Morgunblaðið - 24.11.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 24.11.1987, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1987 Minning: SigríðurR. Helgason Guðmundsdóttir Margar minningar koma upp í hugann þegar ég sest niður og hugsa um þessa elskulegu konu og langar mig að festa nokkrar þeirra á blað. Regína fæddist 14. desember 1909, dóttir hjónanna Sesselju Amdóttur og Guðmundar Helga- sonar, sem látin em fyrir allmörg- um ámm. Hún ólst upp suður með sjó eða nánar tiltekið í Garðinum. Var henni sá staður mjög kærkom- inn. Hún naut þess að koma þangað í ferðum sínum heim til lslands. Þar rifjaði hún upp leiki og skóla- göngu sína og þekkti vel þá staði þar sem þau krakkamir léku sér eða sóttu skóla. Okkur hjónunum þótti yndislegt að fylgja henni og manni hennar í þessum ferðum, sem má segja að hafi verið fastur liður í þeirra heimsóknum til íslands, síðustu árin. Við nutum þess að sitja á húsatóftum þar sem hús foreldra hennar hafði staðið og drekka kaffí og borða meðlæti. Hún hafði frá mörgu að segja og rifjaði upp ýmislegt sem á daga hennar hafði drifið. í einni slíkri ferð hitti hún Unu í Garði sem var kennarinn hennar í bamaskóla. Þær rifluðu upp ýmislegt frá liðnum dögum. Móðir mín og Regína voru æskuvin- konur og skólasystur. Talaði móðir mín oft um góðmennsku þessa fólks og sagði mér hversu góðar stundir hún hafði átt á heimili foreldra Regínu og systkina. Enda er árin liðu, bundust með fjölskyldu þeirra og foreldrum mínum sterk vináttu- bönd. Kom það vel í ljós þegar móðir mín veiktist, stuttu eftir að ég fæddist. Tóku foreldrar Regínu mig í fóstur og var ég hjá þeim þar til Sesselja móðir Regínu lést árið 1939. Eftir að ég fór til foreldra minna sótti ég áfram mikið til þeirra systra, sem auk Regínu voru; Helga Kristín, yndisleg kona sem lést langt fyrir aldur fram, og Sesselja sem lifir systur sínar. Þessi heimili stóðu mér alltaf opin og á ég góðar minningar þaðan, því þrátt fyrir stóran bamahóp sinn tóku þær ávallt brosandi á móti mér. Tveir bræður Regínu, þeir Sigurður og Guðmundur, fórust í sjóslysi árið 1938, þá menn í blóma lífsins. Hálfbróiðir hennar, Helgi Guð- mundsson, lifir systur sína ásamt Sesselju sem áður er getið. Það var alltaf elskulegt samband á milli þeirra systra enda nutu þær þess að hittast. Eiginmaður Regínu var Geirjón Helgason, fyrrverandi lögreglu- þjónn í Reykjavík, mikill indælis maður. Þau bjuggu á Laugavegi 86 hér í borg, til ársins 1952 er þau fluttust búferlum vestur um haf með fjölskylduna. Við hana hafði þá bæst tengdasonur, Grettir Bjömsson, harmonikkuleikari, en hann er giftur Emu dóttur þeirra hjóna. Stuttu eftir komuna vestur fæddist áttunda bam þeirra Regínu og Geiijóns, dóttirin Regína. Hin bömin em: Sigríður Ámý, Helgi, Sesselja, Geiijón, Karolína og Helga. Ema og Grettir fluttu til íslands aftur 1960 og hafa búið hér síðan. Hin bömin eiga sín heimili í Vancouver. Bamabömin em orðin mörg og vom þau dáð af ömmu og afa, sem vom sínum bömum alltaf góðir foreldrar. Um þau hjón mætti mikið rita, ævi þeirra var litrík. Þau ferðuðust víða um heim. í Vancouv- er var þeirra heimili en ísland var þeirra land. Þangað áttu þau flestar ferðimar sem ekki verða taldar. Það var alltaf gott að fá þau hingað og einnig gott að heimsækja þau. Þess nutum við hjónin er við sóttum þau og fjölskylduna þeirra heim. Þá vom þau vakandi yfir því að skemmta okkur sem best hvem dag, og létu sitt ekki eftir liggja í að keyra okkur og sigla vítt og breitt. Á þessum ferðalögum var gjaman talað um ísland og alltaf af hinu góða. Regína og Geiijón áttu fallegt heimili og höfðu mikil umsvif, enda mikið dugnaðarfólk meðan staðið var. Það var því mik- ið áfall þegar Geiijón fór að missa heilsuna og kom þá best í ljós hinn mikli kærleikur sem ríkti á milli þeirra hjóna. Regína stóð eins og klettur við hlið hans þar til yfir lauk, en hann lést í Vancouver 10. apríl 1984 eftir langt veikindastríð. Regína kom til íslands með jarðn- eskar leifar manns síns í júní 1984, til greftrunar í íslenskri mold, því þau hjón höfðu bæði óskað þess, að þegar þau myndu halda á fund feðra sinna, yrðu þau jarðsett í landinu sínu. Þessi ferð var Regínu erfið, ekki hvað síst vegna erfiðra tíma hjá vinum hennar hér heima. Hún ákvað að koma aftur eftir 1—2 ár. En skjótt hafði sól bmgðið sumri. Hún veiktist og þurfti að gangast undir erfiðar aðgerðir, sem þá virtust ganga sæmilega vel svo hún ákvað að koma heim fyrir ári. Af því gat ekki orðið því enn gerði sjúkdómurinn vart við sig og þurfti hún því að gangast undir enn eina aðgerðina. Það endaði jió með því að hún kom heim. Til Islands ætl- aði hún að koma og hitta dóttur sína, systur, bróður og vini. Ég veit að öll bömin gerðu allt sem hægt var svo hún gæti komið heim enda sagði hún: „Ég á svo góð böm.“ Sigríður, elsta dóttir hennar, fylgdi móður sinni hingað til ís- lands, enda var Regína búin að vera á heimili þeirra Walters og veit ég að það er á engan hallað því allir í fjölskyldunni vita að Sigga litla, eins og við kölluðum hana, var stoð hennar og stytta í erfiðum veikindum hennar. Fyrir skömmu hafði verið ráðin stúlka til að veita henni aðstoð, svo hún mætti áfram búa á sínu fallega heimili í Vancouv- er, og var hún með þeim hér frá 8. júlí til 4. ágúst í góðu yfirlæti vina. Það var stórkostlegt að vera vitni að þeim mikla kjarki og þreki sem Regína hafði yfír að ráða, er hún kom til mín í hjólastólnum var hún kát og glöð yfír að vera komin heim, hún þakkaði Guði fyrir þetta því hún var trúuð kona. Sú mikla reisn sem þessi kona bjó yfir hafði ekki dvínað. Hún var falleg sem áður. Nú þegar leiðir skiljast bið ég Guð að blessa ástvini Regínu og Geiijóns. Hafi þau þökk fyrir allt og allt. Drottinn vakir — drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar - Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér. Hræðstu eigi, hel er fortjald hinum megin birtan er. Höndin sem þig hingað leiddi himins til þig aftur ber. Drottinn eiskar - Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (S.K. Pétursson) Sesselja Ásgeirsdóttir I KAFFIÐ Hermesetas Gold með náttúrulega sætuefninu ASPARTAME Gæðavara frá Sviss FÆST í APÓTEKUM Athugið verð! Hermes hf. EIRIÁBYRGD! 10.000 króna tékkaábyrgð, gegn framvísun bankakorts. Notkun bankakorta eykur öryggi allra í tékkaviðskiptum. Við ábyrgjumst tékka að upphæð allt að 10.000 krónum - sé banka- korti framvísað. Á bankakortinu eru tvö öryggisatriði sem þurfa nauðsynlega að koma heim og saman þegar tékki er innleystur, til þess að við- komandi banki eða sparisjóður ábyrgist hann: 1. Rithandarsýnishorn. T 115 0000 0003 3081 2. Númer bankakortsins. 71 9955-J.006 121053-519 JÖNÍHA JÓHANNSOÓTTiR v, wieiaor 01/89 Meiri ábyrgð með bankakorti - því máttu treysta! < Alþýðubankinn, Búnaðarbankinn, Landsbankinn, S am vinnubankinn 3/ Útvegsbankinn, Verzlunarbankinn og Sparisjóðirnir. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.