Morgunblaðið - 24.11.1987, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 24.11.1987, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1987 53 Gudjón Ingvi Stefánsson Nú liggja fyrir tillögur nefnda um nýja verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og ríkisstjómin mun hefjast handa um framkvæmd þeirra tillagna á næsta ári. Það er skoðun mín, að veikt stjómkerfi í dreifbýlinu sé ein aðal- orsök byggðaröskunar síðustu áratuga. Þar hefur enginn aðili ver- ið þess umkominn að taka að sér ýmsar nýjar þjónustugreinar. Þess vegna hefur báknið byggzt upp í höfuðborginni. Því er algjör nauðsyn, að unnið verði markvisst að flutningi verk- efna og fjármagns til sveitarfélag- anna. Það er síðan undir þeim komið, hvemig þau þróa móttöku- skilyrðin, hvort umtalsverð samein- ing sveitarfélaga eigi sér stað eða að héraðsnefndir og byggðasamlög þeirra annist framkvæmd mála. Ef þessir mikilvægustu þættir byggðamála takast vel, þ.e.a.s. rétt gengisskráning og raunvemleg vald- og þjónustudreifing, þarf ef til vill ekki að gera miklu meira. Gildi menntunar Hér verður drepið á nokkur mikil- væg atriði í viðbót. I hinu nýja þjónustusamfélagi morgundagsins á upplýsingaöld er þekkingin vaid. Við verðum að leggja gífurlega áherzlu á menntamál í dreifbýlinu á næstu áram. Það era hroðalegar tölur, sem við lesum úr nemenda- skráningum, þegar 85—90% tán- inga í Reykjavík sitja í framhalds- skólum, en sambærilegt hlutfall fer niður í 50% í sumum öðram kjör- dæmum. Svona mismunur eftir landshlutum er óþolandi til lengdar. Auk yfírburða í námsframboði á vegum hins opinbera er á höfuð- borgarsvæðinu mikið framboð af námskeiðum og sérmenntun á veg- um hagsmunasamtaka og einkaað- ila, og þar er mestöll endurmenntun skipulögð. Menntun er máttur, menntun þýðir breytingar, þróun. Við þurfum að stórauka fjölbreytt námsframboð úti á landi og stuðla að hugarfars- breytingu, þannig að fólk nýti sér það. Nýjar atvinnugreinar spretta upp og þróast mjög ört, og stofnun þeirra, viðgangur og arðsemi bygg- ist á þekkingu. Einnig á þessu sviði hefur ríkis- valdið reynzt dragbítur framfara. Uti um landið hafa heimamenn yfír- leitt orðið að eiga framkvæði í fræðslumálum, en lögboðnar að- gerðir og §árframlög ríkis hafa borizt seint og illa. Þörf breytinga í búskaparháttum í landbúnaði hefur verið til umræðu í mörg ár. Góðir möguleikar virðast vera á mörgum sviðum t.d. í físk- eldi, loðdýrarækt, ferðaþjónustu o.s. frv. í miðjum landbúnaðarhéraðum standa nú ríkisskólar auðir, sem nýta mætti í aukið fræðslustarf í þágu atvinnuveganna. Það þýðir ekkert að ausa peningum í nýjar búgreinar nema markviss fræðslu- starfsemi sé stunduð samhliða. I tengslum við nýja mennta- stefnu, sem mikilvægan þátt nýrrar byggðastefnu, þurfum við að þróa möguleika nýrrar tækni, sérstak- lega í fjarskiptum og tölvutækni. Eg hygg, að ef rétt er að málum staðið, geti hin nýja tækni stutt við byggð úti um allt land. Ég held, að t.d. SÍS þurfí ekki að kaupa rándýrt land í Smárahvammi undir stjómstöð. Með nýrri tækni skiptir staðarval ekki eins miklu máli og fyiTum. í ræðu sinni minnist prófessor Leif Grahm á það, sem þýtt var sem uppfínningamiðstöðvar eða vísinda- gartar. A síðustu tveimur áram hafa verið stofnsettar svokallaðar „telestuer“ eða INFOTEK (inform- ation + bibliotek) á nokkram stöðum á Norðurlöndunum. Mig langar til þess að sjá í hverj- um bæ t.d. í safnahúsi vísindagarð með nýjustu fjarskiptatækni og tölvum tengdum við gagnabranna út um allan heim. Jafnframt yrðu skipulögð námskeið fyrir almenning og fyrirtæki, þannig að þessi INFO- TEK mætti nýta til þekkingaröflun- ar, til markaðssetningar fyrirtækja o.s. frv. Stutt reynsla í nágrannalöndun- um er góð og bendir til þess, að þetta kunni að vera leið dreifbýlis til þess að nýta sér nýjustu tækni. Um atvinnumál skal ég vera fá- orður. Auðvitað þurfum við í vaxandi mæli að leyfa héraðum að blómstra á eigin forsendum og at- vinnulífi á þeim auðlindum, sem við höfum fram yfir aðra. Þar eigum við mikla möguleika í sjávarútvegi, mörgum greinum landbúnaðar, ferðaþjónustu o.s.frv. En dýrmæt- asta auðlindin er fólkið sjálft, menntun þess og hæfileikar. Að Bíóborg- in sýnir Gullstrætið BÍÓBORGIN hefur liafið sýning- ar á myndinni Gullstrætið í leikstjórn, Joe Roth sem er fram- leiðandi ásamt Harry Ufland. Með aðalhlutverkin í myndinni fara Klaus Maria Brandauer, Adrian Pasdar og Wesley Sniper. Alec Neuman, landsmeistari Sov- étríkjanna í léttþungavigt í hnefa- leikum, flytur frá Sovétríkjunum þegar honum er bönnuð þátttaka í Ólympíuleikunum í Moskvu af því hann er af gyðingaættum. Alec fer til Bandaríkjanna og þjálfar þar tvo efnilega áhugamenn í hnefaleikum, Roland og Timmy. Þeir félagar fá að lokum að taka þátt í lands- keppni í Sovétríkjunum og er það Alec mikið kappsmál að þeir standi sig vel í keppninni. Ástæðan er sú henni þurfum við að hlú með kerfis- bundnum hætti. Síðast en ekki sízt vil ég nefna mikilvægan þátt, en hann er nauð- syn aukins sjálfstrausts byggða til að fást sjálf við vandamálin. I sögu íslands má sjá mörg dæmi þess, að í kjölfar tímamóta eins og fengins sjálfstæðis 1918, lýðveldisstofnun- ar 1944, óg eins yfír áhrif nýrra strauma í bókmenntum áður fyrr hefur eins og bylgja framtaks og bjartsýni gengið fyrir þjóðlífíð. Nú segja sumir, að aðalvandi dreifbýlisins sé svartagallsrausið og að við málum hlutina of dökkum litum. En við hveiju er að búast, þegar hvert lítið skref okkar kostar harða baráttu við ríkisvald? í nýju fjarlagaframvarpi er iðn- ráðgjöfum okkar sagt, að þeir séu óþarfír, og framlög til ferðamála- samtaka landshlutanna era einnig þurrkuð út. Á sama tíma fær skyld starfsemi í höfuðstaðnum stóraukin framlög. Og svo er rýtingurinn ár- lega settur í Jöfnunarsjóð sveitarfé- laga, þannig að stórlega er skert að þjálfari sovéska liðsins er erki- óvinur hans, maðurinn sem útilok- aði hann frá þátttöku i ólympíuleik- framkvæmdageta sveitarfélaganna — eina stjómtækisins, sem starfar sjálfstætt í dreifbýlinu. Þessu verður að breyta. Við vilj- um vera bjartsýn og raunsæ, en svona aðför í kjölfar áratuga betli- ferða og bænaskrárgerða til ríkis- valds er niðurdrepandi fyrir alla sj ál fsbj argarh vot. Niðurstöður um markmið nýrrar byggðastefnu era þessar: 1. Réttgengisstefna. 2. Raunveraleg vald- og þjónustu- dreifíng. 3. Raunhæft átak í menntamálum dreifbýlis. 4. Átak til útbreiðslu og nýtingar á nýjustu tækni. 5. Atvinnumálaþróun er byggi á auðlindum heima fyrir. 6. Virðum tilraunir dreifbýlis til sjálfshjálpar. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga i Vestur- landskjördæmi. — Greinin er byggð á erindi er höfundur flutti á byggðaráðstefnunni á Selfossi. unum vegna gyðingahaturs síns, segir m.a. í frétt frá kvikmyndahús- inu. 0| Electrolux BW 200 uppþvottavélin náði ekki bara prófinu... hún „DÚXAÐI” ! A kröfuharðasta ncytcndamarkaðinum, fékk hún cftirfarandi ummarli frá Svcnska Xonsumcntverkct: Hæsta einkunn (5) fyrir uppþvott og þurrkun * Hæsta einkunn (5) fyrir að vera hljóðlát * Hæsta einkunn (5) fyrir sparneytni * Við bætum svo við ótrúlegu verðtilboði ‘Mns 34.557,; Láttu ekki uppþvottinn angra þig lcngur- ,,KYLDU” A ELECTROLUX ! I I 1 KRINGLUNNI SÍMI 685440 f MIKLU ÚRVALI Höfum einnig fengið mikið af gardínuefnum á verM frá 190,- kr. meterinn. Sendumípóstkröfu. Farymann Smádíselvélar 5.4 hö við 3000 SN. 8.5 hö við 3000 SN. Dísel-rafstöðvar 3,5 KVA SðtoffflsmigjtuKr Vesturgötu 16, sími 14680. hreint Allt í röð og reglu - án þess að va Komdu kaffistofunni á Duni kaffibarinn sparar þér bæði tíma og fyrirhöfn. Getur staðið á borði eða hangið uppávegg. En það besta er: Ekkert uppvask.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.