Morgunblaðið - 24.11.1987, Side 57

Morgunblaðið - 24.11.1987, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1987 57 Neytendafélag Reykjavíkur og nágrennis: Verslanir sýnisaman- burðarverð Ánægja með ókeypis ferðir strætisvagna um miðbæ AÐALFUNDUR Neytendafélags Reykjavíkur og nágrennis var haldinn i veitingahúsinu A. Hans- en 29. október síðastliðinn. Kristín S. Kvaran var endurkjör- in formaður félagsins og samþykktar voru ályktanir um almenningssamgöngur og sam- anburðarverð. Aðalfundurinn samþykkti eftir- farandi ályktun um almennings- samgöngun Aðalfundur Neytendafélags Reykjavíkur _og nágrennis lýsir ánægju sinni með tilraun til stór- bættrar þjónustu við almenning með ókeypis ferðum almennings- vagna milii Hlemms og miðbæjar. Það er von neytendafélagsins að áffam verði unnið að samgöngubót- um á höfuðborgarsvæðinu með það að leiðarljósi að þeir aðilar sem reka almenningssamgöngur á svæðinu komi sem fyrst á skiptimiðakerfi sem nái til alls höfuðborgarsvæðis- ins. Þá telur neytendafélagið sjálf- sagt og eðlilegt að allir þeir sem reglulega nýta sér almenningssam- göngur eigi þess kost að kaupa mánaðarkort, sem veiti þeim um- talsverðan afslátt frá fullu gjaldi. Ennfremur var eftirfarandi ályktun um samanburðarverð sam- þykkt: Aðalafundur Neytendafélags Reykjavíkur og nágrennis vekur athygli á því að nú þegar verð hef- ur verið gefið fijálst á vöru og þjónustu er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að neytendum sé auðveld- aður allur verðsamanburður. Fundurinn fagnar því að samvinnu- hreyfingin hefur nú byijað að upplýsa neytendur um samanburð- arverð í verslunum sínum. Jafn- framt minnir fundurinn á reglur sem settar hafa verið um kflóverð á brauði og kökum sem fæstir sölu- aðilar hafa enn séð ástæðu til þess að fara eftir. Um leið og neytendafélagið hvet- ur alla aðila til að virða þessar reglur beinir félagið því til matvöru- verslana að fara að fordæmi samvinnuhreyfingarinnar og upp- lýsa viðskiptavini sína um saman- ajuncjilak. Allt fyrir útiverutia Ert þú á leid uppá jökul eða bara í gönguferð meö hundinn? Skátabúðin á úrval af útiverubúnaði sem hentar bæði áhugafólki um útiveru og reyndum fjallagörpum. Skátabúðin — skarar framúr. Snorrabraut 60 sími 12045 SJONVARPIÐ -Þinnmiðill, eignokkaralira

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.