokum svarað fyrirspumum. Fjórði og síðasti fyrirlestur Gísla í þessari röð verður laugardaginn 28. nóvem- ber næstkomandi og hefst klukkan 2. Hann mun þá aðallega ræða um bókmenntir á 18. öld. Föstudaginn 27. nóvember verð- ur einnig opinn fyrirlestur á sal Verkmenntaskólans og hefst klukk- an 3. Þá kemur þar bandarískur hjúkranar- og félagsfræðingur, dr. White, sem starfar við University of Florida. Hún mun lesa fyrir um fölskylduhjúkran og þjóðfélag. Að- gangur er öllum fíjáls meðan húsrúm leyfír. Á sfðari önn þessa fyrsta starfs- árs era fyrirhugaðir allmargir fyrirlestrar af ýmsu tagi, ýmist tengdir námsefni skólans eða sjálf- stæðir. stútum á tengingu sem tengdir verða leiðslunum i svellinu og eru þeir væntanlegir til Akur- eyrar á næstu dögum. Að því búnu verður svellið prufukeyrt og opnað almenningi að öllum likindum i næsta mánuði, að sögn Guðmundar Péturssonar, for- manns skautafélagsins. Guðmundur bjóst við að svellið yrði opið átta mánuði ársins enda þyldi það ekki nema um tíu stiga hita. Reiknað er með að rekstrar- kostnaður verði tvö til þijú hundrað þúsund. Selt verður inn á svæðið og verður gjaldskrá álíka aðgangs- eyri í sundlaug. Tónlist verður á svæðinu, fastir æfíngatímar fyrir félagsmenn og búast má við föstum þjálfara. Næsta vetur verður vænt- anlega maður fenginn erlendis frá til þjálfunarstarfa. Svellið er 58 metrar á lengd og 28 metrar á breidd. Á næsta ári verður farið út í það að laga nán- asta umhverfí og austan við hið svokallaða hokkísvæði verður út- búinn 400 metra skautahlaupa- hringur. Guðmundur sagði að meiningin væri að halda skautamót í framtíðinni, en það fer eftir því hve fljótt Reykvíkingamir kæmust í gang. „Ef það verður ekki á næst- unni tel ég víst að fleiri íþróttafélög hér á Akureyri komi til því það vantar fyrst og fremst keppni til að lífga þetta. Veittar vora 12 millj. kr. á síðustu fjárlögum Reykjavíkurborgar til vélfrysts skautasvells, en ég veit ekki til þess að neitt hafí verið gert í því. Samkvæmt skipulagi er svellinu ætlaður staður í Laugardalnum." Heildarkostnaður við svellið nem- ur um tíu milljónum króna, þar af tekur frystivélin helming kostnað- arins. „Það er auðvitað áhyggjuefni ef íþróttasjóður legst niður. Við eig- um rúmlega 3,7 millj. kr. inni hjá ríkinu og menn era ekki of bjartsýn- ir á að jöfnunarsjóður sveitarfélaga skili hlutverki sínu eins og íþrótta- sjóður þó gerði." Guðmundur sagði að meiningin hefði verið að opna svellið með pomp og prakt, en hugs- anlega yrði öllum uppákomum frestað fram yfír jól. Þá gerðu fé- lagsmenn sér von um að hægt verði að fá hingað til lands listhlaupapar frá Sovétríkjunum til að sýna listir sínar. Morgunblaðið/GSV Athafnasvæði Skautafélags Akureyrar á Krókeyri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.