Morgunblaðið - 24.11.1987, Page 55

Morgunblaðið - 24.11.1987, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1987 55 í nafni réttlætisins Úr myndinni Hinir vammlausu; gangstermynd um baráttu góðs og ills. Kvikmyndir Amaldur Indriðason Hinir vammlausu (The Un- touchables). Sýnd í Há- skólabíói. Sljörnugjöf: ★ ★ ★ ★ . Bandarísk. Leikstjóri: Brian De Palma. Handrit: David Mamet. Framleiðandi: Art Lin- son. Kvikmyndataka: Stephen H. Burum. Tónlist: Ennio Morricone. Helstu hlutverk: Kevin Costner, Charles Martin Smith, Andy Garcia og Sean Connery og Robert De Niro. Paramount, 1987. Hinir vammlausu (The Untouc- hables), sem sýnd er í Háskólabíói, er m.a. um góða gæja og vonda og línur eru eiturskýit dregnar á milli þeirra. Kevin Costner, með hjálp handritshöfundarins David Mamet og leikstjórans Brian De Palma, tekur góða gæjann, lögre- glufulltrúann Eliot Ness sem enginn vissi hver var fyrr en í sumar (það voru allir búnir að gleyma sjónvarpþáttunum um hann frá 1959), og býr til úr hon- um harmþrunginn dýrling í Armani-fötum. Og þótt hann sé kannski ekki bókstaflega með Biblíuna í annarri hendi og ijúk- andi byssuhólkinn í hinni berst hann heilagri baráttu við hið illa. En til að sigra verður hann sjálfur að beita illsku þótt hann fyrirlíti það því í Chicago bannáranna verður illt ekki sigrað með góðu, sérstaklega ekki þegar það heitir A1 Capone, túlkað á djöfullega meistaralegan hátt af kamelljóni kvikmyndanna, Robert De Niro. Hann er hinn fullkomni vondi gæi. Myndin er á mjög meðvitaðan hátt mótuð af langri, merkilegri og ægivinsælli hefð amerískra kvikmynda; hefð gangstermynd- anna. Hún er sett saman við baráttu góðs og ills og það er ekkert verið að fela þær andstæð- ur; næstum í hvert skipti sem við höfum fengið að sjá De Niro út- mála geðsýki illskunnar neðan úr ofurglæsilegu helvíti glæpanna er klippt uppí himnaríki þar sem Ness er í hlýjum faðmi fjölskyld- unnar. Það jaðrar við væmni en De Palma kemst upp með það af því svoleiðis á það og verður að vera; öll myndin, andrúmsloft hennar, tónlist, lýsing, litir, kvik- myndataka, persónusköpun bein- ist að því gera okkur meðvituð um andstæðumar og um leið þá bíótegund sem myndin tilheyrir. Frumleiki Hinna vammlausu ligg- ur í klisju hefðarinnar og í henni liggur lykillinn að frábærlega vel- heppnaðri mynd. Það er allt ekta við þessa mynd á skemmtilega óekta máta. Með tækni sinni og texta eru De Palma og Mamet sífellt að segja okkur: Þetta er bíómynd. Hún er meistaraverk amerískrar kvikmyndagerðar eins og sagt hefur verið en hún er líka íburðarmesta, best leikna og van- daðasta þijúbíó sem gert hefur verið í langan tíma. Það er einfald- lega sami hluturinn. Er hún þá góð bíómynd? Svarið er: Já, svo sannarlega. Ættir þú að sjá hana? Aftur já, svo sannarlega. Ef þú ferð á eina mynd á ári skaltu fara á Hina vammlausu í ár. Hún er frábær. • Ameríkanar hafa alltaf elskað gangstermyndir. Þeir hafa notið þeirra frá því Little Cæsar og The Public Enemy urðu til um svipað Ieyti og hljóðið. Gangstermyndir nutu sérstaklega góðs af tilkomu hljóðsins; ískur í hjólbörðum, gelt í hríðskotabyssum, beinskeytt samtöl sem voru sniðin eins og blaðafyrirsagnir. ískrið og geltið hafa ekki hljóðnað síðan; White Heat var gangstermynd eftirst- ríðsáranna, Bonny og Clyde var gangstermynd sjöunda áratugar- ins, Guðfaðirinn þess áttunda og nú höfum við fengið gangster- mynd níunda áratugarins. Þótt Hinir vammlausu sé byggð á sögulegum persónum er ekki mikið um sögúlegar staðreyndir í handriti Mamets, nokkuð sem far- ið hefur fyrir bijóstið á Capone- vitringum. Hann stóð auðvitað frammi fyrir því vandamáli að þurfa að búa til dramatík úr efni- við sem ekki var sérlega dra- matískur. Ef gerð er mynd um Capone vita allir hvemig hún end- ar; honum var stungið í fangelsi fyrir skattsvik. Ekki sérlega spennandi mál. En Mamet dó ekki ráðalaus og það er mjög gaman að sjá hvemig hann og De Palma hafa getað notað hinn raunvem- lega veika bakgrunn til að gera jafn viðburðaríka og skemmtilega mynd og raun ber vitni. Hin dra- matíska lausn Mamets felst í þróun persónu Ness úr strang- heiðarlegum fjölskyldumanni og bókstafstrúarmanni á lögin í mann sem undirheimastríðið sýkir svo að hann er reiðubúinn að myrða með köldu blóði, en alltaf með samúð áhorfandans tryggða. Lausn De Palma er að vinna f sterkri hefðinni jafnvel með smásnert af Eisenstein í hinu margumtalaða „Odessa-atriði" sem hann sækir í Beitiskipið Pot- emkin (flölskyldumaðurinn Ness, sem situr fyrir bókara Capone á jámbrautarstöð, getur ekki á sér setið þegar móðir með bamavagn fer að bisa við að koma sér upp tröppumar og verður að hjálpa henni en þá stíga bófamir inn á stöðina). De Palma sparar heldur ekki langa reynslu sína af gerð ofbeldismynda. Myndin á auðvitað úrvalsliði leikara mikið að þakka og fara fremstir í flokki Costner, Sean Connery, sem leikur Jimmy Mal- one, lærðiföður Ness, og De Niro, sem birtist af og til, stundum aðeins andartak, en nóg til að setja hrollvekjandi svip á mynd- ina. Góðu gæjamir em sannarlega góðu gæjamir og þeir vondu vondu í þessari mynd. Mamet bregður fyrir sig fáguðum, bók- menntalegum stíl þegar hann semur margar orðræður Ness og manna hans, sem auk þess að vera góð tilbreyting frá göturæs- ismálfari venjulegra hasarmynda, er eitt af því sem lyftir persónum myndarinnar á hærra skáldaðra plan. Þetta er ekki raunveruleik- inn. Þetta er bara bíómynd. Mamet bjó til sögu um fjögurra manna hóp vammlausra lögreglu- manna, sem ekki verður mútað af A1 Capone. Það eitt gerir þá einstaka og hættulega. Ness er foringi hópsins, Stone (Andy Garcia) er skyttan í hópnum, Wallace (Charles Martin Smith) bókhaldarinn sem er með skatt- svik á heilanum og loks Malone, írska götulöggan sem kynnir hinn óreynda Ness fyrir undirheimalífí Chicago-borgar og er e.k. föðurí- mynd lögreglumannanna. And- stæðingurinn virðist ósigrandi; Capone í Chicago, hann er eigin- legur borgarstjóri, hann hefur alla í vasanum. De Palma stillir honum upp í einu atriði eins og hann væri Arthur konungur með ridd- ara sína við hringborðið nema þeir eru engir riddarar og hann er enginn Arthur og hringborðið er aftökustaður. De Niro er óviðjafnanlegur í hlutverki glæpaforingjans. Eins og við eigum að venjast frá honum er túlkunin ekki aðeins bundin við orð og gerðir, hún er ekki síður líkamleg. Hann hefur breytt útliti sínu á róttækan hátt til að fást við ímynd Capones og umbreyt- ingin ekki síður en kröftugur leikurinn heillar mann. í með- förum De Niros verður Capone ferlíki illskunnar, bræðin er stjómlaus, fyrirlitningin á lögum og rétti algjör. Gegn honum stendur Ness sem Costner leikur hugprúður og sannur; hann er fjölskyldufaðirinn og lögreglu- maðurinn sem verður á endanum að fóma nokkra af háleitri sið- gæðisvitund sinni til að lögin nái fram að ganga. Hinn gamansami Connery er svo fullkominn í hlut- verki Malones og aðrir leikarar standa sig með prýði. Aðalfundur Varðar Aðalfundur Landsmálafélagsins Varðar verður haldinn fimmtudag- inn 26. nóvember nk. kl. 20.30 í Sjálfstæðishúsinu Valhöll, Háaleitisbraut 1. Dagskrá: 1. Venjuleg aðal- fundarstörf. 2. Flokksstarf og fjölmiðlabylting. Jónas Kristjáns- son, ritstjóriDV. 3. Önnurmál. Stjórnin. Fyrirferðarlítill lampi LUMINESTRA* — LUMINESTRA® lampinn frá OSRAM er aóeins 21 mm á breidd. — Birtan er hin hlýja birta glóperunnar. — Hægt er að tengja tlu lampa i röö. — Tilvalinn I skápa, innréttingar, og þar sem rými er litið. — Litur: hvitur. OSRAM Ijóslifandi orkusparnaður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.